Morgunblaðið - 20.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 20.01.1996, Page 1
 • Dýrustu málverkin 1995/2 • Menningin er toppurinn á öllu/2 • Hraðfari inn í nýja öld?/4 MENNING LISTIR c PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1996 BLAÐ' HVÍT nótt eftir Munch var á sýningunni. Ljós í norðri vel sótt Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UM 300 þúsund manns sáu sýning- una, Ljós í norðrí, sem farið hefur um Spán og Norðurlönd, að Reykja- vík ógleymdri, en hún var nú síðast í Stokkhólmi. Sýningin var tekin saman í tilefni af norrænni menn- ingarkynningu á Spáni. Hún vakti athygli á Spáni, þar sem norræn list er sjaldséð. Eins og íslenskir listunnendur muna voru á sýningunni verk nor- rænna listamanna frá byrjun aldar- innar. Höfuðáherslan var lögð á vetrarmyndir. Sýningin var sett upp í Madrid, en fór síðan til Barcelona, Reykjavíkur og að endingu til Stokkhólms. Norræni menningar- sjóðurinn kostaði uppsetningu og flutning og nam fjárhæðin tæplega þijátíu milljónum íslenskra króna. 100 ára afmæli teiknimynda- sögunnar BELGÍA er óefað höfuðstaður teiknimyndabókanna. í Bruss- el er safn sem er tileinkað teiknimyndaheljum á borð við Tinna, Lukku Láka og Strumpana og Belgar líta á þá sem fyrirtaks sendiherra belgískrar menningar. I ár verður ýmislegt gert þar í landi til að fagna því að 100 ár eru liðin frá útkomu fyrstu teiknimyndasögunnar. Yfir hundrað sýningar, hátíð- ir, ráðstefnur og samkeppnir verða haldnar og teikni- myndaheijur verða málaðar á húsveggi í flestum borgum. Formaður 100 ára afmælis- nefndar teiknimyndarinnar er enginn annar en Morris, höf- undur Lukku Láka, en hann er 72 ára gamall og teiknar enn, að því er segir í The European. Fyrsta teiknimyndin er talin hafa birst 18. október 1896 í New York Journal en það var „Yellow Kid“ eftir Richard Outcault. Fyrsta sýningin í til- efni aldarafmælisins hófst í liðinni viku í teiknimyndasafn- inu í Brussel en þar verða í Tinni og Lukku Láki eru á meðan vinsæl- ustu teiknimyndahetja heims og sívinsælir i heimalandinu Belgíu. bandarískar teikni- myndir í sviðsyós- inu. í kjölfarið verða sýningar þar sem fjallað verður um vín í teikni- myndum, hetjur, vísindaskáldskap, konur og gagnvirk- ar teiknimyndasög- ur á alnetinu. Þá má ekki gleyma ráð- stefnu sem ber heit- ið „Bretar í belgísk- um teiknimyndum“, að ekki sé nú talað um ráð- stefnuna um „ítalska innflytj endur í teiknimyndum". Teiknimyndaunnendur á leið til Brussel ættu að koma við í teiknimyndasafninu, sem er í húsi nr. 20 við rue des Sables. Bernardel-kvartettinn með tónleika á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju Loksíns hægt að réttlæta alla vínnuna Morgunblaðið/Sverrir BERNARDEL-KVARTETTINN gerir góðan róm að starfi Kammermúsíkklúbbsins og segir hann hafa glætt áhuga íslendinga á kammertónlist. BERNARDEL-kvartettinn kemur fram á tónleikum á vegum Kammermúsík- klúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa Zbigniew Dubik, 1. flðla, Greta Guðnadóttir, 2. fiðla, Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðla, og Guðrún Th. Sigurðardóttir, kné- fiðla, en á efnisskrá verða verk eft- ir Beethoven, Shostakovítsj og Brahms. Bernardel-kvartettinn hefur starfað í hálfan þriðja vetur og efnt til fjölda tónleika á þeim tíma. I ágúst síðastliðnum hlaut hann styrk úr borgarsjóði til eins árs. „Styrkur- inn hefur mikla þýðingu fyrir okkur enda veitir hann okkur, eðli málsins samkvæmt, aukið svigrúm til að einbeita okkur að spilamennsk- unni,“ segir Greta og Guðmundur bætir við: „Núna getur maður loks- ins réttlætt alla þá vinnu sem fer í þetta fyrir sínum nánustu." Fyrstu tónleikar Bernardel- kvartettsins voru á vegum Kamm- ermúsíkklúbbsins og félagarnir ijórir bera hlýjan hug til aðstand- enda hans. „Kammermúsíkklúbbur- inn er einstakt fyrirbrigði og það er alltaf sérstök tilfínning að spila á hans vegum. Aðstandendur klúbbsins eru miklir áhugamenn um kammertónlist og hafa, með löngu og farsælu starfi sínu, tvímælalaust glætt áhuga íslendinga á henni. Því ber aðsóknin á tónleikana glöggt vitni,“ segir Guðrún. Félagarnir í Bernardel-kvartett- inum hyggjast halda samstarfínu ótrauðir áfram enda liggi ógrynni verka fyrir kvartetta eftir tónskáld sögunnar - stór og smá. Af nógu sé því að taka. „Síðan er alltaf gaman að ráða sér sjálfur," segir Guðrún, „en við spilum einungis það sem við viljum spila en ekki það sem okkur er sagt að spila.“ Næstu verkefni kvartettsins eru tónleikar með Einari Kr. Einarssyni gítarleikara í Reykjavík í vor og tónleikar ásamt breska píanóleikar- anum Normu Fischer á Kirkjubæj- arklaustri í ágúst. Tímamótaverk Þegar Ludwig van Beethoven skrifaði kvartettana þijá op. 59 átti Austurríki í styijöld við Frakk- land og herir Napóleons keisara fóru sigurför um mikinn hluta Evr- ópu. Rússar voru bandamenn Aust- urríkismanna í því stríði og sendi- herra þeirra í Vínarborg var Andrei Razumovskíj greifi, fagurkeri og knéfiðluleikari. Fékk hann Beethov- en til að semja kvartettana þijá og eru þeir oft kenndir við hann. Nokk- ur stef eru með rússneskum blæ og hlutverk knéfiðlunnar er veiga- meira en títt var. Kvartettarnir voru tímamótaverk á sínu sviði og er sá fyrsti, sem nú er á efnisskrá, að líkindum kunnastur af öllum 16 strengjakvartettum Beethovens. Dmítríj Shostakovítsj samdi fimmtán strengjakvartetta en sin- fóníur og kvartettar skipa svipaðan sess í tónlist hans og Beethovens. Mynda kvartettamir nr. 7, 8 og 9 sérstakan hóp vegna skyldleika í tónmáli, en þann sjöunda samdi Shostakovítsj skömmu eftir andlát eiginkonu sinnar. Vandlegar endurskoðanir Johannes Brahms var eitt af fyrstu tónskáldum fyrri alda sem varð sæmilega efnað af tónskáld- skap sínum. Hafði hann meðal ann- ars ráð á að láta ekki verk af hendi til útgefanda síns, þótt eftir væri gengið, fyrr en eftir vandlegar end- urskoðanir og breytingar. Eftir Brahms liggja 24 kammertónverk en talið er að það sé ekki nema fjórðungur þess sem hann samdi á því sviði. Hinu fargaði hann - eink- uin kvartettum. Tónskáldið mun sjálft hafa talið strengjakvartett nr.. 3, sem fluttur verður annað kvöld, sinn besta en hann var jafnframt sá síðasti sem það lét birta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.