Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1996, Blaðsíða 4
Gerry «. Francis segin Nei! GERRY Francis, knatt- spyrnustjóri Tottenham og fjTrum fyrirliði enska lands- liðsins, hefur fetað í fótspor Kevin Keegan og Bryan Rob- son og tilkynnt að hann hafi ekki áhuga að taka við enska landsliðinu. „Mín framtíð í knattspyrnunni er að starfa með félagsliði,“sagði Francis, sem telur að stjórn enska knattspyrnusambandsins eigi að ræða við Terrj' Venables og fá hann, ef það er mögu- legt, til að endurskoða afstöðu sína og verða áfram með landsliðið eftir Evrópukeppnina. Þegar ljóst er að Keegan, Robson og Francis ætla að starfa áfram hjá félagsliðum, er Howard Wilkinson, knatt- spyrnusljórj Leeds, kominn efstur á blað sem eftirmaður Venables. KÖRFUKNATTLEIKUR Sigur Phoenix án stjömuleikmanna Það voru þeir Derrick McKey og Reggie Miller sem tryggðu Indiana 96:88 sigur á Milwaukee í fyrrinótt, en þeir tveir gerðu síð- ustu sjö stig leiksins. Miller gerði alls 24 stig og Dale Davis 21 auk þess sem hann tók 11 fráköst og varði fimm skot. Rik Smits gerði 20 stiog og tók 12 fráköst en hjá Bucks var Vin Baker stigahæstur með 23 stig og tíu fráköst að auki. Detroit sigraði Charlotte 95:93 og það var Joe Dumars sem gerði sex af átta stigum sínum síðustu tvær mínúturnar og tryggði sigur- inn. Allan Houston var stigahæst- ur með 26 stig fyrir Detroit. Atlanta Hawks brá sér til Tor- onto og sigraði 87:79 og þar gerði Mookie Blaylock 24 stig, þar af 21 með þriggja stiga körfum. Damon Stoudamire var að venju stigahæstur hjá Raptors, gerði 18 stig að þessu sinni. Heimamenn voru 79:78 yfir er tvær mínútur voru eftir en tókst ekki að skora það sem eftir var. Þrátt fyrir að Charles Barkley, John Williams, Kevin Johnson og Stefano Rusconi væru ekki með Suns sigraði liðið Golden State 111:106. Joe Smith gerði 28 stig fyrir heimamenn og tók 13 frá- köst og Latrell Sprewell var með 23 stig en það dugði ekki til. Clippers vann fjórða leik sinn í röð er liðið lagði Minnesota 109:89. Loy Vaught gerði 18 stig og tók 12 fráköst en Christian JOE Dumars lék vel með Laettner var með 24 fyrir Tim- Detroit gegn Charlotte. berwolves. BIKARKEPPNIKKÍ HAUKAR 4 LIÐA ÚRSLIT -ÞÓR í íþróttahúsinu viö Strandgötu sunnudaginn 14. janúar kl. 16.00. KFC ® BUNAÐARBANKINN HAFNARFIRÐI OLYMPIULEIKAR Barist um sjónvarps- réttinn í FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ News Corp sem er í eigu Rupert Murdochs vill fá einkaréttinn á sjónvarpssend- ingum í Evrópu frá Ólympíuleikun- um frá og með árinu 2000 til og með ársins 2008 að vetrarleikunum meðtöldum og hefur, að sögn dag- blaðsins The Financial Times, boðið tvo milljarða dollara (um 131,4 millj- arða kr.) fyrir réttinn. Evrópusam- band sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ávallt haft umræddan rétt en að sögn skipuleggjenda Ólympíuleik- anna í Sydney í Ástralíu árið 2000 eiga þeir í viðræðum við Alþjóða ólympíunefndina, IOC, EBU og News Corp um málið. Gary Pemberton, formaður skipu- lagsnefndar Ólympíuleikanna í Evrópu Sydney, sagði að fulltrúar hópanna hefðu rætt málið í nokkurn tíma og viðræðum yrði haldið áfram en hann gat þess jafnframt