Morgunblaðið - 20.01.1996, Side 4
4 C LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hraðfari inn
í nýja öld?
GÆSLUMENN vatnsins. Málverk eftir Odd Nerdrum.
ANDVARI og Skímir eiga
það sameiginlegt að vera
gömul tímarit með til-
hneigingu til endurnýjun-
ar, einkum þó Skírnir. Andvari var
stofnaður 1874, Skírnir 1827 og
telst elsta tímarit á Norðurlöndum.
Ritstjóri Andvara er Gunnar Stef-
ánsson. Jón Karl Helgason og Rób-
ert H. Haraldsson ritstýra Skími.
Andvari kemur út einu sinni á
ári, Skírnir tvisvar, vor- og haust-
hefti. Bæði ritin em efnismikil. And-
vari 1995 er 168 síður, Skímir 530.
Oft eru það sömu höfundarnir sem
skrifa í Andvara og Skírni og má
reyndar segja það sama um Tímarit
Máls og menningar. Öll þessi rit
skarast á einn eða annan hátt.
í hugleiðingu Frá ritstjóra í And-
vara skrifar Gunnar Stefánsson m.a
um þjóðernis- og alþjóðahyggju í til-
efni afmælis þjóðskálda og lýðveldis.
Sú hugsun sækir á ritstjórann „hvort
við séum nú að lifa einhver djúptæk
menningarsöguleg rof, þegar við
stefnum hraðfari inn í nýja öld“.
Formælendur nýju aldarinnar eru
talsmenn alþjóðasamstarfs.
Einstaklingurinn
í brennidepli
Ritstjórar Skírnis segja einstak-
linginn í brennidepli í haustheftinu.
Saga þjóðarinnar hefur undanfarnar
tvær aldir mótast af baráttu ein-
staklingsins fyrir auknu frelsi og
mannréttindum að mati þeirra. Aftur
á móti hafa fræðimenn samtímans
„flestir sagt skilið við hetjudýrkun
fyrri tíma og leggja nú meðal ann-
ars áherslu á höfundskap og fagur-
fræðilega þætti fornrita okkar“.
Rofin sem ný öld hlýtur að hafa
í för með sér að einhveiju leyti munu
ekki koma eins hastarlega við lesend-
ur Andvara og Skímis verði stefnan
áfram sú sama. Andvari sinnir mjög
liðnum tíma, til dæmis með því að
birta skrásetningu Jónasar Hall-
grímssonar, Ferðir að Kröflu- og
Fremrinámum, í þýðingu og með inn-
gangi Hauks Hannessonar. Minn-
ingabrot eftir Jón Þorláksson, Rán
eða ræktun eftir Gils Guðmundsson
og Ástvinur Guðs. Páls saga byskups
Andvari og Skírnir
þrjóskast við að deyja
þrátt fifrir háan aldur,
Að mati Jóhanns
Hjáhnarssonar er
engin ástæða fyrir
þessi tímarit að leggja
upp laupana, ýmis-
legt hjá þeim er í end-
urnýjunarátt. Aftur á
móti er ólíklegt að ritin
tvö muni stuðla að
menningarsögu-
legum rofum.
í ljósi hefðar eftir Ármann Jakobsson
geta líka flokkast undir þetta.
Um Skírni gildir að fljótlegra er
að telja upp það sem að nútímanum
snýr en hitt sem lætur sig fortíðina
varða sérstaklega. Með nýjum rit-
stjórum er þó ljóst að Skímir vill
sinna nútímanum, samanber Skím-
ismál, Greinar um bækur og fleira.
Upphafsritgerðin Tilurð höfundarins
eftir Þröst Helgason, hlýtur þó að
vekja mesta athygli því að í henni
er íesandinn leiddur inn í umræðu
sem snýst um nýjustu kenningar í
bókmenntafræði.
Fæðing og dauði
höfundarins
Þröstur styðst við sögusýn Frakk-
ans Michels Foucault um að nútíma-
maðurinn hafi orðið til á nítjándu
öld og telur fæðingu höfundarins
tengda þeirri þróun: „Áður litu menn
á ritun texta sem endurgerð eða
túlkun á eldri textum, heilagri ritn-
ingu eða fornum sögum og kvæð-
um.“ Eftir að höfundurinn er fæddur
verður hann alvaldur, textinn lýtur
honum.
