Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 C KNATTSPYRNA IÞROTTIR IÞROTTIR FIFAtil- búið að stækka mörkin ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, er til í að sam- þykkja stærri knattspyrnu- mörk en tíðkast hafa til þessa til að ge ra leikinn enn áhuga- verðari, en að sögn Sepp Blatters, framkvæmdastjóra FIFA, verður ákvörðun þar af lútandi tekin í mars. Blatt- er sagði að rætt hefði verið um að lengja mörkin sem samsvarar þvermáli tveggja bolta, um 50 sm, og hækka þau um 25 sm. Verði þessi breyting ákveðin verður látið á hana reyna í tilraunamót- um, en Blatter áréttaði að ríkjandi fyrirkomulag yrði viðhaft í Heimsmeistara- keppninni í Frakklandi 1998. Ymsar tillögur hafa komið fram til að auka enn vinsæld- ir knattspyrnunnar. Auk stærri marka hefur verið rætt um að koma á leikhiéum eins og tíðkast í körfuknatt- leik og handknattleik, en Blatter sagði að knattspyrnu- hreyfingin væri íhaldssöm og enn sem komið væri væri inn- an við 50% stuðningur við það að taka upp leikhlé. HM 2006 verði i Afríku JOAO Havelange, forseti Al- þjóða knattspyrnusambands- ins, sagði í viðtali við dagblað í Brasilíu að Heimsmeistara- keppnin 2006 yrði í Afríku og hann ætlaði að tilkynna Nelson Mandela forseta það 10. janúar, en 13. janúar hefst úrslitakeppni Afríkumóts landsliða. Havelange sagði að Afríka væri framtíð knattspyrnunn- ar og mótshaldið 2006 væri til að verðlauna framfarirnar sem orðið hefðu, því Afríka ætti skilið að halda HM. í hreyfingunni er litið á útspil forsetans sem lið i bar- áttunni við Svíann Lennart Johansson, forseta Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, sem hefur tilkynnt framboð til forseta FIFA 1998, en Havelange er tilbú- inn að halda áfram þrátt fyr- ir yfirlýsingar þess efnis 1994 að hann ætlaði að hætta að fjögurra ára kjörtímabilinu loknu. HM 2002 verður í Suð- ur-Kóreu eða Japan en ákvörðun um mótsstað HM 2006 verður ekki tekin fyrr en eftir fjögur ár. í framtíðar- sýn Johanssons sem hann greindi frá á liðnu sumri var tillaga um að HM yrði til skiptis í heimsálfunum og lagt til að sá liáttur yrði hafður á eftir HM 2006, en Þýskaiand hefur sótt um Ieikana það árið. Havelange gaf lítið fyrir hugmyndir Svians, en með þessum leik tekur hann undir þær að vissu leyti og veikir stöðu Johanssons um leið. HM verður í Evrópu 1998 og Ha- velange vill taka upp breytt fyrirkomulag eftir það. Sam- kvæmt því yrði HMI Asíu 2002, Afríku 2006, Suður- Ameríku 2010, Norður-Amer- íku 2014 og Evrópu 2018. Keeganjarðbundinn eftiröruggan sigurgegn Arsenaí Höfum áður hafl sjö stiga forystu Newcastle átti ekki í erfiðleikum með Arsenal í gærkvöldi og vann 2:0 en liðið hefur sigrað í öll- um 11 heimaleikjum tímabilsins. „Við -iékum frábærlega,“ sagði Kevin Keegan, yfirþjálfari New- castle. „Með svona leik hefur maður á tilfinningunni að ekkert stöðvi mann en við höfum áður haft sjö stiga forystu og það þarf miklu fieiri svona leiki áður en hægt er að tala um okkur sem verðuga meistara. En því er ekki að neita að þetta var frammistaða liðs sem vill vinna titil og ef við höldum áfram á þess- ari braut eigum við verðlaun í vænd- um. Satt best að segja segir 2:0 sigur ekki allan sannleikann með fullri virðingu fyrir Arsenal. Svona frammistaða eflir sjálfstraustið og sérstaklega þegar haft er í huga að hún var gegn eins sterku liði og Arsenal er.