Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG UM BORÐ í skútunni, sem liggur undan ströndum Aruba í Karíbahafmu, eru 28 mjög svo léttklæddir sólþyrstir farþegar ásamt þriggja manna áhöfn, skipstjóra, fararstjóra og þernu, þegar mér er skutlað þang- að út á slöngubát. Ég klifra um borð, heilsa nærstöddum, kem mér þægilega fyrir á þilfari skútunnar og fækka fötum eins og hinir, sem eru í óða önn að smyija á sig brunavörn enda sólin hátt á lofti, sjórinn ljósblár og tær og hitinn um eða yfir 30 stig. Á meðan er hávetur á íslandi. Klukkan er hálftíu að morgni. Næstu tímunum ætla ég að eyða í skútulíf og „snork.“ Það hafði ég þó aldrei reynt áður, enda má með sanni segja að íslenskt haf- svæði sé vart til þess fallið. Karíba- hafið hentar hins vegar vel til þessa og ég hugsa með tilhlökkun til dagsins. Einn áhafnarmeðlimurinn, kaffibrúnn,' þéttvaxinn, ber að of- an, tekur til við að klifra út á framstefnið, klappar saman lófun- um og kallar á athygli. Hann er afslappaður eins og við hin, lætur nokkra brandara, sem hann segir tvisvar á dag flesta daga vikunn- ar, fjúka út í loftið, lýsir síðan til- högun fararinnar og hvar meining- in sé að demba okkur í sjóinn. „En við byijum auðvitað á morgun- matnum; kleinuhringjum og kampavíni, og í hádeginu bjóðum við upp á samlokuhlaðborð, snakk og fleira góð- gæti. Ekki má svo gleyma bam- um, sem verður auðvitað opinn allan tímann. Ég vil sérstaklega minna á sér- drykk okkar að þessu sinni sem er blanda af vodka, rommi, djúsi, banana- líkjör og ein- hveiju fleiru. Ég vona að þið eigið eftir að njóta dagsins." Upplýsinga- skyldunni er full- nægt í bili, seglin eru dregin upp og skútan hreyf- ist úr stað á með- an við njótum morgunverðarins og kynnumst ör- lítið innbyrðis. Flestir um borð eru Ameríkanar. Þó einir fjórir Hol- lendingar og undirrituð frá íslandi. Skemmtun KAMPAVÍNINU skenkt í glös. Ég gef mig á tal við hjónin, sem flatmaga við hliðina á mér og skríkja af kæti við og við, bið þau að taka mynd af mér á skútunni DEBBIE og Bill frá New Jersey voru kampakát og ánægð með tilveruna. Kampavín og kleinuhringir í morgunmat í stað kjarnorku ÞÝSKA kjarnorkuverið í Kalkar við Rín var umdeilt frá upphafi. Andstæðingar þess fullyrtu að allt að fjörtíu þúsund manns gætu farist ef kjarnorkuverið bræddi úr sér og 55.000 ferkíló- metrar lands lagst í eyði. Bygg- ingarkostnaðurinn fór fram úr öllum áætlunum. Verið átti í upphafi að kosta 310 milljónir þýskra marka, en kostaði á endanum 10 milljarða marka. Það var fullklárað fyrir fimm árum, en hefur aldrei verið tek- ið í notkun. Hollendurinn Henny van der Mosr hefur nú keypt kjarnorku- verið fyrir þrjár milljónir marka. Hann ætlar að breyta því í skemmtigarð með hótelum, mat- stöðum, diskótekum, keiluhöll og veggboltasal. Það verður sund- laug í kæliturninum og vatnsdæl- unum verður breytt í 100 metra háan gosbrunn. Skemmtitæki koma i stað tankanna sem áttu að framleiða kjarnorku. Kalkar er við landamæri Þýskalands og Hollands. Van der Most er sannfærður um að