Annar Frakki, Roland Barthes,
boðaði hvarf höfundarins úr bók-
menntunum, skrif þar sem sjálfs-
myndin er horfin. Höfundurinn var
dauður samkvæmt Barthes. Fouc-
ault benti hins vegar á að lesandinn
gæti ekki verið án höfundarins.
Þröstur setur umræðuna í íslenskt
samhengi þar sem Magnús Stephen-
sen og Benedikt Gröndal eru meðal
áhrifavalda. Sá síðarnefndi skrifaði
hvað mest samtímamanna sinna um
skáldskap og fagurfræði og lagði
áherslu á „tilfinningar, frumleika og
ímyndunarafl höfundarins“.
Þröstur Helgason prófar líka
skáldskaparfræði sín í Andvara þar
sem hann fjallar um Engla alheims-
ins eftir Einar Má Guðmundsson.
Vitið í óvitinu nefnist sú umfjöllun,
enda dæmast Englarnir „saga
manns í tveimur heimum" og sagan
er byltingarkennd sem slík án þess
að það verði skýrt nánar hér.
Arfurinn
Af þjóðlegu tagi í Skírni má nefna
Hvað er sannleikur? eftir Kristínu
Geirsdóttur. Kristín hefur ýmislegt
að segja um vantrú fræðimanna á
sannleiks- og heimildagildi íslend-
ingasagna. Gaman er að lesa ahuga-
semdir Kristínar sem fædd er 1908
og að mestu óskólagengin. Fomöldin
með sögum sínum er henni ekki
framandi heldur hluti daglega lífs-
ins.
Niðjar Óðins, hetjur og skáld
nefnist ritgerð eftir Árna Bergmann
í Skími. Hann segir frá íslandi og
norrænum arfi í rússneskum bók-
menntum, óskalandinu þar sem
skáldskapurinn situr í öndvegi.
Hermt er frá því að ísland hafi
stundum orðið Rússum útópía á dög-
um kalda stríðsins.
Klassískar menntir eiga sinn full-
trúa í Skírni í þýðingu Eyjólfs Kjal-
ars Emilssonar á Um fegurðina eftir
Plótínos. Sama má segja um And-
váraþýðingu Hannesar Péturssonar
á ljóðum eftir Friedrich Hölderlin.
Reyndar hefur Hölderlin höfðað til
módemista eins og Hannes tekur
fram:
Æ ég, hvar finn ég mér, þegar
fallinn er á vetur, blómin, og hvar
sólskinið
og svala forsælu jarðar?
Múrveggir þruma
þöglir og kaldir, í gjósti
gnurra veðurhanar.
Skáldskap er sinnt með prýðileg-
um hætti í báðum ritunum. Auk
þess sem nefnt hefur verið þýðir
Baldur Óskarsson ljóð eftir tvö
spænsk skáld, Antonio Machado og
Juan Ramón Jiménez, í Andvara og
Linda Vilhjálmsdóttir er Skáld
Skírnis að þessu sinni.
Hungrið í hæfileika
Fólk heillast af ótrúlegum tónlistarhæfíleikum
bamastj amanna, hæfíleikum sem eru ótvíræðir. En eiga
þessi böm einhveija möguleika á því að þroskast sem
persónur og tónlistarmenn?
BARNASTJÖRNUR í sígildri tónlist
eru langt í frá liðin tíð. Einbeitingin
skín úr andliti barna og unglinga
sem leika eins og fullorðið fólk og
lifa lífi hinna fullorðnu án þess að njóta þess
sem bamæskan og unglingsárin bjóða upp á,
að því er segir í grein í The Daily Telegraph.