að innan IOC hefði verið farið í saumana á því hvernig auka mætti umfjöllun í Evr- ópu frá Ólympíuleikum. Hann neit- aði að staðfesta að News Corp hefði boðið umraédda upphæð fyrir réttinn en starfsbróðir hans sagði að tölurn- ar í The Financiai Times væru þær sem talað hefði verið um. í blaðinu staðfesti Francois Carrard, fram- kvæmdastjóri IOC, að hann hefði fengið tilboð frá New Corp og um „alvarlegt" tilboð væri að ræða. í blaðinu kom ennfremur fram að EBU hefði aldrei fengið eins mikla samkeppni um réttinn og nú. Itali til liðs við Bolton BOLTON hefur fengið varn- armanninn Enzo Gambaro Iánaðan frá AC Milan í mán- uð. Gambaró, sem er 29 ára, er fyrrum leikmaður með Sampdorín og Parma. Gamb- aro, sem er hægri bakvörður og hefur verið varaniaður Paolo Maldini, mun leika sinn fyrsta leik með Bolton 20. jan- úar gegn Newcastle. Bolton hefur leikið ellefu deildarleiki í röð án sigurs. UM HELGINA Körfuknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild kvenna: Sauðárkrókur UMFT - ÍA...........14 Smárinn: Breiðablik - ÍS...........16.30 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur- Leiknir.....14 Selfos8: Selfoss - Þór...........16 SUNNUDAGUR Undanúrslit bikars karla: Strandgata: Haukar- Þór...............16 Akranes: ÍA - KR..................16 •Nánar verður fjallað um undanúrslitaleiki bikarkeppninnar í blaðinu á morgun. 1. deild kvenna: Seljaskóli: Seljaskóli: ÍR - Njarðvík.17 MÁNUDAGUR Valsheimili: Valur-KR.............20 Handknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild karla: Varmá: UMFA - KA............. 16.30 1. deiid kvenna: Fylkishús: Fylkir- FH.................16 Strandgata: Haukar- ÍBV............16.30 KA-hús: ÍBA - Fram................16 2. deild karla: ísaúörður: Bí - HK.................13.30 Framhús: Fram - ÍH....................15 SUNNUDAGUR 1. deild karla: Kaplakriki: FH - KR...................20 Selfoss: Selfoss - Grótta........20 Seljaskóli: ÍR - ÍBV..................20 Vaísheimili: Valur - Stjarnan.........20 Víkin: Víkingur - Haukar..............20 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur- Stjarnan.......18.15 Víkin: Víkingur-KR.............18.15 MÁNUDAGUR 2. deild karla: Höllin: Ármann - HK...............20 Blak LAUGARDAGUR 1. deild karla: Digranes: HK-ÍS...................14 Nes.: Þróttur- Stjarnan........13.30 1. deild kvenna: Neskaupstað: Þróttur - Víkingur...15 Badminton Meistarmót TBR verður haldið um helgina og hefst klukkan 13 I dag með keppni í einliðaleik en kl. 10 á morgun hefst keppni í tvíliðaleik og siðan tvenndarleik. Skvass Skvassmót fer fram í Veggsport við Gullin- brú um helgina og er þetta punktamót. Knattspyrna íslandsmótið í innanhússknattspymu verður um helgina. Keppt er í 1. deild karla og kvenna, 2., 3. og 4. deild karla og leikið í Laugardalshöll, Iþróttahúsinu við Austur- berg og í Framhúsinu. Úrslitaleikir 1. deild- anna verða í Höllinni á sunnud. um kl. 17. nældu | þér í I bækling K i næsta fcsölustað í| getrauna! Ferða vinningar Athl Þeir sem hafa hópnúmer ha/da sínum númerum Nýir hópar fá hópnúmer frítt hjá /slenskum getraunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.