Kalk- ar-skemmtigarðurinn eigi eftir að ganga vel. Hann hefur reynslu af að breyta vonlausum bygging- um í skemmti- og fundarstaði. Aðdáendur hans fullyrða að hann geti breytt steinum í gull. ■ ab HÚSIN í Chagabuco íslendinga- slódir í Chile um ÍSLENDINGA er að fmna um allan heim. Meðal annars er nokkuð íslendinga í suðurhluta _______ Chile, en þeir vinna þar hjá sjávarútvegsfyrir- tækinu Friosur, sem er að hiuta til í eigu Granda hf. Friosur er í smábænum Chagabuco. í sama hér- aði eru tveir stærri bæir og flugvöllur, en byggingar eru fábrotn- ar og fátækt fremur mikil. Náttúran er hins vegar fjarri því að vera fátæk- leg, gífurlegir fjallgarðar, mikið Náttúran er fjarri því að vera fátækleg, gífurlegir fjallgarðar, mikið fjarðakerfi og gróskumikill skógur. Morgunblaðið/HG SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Friosur, sem er að hluta í eigu Granda hf., er staðsett í bænum Chagabuco í suðurhluta Chile. fjarðakerfi og gróskumikill skógur. Marga sælureiti er að finna á svæð- __________ inu, meðal annars heitar laugar, sem tilvaldar eru til að baðast og hvílaf lúin bein. Umhverfi Chagabuco er mjög fallegt. Þar sem bærinn stendur eru An- desfjöllin komin út í Kyrrahafið og mynda þar gífurlegt fjarðakerfi og mikilfenglegt lands- lag, þétt vaxið skógi. Úrkoma er mjög mikil á þessum slóðum eða um 3.000 millimetrar á ári. Nokkuð stór- ar ár renna þama til sjávar og er ein þeirra Áisén-áin, sem rennur * út í samnefndan fjörð, en við hanii stendur Chagabuco og bærinn Aisén. Lítil byggð hefur lengst af verið á þessu svæði. Frum- byggjarnir, Chonos, hurfu af svæðinu um 1870 og Spánveijarn- ir töldu héraðið ekki byggilegt vegna þess hve þéttur skógurinn var. Charles Darwin kallaði þennan lands- hluta „grænu eyði- mörkina". Fyrstur af síðari tíma mönnum' til að kanna svæðið að ráði var kapteinn Simpson og era ýmis ömefni tengd nafni hans. Brenndu skóginn til að helga sér land Snemma á þessari öld hófst svo búseta á svæðinu og brenndu menn þá skóginn í stóram stíl til að helga sér land og Aisén varð hafnarborg héraðsins. Coihaique er höfuðborg héraðsins. íbúar era um 40.000 og þar eru miðstöðvar ýmissa opin- berra stofnana, sjúkrahús, skólar og flugvöllur. 68 kílómetrar eru til Aisén og 82 til Chagabuco og ligg-'r ur leiðin um afar fagurt umhverfi, meðal annars Simpson-þjóðgarðinn við Simpson-ána. Þar er mikill tijá- gi-óður og breiður af lúpínu og sól- ey á árbökkunum. íbúar Aisén eru um þrettán þús und. Bærinn var áður hafnarbæ héraðsins, og sigldu skipin þá upp eftir Aisén-ánni upp til bæjarins Uin 1960 breyttist rennsli árinna og varð þá ófært upp hana. Þá væ byggð höfn við Chagabuco og nf búa þar um 1.500 manns og eri stærstu vinnuveitendurnir sjávarút- vegfyrirtækin Friosur og Pesct Chile. Friosur flutti starfsemi sínt á staðinn fýrir um 10 árum. Chagabuco er lítið, þokkalegt hót el, en nóttin þar kostar um 50 doll ara, 3.500 krónur. Þar er einni hægt að fá mat og drykk við væg verði. I Hjörtur Gíslaso * svo ég geti yljað mér við minning- ar þegar heim er