Fyrr á öldinni voru barnastjörnumar yngri,
en rétt eins og nú átti fyrir þeim fæstum að
liggja að verða frægt tónlistarfólk á fullorð-
insámm. Dæmi er tekið af fjómm barnungum
stjömum frá Pétursborg sem urðu frægar í
heimsstyijöldinni fyrri og jafnan vom kallaðar
Mischa-Jascha-Toscha-Sascha-gengið. Tveir
þeirra, Mischa Elman og Jascha Heifetz, urðu
þekktir tónlistarmenn á fullorðinsárum. Tosc-
ha Seidel átti við geðræn vandamál að stríða
og Sascha Jacobsen lék í sinfóníuhljómsveit
og mátti þola að vera sífellt borinn saman við
Heifetz. Sannleikurinn virðist vera sá að fyrir
hveija barnastjömu sem kemur fram á sjónar-
sviðið er önnur, yngri, þrautseigari og jafnvel
hæfíleikaríkari.
Öllu fórnað
Brosið á andliti ungu stjarnanna gefa ranga
mynd af öllum þeim fórnum sem búa að baki.
Sarah Chang, 14 ára, er á útgáfusamningi
hjá EMI og virðist vera á sífelldum tónleik'a-
ferðalögum um heiminn. Hún er í fiðlunámi
í Julliard-skólanum en þar stunda flestar fiðlu-
stjörnurnar nám. Sarah hefur sagt frá því í
viðtölum að hún fái og sendi skólaverkefnin
með símbréfi. Þegar bekkjarfélagar hennar
eru í partíum og að kynnast hinu kyninu situr
hún á milli rauðeygra kaupsýslumanna í flug-
vél sem ber hana heimsálfa á milli.
Sarah er dóttir kóreskra foreldra en fædd
í Fíladelfíu. Hún hóf fiðlunám fjögurra ára
og áður en árið var liðið hafði hún komið fram
með allnokkrum sinfóníuhljómsveitum. Þegar \
hún var átta ára flutti hún fiðlukonsert Pagan-
inis með Fílharmóníunni í New York, með
tveggja daga fyrirvara. Eftir það varð ekki
aftur snúið.
Saga hinnar 13 ára Helenar Huang er svip-
uð. Hún er fædd í Japan en er af kínversku
foreldri. Hún var fimm ára þegar hún náði
upp í lyklaborðið á píanói og átta ára þegar
hún kom í fyrsta sinn fram með Fíladelfíu-sin-
fóníunni. Kurt Masur, stjómandi hljómsveitar-
innar, kom henni í samband við útgefendur
sína og hún leikur nú inn á geisladiska á
milli þess sem hún þeytist um heiminn. Þrátt
fyrir að Helen segist eiga mörg áhugamál að
tónlistinni frátalinni þarf hún að æfa sig fjóra
tíma á dag og þá er ekki eftir mikill tími fyr-
ir vinina.
Han-na Chang er 14 ára sellósnillingur,
fædd í Kóreu en býr nú ásamt foreldrum sín-
um í New York þar sem hún stundar nám í
Julliard-skólanum. Hún sækir einnig einka-
tíma til Mstislav Rostropovitsj, sem sá til þess
að hún hefur nú þegar komið fram með Sinfón-
íuhljómsveit Lundúna og segir að hún megi
alls ekki leika á meira en fjórum tónleikum í
mánuði. Hætt er við því að unglingsár Han-na
verði býsna ólík því sem jafnaldrar hennar
þekkja.
David Garrett, einn örfárra barnastjarna
sem ekki eru af asískum uppruna, var 11 ára
þegar hann var orðinn fiðluleikari að atvinnu.
Hann er nú 15 ára og er á útgáfusamningi
hjá Deutsche Grammophone, leikur inn á
geisladiska með Berlínarfílharmóníunni undir
stjórn Claudio Abbado. David er þýsk- banda-
rískur og segist aðallega koma fram í skólafr-
íum.
