Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÍPROmR KORFUKNATTLEIKUR Götuboltinn kom sér vel fyrir Anderson í lokin l£enny Anderson gerði sigur- ■* körfu Charlotte Hornets gegn Cleveland Cavaliers í fyrrinótt þeg- ar nokkur sekúndubrot voru til leiksloka. Hornets sigraði 88:86 og náði þar með merkum áfanga því liðið er nú með 50% vinningshlut- fall og sigurinn var mikilvægur fyrir þær sakir að Hornets og Cleveland eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. „Eg var mjög æstur. Við ákváðum að skjóta ekki fyrr en alveg í lokin og svo kom þetta alveg eins og þegar ég var að leika mér í götuboltanum í New York þegar ég var lítill. Ég lærði þetta í götuboltanum því þar gerði maður þetta oft,“ sagði Anderson eftir leikinn. Larry Johnson gerði 20 stig fyr- ir Hornets og tók 17 fráköst sem er besti árangur hans í vetur. Matt Geiger var með 18 stig og Ander- son var með 16, en hann kom til Hornets fyrr í mánuðinum frá New Jersey. „Við höfum talið okkur trú um að eftir að við næðum 50% vinn- ingshlutfallinu hlyti leiðin að liggja uppá við, og við stöndum við það,“ saðgi Glen Rice, leikmaður Hor- nets, eftir leikinn. Terrell Brandon gerði 22 stig fyrir heimamenn. Patrick Ewing er í miklum ham hjá New York þessa dagana og í fyrrinótt gerði hann 35 stig þegar Knicks fékk fyrrum þjálfara sinn, Pat Riley og lærisveina hans í heim- sókn. Þetta var þriðji sigur Knicks á Miami í vetur. „Ewing á alltaf góða leiki gegn Miami vegna þess að það er bara einn leikmaður á honum og hínir eru allt of seinir til að aðstoða varnarmanninn," sagði Don Nelson þjálfari Knicks eftir leikinn. Rex Chapman gerði 23 stig fyrir Miami og Alonzo Mourning 21 auk þess sem hann tók 13 fráköst. Utah hefur gott tak á Detroit og í fyrrinótt varð engin breyting þar á, Jazz sigraði 106:97 og var þetta níundi sigur Utah gegn Pistons. Karl Malone gerði 40 stig og er þetta þriðji leikurinn í vetur þar sem kappinn skorar svona mikið. John Stockton gerði 19 stig fyrir Utah en Grant Hill var með 34 fyrir Pistons. Seattle vann sinn fímmta leik í röð er liðið brá sér til Portland og vann 92:88. Frank Brickowski gerði tíu stig í síðasta fjórðungi og alls 16 stig en Gary Payton var stigahæstur með 21 stig en Clif- ford Robinson gerði 25 stig fyrir Portland. Philadelphia 76ers vann loks leik eftir að hafa tapað níu leikjum í röð, en það var enginn afgangur af því að þessu sinni. Liðið fékk nýliðana í Vancouver Grizzlies í heimsókn og vann 103:92. Jerry Stackhouse var stigahæstur með 29 stig, Sean Higgins gerði 27 og Clarence Weatherspoon 23, en hjá Grizzlies var Greg Anthony með 18 stig og nýliðinn Bryant Reeves gerði 16. Reuter JERRY Stackhouse og félagar í Philadelphia 76ers unnu loks leik í fyrrinótt er þeir fengu nýlið- ana frá Vancouver í heimsókn. Hér reynir Doug Edwards að ná boltanum af Stackhouse. TAKEWONDO Hlynur fékk silfur Stefán Stefánsson skrifar Norðurlandamótið í Takewondo fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Sex íslenskir keppend- ur voru á meðal tæplega 80 þátttak- enda en það var að- eins Hlynur Örn Gissurarson sem vann viðureignir og náði silfri í -76 kílóa flokki. Hlynur Örn vann tvær viðureignir áður en hann tapaði úrslitaglímu við Nico Davis frá Danmörku. ,sÉg er ánægður með árangurinn. Ég kom afslappaður til BLAK úrslita, ekki með neinn hnút í mag- anum, á heimavelli og vel studdur af flestum keppendum og áhorfend- um. Það er ekki hægt að hafa það betra og aldrei að vita hvernig gengur næst,“ sagði Hlynur.