“ 10O. mark Shearer glæsilegt lan Shearer varð fyrstur til að skora hundrtað mörk í úrvalsdeild- inni í Englandi — hann skoraði markið gegn Tottenham á laugar- daginn þegar Blackbum lagði Lundúnaliðið, sem hafði ekki tapað tíu leikjum í röð, 2:1. „Það er alltaf gaman að skora, en sigurinn var þó fyrir öllu,“ sagði Shearer, sem hefur leikið 124 leiki fyrir Black- burn og var fyrirliði á laugardag- inn, þar sem Tim Sherwood var í leikbanni. Shearer skoraði markið fjórum mín. fyrir leikhlé, þegar hann fékk knöttinn er hann sneri bakinu í markið — hann sneri sér snöggt við og skaut glæsilegu skoti, sem hafnaði uppi í markhorninu, óveij- andi fyrir Ian Walker, markvörð Tottenham. Þetta var 24. mark hans á keppn- istímabilinu. „Það er alltaf jafn- skemmtilegt að sjá á eftir knettin- um í netið — það skiptir ekki máli hvernig mörkin eru skoruð, af eins metra færi eða þijátíu metra færi, þau telja jafnt,“ sagði Shearer, sem kom til Blackburn frá Southampton 1992. „Ég las um það í blöðunum að ég hefði skorað mörk í öllum leikjum okkar á Ewood og ég ætti eftir eftir að skora eitt mark til að ná hundrað marka múrnum." Blackburn, sem hefur ekki unnið leik á útivelli síðan í apríl, gerði jafntefli, 0:0, í slökum leik við Leeds á Elland Road á mánudaginn. Óskabyrjun dugði ekki gegn Liverpool Nottingham Forest fékk heldur betur óskabyijun gegn Liverpool — komst yfir, 0:2, eftir aðeins átján mín. á mánudaginn með mörkum frá Steve Stone og Ian Woan. Það dugði ekki, því að leikmenn Liver- pool gáfust ekki upp, heldur tóku leikinn i sínar hendur og unnu ör- uggan sigur, 4:2. Robbie Fowler svaraði fyrir Liverpool með tveimur skallamörkum á 31. og 41. mín. — bæði mörkin komu eftir fyrirgjöf frá Stan Collymore, sem var að leika gegn sínu gamla félagi. Colly- more skoraði sjálfur þriðja markið fljótlega í seinni hálfleik. Fjórða mark Liverpool var sjálfsmark Colin Cooper. Fowler hefur skorað sjö mörk á Anfield Road á níu dögum, eða í síðustu þremur heimaleikjun Liverpool. Mark Crossley, mark vörður Forest, sá til þess að Fowlei skoraði ekki fleiri mörk. Tottenham skellti United Leikmenn Manchester Unitec fögnuðu sigri, 2:1, gegn QPR í laugardag, en aftur á móti vori þeir skotnir á bólakaf á White Hart Lane á mánudag af leikmönnurr Tottenham, 1:4. Teddy Sheringharr og Sol Campbell mörk Tottenhair i fyrri hálfleik og þá áttu leikmenn Tottenham tvö skot sem höfnuðu á tréverkinu á marki United. Chris Armstrong bætti við tveimur í seinni hálfleik. Andy Cole skoraði mark Unifed, jafnaði 1:1, og vai það hans fjórða mark í fjórum síð- ustu leikjum. Cole gerði reyndar annað mark, í seinni hálfleik, með glæsilegri hjólhestaspyrnu en það var ekki dæmt gilt — líklega vegna háskaleiks. Peter Schmeichel, markvörður Man. Utd., meiddist á kálfa í upp- hitun fyrir leikinn og fór af leikvelli í seinni hálfleik og tók Kevin Pilk- ington stöðu hans. Hann lék ágæt- lega og verður ekki sakaður um mörkin tvö frá Armstrong, sem skallaði í bæði skiptin glæsilega í netið. Porto heldur sínu striki PORTO hélt sigurgöngu sinni áfram í Portúgal á laugardaginn, þegar liðið vann