Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 4
4- . Ekkert stöðvar Seles Reuter MONICA Seles áttl ekki í erfiðleikum með að sigra Iva Majol frá Króatíu í gær og tryggja sér þar með rétt til að leika í undanúrslitum. Hér þakkar hún mótherja sínum fyrir leikinn. Monica Seles var ekki nema 58 mínútur að tryggja sér sæti í undanúrslitum kvenna á Opna ástralska þegar hún vann táninginn Iva Majoii 6-1, 6-1 í gær. Hún hóf keppni í 1. umferð meidd á nára og tognaði á ökkla í annarri lotu í gær en hélt settu marki og sigraði örugglega. „Ég fann til og uppgjaf- imar mistókust en þegar ég tapaði tveimur stigum í röð, sagði ég við sjálfa mig: „Ljúktu leiknum, Monica“.“ Majoli gerði sér ekki grein fyrir að Seles hafði meiðst en efaðist 4 ekki um hver yrði meistari. „Hún leikur svo vel og verður auðveldlega meistari. Það er nánast ómögulegt að sigra hana og sú eina sem getur það er Steffi.“ Sem kunnugt er var Seles frá keppni í 28 mánuði vegna hníf- stungu í apríl 1993 og hún fer dag- lega til sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir margra mánaða fjarveru kom hún margefld til baka og hefur fagnað sigri í öllum leikjum nema einum — gegn Steffi Graf í úrslitum Opna * bandaríska í september sem leið - en er með 100% árangur í líðandi keppni, hefur ekki tapað lotu. Hún sagði að árásin í Þýskalandi hefði styrkt sig andlega. „Ég hef alltaf verið andlega sterk. Þegar ég byij- aði að keppa á ný lofaði ég sjálfri mér því að ég ætlaði að reyna að gera sömu hluti og ég gerði áður sem er að hugsa aðeins um boltann og spila minn leik og það er það sem ég reyni að gera.“ Hins vegar sagði hún að erfitt hefði verið að byggja sig aftur upp líkamlega vegna kvalanna í bakinu. „Það var erfitt. Ég bytjaði rólega og virtist vera að byggja eitthvað upp en svo yarð ég að hætta vegna f baksins." Á uppbyggingartímabil- inu meiddist hún nokkrum sinnum, t.d. í hné og ökkla og var m.a. frá æfingum í fjóra og hálfa viku. „Eft- ir það fór ég í enn eina uppbygging- una og þá fékk ég að vita að blóð- streymið væri ekki gott - eitt tekur við af öðru.“ í ljós kom að um vírus var að ræða og þetta virðist ekki há henni lengur. Eins hefur hún ekki áhyggjur af þyngdinni. „Ég þyngdist þegar ég gat ekki æft og vegna meiðslanna í hné og ökla hef ég ekki getað hlaupið sem hefur ekki hjálpað. En ég hef aldrei stig- ið á vigtina og er ánægð með þyngdina hveiju sinni. Hún skiptir ekki máli svo framarlega sem ég get hreyft mig og er ánægð.“ Sanchez úr leik Sanchez Vicario, sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur Opnu mótum í Ástralíu, varð að játa sig sigraða í gær er hún mætti banda- rísku táningsstúlkunni Chanda Rubin í maraþonleik sem tók 3 klukkustundir og 33 mínútur og þar af stóð síðasta settið í 2 klukku- stundir og 22 mínútur. Sanchez var samt sátt enda þótti leikurinn ein- staklega skemmtilegur og vel leik- inn. „Ég er alls ekki sár. Ég gerði mitt besta og það er í rauninni leið- inlegt að önnur okkar verður að falla úr keppni,“ sagði Sanchez. Hin unga Rubin mun mæta Monicu Seles í undanúrslitum og verður þetta í fyrsta sinn sem þær mætast. Chang sá eini sem hefur ekki enn tapað lotu Chang vill fá tækifæri í landsliðinu MICHAEL Chang hefur ekki tekið þátt í Davis-keppninni, sem er keppni landsliða í tenn- is, síðan árið 1990 en sagði eftir sigurinn í átta manna úrslitum á Opna ástralska * mótinu að hann vildi gjarnan keppa fyrir Bandaríkip á nýj- an leik og hjálpa þeim að verja titilinn í ár. Hann sagði að of mikið væri lagt á þá Pete Sampras og Andre Agassi, tvo efstu mennina á afrekalistan- um og að hann hefði rætt við Tom Guilikson, liðsstjóra, um málið. Chang hefur þrisvar verið með Bandaríkjunum í Davis- keppninni en Agassi 16 sinn- um og Sampras 10 sinnum. Chang sagði æskilegt að dreifa álaginu meira og vildi sjálfur fá tækifæri auk þess sem hann