Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR31. JANÚAR 1996 C 3 “h- URSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Charlotte - Cleveland..... 88:86 New York - Miami.......... 94:85 Philadelphia - Vaneouver..103:92 Utah - Detroit............106:97 Portland - Seattle......... 88:92 1. DEILD KVENNA ...71: 64 ...64: 87 ...93: 44 UMFG - UMFN............ [R - BREIÐABLIK........ KEFLAVÍK- TINDASTÓLL... Fj. leikja U T Stig Stig BREIÐABLIK 13 12 1 1005: 716 24 KEFLAVÍK 13 11 2 1088: 682 22 KR 13 10 3 911: 703 20 UMFG 13 10 3 916: 726 20 UMFN 13 6 7 793: 787 12 ÍR 13 6 7 857: 856 12 VALUR 13 4 9 651: 836 8 TINDASTÓLL 12 3 9 715: 870 6 ÍS 12 1 11 526: 886 2 ÍA 13 1 12 603: 1003 2 Badminton Opið mót l\já KR KR-INGAR héldu Opna meistaramót sitt í badminton í síðustu viku og þar léku Tryggvi Nielsen og Guðmundur Adolfsson úr TBR til úrslita í einliðaleik. Tryggvi hafði betur 15:7 og 15:9 en máðir lentu í þriggja hrynu leik í undanúrslitum, Tryggvi gegn Þorsteini Hængssyni, TBR, og Guð- mundur gégn Jónasi Huang úr TBR. I kvennaflokki sigraði Guðrún Júlíusdótt- ir úr TBR, hún lagði Brynju Pétursdóttur, ÍA, 2:11, 11:5 og 11:3 í úrslitaleik. Snóker Fjórða stigamótið Billiardsambandsins í snóker fór fram um sl. helgi. í undanúrslit- um vann Arnar Richardson Björgvin Hall- grimsson 3:1 og Jóhannes R. Jóhannesson vann Sigfús Helgason 3:1. Jóhannes R. vann Amar í úrslitaleiknum 3:2 og fagnaði sigri á sínu öðru stigamóti í röð. Jóhannes R. og Kristján Helgason hafa unnið sitt hvor tvö stigamótin. Knattspyrna England 1. deild: Sunderland - Tranmere........0:0 Frakkland Bikarkeppnin, 8-liða úrsiit: Guingamp - Marseille.........0:1 Cannes - Le Havre......-......1:0 Lyon-Mónakó..................1:0 Niort- Metz...................0:2 Skotland Bikarkeppnin, 3. umferð: Motherwell - Aberdeen........0:2 Clydebank - Stirling ........0:1 Dumbarton - Airdrieonians....1:3 Falkirk - Stenhousemuir.......0:2 Spánn Bikarkeppnin, 8-Iiða úrslit,, fyrri leikur: Sevilla - Valencia...........1:1 Heimsmet í sundi FINNINN Jani Sievinen setti heimsmet í 100 metra fjórsundi á heimsmbikarmóti í 25 metra laug sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Hann synti á 53,10 sekúndum, en eldra metið var 53,78 sekúndur og setti hann það í nóvember 1992. IÞROTTIR Dagur Sigurðsson erfyrirliði íslenska landsliðsins Þurfum að búa til okkar leikstfl Dagur Sigurðsson verður fyrir- liði landsliðsins í Lottó- keppninni og er þetta í fyrsta sinn sem hann er fyrirliði líðsins í móti, en hann gegndi þessu hlutverki í tveimur æfingaleikjum í Grænlandi Guðjón og Hákon dæmdu sigurleiki EINN leikmanna Selfossliðsins i handknattleik sagði í blaðinu í gær að í þijú ár hefði liðið ekki sigrað í leik sem Guðjón L. Sig- urðsson og Hákon Siguijónsson hefðu dæmt. Vegna þessa sendu dómararnir Morgunblaðinu yfir- lit yflr þá leiki sem þeir hafa dæmt hjá Selfyssingum síðan 16. september 1992, eða í rúm þijú ár. Alls er um 15 leiki að ræða og í ljós kemur að sigurleikir Selfyssinga eru fimm, þrír hafa endað með jafntefli og Selfyss- ingar hafa tapað sjö. „Ef leikirn- ir eru skoðaðir með hliðsjón af stöðu liða á hveijum tima þá má sjá að úrslit eru ekki „óeðlileg" á hveijum tíma,“ segir í bréfi dómaranna. Af sigurleikjunum fimm