stórsigur á Estrela da Amadora 6:0. Porto, sem hefur ekki tapað leik, er nú með átta stiga forskot á Lissabonar- liðin Sporting og Banfíca. Leikmðnnum Amadora tókst að halda marki sínu hreinu í hálftima, en þá skoraði markahæsti leikmaður- inn í Portúgal, Domingos Oliveira, mark úr aukaspyrnu — sendi knöttinn yfir varnarmúr Amadora og í netið fór knötturinn, hans sextánda mark á keppnistimabilinu. Benfica vann sinn stærsta sigur á keppnistímabilinu, 4:0, gegn Uniao de Leiria. Morgunblaðið/Ásdís Fatlaðir fengu fimm hjólastóla til körfuknattleiksiðkunar FIMM hjólastólar, sem sérstaklega eru ætlaðir til keppni í körfu- bolta, voru afhentir íþróttasambandi fatlaðra milli jóla og nýárs, fyrir landsleik íslands og Eistlands í Seljaskóla. Þetta em fyrstu stólarnir af þessu tagi sem keyptir eru til íslands, og eru þeir metnir á um eina milljón króna. Körfuknattleikssambandið fékk fimm fyrir- tæki til að gefa einn stól hvert; OIís, Visa-ísland, Landsbanki ís- lands, Herragarðurinn og Sjóvá-Almennar keyptu stólana, Eimskipa- félag íslands flutti þá ókeypis og gefur geymslugám fyrir þá og Austurbakki, sem flytur stólana inn, gaf alla álagningu af þeim. Það voru fulltrúar ofangreindra fyrirtækja sem afhentu stólana en Ólaf- ur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra veitti þeim viðtöku. Fatlaðir íþróttamenn, sem æfa körfuknattleik í hjólastólum, kepptu siðan við lið íþróttafréttamanna og kynntust fréttamenn því vel hve íþróttin er erfið. Þeir höfðu ekki roð við andstæðingum sínum og töpuðu 22:5 — og þóttust góðir að hafa þó náð að skora! Á mynd- inni eru liðin í leikslok, fremri röð frá vinstri: Reynir Kristófersson, Viðar Árnason, Svanur Ingvarsson, Jóhann Kristjánsson, Sigurður Sigurðsson, Þorkell Sigurlaugsson og Geir Magnússon frá Stöð 2. Aftari röð frá vinstri: Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, Adolf Ingi Erlingsson, Ríkisútvarpinu, Valur Jónatansson, Morgunblaðinu, John Rhodes, þjálfari og leikmaður ÍR og gestur í liði fréttamanna, Ólafur Rafnsson, varaformaður KKÍ, Samúel Örn Erlingsson, Ríkisút varpinu, Valtýr Björn Valtýsson, Stöð 2, Ólafur Eiríksson og Valur Hlíðberg. Tottenham tók Manchester United í kennslustund TOTTEIMHAM burstaði Manchester Unlted 4:1 í ensku úrvalsdeildinni á nýársdag. Hér reynlr Frakkinn William Prunier að verjast skalla frá Teddy Sheringham sem er hér fyrir aftan Stuart Nethercott. Sher- ingham gerði fyrsta mark Tottenham. Mm FOI_K ■ TONY Adams, fyrirliði Arsenal, lék ekki með liðinu gegn Wimbledon, þar sem hann fékk magaverk rétt fyrir leikinn. Þá lék hinn miðvörðurinn, Steve Bould ekki með, þar sem hann er í leikbanni. ■ DUNCAN Ferguson var í fyrsta skipti í byijunarliði Everton eftir að hann kom úr fangelsi þegar liðið lék gegn Leeds á laugar- daginn. ■ EVERTON vann 2:0, þrátt fyrir að leik- menn liðsins hefðu verið tíu um tíma, eða eftir að fyrirliðinn Dave Watson var rekinn af leikvelli eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald. ■ JOHN Spencer skoraði bæði mörk Chelsea gegn Liverpool, en Steve McMana- man svaraði með tveimur mörkum. ■ WEST Ham tefldi fram Neil Finn í mark- inu gegn Man. City. Hann er yngsti leikmað- urinn sem hefur leikið í úrvalsdeildinni — varð 17 ára