Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 3
2 B MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 URSLIT Stjarnan - Haukar 25:25 Ásgarður, 1. deild karla í handknattleik, 16. umferð, þriðjudaginn 23. janúar 1996. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 2:4, 6:8, 8:10, 10:10, 12:14, 14:14, 14:16, 16:18, 19:18, 23:23, 24:25, 25:25 Mörk Sljömunnar: Magnús Sigurðsson 8, Konráð Olavson 6/4, Sigurður Bjarnason 4/1, Viðar Erlingsson 3, Jón Þórðarsson 2, Gylf: Birgisson 2. Varin skot: Ingvar H. Ragnarsson 14/1 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Jón Freyr Egilsson 7, Gústaf Bjamason 6, Aron Kristjánsson 5, Halldór Ingólfsson 4/1, Þorkell Magnússon 3. Varin skot: Bjami Frostason 15 (þar af 8 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson. Héldu ágætlega utan um leik- inn, gerðu sín mistök en ekkert til að skamma sín fyrir. Mega samræma sig að- eins betur, það kom stundum fyrir að ann- ar dæmdi sóknarbrot en hinn varnarbrot. Leikurinn fór þó aldrei úr böndunum hjá þeim félögum. Áhorfendur: 250. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 15 12 2 1 403: 340 26 KA 14 13 0 1 405: 355 26 STJARNAN 16 9 2 5 417: 391 20 HAUKAR 15 8 3 4 392: 364 19 FH 15 6 3 6 396: 374 15 UMFA 14 7 1 6 342: 333 15 IR 15 6 1 8 331: 351 13 GROTTA 14 5 2 7 329: 338 12 SELFOSS 14 6 0 8 353: 370 12 VÍKINGUR 14 4 0 10 312: 335 8 IBV 13 3 1 9 308: 344 7 KR 15 0 1 14 359: 452 1 Fj. leikja U J T Mörk Stig STJARNAN 13 11 2 0 332: 214 24 HAUKAR 13 9 1 3 316: 231 19 FRAM 12 9 1 2 300: 225 19 IBV 12 7 1 4 283: 241 15 VIKINGUR 13 6 1 6 312: 247 13 FYLKIR 12 6 0 6 262: 275 12 KR 12 5 0 7 280: 278 10 VALUR 13 4 0 9 272: 310 8 FH 13 4 0 9 224: 296 8 IBA 15 0 0 15 217: 481 0 Pittsburgh 29 14 3 225:155 61 Montreal 21 19 6 140:144 *48 Boston 19 18 6 155:159 44 Buffalo 18 23 3 129:145 39 Hartford 17 23 5 118:138 39 Ottawa 8 35 1 100:180 17 Atlantshafsriðill NY Rangers 29 11 8 178:131 66 Florida 28 12 5 159:117 61 Philadelphia 24 12 10 159:115 58 Washington 21 18 5 123:112 47 Tampa Bay 20 18 7 135:151 47 NewJersey 19 22 4 116:115 42 NY Islanders 12 24 8 128:165 32 3 164 :95 67 9 163:133 57 7 145:135 51 4 164:168 44 8 119:124 44 ..25 14 8 183:133 58 ..16 18 11 167:157 43 159:158 43 138:150 41 126:177 40 133:160 37 139:211-24 .16 20 11 ..16 22 9 .17 23 6 ..16 26 5 ..10‘32 4 ............200 ............189 ............180 ............141 ..........125 1. deild kvenna: Stjarnan - FH.....................27:13 Mörk Stjömunnar: Herdís Sigurbergsdótt- ir 8, Guðný Gunnsteinsdóttir 5, Ragheiður Stephensen 4, Sigrún Másdóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Nína K. Bjömsdótt- ir 2, Margrét Theodórsdóttir 1, Rut Stein- sen 1, Hrand Grétarsdóttir 1. Mörk FH: Björk Ægisdóttir 4, Hildur Páls- dóttir 3, Diana Guðjónsdóttir 2, Berglind Sigurðardóttir 1, Hildur Erlingsdóttir 1, Bára Jóhanr.sdóttir 1, Hrafnhildur Sævars- dóttir 1. Miðriðill Detroit...........32 9 Chicago...........24 15 Toronto...........22 17 Winnipeg..........20 22 STLouis...........18 19 Dallas............12 23 10 122:159 34 Kyrrahafsriðill Colorado........ Vancouver....... Los Angeles..... Calgary......... Edmonton........ Anaheim ..i...... San Jose........ Skíði Vallorie, Frakklandi: ■ Risasvig karla: 1. Hans Knauss (Austurríki)....1:01.29 2. Atle Skaardal (Noregi)......1:01.55 3. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)....1:01.57 4. GuentherMader (Austurríki)..1:01.63 5. Aiessandro Fattori (Ítalíu).1:01.71 6. Daron Rahlves (Bandar.).....1:01.72 6. Luc Alphand (Frakkl.).......1:01.72 8. Kjetil Andre Aamodt (Noregi) ....1:01.92 9. PeterRunggaldier (Ítalíu)...1:01.93 10. Kristian Ghedina (Ítaiíu)...1:02.01 Staðan í risasviginu 1. Skaardal........... 2. Knauss............ 3. Kjus.............. 4. Nyberg............ 5. Kröll............. Golf Suður-Ameríkumótið Cape Town: 275 Ernie Els (S-Afríku) 65 70 74 66 276 Brenden Pappas (S-Áfríku) 72 68 70 66 277 Mark McNulty (Zimbabe) 71 71 68 67 279 David Howell (S-Afríku) 66 74 70 69 281 Warren Schutte (S-Afríku) 72 72 71 66, Justin Hobday (S-Afríku) 74 68 72 67, Kevin Stone (S-Afríku) 67 70 73 71, Retief Goosen (S-Afríku) 71 72 68 70 282 Andrew Pitts (Bandar.) 72 69 72 69, Chris Davison (Bretl.) 69 71 73 69, Michael Scholz (S-Afríku) 69 70 72 71 283 James Kingston (S-Afríku) 73 73 70 67, Greg Reid (S-Afríku) 74 72 68 69, Brad Ott (Bandar.) 72 69 70 72, Pat Horgan (Bandar.) 72 69 70 72 Knattspyrna England Bikarkeppnin, 3. umferð: Oldham - Barnsley..............2:1 ■Oldham mætir Swindon í 4. umferð. Ensk-ítalska bikarkeppnin Ipswich - Port Vale............2:4 Skotland Falkirk - Motherwell..........0:1 Kilmamock - Aberdeen..........1:1 Raith - Partick...............0:2 Staðan: Rangers 24 17 5 2 55:13 56 Celtic 24 16 7 1 43:18 55 Aberdeen 23 10 4 9 34:27 34 Hearts 24 10 4 10 37:37 34 Hibernian 24 9 6 9 33:40 33 Raith 23 8 5 10 25:35 29 Kilmarnock 24 7 6 11 29:37 27 Partick 24 6 5 13 17:34 23 Motherwell 24 3 10 11 14:28 19 Falkirk 24 5 4 15 19:37 19 Körfuknattleikur Bandaríkin NBA-deildin Atlanta- Houston.............105:96 Miami - San Antonio...........96:89 Milwaukee - Vancouver........92:100 Íshokkí íslandsmótið SA - Björnin...................17:4 Mörk/stoðsendingar SA: Sigurður Sigurðsson 6/1, Ágúst Ásgríms- son 4/1 Sigurgeir Haraldsson 2/2, Rúnar Rúnarsson 2, Ágúst Ásgrímsson 1, Sveinn Björnsson 1/4, Garðar Jónsson 1, Jens Gíslason /2, Elvar Jósteinsson /1, — Jónas B. Magnússon 2, Sigurður E. Sveinbjarnar- son 1/1, Andri Þ. Oskarsson 1. Norður-Ameríka Stjörnuleikur NHL-deildarinnar Boston: Austurdeild - Vesturdeild.......5:4 NHL-deildin Montreal - Tampa Bay............1:4 NY Rangers - Los Angeles........3:1 Ottawa - Chicago.:..............3:7 ■Philadelphia - Florida.........1:1 ■Pittsburgh - Boston............7:6 Colorado - NY Islanders.........4:3 Vancouver - Dallas..............4:6 Staðan Austurdeild Norðausturriðill (sigrar, töp, jafntefli, mörk, stig) 1 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Höllinn: KR - Valur 20 KA-hús: KA-ÍR 20 Kaplakriki: FH - Selfoss 20 1. deild kvenna: Hlíðarendi: Valur - KR 20 Eyjar: ÍBV - Víkingur 20 KA-hús: ÍBA - Fylkir „18.15 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir- Fylkir 20 Höllin: Ármann - ÍH ...3 8.15 Smárinn: Breiðablik - Fram... 20 