Það sem hefur breyst þegar barnastjörnur
eru annars vegar er að þær leika á hljóðfæri
VERÐUR Helen Huang, 13 ára píanó-
leikari, jafngóður og þroskaður tónlist-
armaður og Mischa Elman varð fyrr á
öldinni?
eins og fullorðnir. „Þegar ég hlusta á þessa
krakka get ég ekki annað en dáðst að tækn-
inni,“ segir fiðlusnillingurinn Yitzhak Perl-
man. Sjálfur spratt hann fram á sjónarsviðið
þegar hann var 10 ára. „Ég var ekki svona
góður hljóðfæraleikari,“ segir hann. „Ég var
vissulega hæfileikaríkur en það var ekkert
óeðlilegt við það. Það fór ekkert á milli mála
að ég var barn ... Þegar ég loka augunum
og hlusta á þessa ungu snillinga hljómar leik-
ur þeirra eins og hjá fullorðnum tónlistar-
mönnum. Það hefur sína kosti og galla.“
Kostirnir eru útgáfusamningar, aðdáun tón-
listarunnenda og meiri auður en venjulegar
fjölskyldur getur dreymt um. Gallarnir eru
t.d. hætta á því að persónuleiki tónlistarsnill-
inganna ungu þroskist ekki sem skyldi á við-
kvæmasta skeiðinu, unglingsárunum. „Hun-
grið í hæfileikana er svo mikið að um leið og
menn sýna vott af þeim eru þeir gripnir,"
segir Perlman. „Það er enginn tími til að slaka
á, enginn tími til að þroskast. Svo er það
undir fólki sjálfu komið að komast af. Fyrir
hvern og einn sem hefur þetta af eru fímm
eða sex sem gera það ekki.“
Hvar eru þau nú?
Man einhver eftir gríska unglingnum Dmitri
Sgouros sem lék Rachmaninov-konsert með
Berlínarfílharmóníunni á plötu hjá EMI árið
1981? Stór orð voru höfð um Dmitri, sem
sagður var „kraftaverk Guðs“, en síðast þegar
fréttist af honum lék hann á tónleikum í hei-
malandinu.
Hvað með Jin Li, 12 ára gamla kínverska
strákinn sem lék fiðlukonsert Bachs inn á plötu
með Yehudi Menuhin árið 1982? Hann virðist
hafa gufað upp. Og ísraelsku Weltman-syst-
umar, Ifat og Maya, sem Klaus Tennstedt og
Daniel Barenboim leiddu fram á sjónarsviðið.
Önnur þeirra leikur í lítilli sinfóníuhljómsveit,
hin gekk í herinn.
Líklega voru þau heppin. Erfiðast virðast
þau börn eiga, sem halda áfram að koma frám.
Jascha Heifetz, sem var einn mesti fiðlusnill-
ingur þessarar aldar, var fómarlamb ráðríks
föður, sem sló hann miskunnarlaust fyrir
minnstu mistök jafnvel eftir að Heifetz komst
á fullorðinsár. Helsta gagnrýnin á leik hans
var sú að hann skorti dýpt og hann var sagð-
ur andlega seinþroska. Segir í Daily Telegraph
að fjöldi dæma sé um frábært tónlistarfólk á
þrítugsaldri sem hafi aldrei lesið skáldsögu
eða átt í ástarsambandi. Fólk sem líti á um-
boðsmennina sem sína einu vini.
Foreldrum barnastjarna til varnar má segja
að hæfileikar á sviði tónlistar og stærðfræði
koma oft fram mjög snemma og það er skylda
foreldra að hlú að þeim. Hver kynslóð elur
aðeins af sér einn Heifetz, Horowits eða Kiss-
in. Að mati blaðamanns The Daily Telegraph
er gallinn við marga asísku, ungu snillingana
sá að ekki er síður um gífurlega þjálfun og
þrýsting Suzuki-aðferðarinnar en hæfileika
að ræða, auk þess sem honum finnst frama-
girni ráðamanna í Julliard-skólanum fyrir
hönd nemendanna keyra úr hófi fram. Segir
hann leik þessara unglinga einkennast af
tæknilegri fullkomnum en dýptina og hæfileik-
ann til sjálfstæðrar túlkunar vanti. Leik sumra
ungu snillinganna megi jafnvel líkja við það
að hlusta á spiladós.
Hvort þessir ungu tónlistarmenn nái því að
þroskast sem listamenn fari eftir því hversu
mikinn tíma þeir fái til að taka út andlegan
þroska. Þéttskipuð tónleikadagskrá þeirra
bendi því miður ekki til þess að svo verði.
Hinn harði tónlistarheimur muni líklega vinda
þá þar til ekkert meira er að hafa og henda
þeim þá frá sér. Það verði alltaf einhveijir til
að taka við.