eru tveir í 1. deild, einn i Ragnars- móti, einn i mót sem kallaðist Reykjavík open og einn í bikar- keppninni. Sá síðastnefndi fór fram 13. desembersl. er Selfyss- ingar sigruðu Aftureldingu 30:24 á heimavelli sínum. „Það er alltaf erfitt að eiga við svona orðróm og við byijuðum fyrst að finna fyrir honum eftir tapleik Selfoss á móti FH 30/11 1994. Núna þegar þetta hefur birst í Morgun- blaðinu sjáum við okkur knúna til að leiðrétta þennan misskiln- ing þannig að Selfyssingar þurfi ekki bæði að beijast á móti and- stæðingum sínum og hjátrúnni næst þegar okkur verður falið að dæma ieik hjá þeim,“ segja dómararnir ennfremur. undir lok liðins árs. „Ég tók við fyrirliðastöðunni í Val í haust þannig að ég veit betur um hvað þetta snýst, en vissulega fylgir þessu meira álag og meiri ábyrgð," sagði hann við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagðist hafa velt þessu mikið fyrir sér. „Geir Sveinsson er fyrirliði liðsins þegar hann er með en með þessu erum við að byggja upp fyrir framtíðina. Strákar eins og Óli, Dagur, Patrekur, Björgvin og Davíð eru af yngri kynslóðinni og það er eðlilegast að skipa fyrir- liða úr þeirri kynslóð. Ég treysti alveg þeim eldri, eins og Bjarka og Gumma, til að taka þetta að sér en þeir eru af eldri kynslóðinni og það er betra að stíga skrefið til fulls." Dagur hefur stundum vakið athygli fyrir tuð í dómurum og hann sagðist ekki eiga von á að það breyttist mikið. „Ég er þannig gerður, eins og Skúli Gunnsteinsson sagði eftir að hafa verið um tvo mánuði í Val: „Dagur. Þú ert með mjög mikla rétt- lætiskennd." Það fer illa í mig þegar ég er beittur óréttlæti." Dagur sagði að liðið léki ekki undir neinni pressu á þessu móti. „Auðvitað för- um við í alla leiki til að sigra, en þess ber að geta að undirbúningur er enginn og ég er að fara að spila með strákum sem ég hef aldrei spilað með áður. En það verður einhvern tíma að gera það og þó við séum með ungt lið eigum við að geta spilað vel. Mikilvæg- ast er að við náum að spila vel sem liðsheild án of mik- ils einstaklingsframtaks og náum að skora eftir gott spil. Við þurfum að búa til okkar leikstíl og þetta mót er liður í því.“ IÞROTTIR DAGUR Sigurðsson verður fyrirliði íslenska iandsliðsins í Lottó-keppninni í Noregi . sem hefst í kvöld með leik íslands og Noregs. Tæklfæri ungu strákanna ÍSLENDINGAR og Norðmenn mætast í Lottó-keppninni íhand- knattleik í kvöld og verður leikið í íþróttahöllinni í Stange, sen er skammtfrá Hamar. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari ís- lands, sagði við Morgunblaðið eftir æfingu t glæsilegri höllinni i gær að vegna lítillar samæfingar tiltölulega ungs liðs væri rennt blint i'sjóinn. „Aðalmarkmiðið er að reyna þessa ungu og efnilegu stráka sem hafa staðið sig vel í deildinni f vetur og sjá þá í alvöru leikjum með landsliðinu," sagði hann. „Þetta er alvöru mót og engir slakir mótherjar en ég held að við eigum mesta möguleika gegn Norðmönnum. Við getum sigrað þá og Dani og jafnvel Rúmena en svo getum við líka tapað öllum leikj- unum.