FELAGSLIF Vesturdeild Þorrablót Keilis Golfklúbburinn Keilir heldur þorrablót sitt á bóndandarinn, föstudaginn 26. jan- úar. Mætinga eigi síðar en 19.30 og þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir að hafa panta miða í síma 565 3360 í síðasta lagi í dag. Herrakvöld Fylkis Fylkir verður með herrakvöld sitt, og um leið þorrablót, í Fylkishúsinu á bóndadaginn og opnar húsið kl. 19. Svavar Gestsson al- þingismaður verður ræðumaður kvöldsins. Aðalfundur Blika- klúbbsins Aðalfundur Blikaklúbbsins verður hald- inn í Smáranum 26. janúar og hefst kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræðir Sigurður Halldórsson, þjálfari meist- araflokks karla, um komandi tímabii. Firma- og hópakeppni Firma- og hópakeppni Aftureldingar í knattspyrnu fer fram að Varmá 2. til 4. febrúar. Skráning á skrifstofu félagsins. MORGUNBLAÐIÐ 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 B 3 IÞROTTIR IÞROTTIR Gott golf en púttin of mörg SIGURJÓN Arnarsson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Reykja- vikur, tók þátt i tveimur mót- um í Tommy Armour móta- röðinni í Orlando í Bandaríkj- unum á dögunum. Fyrra mót- ið var á Dear Island vellinum, par 72 og erfiðleikastuðull (SSS) 73. Þá lék Sigurjón á 75 höggum og varð í 28. sæti af 90 keppendum en sigurveg- arinn lék á 67 höggum. Á mánudaginn var leikið á Heathrow-vellinum sem er par 72 og SSS 74. Sigurjón iék á 74 höggum og varð í 34. sæti af 156 keppendum. Þrettán keppendur léku á 73 höggum en sigurvegarinn lék á 65 höggum og næstu þrír á 68 höggum. Sigurjón segist hafa verið að slá vel að undan- förnu, en púttin séu enn of mörg. Á síðara mótinu notaði hann til dæmis 34 pútt en lék 14 brautir snurðulaust eða á „regulation". Steinar að- stoðar- maður Gísla hjá Víði STEINAR Ingimundarson, sem lék með Fjölni í Grafar- vogi á síðustu leiktíð, hefur gengið frá samningi við Víði í Garði um að gerast aðstoðar- þjálfari Gísla Hreiðarssonar. Steinar mun jafnframt leika með liðinu. Víðismenn hafa einnig fengið Björgvin Björg- vinsson úr Þrótti til liðs við sig fyrir baráttuna i 3. deild í sumar, en félagið féll úr 2. deild síðasta sumar. Jason skoraði sjö JASON Ólafsson skoraði sjö mörk fyrir Brixen, sem vann Syracuse frá Sikiley 21:20. Brixen er í fimmta sæti og keppir að komast í úrslita- keppnina, þar sem átta efstu liðin leika eins og á íslandi. Jason skoraði fimm mörk snemma í leiknum, en síðan var hann í strangri gæslu. Montpellier í þriðja sæti GEIR Sveinsson og félagar hans hjá Montpellier eru í þriðja sæti I frönsku 1. deild- arkeppninni, eftir sigur á Celestat á útivelli, 19:15, um sl. helgi. Geir skoraði þijú mörk í leiknum. Marseille er i efsta sæti og síðan kemur París St. Germanin í öðru sæti — einu stigi á undan Montpellier. Stúlkumar í Garðinum ÁKVEÐIÐ hefur verið að bik- arúrslitaleikur kvenna í körfu- knattleik milli grannanna Keflavíkur og Njarðvíkur fari fram í íþróttahúsinu í Garði. Leikurinn fer fram laugardag- inn 27.janúar kl. 16. HANDKNATTLEIKUR Gústaf sýndi gamla takta Morgunblaðið/Sverrir GUSTAF Bjarnason er allur að koma til eftir meiðslin og lék hann mjög vel með Haukum gegn Stjörnunni í