Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vel búinn og röskur Elnntrn Inngbnkur NÝR skutbíll eða langbakur af gerðinni Hyundai Elantra er kynntur þessa helgi hjá Hyundai umboðinu í Reykjavík, Bifreiðum og landbúnaðarvélum, en ekki er mjög langt síðan fjallað var um stallbakinn hér þegar hann var sýndur nýr frá grunni. Elantra er laglegasti bíll og að mörgu leyti álitlegur og ekki spillir að vélin er rösk, 1,8 lítrar og 126 hestöfl og bíllinn er ágætlega búinn. Verðið er 1.525 þúsund krónur fyrir handskiptan bíl og 100 þús- und krónum meira vilji menn taka hann með sjálfskiptingu. Þetta er kannski i það hæsta en eins getið var fyrir álitlegan bíl með laglegum línum og góðum staðal- búnaði er það verjandi. Við kynn- um okkur langbakinn nánar hér á eftir. Elantra vekur eftirtekt fyrir laglegar línur og varð þess áþreif- anlega vart þegar staldrað var við á umferðarljósum eða bíla- stæðum, oft spurðu menn hvaða bíll væri á ferðinni og þeir sem þekktu hann höfðu á orði að nú væri langbakurinn kominn. Bíll- inn er allur fremur sléttur og felldur, framendinn straumlínulagaður, hlið- arnar bogadregnar og, eins og segir í bæklingi umboðsins: Hönnuðir Hyundai byijuðu á að slétta og mýkja útlitið til þess að draga úr loftmót- stöðu. Langbakurinn heldur þessum eiginleik- um og afturendinn hefur sama ávala yfírbragðið og afturendi stallbaks- ins. Luktir að framan og aftan eru sporöskjulag- aðar, bíllinn er fremur lágur tilsýndar og jafnvel heldur síður á götu. En í heild laglegur og rennilegur vagn. Góð sætl Að innan er Elantra einnig smekklegur í öllum frágangi. Mælaborðið er stílhreint, mjúk- lega afmarkað með broti að ofan og til hægri niður með miðju- stokknum. Röðun og fyrirkomu- lag mæla er hefðbundið. Hraða- og snúningshraðamælar beint fram af stýri, ljósarofi á armi vinstra megin, þurrkurofí hægra megin nema rofí fyrir afturþurrku sem er vinstra megin og mætti að ósekju vera tengdur rofa fyrir framrúðuþurrkur eins og oft er. Miðstöðvarstillingar eru efst fyrir miðju, útvarp þar fyrir neðan, öskubakki, glasahaldari og lítil hólf og gírstöngin á sínum stað milli sætanna. Framsætin eru mjög góð og með fjölbreyttum stillingum. Hægt er að hækka þau og lækka og styðja þau mjög vel við mjó- bakið og þannig sitja menn mjög vel skorðaðir og þægilega spennt- ir niður. Rýmið er ágætt í fram- sætum og það sama er að segja um aftursætin, þar er ágætt fóta- sem höfuðrými. Farangursrýmið er sæmilegt en ekkert meira en svo en hægt er að fella niður aft- ursætisbakið til að drýgja það verulega. Það opnast líka ágæt- lega. Vélin og vinnslan eru eiginlega það skemmtilegasta í Hyundai Elantra. Þessi nýja 1,8 lítra og 126 hestafla vél er með tveimur yfírliggjandi kambásum, fjölliða innsprautun eldsneytis og raf- eindastýringu og gefur hún rösk- leikaviðbragð og á að geta knúið farartækið í 200 km hraða þótt aðstæður hérlendis bjóði ekki uppá slíkt. En það er auðvelt að trúa þessari tölu því hún er allt að því hættulega rösk og getur ökumaður verið kominn vel yfir hraðamörk ef hann uggir ekki að sér. Hún er líka sæmilega hljóðlát og í meðallagi sparneytin, eyðir 10,8 lítrum í innanbæjarakstri en fer niður í rúma 7 lítra á jöfnum þjóðvegaakstri. Stíf sklpting Fimm gíra handskiptingin virk- aði heldur of stíf og örlar á hnökr- um á henni. Agætt er að taka á stönginni, hún er vel staðsett og liggur vel við ökumanni en taka verður nokkuð ákveðið á henni við skiptingar. Hún mætti með Vinnsla Framsætin Útlit Rými Stíf skipting RYMI fyrir farangur er í