þremur dögum fyrir leikinn, sem City vann 2:1. ■ NEIL Fihn var kallaður í markið, þar sem Ludek Miklosko var í leikbanni og Les Sea- ley meiddur. Harry Redknapp, fram- kvæmdastjóri West Ham, var afar óhress með að hafa ekki fengið leyfi hjá sjórn ensku úrvalsdeildarinnar til að fá lánaðan markvörð hjá öðru félagi. Prunier sendur heim FRANSKI landsliðsmaðurinn William Prunier, sem hefur verið hjá Manchester United, leikur ekki meira með enska félaginu og fer aftur til Frakklands. Þessi 28 ára varnarmaður frá Bordeaux var til reynslu hjá United. Umboðsmaður Prunier, Alain Migliascio, sagði við frétta- menn að United liefði aðeins boðið honum að vera áfram til reynsu en væri ekki tilbúið að bjóða honum samning að svo stöddu. „Leikmaður með 350 1. deildar Ieiki I Frakk- landi og 35 Evrópuleiki þarf ekki að sanna sig,“ sagði umboðsmaður. Prunier lék fyrsta leik sinn í 2:1 sigri gegn Q.P.R. og síðan aftur í fyrrakvöld í 4:1 tapleik gegn Tottenham. „Það hefur verið erfítt fyrir liann að fara beint inn í enska knattspyrnu þai- sem hann talar ekki ensku,“ sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdasljóri United. ÚRSLIT Knattspyrna Alþjóðlegt mót í ísrael Islenska landsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tekur þátt í mótinu sem lýkur í dag. Gamlársdagur: ísland - Grikkland.................0:1 2. janúar: ísland - Ungverjal.................1:5 ■Bjarni Guðjónsson gerði mark íslands, sem mætir ísraelsmönnum í dag. England Úrvalsdeildin Laugardagvr: Arsenal - Wimbledon...............1:3 Wright (37.) - Earle 2 (38., 67.), Holdsw- orth (50.). 37.640. Blackburn - Tottenham.............2:1 Marker (31.), Shearer (41.) — Sheringham (53.). 30.004. Bolton - Co ventry................1:2 McGinlay (16.) — Whelan (44.), Salako (90. - vítasp.). 16.678. Chelsea - Liverpool...............2:2 Spencer 2 (9., 45.) — McManaman 2 (33., 76.). 31.137. Everton - Leeds...................2:0 Wetherall (6. - sjálfsm.), Kanchelskis (51.). 40.009. Manchester United - QPR...........2:1 Cole (44.), Giggs (52.) - Dichio (68.). 41.890. Nott. Forest - Middlesbrough......1:0 Pearce (8. - vítasp.). 27.027. Mánudagur: Coventry - Southampton............1:1 Whelan (83.) - Heaney (64.). 16.818. Leeds - Blackburn.................0:0 31.285. Liverpool - Nott. Forest..........4:2 Fowler 2 (31., 41.), Collymore (62.), Coo- per (86. - sjálfsm.) — Stone (13.), Woan ' (18.). 39.206. Manchester City - West Ham........2:1 Quinn 2 (21., 78.) - Dowie (75.). 26.024. Sheff. Wednesday - Bolton.........4:2 Kovacevic 2 (22., 45.), Hirst 2 (54. - vít- asp., 60.) — Curcic (51.), Taggart (77.). 24.872. Wimbledon - Everton...............2:3 Holdsworth (54.), Ekoku (72.) — Ebbrell (1.), Ferguson 2 (23., 25.). 11.121. Middlesbrough - Aston Villa.......0:2 - Wright (22.), Johnson (40.). 28.535. Tottenham - Man. Utd..............4:1 Sheringham (35.), Campbell (45.), Arm- strong 2 (48., 66.) - Cole (36.). 32.852. Þriðjudagur: Newcastle - Arsenal...............2:0 (Ginola 1., Ferdinand 47.). 36.530. Q.P.R. - Chelsea..................1:2 (Allen 70.) - (Brazier 77. - sjálfsm., Furlong 90.). 