gærkvöldi — skoraði sex mörk. Gústaf sýndi aö hann er okkar besti línumaður, hefur yfir góðri tækni að ráða. Hér hefur hann leikið á Sigurð Bjarnason og Magnús Sigurðsson og skorar eitt af mörkum sínum. „Ósáttur með að tapa stigi hér“ - sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka. Magnús Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar í Garðabæ á elleftu stundu STJÖRNUMENN tryggðu sér dýrmætt stig gegn Haukum íbaráttu lið- anna um þriðja sætið í deildinni, 25:25. Magnús Sigurðsson laumaði sér inn á línuna, fékk góða sendingu frá Sigurði Bjarnasyni og jafnaði á síðustu sekúndu leiksins fyrir Stjörnuna. Haukarnir trylltust, vildu meina að Magnús hefði stigið á línuna en undirritaður var ekki í að- stöðu til að skera úr um hvort mótmæli Haukanna voru réttmæt. Haukarnir geta reyndar sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir höfðu undirtökin megnið af leikunum, leiddu með tveimur til þremur mörkum. Eg er mjög ósáttur með að tapa stigi hér, við fengum tækifæri til að klára leikinn. Menn tóku óþarfa áhættu í vörninni og tóku léleg skot þegar mikið lá við. Það vantaði einhvern neista og við virkuðum þungir, leikmenn verða að sýna meiri metnað, það gerðu þeir ekki hér í kvöld,“ sagði Gunnar Gunn- arsson, þjálfari Haukanna, eftir jafn- teflið í Garðabænum. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur, Hörður Magnússon skrifar ágætlega leikinn á köflum, datt niður í meðalmennskuna endrum og sinnum en góð tilþrif og falleg mörk glöddu augað. Eins og áður sagði höfðu gest- irnir undirtökin lengst af en Stjörnu- menn sýndu mikinn viljastyrk, eitthvað sem þeir hafa kannski ekki verið þekkt- ir fyrir. Dimitri Filipov lék ekki með og því eru þessi úrslit athyglisverðari fyrir vikið. Magnús Sigurðsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna, gerði átta mörk en lét þó of oft dæma á sig ruðning, eitthvað Þjálfari Drammen þekkturfyrirað vinna úrmyndböndum Vissu allt um Aftureldingu Eg kannast við vinnubrögðin “ hjá Kent,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leik- maður Hauka, en hann lék und- ir stjóm sænska þjálfarans Kent Harry Andersson hjá Malma, sem þjálfar nú Drammen í Nor- egi. Þær sögur fóru á kreik í gær að Gunnar hafi setið við og klippt niður leiki Aftureld- ingar í deildinni og sent Anders- son, en Gunnar kannast ekki við það. „Ég lagði ekki nokkra vinnu í þetta, en ég viðurkenni að ég ýtti á upptökutakkann þegar leikirnir voru sýndir í sjónvarpinu. Þessi saga er trú- lega komin á kreik vegna þess að ég er nýbúinn að fá mér klippigræjur á tölvuna mína, en ég á eftir að fara í gegnum leið- beiningarnar og kann ekki á þær ennþá,“ sagði Gunnar. Norska blaðið Verdens Gang segir sigur Drammen á Aftur- eldingu vera sigur myndbands- tækninnar enda hafi þjálfari Drammen verið búinn að kort- leggja alla leikmenn UMFA fyr- irfram; meira að segja hafi markvörðurinn fengið mynd- band þar sem klippt hafí verið saman hvernig flestir leikmenn liðsins skjóta. „Þegar ég lék undir stjórn Kents var hann ævinlega með svona myndbönd. Hann hefur alltaf lagit mikið uppúr forvinnu með myndbönd, og ég gerði ekkert nema senda honum