“ Islenska liðið kom til Noregs í gær. Sem fyrr sagði mætir það Norðmönnum í kvöld, Rúmenum í gmæum Haugasundi nk. Steinþór föstudagskvöld, Guðbjartsson Dönum í Voss á skrifar laugardag og Júgó- frá Hamar slövum í Bergen á sunnudag. Fjórir leikir á fimm dög- um og löng og ströng ferðalög á milli leikja. Þar að auki vantar nokkra lykilmenn í íslenska hópinn en Þorbjörn sagði að það sídpti engu máli. „Þessir strákar verða að fá reynslu," sagði hann. „Við verðum að láta reyna á þá og ef við gefum þeim ekki tækifæri í svona móti þá Valdimar Grímsson biðst afsökunar á ummælum sínum VALDIMAR Grímsson, leikmaður og þjálfari handknattleiksliðs Sel- foss, segist sjá mikið eftir ummæl- um sínum í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann sagði, eftir leik KA og Selfoss í bikarkeppninni á laug- ardaginn, að hann væri svekktur „að svartur maður skuli koma hing- að til lands og blekkja dómarana hvað eftir annað“. Valdimar átti við Julian Duranona, Kúbumanninn í liði KA, sem honum fannst „fiska“ brot undir lok viðureignarinnar, þegar ekkert hefði átt að dæma. „Ég orðaði þetta svona í hita leiksins en hefði ekki átt að gera það. Ég sagði þetta að sjálfsögðu Duranona til fyrirmyndar óháð litarhætti, enda kemur hann málinu ekki við. Ég vil því biðjast innilega afsökunar á þessum um- mælum,“ sagði Valdimar er hann hafði samband við blaðið. „Ég vil ekki segja neitt slæmt um persónu Duranonas, enda held ég það sé Knattspyrnuþjálfari óskast UMF Víkingur, Ólafsvík, óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla knattspyrnu. Nánari upplýsingar hjá Eggerti í hs. 4361331, vs. 4361611 og hjá Birgi í síma 5572037. Áhugasamir afli sér upplýsinga sem fyrst. ekki hægt. Af þeim íþróttamönnum sem hafa komið til landsins er hann örugglega einn heilsteyptasti per- sónuleikinn. Ég þekki hann reyndar ekki neitt en mér finnst hann bara hafa sýnt það á vellinum og það var frábært að hann skyldi koma. Hann hefur verið mikið augnayndi í leikjunum í vetur og ég myndi örugglega fagna því manna mest ef ég fengi að spila með honum í landsliðinu. Hann er’til mikillar fyr- irmyndar, alltaf brosandi, tekur öllu mótlæti vel, alveg sama á hveiju gengur og mótmælir aldrei neinu,“ sagði Valdimar. „Ég vil fá að taka það fram að í febrúar í fyrra, þegar kom til tals að hann kæmi hugsanlega til KA [sem Valdimar lék þá með], ræddi Alfreð [Gíslason, þjálfari] við mig um hann og ég hvatti hann eindreg- ið til þess að fá Duranona. Ef hann stæði til boða kæmi ekki annað til greina en að fá hann. Enda hefur Duranona sýnt og sannað að það var hárrétt ákvörðun hjá KA-mönn- um að fá hann. Enginn efast um það í dag,“ sagði Valdimar. Hann segist lengi hafa verið að- dáandi Duranonas. „Ég get sagt það til gamans að þegar við Geir Sveinsson vorum að ræða þessi mál fyrir nokkrum árum, þegar verið var að skoða þann möguleika að fá jafnvel útlending til Vals, var Duranona alltaf efstur á óskalistan- um hjá mér. Ég nefndi hann ár eftir ár þegar menn ræddu þetta. Hann er einn besti handboltamaður sem fram hefur komið og ég verð að segja að hann hefur ýmsa hæfi- leika sem ég vildi glaður hafa. Hann er fyrirmyndar íþróttamaður og afreksmenn sem eru að koma upp í dag ættu að taka sér mann eins og hann til fyrirmyndar,“ sagði Valdimar Grímsson. fá þeir aldrei tækifæri. Það er ekki hægt að vera með tilraunastarfsemi þegar við leggjum upp í undankeppni HM í haust - öllum tilraunum verður að vera iokið þegar keppnin hefst 2. október." Þorbjörn er aðeins með 13 leikmenn í för. Þar af eru tveir nýliðar og fjórir til viðbótar sem eru að stiga sín fyrstu skref með landsliðinu. Hann ætlaði Jason Ólafssyni stórt hlutverk en Jason fékk sig ekki lausan frá Brixen á ítal- íu þegar á reyndi. Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson fengu frí að þessu sinni og Einar Gunnar Sigurðsson datt úr á síðustu stundu. „Ég ætlaði mér að sjá hvað Jason er að gera á Ítalíu en félagi hans, sem er að reyna að komast í úrslitakeppn- ina, hefur ekki gengið mjög vel og það taldi sig ekki geta verið án hans. Það er slæmt að hafa hann ekki hér, að geta ekki séð í hvernig æfingu hann er til að geta gert sér grein fyrir hvað hann getur með framhaldið í huga. Eins var mjög slæmt að Einar Gunnar hætti við að koma. Hann hefur ekki spilað mikið með landsliðinu nema í vörn en hugmyndin var að láta hann spila lika í sókninni og sjá hvernig hann kæmi út úr því hlutverki með landsliðinu." Bergsveinn Bergsveinsson hefur verið fastamaður í landsliðinu en var ekki valinn að þessu sinni. Þorbjörn áréttaði að engum dyrum væri lokað. „Guðmundur Hrafnkelsson er besti markvörðurinn í deildinni um þessar mundir og við þurfum á reyndum markverði að halda. Hins vegar ákvað ég að taka Bjarna Frostason með í þetta mót því hann hefur staðið sig mjög vel í vetur og verðskuldar að sýna sig með landsliðinu. Bergsveinn er með mikla reynslu, ég veit hvað hann getur og hann er áfram inni í myndinni." Breytileg vörn Þorbjörn lagði upp með svonefnda 3-2-1 vörn í Evrópukeppninni á liðnu hausti og sagðist ætla að halda því fyrirkomulagi áfram en þó með þeim möguleika sem fyrr að geta breytt um leikaðferð ef svo bæri undir. „Aðalmarkmiðið er að geta stillt upp liði sem getur spilað livaða vörn sem SUND Einvígi Magnúsar og Hjalta hápunkturínn er. Til dæmis gekk vel að spila mjög framarlega gegn Rússum heima en það hentaði ekki gegn Pólveijum og því lékum við afbrigði af fyrri aðferð, nánast 6-0 vörn. Aðalatriðið er að geta spilað þá vörn sem hentar best hveiju sinni. Við þurfum að finna menn í nýjar stöður, til dæmis aftast á miðjunni sem er staða sem Geir hefur leyst mjög vel. Gunnar Bein- teinsson stóð sig mjög vel fyrir framan í haust og við þurfum að finna fleiri sem geta skilað þeirri stöðu.“ Norðmenn teknir framarlega íslendingum hefur ekki gengið vel gegn Norðmönnum undanfarin ár en brutu ísinn á æfingamóti í Austurríki síðsumars. Þorbjörn sagði að vel hefði gengið að veijast framarlega gegn þeim og yrði spiluð 3-2-1 vörn í kvöld. „Norðmenn spila nær eingöngu 6-0 vörn og þeir eru því vanir að spila á móti slíkri vörn. Ég kýs alltaf að bregð- ast við ákveðnu varnarmynstri með öðru skipulagi og því ætlum við að taka framarlega á móti þeim - ekki að stilla upp eins og þeim hentar held- ur eins og þeim hentar ekki. Sama á við gegn Dönum en Rúmenar geta spilað báðar aðferðirnar. Hins vegar kom þokkalega út að spila framarlega gegn þeim í haust. Ég hef ekki séð júgóslavneska liðið en það spilar fram- liggjandi vörn og ég tel að það sé með sterkasta liðið í keppninni. Því er ljóst að við verðum að spila mjög agaðan sóknarleik gegn Júgóslövum ef við eigum ekki að kafna í hraðaupp- hlaupum.