nefndi Jim CJouriér, Todd Martin ogMaliVai Was- hington i því sambandj. Keuter MICHAEL Chang fagnar sigrl sínum gegn Svíanum Mlkael Tlllström. Bandaríkjamaðurinn Michael Chang hefur sýnt stöðugleika á Opna ástralska mótinu í tennis og er sá eini í hópi þeirra bestu sem hefur ekki enn tapað lotu. Hann átti ekki í erfiðleikum með Svíann Mikael Tillström í átta manna úr- slitum og vann 6-0, 6-2, 6-4 en keppnin stóð yfir í 76 mínútur. Tillström, sem var númer 105 á styrkleikalistanum og sigraði óvænt Thomas Muster í 16 manna úrslit- um, átti aldrei möguleika gegn Chang sem hefur aldrei leikið til úrslita á Opna ástralska en Banda- ríkjamaðurinn var jarðbundinn. „Þetta hefur ekki verið auðvelt," sagði Chang sem er 23 ára og hef- ur aðeins einu sinni orðið meistari á stórmóti - á Opna franska fyrir sjö árum. Hins vegar viðurkenndi hann að hann væri að leika betur en í fyrra en ætti engu að síður mikið inni. „Mér fer stöðugt fram en á eftir að gera betur. Það eru endalausir hlutir sem ég þarf að lagfæra." Tillström sagði að Chang ætti góða möguleika á titlinum. „Hann hefur verið að leika best allra hérna undanfarnar tvær vikur,“ sagði Svíinn. Andre Agassi og Jim Courier hófu viðureign sína í átta liða úrslit- um í gær en fresta varð leiknum vegna mikillar rigningar. Risasvigið í uppáhaldi hjá Knaus AUSTURRÍKISMAÐURINN Hans Knaus sigraði í risasvigi heimsbikarsins í Valloire í Frakklandi í gær. Þetta var annar sigur hans í heimsbik- armóti í vetur. Atle Skárdal frá Noregi varð annar og ís- landsvinurinn Fredrik Nyberg frá Svíþjóð þriðji. Knauss, sem er 24 ára, vann fyrsta heims- bikarmót sitt i síðasta mánuði er hann sigraði I stórsvigi í Alta Badia. Veður var ekki eins og best verður á kosið þegar keppnin fór fram í gær og varð að stytta brautina um 200 metra því rok var efst í fjallinu. „Þetta er ein best undirbúna brautin í vetur,“ sagði Knaus. „Ég átti nyög góða ferð og gerði engin mi- stök. í svona braut geta mi- stök orðið mjög dýrkeypt. Sig- urinn kom mér ekki á óvart því þessi grein hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Það kom mér hins vegar mjög á óvart að vinna stórsvigið í Alta Badia í desember." Hann sagði að sigurinn gæfi sér aukið sjálfstraust fyrir HM í Sierra Nevada í næsta mán- uði. Atle Skárdal, sem varð ann- ar, er með forystu í keppninni um risasvigsbikarinn. „Eg til- einka afa mínum annað sætið, en hann lést fyrir brunið í Kitzbiihl á dögum," sagði Skárdal. Hann sagði að afi sinn hafi verið mikill skíða- maður og þeir hafi oft farið saman á skíði og því hafi frá- fall hans verið áfall. Daníel Í21. sæti í 15 km göngu DANÍEL Jakobsson, skíða- göngukappi frá Ólafsfirði, varð í 21. sæti í 15 km göngu með frjálsri aðferð á sænska meistaramótinu í gær. Vald- imir Smirnov frá Kasakstan sigraði eins og í 30 km göngunni á sunnudag. Niklas Jonson varð annar og Torgny Mogren þriðji. Daníel var 2,45 mínútum á eftir Smirnov, sem var einni mínútu á undan næsta keppanda. Gísli Einar Árnason frá Isafirði keppti einnig í göngunni og hafnaði í 60. sæti af 150 keppendum. Daníel sagðist þokkalega ánægður með gönguna í gær, en hins vegar hafi 50 km gangan á sunnudag verið ein besta ganga hans á ferlinum, en þá var hann í 13. sæti, 4 mínútum á eftir Smirnov. Þá var Gísli Einar 165. sæti. „í gær var ég ræstur út númer eitt og var að koma í mark þegar bestu Svíarnir voru að fara út. Ég hafði því enga mUlitíma til að keppa við. Ég ætlaði mér að komast á meðal tíu efstu, en það verður að bíða betri tíma,“ sagði Daníel. Hann sagði að brautirnar væru mjög erfiðar og því færi mikil orka í göngurnar. Keppnin fer fram í Umeá og sagði Daníel að 25 þúsund áhorfendur hefðu fylgst með göngunni á sunnudag. Daníel og Gísli Einar keppa í 50 km göngu á morgun og síðan í boðgöngu með B-sveit Ásarna á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.