spól- ur af síðustu þremur leikjum sem sýnt hefur verið frá. Ann- ars hefur mér fundist eðlilegt að félög skiptust bara á mynd- böndum af leikjum því menn verða sér úti um þetta með ein- um eða öðrum hætti,“ sagði Gunnar. KORFUKNATTLEIKUR Atlanta lagði meistara Houston sem hann þarf að laga. Þá vakti at- hygli ungur línumaður Stjörnunnar, Viðar Erlingsson, skynsamur og nýtti færin sín vel. Ingvar Ragnarsson mark- vörður átti ágætan dag og Konráð Olavson gerði fá mistök. Reyndar fá allir leikmenn Stjörnunnar plús fyrir góða baráttu og varnarleik. Haukarnir léku fallegri handknattleik en það telur ekki alltaf þegar upp er staðið. Jón Freyr Egilsson hornamaður átti hreint frábæran leik, gerði sjö glæsileg mörk og rétt væri að landsliðsþjálfarinn gæfi honum gaum. Gústaf Bjarnason lék vel, er leikmaður sem býr yfir mikilli tækni og er okkar besti línumaður í dag. Þorkell Magnússon lék ágætlega og Aron Kristjánsson gerði góða hluti inn á milli en axarsköft þess utan. Bjarni Frostason var þokkalegur í markinu en Petr Bamruk átti afleitan leik og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. STEVE Smith og Craig Ehlo voru mennirnir á bak við sigur Atlanta Hawks gegn meistur- um Houston í NBA-deildinni í körfuknattleik f fyrrinótt. Smith var með 26 stig og Ehlo setti persónulegt met á tíma- bilinu með því að gera 25 stig. Mookie Blaylock skoraði 20 stig, tók 10 fráköst, sem er persónulegt met á tímabilinu, átti níu stoðsendingar og „stal“ boltanum sex sinnum. Atlanta vann 105:96 og var þetta áttundi sigurleikur liðs- ins í röð. Þetta er gamla sagan,“ sagði Clyde Drexler, sem var stiga- hæstur hjá Houston með 23 stig. „í hvert sinn sem við náðum frák- asti tóku þeir boltann af okkur.“ Hakeem Olajuwon var með 20 stig og níu fráköst í þriðja tapleik liðs- ins í röð en liðið tapaði síðast þrem- ur leikjum í röð í lok liðins tímabils. Miami vann San Antonio Spurs 96:89. Rex Chapman og Alonzo Mourning gerðu sín 25 stigin hvor fyrir Miami sem fagnaði sigri í annað sinn í síðustu níu leikjum. „Undanfarnar sex vikur hafa verið eins og æfingabúðir," sagði Chap- man, „en allir strákarnir hafa stutt við bakið á mér.“ Vancouver gerði góða ferð til Milwaukee og vann 100:92 eftir 16 tapleiki á útivelli í röð. Að lokn- um þriðja leikhluta voru heima- menn stigi yfir, 72:71, en gestirnir áttu góðan sprett, komust í 86:78 þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka og héldu fengnum hlut. Fjórir fyrrum leikmenn Milwaukee, Eric Murdock, Eric Mobley, Anth- ony Avent og Blue Edwards gerðu 15 af 17 fyrstu stigum Vancouver í fjórða leikhluta en nýliðinn Biy- ant Reeves var stigahæstur liðsins í leiknum með 22 stig. Greg Anth- ony og Edwards gerðu sín 18 stig- in hvor. Ekki lengra Reuter ANDREW Lang, miðherji Atlanta, fær óblíðar móttökur hjá leikmönnum Houston, Mark Bryant til vinstri og Hakeem Olajuwon. Það breytti samt ekki því að Atlanta vann 105:96 og hefur sigrað í átta lelkjum í röð. húm FOLK' ■ ÞAÐ vantar ekkert nema undir- skrift mína,“ sagði kólumbíski landsliðsmaðurinn Faustino Asp- rilla í gærkvöldi, en þá höfðu samn- ingar tekist á milli Parma, á ítal- íu, þar sem hann