meðallagi en hægt er síðan að leggja niður bak aftursætis til að drýgja það. íagiegasti diu. Morgunblaðið/Sverrir ALLGOTT rými er innan stokks í Elantra og ökumaður finnur sig Ojótt vel heima þar. öðrum orðum renna ljúflegar milli gíra og vera má að þetta venjist og liðkist eða að hægt sé að liðka skiptinguna með einhveiju móti. í akstri og allri hegðan er Elantra langbakurinn með- færilegur og skemmtilegur bíll. Hann er sérlega lip- ur og léttur í þétt- býlisumferðinni, auðvelt að með- höndla hann í þrengslum og grannir gluggapóstar auðvelda útsýnið. Helsti gallinn er að menn sitja nokkuð lágt í Elantra og er hann að því leyti nokkuð hvimleið- ur í daglegri umgengni en á móti kemur að hægt er að ráða nokkuð hæð framsætanna. A þjóðvegi hegðar Elantra sér nokkuð vel, er ágætlega rásfastur á gorma- SPEGLA ef mjaka má leggja alveg upp að bílnum þarf honum gegnum þrengsli. fjöðruninni og tekur ekki óvænt hliðarspor. Heldur mikið vegar- hljóð heyrist og mætti að ósekju eyða i aukasett af mottum til að draga úr því. Vel búlnn bíll Verðið er sem fyrr segir 1.525.000 fyrir handskiptan bíl- inn og 1.625 þúsund fyrir þann MEÐAL búnaðar að innan er þessi glasahaldari en margt er vel og smekklega frágeng- ið í innri búnaði bílsins. sjálfskipta. Með þessu verði er Hyundai kominn upp að hlið margra hliðstæðra bíla og ekki lengur ódýrari en aðrir bílar frá Asíu né heldur evrópskir. Fá má nokkrar gerðir af langbökum fyr- ir um það bil 1.500 þúsund krón- ur og má þá segja að mismunur þeirra séu vélarstæðir og staðal- búnaður. Það stendur Hyundai framarlega með aflmikla vél og röska og hann er líka vel búinn með rafstýrðum rúðum og spegl- um og samlæsingu sem verður fjarstýrð en í bili er beðið endan- legs skráningarleyfis hjá Pósti og síma fyrir henni. Þegar þessi bún- aður er skoðaður og talinn með stenst Elantra vel samanburð við ýmsa aðra svipaða bíla en það þarf sem sagt að skyggnast nokk- uð bak við verðtölurnar áður en hann er dæmdur fyrir þær. Bílar frá Hyundai í Suður- Kóreu hafa verið á nokkuð þokka- legu verði frá því þeir komu fyrst á íharkað hér fyrir nokkrum árum en hafa heldur verið að stíga í verði með hækkun frá verksmiðj- unum. Margt er þó í boði hjá Hyundai og má rifja upp að, Acc- ent er þeirra ódýrastur og kostar hann frá kr. 949 þúsundum en Hyundai ilantra langbakurí hnotskurn Vél: 1,8 lítrar, fjórir strokk- ar, 16 ventlar, 126 hestöfl. Framdrifínn - fímm manna. Vökvastýri - veltistýri. Samlæsingar (verða með fíarstýringu). Rafdrifnar rúður. Rafknúnar stillingar á hliðarspeglum. Samlitir stuðarar. Útvarp með segulbandi. Lengd: 4,45 m. Breidd: 1,7 m. Hæð: 1,39 m. Hjólhaf: 2,55 m. Þyngd: 1.220 kg. Fjöðrun: Sjálfstæð MacP- herson að framan og tveggja liða hiiðstæð gormafjöðrun að aftan. Jafnvægisbúnaður. Bensíneyðsla: 10,8 1 á 100 km í þéttbýli, 7,1 1 á þjóð- vegi. Staðgreiðsluverð kr.: 1.525.000. Umboð: Bifreiðar og land- búnaðarvélar hf., Reykjavík. fer uppí tæpar 1.300 þúsund krónur sé hann tekinn sjálfskipt- ur, fjögurra hurða og með stærri vél. Elantra stallbakurinn kostar 1.445 þús. kr. handskiptur og 1.545 þúsund með sjálfskiptingu. Langbakurinn er að flestu leyti hliðstæður bíll nema hvað hann býður upp á meiri flutningsgetu og er óhætt að mæla með honum fyrir þá sem það vilja enda hafa sjálfsagt margir beðið eftir að fá þessa útfærslu frá Hyundai. Þeir sem kjósa enn stærri bíl og með enn meiri búnaði skoða Sonata gerðina sem kostar frá rúmum 1,7 og uppí um tvær milljónir króna. Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.