14.904. Staðan: Newcastle .21 15 3 3 42:18 48 Man. Utd .22 12 5 5 41:27 41 Liverpool .21 11 5 5 40:20 38 Tottenham .22 10 8 4 31:22 38 Aston Villa .20 10 5 5 27:15 35 Arsenal .22 9 7 6 28:20 34 Nott. Forest .21 8 10 3 32:31 34 Middlesbrough .22 9 6 7 23:21 33 Everton .22 9 5 8 32:24 32 Blackburn .22 9 5 8 33:26 32 Leeds .21 9 5 7 28:27 32 Chelsea .22 8 8 6 23:24 32 Sheff. Wed .21 6 7 8 32:32 25 West Ham 20 6 5 9 22:30 23 Wimbledon 22 5 6 11 31:44 21 Southampton .21 4 8 9 20:31 20 Coventry 21 4 7 10 28:43 19 Man. City 21 5 4 12 12:31 19 QPR 22 5 3 14 17:33 18 Bolton 22 2 4 16 21:44 10 1. Deild: Laugardagur: 1:1 Norwich - Reading 3:3 Wolves - Portsmouth.. 2:2 Mánudagur: 2:1 1:1 Ipswich-Port Vale 5:1 1:1 Portsmouth - Crystal Paláce 2:3 1:0 Southend - Bamsley... 0:0 Staðan: Derby 25 13 7 5 41:29 46 Charlton 24 10 9 5 31:24 39 Leicester .24 10 8 6 40:35 38 Huddersfield .26 10 8 8 36:32 38 Birmingham 24 10 8 6 34:30 38 Sunderland .22 10 8 4 30:19 38 Southend .25 10 8 7 28:28 38 Grimsby 24 9 10 5 30:27 37 Stoke 25 9 9 7 36:32 36 Millwall 25 9 9 7 26:30 36 Norwich 26 9 8 9 38:33 35 Ipswich 24 8 9 7 44:36 33 Tranmere 23 9 6 8 34:26 33 Bamsley .25 8 9 8 33:41 33 C.Palace 23 8 8 7 30:31 32 Oldham 24 7 10 7 34:28 31 Portsmouth 26 7 8 11 40:43 29 Reading .24 6 10 8 31:33 28 Port Vale 25 6 8 11 30:38 26 Wolves 24 5 9 10 30:36 24 WBA 24 7 3 14 28:41 24 Watford 23 5 9 9 27:30 24 Sheff. Utd 24 5 6 13 31:43 21 Luton 23 4 7 12 19:36 19 Skotland Laugardagur: 7*0 Mánudagur: Hibernian - Hearts 2:1 Staðan: Rangers „20 15 4 1 47:10 49 Celtic „11 12 5 1 35:15 41 Hibernian „20 9 4 7 30:35 31 Aberdeen „18 8 2 8 28:22 26 Raith ...18 7 4 7 22:25 25 Hearts ...19 6 4 9 26:34 22 Kilmarnock ...19 5 3 11 23:33 18 Partick ...18 4 4 10 13:29 16 Motherwell ...18 2 9 7 13:20 15 Falkirk ...18 4 3 11 14:28 15 Portúgal Felemeiras - Gil Vicente 2:2 Leca - Belenenses. 0:5 Porto - Estrela Amadora.... 6:0 Braga - Tirsense... 4:0 Campomaiorense - Salgueiros 0:0 2:0 Benfica - Uniáo Leiria . 4:0 Staðan: Porto .16 14 2 0 45: 2 44 Sporting .15 11 3 1 37:11 36 Benfica .16 11 3 2 26:12 36 Boavista .15 9 3 3 29:12 30 Maritimo .16 8 2 6 25:19 26 Belenenses .16 7 4 5 23:14 25 Braga .16 6 4 6 18:20 22 Guimaraes .15 6 3 6 17:17 21 Felgueiras .16 5 6 5 20:19 21 Salgueiros .16 3 : 11 2 16:16 20 UniaoLeiria .16 6 1 9 18:33 19 Amadora .16 4 5 7 15:26 17 Leca .16 4 3 9 13:26 15 Gil Vicente .16 3 5 8 14:25 14 Farense .16 4 2 10 12:22 14 Chaves .15 2 5 8 18:27 11 Campomaiorense.. .16 3 2 11 12:36 11 Tirsense .16 1 6 9 10:31 9 Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir 30. desember: Atlanta - Golden State..........96:117 Charlotte - Portland............102:99 Orlandö - LA Clippers...........122:98 Washington-NewYork.............127:120 ■Eftir framlengingu. Chicago - Indiana............. 120:93 Phoenix - Denver................103:92 Seattle - Boston................124:85 Sacramento - Philadelphia.......117:97 Leikir á gamiársdag: Utah - La Lakers.................99:82 Cleveland - Portland...........124:121 ■Eftir tvíframlengdan leik. Detroit - Charlotte............102:100 • ■Eftir framlehgingu. Miami - LA Clippers.............105:96 New Jersey - Golden State......110:120 Chicago - Atlanta................95:93 Dallas - Houston...............102:105 San Antonio - Minnesota.........122:84 Denver - Philadelphia..........108:100 Milwaukee - Washington...........87:96 Phoenix - Seattle..............112:123 ■Eftir framlengingu. Vancouver- Boston...............103:95 Staðan AUSTURDEILD Atlantshafsriðill: Orlando.................