“ Að sögn Jessicu Stenholm, yfir- dómara mótsins, var skipulag móts- ins mjög gott en hún sagði svekkj- andi að áhorfendur skyldu ekki vera fleiri, en þeir voru um 150, sérstak- lega þar sem hægt er að vinna á rothöggi. í unglingaflokki, -70 kílóa, tap- aði Reynir Sveinsson tæpt fyrir Nick Jensen frá Danmörku en náði engu að síður silfri og í eldri flokki, -70 kíló, hafnaði Erlingur Örn Jóns- son í þriðja sæti. Ólafur Björnsson varð einnig í þriðja sæti í -83 kílóa flokki og í +83 þyngdarflokknum urðu Kjartan Dagbjartsson og Magnús Órn Úlfarsson báðir í þriðja sæti. Hinsvegar gat Björn Þorleifs- son, Norðurlandameistari unglinga í -70 kílóa flokki, ekki verið með vegna meiðsla. Lélt hjá Þrótti gegn ÍS Þróttur R. vann Stúdenta í þrem- ur hrinum gegn einni í íþrótta- húsi Hagaskólans um helgina. Stúd- entar byrjuðu þó leikinn betur og unnu fyrstu hrinuna, 15:12 eftir 30 mínútna leik en síðan ekki söguna meir. Það var lítið um veika hlekki í framhaldinu hjá Þrótti og mestu skipti að Áki Thoroddsen Var hreint og beint „eitraður" á miðjunni og hamraði marga skellina nánast lárétt í gólfið hjá Stúdentum þar sem fátt var um varnir. Hjá Stúdentum áttu tniðjumennirnir Zdravko Demirev og Ólafur Viggósson ágætar rispur inn á milli. Stjarnan náði að knýja fram sigur á HK í Ásgarði í hreinni úrslita- hrinu, 15:6. íslandsmeistamir hafa ekki riðið feitum hesti frá mótinu það sem af er, en virðast vera að hressast. íslandsmeistarar HK í kvenna- flokki unnu sigur á Víkingsstúlkum í Digranesi, 3:2 í 102 mínútna leik. Ragnhildur Einarsdóttir miðjusmass- ari HK lék ekki með og það hafði sín áhrif. Elva Rut Helgadóttir og Elín Guðmundsdóttir voru bestar hjá HK. Hill fékk fleiri stig en Jordan BAKVÖRÐURINN sigalli hjá Detroit Pistons, Grant Hill, hlaut flest atkvæði þegar áhugasamir körfuknattleiks- unnendur um allan heim greiddu atkvæði um byrjun- arliðin í Stjörnuleik NBA sem fram fer um aðra helgi, en flestir höfðu búist við að Mic- hael Jordan hjá Chicago Bulls fengi flest atkvæði. Austurdeildarliðið er þann- ig skipað að bakverðir verða þeir Grant Hill og Anfernee Hardaway hjá Orlando, fram- herjar eru félagamir þjá Chicago Bulls, þeir Michael Jordan og Scottie Pippen og miðherji er Shaquille O’Neal þjá Orlando. Bakverðir hjá úrvalsliði Vesturdeildarinnar verða Jason Kidd frá Dallas og Clyde Drexler hjá Hous- ton, framherjar Charles Bar- kley frá Phoenix og Shawn Kemp hjá Seattle og miðherji er Hakeem Olajuwon hjá Houston. Það var Barkley sem fékk flest atkvæði leik- manna í vesturdeildinni. Stórsigur Geirs og félaga GEIR Sveinsson og félagar í Montpellier sigruðu botnliðið Gagny 33:19 í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Montpellier fór frem- ur hægt af stað en um miðjan fyrri hálfleikinn small liðið saman og gerði átta mörk í röð. Geir gerði fjögur mörk í leiknum og átti góðan leik. Montpellier er í þriðja sæti deildarinnar þegar sex um- ferðir eru eftir af deildar- keppninni, meistarar Mont- pellier eiga því enn möguleika á að veija titilinn. Marseilles er með 36 stig, PSG 31 og Montpellier 30. Sabatini úr leik í fyrstu umferð SVISSNESKA táningsstúlkan Martina Hingis gerði sér lítið fyrir og sigraði argentísku stúlkuna Gabrielu Sabatini í tveimur settum í fyrstu um- ferð í innanhússmóti í Tókíó í gær. Hingins, sem er aðeins 15 ára gömul, komst í undan- úrslit á Opna ástralska mót- inu í síðustu viku, og var það í fyrsta sinn sem hún kemst svo langt í siemmumóti. í gær lagði hún Sabatini 6-3 og 6-4 og tók leikurinn aðeins eina klukkustund. - Ný móta- röð í golfi FYRIRHUGAÐ er að koma á nýrri mótaröð í golfi og eru það löndln við Kyrrahaf sem hafa það í hyggju. Ætlunin er að hefjast handa strax í haust og miðað við fréttir af styrktaraðilum er allt útlit fyrir að verðlaunafé I móta- röðinni verði meira en áður hefur þekkst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.