leikur núna og Newcastle í Englandi. Sagt var í gær að slitnað hefði upp úr viðræð- um félagana, en að sögn Asprilla í gærkvöldi vantar bara nafnið hans undir samninginn. ■ ÉG er hins vegar ekki enn viss -*■ um að ég skrifi undir, en það skýr- ist á næstunni,“ bætti hann við. Þess má geta að Kevin Keegan er hefur verið á eftir Asprilla síð- ustu vikurnar og talið er að kaup- verðið sé 6,7 millj. pund, en það er 700 þúsundum meira en félagið greiddi fyrir Les Ferdinand. ■ TVEIR þjálfavnr voru reknir í Afríkukeppninni í knattspyrnu í gær. Idrissa Traore var rekinn frá Burkina Faso og Rui Cocador frá Mozambique, eftir að þjóðirnar höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni. Calixte Zajre tekur við af Traore, en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. An- ^ tonio Salvador tekur við starfi Portúgalans Cocador hjá Moz- ambique. ■ GEORGE Best, fyrrum knatt- spyrnumaður Manchester United og norður-írska landsliðsins, segist í viðtali við Daily Mail í gær vera tilbúinn að taka við landsliði Ira af Jackie Cliarlton. ■ BEST, sem er orðinn 49 ára, var einn besti leikmaður Bretlands- eyja á keppnisferli sínum sem stóð til 1973. Eftir það átti hann við áfengisvandamál að stríða, en virð- * ist nú vera kominn á rétta braut aftur. „Mér er full alvara,“ sagði Best. ■ IRAR höfðu mikinn hug á að fá Kenny Dalglish, knattspyrnur- áðgjafa hjá Blackburn, til að taka við liðinu, en Dalglish sagði í gær að það kæmi ekki til greina. ■ ÞEIR sem eru nú nefndir eru Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Millwall, fyrrum fyrirliði írlands, Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Wilbledon, sem lék með írska landsliðinu og Dave Bassett, fyrr- um knattspyrnustjóri Sheff. Utd. ■ MANCHESTER City gekk í gær frá kaupum á þýska landsliðs- manninum Michael Frontzeck frá 1 Borussia Mönchengladbach og greiddi fyrir hann 350 þúsund pund. Frontzeck er þrítugur varnarmað- ur og verður í góðum félagsskap landa sinna hjá félaginu, Eike Immels í markinu og sóknarmanns- ins Uwe Röslers. ■ FORRÁÐAMENN Real Madrid tilkynnti í gær að Arsenio Iglesias, fyrrum þjálfari La Cor- una, myndi stjórna liðinu út keppn- istímabilið — hann tekur við stjórn- inni af Argentínumanninum Jorge Valdano, sem var rekinn á sunnudaginn. ■ OSSIE Ardiles, sem lék með Valdano í argentínska landsliðinu^ og var rekinn frá Tottenham fyrir ári síðan, líkir brottrekstri Valdano við hans. „Við urðum að blæða fyr- , ir stóran ágreining sem var í stjórn- un félagsins,“ sagði Ardiles. ■ ARDILESsagði að Valdano væri mjög fær þjálfari, sem yrði ekki atvinnulaus lengi. Þess má geta að bæði Ardiles og Valdano eru Iærisveinar þjálfarans kunna Cesar Luis Menotti, sem gerði Argentínumenn að heimsmeistur- um 1978. ■ ANTHONY Hill sem er í átt-« unda sæti á afrekalista skvassspil- ara í heiminum hefur verið settur í bann í liðakeppni til ársins 1998. Alþjóðaskvasssambandið dæmdi hann í bannið vegna atviks í keppni Ástrala og Pakistana í Kaíró í nóv- ember. Þar beitti hann mótheija sinn líkamlegur- og andlegu ofbeldi og veittist að dómara í orði og æði. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.