Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 4
Vigdís þrefaldur meistari HANDKNATTLEIKUR hjá TBR Þrír nýliðar í landsliði kvenna fyrir leikina gegn Rússum Kristján Halldórsson, landsliðs- þjálfari kvenna, hefur valið 14 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Rússum í undankeppni Evr- ópumótsins sem fram fara hér á landi 3. og 4. febrúar. Hin liðin í riðlinum eru Svíþjóð og Holland og verður leikið gegn þeim heima og heiman í mars og apríl. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina, en það lið sem nær bestum árangri í þriðja sæti í riðlakeppninni kemst einnig áfram þannig að ísland ætti að ejga möguleika. „Ég tel að Rússar séu með sterk- asta liðið í riðlinum. í því er Natal- ia Deriouguina, sem leikur með Viborg í Danmörku, og var valin í heimsliðið á HM í Ungveijalandi. Svíar eru einnig með gott lið, en ég tel að við eigum jafna möguleika gegn Hollandi. Annars eru Svíar ekki óvinnandi, það sá ég á HM kvenna í Ungverjalandi. Við förum því óhrædd í þetta verkefni," sagði Kristján þjálfari. Kristján sagði að leikimir gegn Rússum væru kannski ekki á besta tíma fyrir íslenska liðið. „Allur okk- ar undirbúningur hefur miðast við að spila í mars. Ég kalla liðið saman til æfinga 31. janúar og það er því skammur tími sem við höfum til undirbúnings fyrir Rússaleikina, en þann tíma verðum við að nýta vel.“ Þrír nýliðar eru í hópnum, Helga Torfadóttir, markvörður úr Víkingi, Björk Ægisdóttir úr FH og Sonja Jónsdóttir úr Val. Kristján sagðist hafa reynt að fá Guðríði Guðjóns- dóttur úr Fram til að taka þátt í þessu verkefni, en hún hafí afþakk- að það. íslenska liðið er þannig skipað (landsleikir í sviga): Markverðin Fanney Rúnarsdóttir, Stjðmunni (18) Hjördís Guðmundsdóttir, Redovre (22) Helga Torfadóttir, Víkingi (0) Aðrír leikmenn: Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjömunni (68) Herdís Sigurbergsdóttir, Stjömunni (27) Brynja Steinsen, KR (3) Andrea Atladóttir, ÍBV (33) Svava Sigurðardóttir, Víkingi (23) Halla M. Helgadóttir, Víkingi (33) Hulda Bjamadóttir, Haukum (14) Auður Hermannsdóttir, Haukum (24) Björk Ægisdóttir, FH (0) Sonja Jónsdóttir, Val (0) Þómnn Garðarsdóttir, Fram (2) Leikirair gegn Rússum verða báðir í Vík- inni og koma dómararnir frá Færeyjum. GUÐNÝ Gunnsteinsdóttir, fyrirllði landsllðsins. Reynir og Svava þjálfa stúlknalandsliðið HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hefur ráðið þau Reyni Stefánsson og Svövu Ýr Baldvinsdóttur þjálfara 16 ára landsliðs kvenna. Lögð hefur verið áhersla á þetta lið og lék það á síðasta ári 22 leiki auk æfinga. Eins voru stúlkurnar í sérstökum styrktaræfingum sl. sumar. Óskar Þorsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari 18 ára lands- liðs kvenna. Hann hóf reyndar störf í nóvember sl. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá þessum liðum. 18 ára liðið tekur m.a. þátt í forkeppni Evrópumótsins í þessum aldursflokki í apríl, en úrslitakeppnin fer fram í Póllandi í haust. ísland er í riðli með Litháen og Búlgaríu. Ekki er ljóst hvenær þessir leikir fara fram, en Búlgaría getur sótt um að halda forkeppn- ina í heimalandinu þar sem Búlgaria er talið með sterkasta liðið í riðlinum. VIGDÍ S Ásgeirsdóttir úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur varð þrefaldur meistari á meistaramóti fé- lagsins sem lauk um síðustu helgi; sigraði í einliða- tví- liða- og tvenndarleik. í úrslitaleiknum í einliða- leik sigraði Vigdís íslands- meistarann Elsu Nielsen, sem einnig er í TBR, 3/11, 11/10,11/3. Vigdís hefur tapað naumt fyrir Elsu í vetur, en tókst þarna loksins að brjóta ísinn og sigra. í