“ SYSTKININ Magnús og Eydís Konráðsbörn náðu bestum ár- angri á sundmóti sem SH stóð fyrir um sl. helgi í Sundhöll Hafnarfjarðar. Magnús hlaut 815 stig fyrir að synda 100 m bringusund á 1.05,61 mínútu og Eydís fékk 853 stig er hún synti 50 m flugsund á 28,78 sek. Engin íslandsmet voru sett á mótinu, en sundmenn notuðu mótið til að athuga hvar þeir stæðu í æfingum sínum, fyrir Meistaramótið sem fram fer í Vestmannaeyjum um miðjan febrúar. Mesta athygli á mótinu vöktu einvígi Magnúsar Konráðs- sonar úr Keflavík og Hjalta Guð- mundssonar frá SH. Magnús hefur und- anfarin misseri verið skrifar sterkasti bringu- sundsmaður landsins og stefnir á þátttöku á Ólympíuleik- unum í sumar. Hjalti, sem er á átj- ánda ári, hefur hins vegar verið í mikilli uppsveiflu í vetur og horfir einnig til keppni á Ólympíuleikunum í Atlanta. Hvorugur þeirra hefur enn náð lágmarki. Magnús varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir Hjalta í fyrstu við- ureigninni, 50 m bringusundi. Hjalti synti á 30,38 sek., en Magnús á 80,64 sek. Magnús náði að rétta sinn hlut með því að koma fyrstur í mark í 200 m bringusundi, 22/100 úr sekúndu á undan Hjalta. Það var því beðið með nokkurri eftirvænt- ingu eftir 100 m bringusundinu sem var ein síðasta grein mótsins á sunnudeginum. Þar sýndi Magnús styrk sinn og leiddi sundið frá upp- hafi til enda og kom í markið 30/100 úr sekúndu á undan Hjalta, en báð- ir voru nokkuð frá sínum bestu tím- um. „Ég sætti mig aldrei við að tapa, en úr því sem komið var er ég ánægður með að hafa sigrað hann í hundrað og tvö hundruð metrun- um,“ sagði Magnús Konráðsson er mótið var yfirstaðið. „Ég hef æft mjög mikið nú í nokkuð langan tíma og er því .þungur, þess vegna var ég nokkuð frá mínum besta ár- angri.“ „Það er alltaf svekkjandi að tapa,“ sagði Hjalti Guðmundsson með stó- ískri ró að keppni lokinni. „Nú hefur alvaran tekið við hjá mér. Um ára- mótin gekk ég upp í karlaflokk og þetta er fyrsta mótið sem ég tek þátt í í þeim flokki og um leið í fyrsta skipti sem ég keppi við Magnús í þeim flokki. Eg var svolítið frá mínu besta í öllum greinum og á því nokk- uð inni.“ Örn Arnarson úr SH vakti mikla athygli á mótinu og undirstrikaði að hann er í mikilli framför og skammt að bíða þar til hann fer að höggva að þeim bestu. Örn, sem er á fimmtánda ári, tók þátt í sex grein- um og sigraði í fjórum, m.a. í opnum flokki í 50 m baksundi. Þar bar hann sigurorð af Ómari Þorsteini Árnasyni, Óðni, en Ómar hefur verið einn sterkasti sprettsundsmaður landsins undanfarin ár og verið í landsliðinu. Örn er fimm árum yngri en lét það ekki á sig fá og kom 63/100 úr sekúndu á undan í mark. „Það var nú kannski ekkert að marka í þessari grein, Ómar var nýkominn úr öðru sundi. Mér hefur tekist að bæta mig í nokkrum grein- um á þessu móti og er ánægður með það. Ég þakka það fyrst og fremst góðum þjálfara og svo æfi ég mikið, Morgunblaðið/Valur Jónatansson SYSTKININ Magnús og Eydís Konráðsbörn náðu bestum ár- angri á sundmótl sem SH stóð fyrir um sl. helgi í Sundhöll Hafnarfjarðar. Magnús hlaut 815 stig fyrir að synda 100 m bringusund á 1.05,61 mínútu og Eydís fékk 853 stig er hún synti 50 m flugsund á 28,78 sek. átta sinnum í viku, tvo og hálfan tíma í senn. Nú keppi ég í öllum greinum og ætla að gera það áfram, fer ekk- ert að velja fyrr en ég er orðinn sext- án eða sautján ára,“ sagði Örn Arnar- son, sundmaður úr SH. Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, Sex til Þýskalands Ivar Benediktsson skrifar Sex sundmenn fara til Sindel- fingen í Þýskalandi í næstu viku til þátttöku þar á sterku sundmóti. Það eru þau Magnús og Eydís Konráðs- börn úr Keflavík, Elín Sigurðardótt- ir og Hjalti Guðmundsson, SH, Sigurgeir Þór Hreggviðsson, Ægi, og Ólafur Örn Eiriksson, ÍF. Að Ólafi undanskildum er það stefna þeirra að reyna að ná lág- mörkum fyrir ólympíuleikana á komandi sumri. Ólafur ætlar hins vegar að freista þess að ná lág- markinu fyrir HM fatlaðra í sundi sem er á næstu grösum. Ekki er aðstaða fyrir hendi hér á landi til að ná lágmörkum fyrir heims- og ólympíuleika hér á landi þar sem .þeim verður að ná í 50 m laugum. „Þetta verður fyrsta atlagan hjá mér að ólympíulágmarki í eitt hundrað metra bringusundi. Mig vantar um eina og hálfa sek- úndu upp á lágmarkið,“ sagði Magnús Konráðsson, aðspurður um ferðina. „Nú kemur í ljós hvað strangar æfingar síðustu mánuði segja mér. Eg og Eydís systir mín vorum í ströngum æfingabúðum í Hamborg í tvær vikur í byijun janúar og tókum þar þátt í æfingamótum í fimm- tíu metra laug. Það var erfiður en fræðandi tími. Magnús sagði ennfremur að ef þau næðu ekki lágmarkinu nú þá færu þau aftur á mót í Mónakó í maí. „Þetta er ekki bara spurn- ingin uip getu, heldur einnig að hitta á góðan dag þar sem maður finnur sig í vatninu og sjálfs- traustið er í lagi. Ég hef að sjálf- sögðu fulla trú á því að ég geti nág lágmarkinu." Hjalti Guðmundsson er einnig að horfa til þéss að ná lágmarkinu fyrir ólympíuleikana í 100 m bringusundi, en er lengra frá markinu en Magnús, skortir á þriðju sekúndu upp á tíma sinn. „Takmarkið er ekki endilega svo langt frá mér,“ sagði Hjalti í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég hef trú á að ég geti náð lágmarkinu og ég hef æft mjög vel um tíma og meðal annars tvisvar á dag síðan fyrir jól.“ Hjalti er aðeins átján ára og þegar hann var spurður að því hvort takmarkið væri ekki fjarlægur möguleiki og hvort hann ætti ekki bara að taka stefn- una á ólympíuleikana í Sidney eftir fjögur ár sagði hann: „Það er betra að fara á tvenna ólympíu- leika og kynnast aðstæðum og þessum stórviðburði sem best.“ sigraði í þremur greinum á mótinu og Elín Sigurðardóttir, SH, vann fjórar greinar, 50 og 100 m bak- sundi og sömu vegalengdir í skrið- sund. Þá náði hún sínum besta tíma í 50 m skriðsundi er hún sýnti á 26.95 sek. Bára setti tvö heims- met BÁRA Bergmann Erlings- dóttir, sundkona úr Ösp, setti tvö heimsmet í flokki þroska- heftra í 100 og 200 m flug- sundi á sundmóti SH í Hafnar- firði um síðustu helgi. Bára synti 100 metrana á 1.26,17 mín. á laugardeginum og dag- inn eftir fór hún 200 metrana á 3.08,77 mínútum. I kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Vikin: Víkingur - Grótta....20 2. deild karla: Smárinn: Breiðab. - Fjölnir.20 Blak Bikarkeppni, 8-liða úrslit: Hagaskóla: ÍS-Stjarnan......19 00,9^ nældu þérí bækling á næsta sölustað getrauna! vmningar Nýir hópar fá hópnúmer . frítt hjá íslenskum getraunum 1X& Svona merkir þú hópnúmer 110-365 á getraunaseðilinn. Hópnúmer er sex stafa númer úthlutað af Getraunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.