^...23 6 79,3 NewYork.....................19 9 67,9 Miami..................... 15 13 53,6 Washington..................15 13 53,6 Boston......................12 16 42,9 NewJersey...................10 17 37,0 Philadelphia................ 5 22 18,5 Miðriðill: Chicago.....................25 3 89,3 Indiana.....................15 12 55,6 Cleveland...................15 12 55,6 Detroit.....................15 14 51,7 Charlotte...................14 16 46,7 Atlanta.....................13 15 46,4 Milwaukee...................10 17 37,0 Toronto.................... 9 21 30,0 VESTURDEILD Miðvesturriðill: Houston.....................22 8 73,3 SanAntonio..................19 8 70,4 Utah........................20 9 69,0 Denver......................13 16 44,8 Dallas...................... 8 19 29,6 Minnesota................... 7 20 25,9 Vancouver................... 5 25 16,7 Kyrrahafsriðill: Seattle.................... 20 8 71,4 Sacramento..................17 9 65,4 LaLakers....................16 15 51,6 Phoenix................... 13 14 48,1 Portland....................12 17 41,4 GoldenState.................12 17 41,4 LaClipppers.................11 19 36,7 Frjálsíþróttir Gamlárshlaup ÍR Karlar Sigmar Gunnarsson, UMSB..........31,08 Guðmundur Valgeir Þorsteins., UMSB31.52 Jóhann. Iiigibfirgsson, Flí......31,55 Sveinn Ernstsson, ÍR.............32,14 Smári Björn Guðmundsson, FH......33,12 Konur Martha Emstsdóttir, ÍR...........32,19 Hólmfríður Ása Guðmundsd., UMSB „37,05 Laufey Stéfánsdóttir, FH.........37,13 Helga Bjömsdóttir, Stjarnan......40,23 Helga Zoega, ÍR..................42,05 Karlar 18 ára og yngri Reynir Jónsson, UMSB.............33,20 Ámi Már Jónsson, FH..............36,44 Ármann Kojic Jónsson, Fjölnir....39,20 Jóhannes Páll Gunnarsson, Á.......41,00 IvarGuðjóns Jónasson.............41,47 Karlar 19 til 39 ára Sigmar Gunnarsson, UMSB..........31,08 GuðmundurVaigeirÞorsteins., UMSB31.52 Jóha nn. Ijigjbergsson, EH........31,55 Sveinn Emstsson, ÍR..............32,14 Smári Björn Guðmundsson, FH......33,12 Karlar 40 til 44 ára Daði Garðarsson, FH..............35,10 Brynjólfur H. Ásþórsson, Haukar..35,58 Árni Stefán Jónsson, Námsfl.Rvk.....37,33 Halldór Guðmundsson.................37,48 Ágúst Ásgeirsson, ÍR................38,43 Karlar 45 til 49 ára Jóhannes Guðjónsson, ÍA.............35,13 Láms H. Blöndal, Námsfl. Rek........38,39 Vöggur Magnússon, ÍR................39,12 Gísli Ragnarsson....................40,13 Sigvaldi Ásgeirsson..................41,04 Ólafur K. Pálsson, Júdó R...........42,19 Karlar 50 til 54 ára Jóhann Heiðar Jóhannsson, ÍR........37,20 JörundurGuðmundsson, TKS............37,52 Guðjón E. Ólafsson, ÍR..............40,38 Gunnar Örn Guðmundsson..............42,43 ValtýrSigurðsson....................42,45 Karlar 55 til 59 ára Þorsteinn Magnússon, Námsfl. Rvk. ...43,01 Róbert Pétursson, Námsfl. Rvk.......44,30 Stefán Briem........................46,26 Bergur Felixson, TKS................46,55 Berghreinn G. Þorst., Námsfl. Rvk....48,31 