tviliðaleik vann Vigdís ásamt Elsu þær Guðrúnu Júlíus- dóttur TBR og Brypju Pét- ursdóttur, Ármanni 15/7, 15/6. Loks vann Vigdís tvenndarleik í meistara- flokki ásamt Guðmundi Adolfssyni TBR. Þar mættu þau Brodda Kristjánssyni og Elsu Nielsen, TBR, og unnu 15/11 og 15/11. Tryggvi Nielsen, bróðir Elsu, sigraði í einliðaleik karla. Hann hafði betur í úrslitaviðureign gegn Guð- mundi Adolfssyni í mjög hörðum leik, 15/6,15/10, 15/6. Tryggvi vann Þorstein Pál Hængsson í undanúrslit- um 15/10,11/15,15/11, en Guðmundur sigraði íslands- meistarann Brodda Krist- jánsson í undanúrslitum 15/12,15/18,15/12. í tvíliðaleik sigruðu ís- landsmeistararnir Broddi Kristjánsson og Árni Hall- grímsson. Þeir sigruðu Njörð Ludvíksson og Tryggva Nielsen TBR 15/12 og 15/6 í úrslitum. Sigur á Tyrkjum og Slóvökum UNGLINGALANDSLIÐ ís- lands í badminton, 18 ára og yngri, sigraði landslið Tyrklands 5:0 og Slóvakíu 3:2 á fyrsta degi á Evrópu- meistaramóti B-þjóða sem hófst í Caldas da Ratnha í Portúgal í gær. 16 þjóðir taka þátt i mótinu og er þeim skipt I fjóra riðla. ís- land er í riðli með Tyrkjum, Belgum og Slóvakíu. Efstu þjóðimar í hverjum riðli leika um 1. tíl 4. sætið á mótinu, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt á Evrópu- móti A-þjóða á næsta ári. Það er Ijóst að leikur ís- lands og Belga í dag er úrslitaleikur riðilsins, en Belgar unnu Tyrki 5:0 og Slóvaka 4:1. íslenska liðið er skipað þeim Sveini Sölvasyni, Birni Jónssyni, Bryiyu Péturs- dóttur, Erlu Hafsteinsdótt- ur og Birnu Guðbjartsdótt- ur. Þau eru öll úr TBR nema Brynja og Birna sem eru í ÍA. Þjálfari liðsins er Þór- dis Edwald og fararsljóri Þórarinn Einarsson. TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA Mary Pierce átti titil að verja en úr leik Þetta ereinn þessaradaga Mary Pierce, sem átti titil að veija á Opna ástralska mót- inu í tennis, og Kimiko Date duttu óvænt úr keppni í gær. Pierce tap- aði fyrir rússneskri stúlku en jap- anska stúlkan varð að láta í minni pokann fyrir löndu sinni. Pierce sem fæddist í Kanada sigraði Arantxa Sanchez í úrslitum í fyrra og átti ekki í erfíðleikum með Petru Schwarz frá Austurríki í fyrstu umferð að þessu sinni en Likhovtseva hafði betur í annarri umferð. Pierce sem er númer fjögur á heimslistanum var ekki eins og hún á að sér og tapaði 6-4, 6-4 fyrir Elenu Likhovtsevu sem er númer 51 á heimslistanum. „Þetta er einn af þessum dögum,“ sagði Pieree sem varð tuttugu og eins árs sl. mánudag. „Mér leið ekki vel á vell- inum, var svifasein og mjög mis- tæk.“ Hún sagði að sig hefði dreymt um að leika til úrslita við Monicu Seles sem er efst á heimslistanum ásamt Steffi Graf en Graf er ekki með þar sem hún þurfti að gangast undir uppskurð á fæti. „Þetta er ekki skemmtilegt en það er aldrei hægt að segja til um hvað gerist í tennis - stundum gengur vel og stundum illa.“ Aðspurð um hver yrði meistari kvenna sagði Pierce: „Ég verð að segja Monica svo fram- arlega sem hún meiðist ekki.“ Japanskar stúlkur sterkar Date, sem var í fimmta sæti á styrkleikalista mótsins, komst í undanúrslit á mótinu fyrir tveimur árum en sá sæng sína upp reidda gegn Mana Endo í annarri umferð. Date kenndi eigin mistökum um en bætti við að Endo hefði leikið mjög vel. Hún vann 6-2, 1-6, 6-4 og eru þrjár japanskar stúlkur komnar áfram í þriðju umferð. „Ég var allt of mistæk," sagði Date sem hafði áður aðeins tapað tvisvar fyrir Endo og það þegar þær voru táningar. „Eg er frekar óánægð með mig sjálfa en að hafa tapað fyrir henni.“ Reutcr MARY Pierce nagar neglurnar á blaðamannafundi eftlrtaplð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.