komið. Þau kynna sig sem Debbie og Bill frá New Jersey og vinna bæði hjá síma- fyrirtækinu AT&T. Þau segjast hafa mikla ánægju af ferðalögum og reyna að velja nýja áfangastaði á hveiju ári. Bill segist þó láta frúnni valið eftir hveiju sinni gegn því að hann fái að fljóta með enda sé það hún sem liggi yfir ferðabækling- unum og láti fjárhagsdæmið ganga upp ein- hvern veginn. Það hafi gengið fínt, aldrei klikkað hingað til hjá kerlu. Eftir um klukkutíma siglingu er nú komið að því að við þurfum að gefa upp skóstærðir. Til stend- ur að afhenda kafaragræjur við hæfi, froskalappir, gleraugu og pípu svo við getum andað án telj- andi vandræða á ferð okkar um undirdjúpin. „Og ef einhver hefur aldrei gert þetta áður, verður hann snarlega tekinn í kennslu- stund. Þeir, sem á þurfa að halda, eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram. Dýpið er þrír til tuttugu metrar,“ segir brandara- karlinn í áhöfninni. Ég lít í kring- um mig. Aðeins ein hönd fer á loft sem tilheyrir konu á sjötugs- aldri. Ég klára úr kampavínsglas- inu og ákveð að vera í flokki þeirra sem þykjast fær í flestan sjó. „Snorkað" í sjónum Seglin eru dregin niður og akk- erinu hent út. Ferðafélagarnir troða sér í froskalappirnar, setja á sig höfuðbúnaðinn og varpa sér einn af öðrum í sjóinn. Ég sé að þeim skýtur fljótt upp aftur og fara að iðka sund og köfun af kappi. Þegar ég geri mig líklega Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir MARGT er hægt að gera sér til dundurs á Aruba, eins og auglýsingaskiltið á ströndinni segir til um. til að stökkva útbyrðis bætir farar- stjórinn því góðlátlega við að við þyrftum sérstaklega að gæta okk- ar á kóröllum, því það getur haft ófyrirséðar afleiðingar ef við þeim er hróflað. Farsælast væri að forð- ast þá eins og pestina. Mér verður ekki um sel en ég læt þó vaða án frekari „spekúlasjóna“. Fer á bóla- kaf með hendur fyrir vitum, eins og ég hafði hlerað að ætti að gera, og nýt í botn næstu mínútna innan um sjávargróður og litlar litskrúð- ugar fískaverur, sem dansa innan um neðansjávargróðurinn. Þetta er svo sannarlega heimur út af fyrir sig. En þar sem ég er ein til frásagn- ar hér þótti mér takast einkar vel upp svona í fyrstu atrennu og var ekki lengi að spenna á mig græj- urnar á þeim viðkomustöðum, sem á eftir komu. í lokin er vert að geta þess fyr- ir þá sem hyggja á Araba-ferð, að ferð þessi tekur um fjórar klukku- stundir og er í boði hjá fyrirtæki, sem kallar sig „Wave Dancer“. Ferðin kostar 45 dollara með öllu eða rúmlega 3.000 ísl. kr. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir bæjunum í kring þegar sonurinn tók við rekstri bakarísins fýrir þó nokkuð mörgum árum. Margir bæjanna voru þá að leggjast í eyði og fólk var fegið að losna við gamla, suma eldgamla, muni. Piaty safnaði þeim saman á einn stað og efri hæð bakarísins er núna hin merkasta byggðasafn. Gallinn er sá að það þarf að ganga í gegnum bakaríið og upp þröngan stiga til að komast þangað. Safnið er því ekki opið almenningi, en Karl Piaty ljómar þegar einhver