Karlar 60 ára og eldri HöskuIdurEyQ. Guðmanns., S.R........46,53 Konur 18 ára og yngri Anna Lára Steingtímsdóttir..........43,18 Linda Ósk Heimisdóttir, HSK.........48,04 Sigrún Dögg Þórðardóttir, HSK.......52,33 Eva Rós Stefánsdóttir, A53.08 Konur 19 til 39 ára Martha Ernstsdóttir ÍR..............32,19 Hólmfríður Á. Guðm., UMSB...........37,05 Laufey Stefánsdó., FH...............37,13 Helga Zoéga, ÍR.....................42,05 Rósa Sigrún Jónsdóttir, Námsfl. Rvk.43,06 Kanur..4Q.til..4.4.ára............. Helga Bjömsdóttir, Stjaman..........40,23 Áslaug Helgadóttir, Námsfl. Rvk.....45,57 Gunnur Inga Einarsdóttir, Fjölnir...46,40 Vilborg Helga Júlíusdóttir..........46,43 Elfa Eyþórsdóttir, TKS..............49,47 Konur 45 til 49 ára Bryndís Magnúsdóttir, IR............43,45 Fríða Bjamadóttir, ÍR...............45,08 Margrét Jónsdóttir, TKS.............49,48 Bryndís Kristiansen, UMSK...........51,38 Ingibjörg Leósdóttir................53,06 Konur 50 til 54 ára Guðný Leósdóttir, Máttur............52,56 Ágústa G. Sigfúsdóttir, TKS.........54,24 Halldís Gunnarsd., Námsfl. Rvk......55,55 Ósk Elín Jóhannesdóttir, ÍR.........69,08 Konur 55 til 59 ára Guðmunda M. Þorleifsd., TKS.........56,02 Þuríður Bjömsd., Námsfl. Rvk........57,32 Skíði Heimsbikarinn Semmering, Austurriki: Svig kvenna: 1. Elfi Eder (Austurr.)........1:40.70 (52.15/48.55) 2. Marianne Kjörstad (Noregi)..1:40.98 (52.36/48.62) 3. Kristina Andersson (Svíþjóð) ....1:41.02 (52.13/48.89) 4. Marlies Oester (Sviss)......1:41.18 (52.99/48.19) 5. Claudia Riegler (N-Sjálandi) 1:41.22 (51.98/49.24) 6. Gabriela Zingre-Graf (Sviss).1:41.30 (52.51/48.79) 7. Martina Accola (Sviss).......1:41.68 •(52.59/49.09) 8. YlvaNowen (Svíþjóð)..........1:41.75 (52.58/49.17) 9. Leila Piecard (Frakkl.)......1:41.78 (52.82/48.96) 10. Anita Wachter (Austurr.) 1:41.93 (53.07/48.86) ■Anita Wachter er efst í stigakeppninni samanlagt með 504 stig, en landa hennar Meissnitzer, sem ekki keppir í svigi, er í öðra sæti með 488 stig. Íshokkí NHL-deildin Föstudagur: Buffalo - Chicago..................2:5 Dallas - Detroit................. 1:2 Winnipeg- New Jersey...............5:3 Colorado - Toronto.................3:2 Calgary - Philadelphia.............2:3 Edmonton - Los Angeles.............5:4 ■Eftir framlengdan leik. Anaheim - San Jose.................4:2 Laugardagur: Ottawa - Montreal..................1:4 Pittsburgh - Florida...............6:5 St. Louis - Toronto...............3:4 ■Eftir framlengdan leik. Washington - Hartford..............3:0 Edmonton - NY Rangers..............3:8 Mánudagur: Washington - Pittsburgh............4:2 Dallas - Toronto..................0:1 Borðtennis 1A Café-mótið í borðtennis fór fram í TBR- húsinu, laugardaginn 30. desember. Meistaraflokkur karla: Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, vann Kristján Jónsson, Víkingi, 2:0. Meistaraflokkur kvenna: Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, vann Evu Jósteinsdóttir, Vikingi. Bergur Konráðsson, Víkingi, varð sigur- vegari í 1. flokki karla, Kjartan Baldursson í 2. flokki og Pétur Ó. Stephensen í eldri flokki karla. í kvöld Handknattleikur 1. deiid karla: Vestm’eyjar: ÍBV - UMFA.kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.