vill skoða það og hefur unun af að segja frá hlut- unum og hvernig faðir hans komst yfir þá. Afmælissýnlngar Landamæri Austurríkis hafa breyst mikið síðan nafn landsins var fyrst notað. Sum sambandsrík- in hafa því meiri áhuga á þessu afmæli en önnur, en þau halda öll upp á það á einhvern hátt. Sögu- sýningin í Niederösterreich verður væntanlega hin merkasta. Önnur sambandsríki eins og Steiermark nota tækifærið til að halda sérstaka sýningu á gersemum sambands- ríkisins frá miðöldum og Vínarborg heldur fjölda konserta og minni sýninga í nafni afmælisins. ■ ab honum búa til járnverkfæri á ævafornan hátt. Hann er meðlim- ur í samtökum áhugamanna um járnframleiðslutímabilið. Samtök- in gefa út kynningarrit um gróskutíma svæðisins og leiðar- vísa í samráði við ferðamálaráð yfir áhugaverða staði og söfn sem tengjast járnframleiðslunni. Byggðasafn á bakarílsloftlnu Bærinn Waidhofen var höfuð- staður Eisenwurz á blómaskeiði þess. Bænum hefur verið vel við haldið og er fallegur. Nú búa þar um 12.000 manns. Það eru þó nokkur kaffihús og bakarí í miðbænum. Uppi á lofti einu þeirra leynist merkilegt safn. Faðir Karls Piaty bakara byrjaði að safna gömlum munum á bónda- ►ARUBA, ein af syðstu eyjum Karíba- hafsins, skammt norðan við Venezu- ela, er einn af áfanga- stöðum Úrvals-Útsýn- ar næsta sumar. Á Aruba búa liðlega 70 þúsund manns, en eyj- an heyrir undir Hol- land. ►Flestir íbúar Aruba tala ensku, hollensku og spænsku auk tungumáls inn- fæddra, papiamento. Eyjan er að öllu leyti utan fellibyljabeltis Karíbahafsins og er hitastig mjög stöðugt, 26-32oC. ►Á Aruba er úrval veitingastaða og margir skemmtistað- ur eins og fram kem- ur í nýjum sum- arbæklingi Úr- vals/Útsýnar. Fjöl- GAMALL járnsmiður í Ybbsitz tregðast við og hættir ekki járn- framleiðslu þótt tímarnir hafi breyst. Smiðjan hans er safn og gestir geta fylgst með honum smíða járn á ævafornan hátt. MERKILEGT byggðasafn leynist uppi á lofti í bakarii við miðaldabæinn Waidhofen. AFSLÖPPUN og leikur. breytt tækifæri bjóð- ast til tómstunda; Eagle Beach er talin ein af betri bað- ströndum heims, golf er hægt að stunda á 18 holu velli, sjó- stangaveiði er vinsæl íþrótt á Aruba ásamt köfun og fleiri vatna- íþróttum. Þá er í boði fjölbreytt úrval skoðunarferða; jeppaævintýri, dags- ferð til Caracas í Venezuela, hestaferð- ir, skoðunarferðir með kafbát auk fjölda styttri og lengri sigl- inga. ■ Pósturinn hefur enn nóg að gera ÞAÐ er auðveldlega hægt að ímynda sór að tækniframfarir eins og tölvupóstur og faxtæki dragi ~ úr þörf fyrir póstútburð og pósthúsum fækki í v' *$#>&*** ...} kjölfarið. Slíkt virðist þó ekki vera, að minnsta kosti . ekki strax. (flestum löndum heims hefur , , - póstafgreiðslum fjölgað ef eitthvað er síðustu árin. I .iv”, Singapore, sem er eitt af tæknivæddustu ríkjum Asíu og þarmeð heims, fjölgaði póstafgreiðslum nær 1.000 á milli áranna 1980 og 1994. Á eftirfarandi lista má sjá hvernig fjöldi póstafgreiðslna hefur / breyst á þessum tíma í nokkrum löndum heims. Upplýsingarnar koma úr vikuritinu Asiaweek, en upplýsingar um fjölda póstafgreiðslna á Islandi komu frá póstþjónustunni hér á landi. Land Fjöldi pósthúsa Brsytingar , 1980 1994 á milli ára Land Fjöldi pösthúsa Breytingar 1980 1994 ámilliára Indland 152.786 Ungverjaland 3.213 3.223 0% Kína 48.206 64.482 34% Búlgaria 4.034 3.104 -23% Bandaríkin 39.486 50.087 27% Algería 1.571 3.087 96% Rússland 46.523 Austurríki 2.639 2.643 0% Tyrkiand 10.335 34.692 236% Noregur 2.862 2.414 -16% Japan 22.983 20.817 -9% Suður-Afríka 2.237 2.198 -2% Bretland 22.480 19.603 -13% írland 2.162 1.949 -10% Þýskaland 18.510 19.479 5% Finnland 3.799 1.879 -51% Kandada 8.305 18.607 124% Svíþjóð 1.786 Frakkland 17.116 16.919 -1% Belgía 1.844 1.639 -11% ítalía 14.035 14.377 2% Danmörk 1.323 1.291 -2% Indónesía 4.214 13.629 223% Singapor 126 1.110 781% Portúgal 11.513 7.053 -39% Israel 601 651 8% íran 6.721 írak 343 Spánn 7.177 4.845 -32% Sam. arabísku 161 Ástralía 5.057 3.992 -21% furstadæmin Sviss 3.835 3.642 -5% rlong Kong 78 124 59% Suður-Kórea 2.081 3.390 63% ísland 100 iikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að nafn landsins var fyrst notað Keisarans gjöf kom Austurríki á blað SÍÐAR á þessu ári eru þúsund ár liðin síðan Otto III keisari gaf biskupnum í Freising landið í kringum Neuhofen við ána Ybbs. Það væri ekki í frásögur færandi ef keisarinn hefði ekki skrifað í gjafabréfinu að landið lægi í Ostarrichi (Austurríki). Ostarrichi hafði fram að því verið notað í daglegu tali yfir svæðið sem Dóná fellur um aust- an við Bæjaraland, en nafnið hafði aldrei fyrr verið fest á blað. Keisarinn gerði það 1. nóvember 996. Það gefur Aust- urríkismönnum tækifæri til að rifja upp sögu landsins og halda sýningar í tilefni af þúsund ára afmæli nafns landsins í ár. Neuhofen er rúmlega klukku- tíma akstur vestan við Vínarborg. Þorpið er ósköp hversdagslegt og kannski ekki þess virði að gera sér sérstaka ferð þangað - nema ein- mitt til að skoða sýn- inguna í tilefni af af- mælinu sem verður opnuð 4. maí og stendur til 3. nóvem- ber og fjallar um mannfólkið, merka atburði og goðsagnir síðastliðinna þúsund ára. Sveit- irnar í kringum Neuhofen eru fallegar og gaman að fara um þær, auk þess sem þær eiga sér merka sögu. Elnn jðrnsmiður þrjóskaðlst vlð Héraðið var kallað Eisenwurz- en þegar á 13. öld vegna járn Austurríkismenn rifja upp söguna og halda sýningar í tilefni af þúsund ára afmæli nafns landsins. (Eisen) framleiðslunnar sem þar var. Það bjó yfir vatnsafli og mikl- _____ um skógum, en hrá- efnið var sótt í Erz- berg (Málmfjall) í Steiermark sem ligg- ur ekki langt undan. íbúarnir lifðu góðu lífi aí járnframleiðslu í mörg hundruð ár eða fram á miðja síðustu öld þegar iðnvæðing- in náði einnig til Niederösterreich. Nú er sama og engin járnfram- leiðsla lengur í Eisenwurzen og stór hluti íbúanna verður að sækja atvinnu til Vínar eða Linz. Eldri maður í þorpinu Ybbsitz þijóskast við og stundar enn járn- framleiðslu. Smiðjan hans er opin gestum og þeir geta fylgst með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.