Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Sydney best borga - Dhaka leiðinlegust I ESENDUR ferðablaðsins "Business Traveller Pacifie edition völdu fyrir skömmu Singapore Airlines besta flugfé- lag í heimi, Sydney ánægjuleg- usta áfangastaðinn, Park Hyatt hótelið í Sydney besta hótel í heimshlutanum og Changiflug- völl við Singapore besta flug- völlinn. Þetta ferðarit er hið útbreidd- asta í Austurlöndum fjær og á ékkert skylt við breska ferða- blaðið Búsiness Traveller nema nafnið. í greinargerð um skoð- anakönnunina sagði að þeir sem hefðu tekið þátt í henni hefðu farið í að meðaltali 32 flugferð- ir mánuðina tólf á undan og hefðu dvalið á hótelum að með- altali 30 nætur. Meðalárstekjur þeirra reyndust vera um eitt hundrað þúsund dollarar. 54 f lugfélög komust ð blað í þessari skoðankönnun kom- ust alls 54 flugfélög á blað, 44 áfangastaðir og 251 hótel. Emirates, flugfélag Dubai, var númer 2 af fiugfélögum, síðan Swissair, Cathay Pac- ific. Virgian Atlantic, BA, KLM, Éva Air frá Taivvan og Ansett Australia. í sæti yfir verstu flugfélög röð- uðu sér Aeroflot, Indian Áirlines, China Southern, China Air og Biman frá Bangladesh. Vakin er athygli á góðu gengi tævanska félagsins sem hóf flug á alþjóðaflugleiðum fyrir aðeins örfáum árum. Ástralska félagið Ansett hefur heldur ekki sést . áður á slíkum listum. Næst Sydney sem skemmti- legasti áfangastaður komu Singapore, San Franciseo, Vancouver, London, New York, París, Amsterdam, Melbourne og Vínarborg. Hörö samkeppni meðal hótela í Asíu Að mati lesenda voru Karachi í Pakistan, Dhaka í Bangladesh, Guangzhou í Kíria og Moskva hvimleiðustu staðirnir. Á eftir Changiflugvelli, sem ávallt hlýtur mikið lof farþega sem um hann fara, voru Schip- hol, Kastrup, Zurich, Dubai, nýi japanski flugvöllurinn Kansai, Melbourne, Frankfurt, Sydney og Auckland. Verstu flughafnir töldust vera í Dhaka, Moskvu, Bombay, Guangzhou og Nýju De]hi. í skoðanakönnuninni var spurt eingöngu um hótel í Aust- urlöndum fjær. Samkeppni hef- ur ugglaust verið hörð enda mál flestra sem til þekkja að ýmsar borgir Austurlarida fjær státi af bestu hótelum heims. Eftir Park Hyatt í Sydney komu Suk- hothai í Bangkok, Shangri-la og Regent í Bangkok, Four Sea- sons í Singapore og Shangri-la í Manilla. Hong Kong sælkeraborgln, Auckland hrelnlegust Þegar tölur eru ígrundaðar nánar má sjá að Toronto var talin best borga til viðskipta, New York, Amsterdam og París bjóða upp á líflegast næturlíf og skemmtanir, Hong Kong er paradís sælkera og í London er auðveldast að komast leiðar sinnar. Auckland fékk hæstan vitnisburð fyrir hreint umhverfi og ómengað loft og þar þótti mönnum einnig þeir mæta hvað hlýlegustu viðmóti. JK mr FJÖRUKRÁIN, Strandgötu 55 í Hafnarfirði, hlaut hvatningarverð- laun ferðamálanefndar Hafnarfjarð- VISAKORT Ferðamenn í Frakk- landi njóta NOTENDUR Visa greiðslu- korta eigá nú kost á sérstökum fríðindum á ferðum sínum í Frakklandi. Um er að ræða herferð hjá Visa sem hófst fyr- ir nokkrum árum þegar félagið hóf samvinnu við forystuaðila í ferðaþjónustu á ákveðnum áfangastöðum um að auka fríð- indi korthafa í ákveðinn tíma með afsláttarkjörum og sértil- boðum. Síðastliðið ár hefur stað- ið yfir sér- stakt . átak varðandi ítal- íu og kom það í kjölfar hlið- stæðra her- ferða í Hol- landi og Sviss samkvæmt ~ því sem segir í frétt _ frá Visa á íslandi. Nú.er næsti áfangi hafinn; kynning sér- stakra ferðatengdra fríðinda í Frakklandi sem eru í boði til 31. októbér nk. undir heitinu „France welcomés Visa“. í tilboðshefti V.iga, sem kort- hafar get.a orðið sér úti um áður en haldið er til Frakk- lands, :eru tilgreíndir þéir fjöl- mörgu sölu- og þjónustuaðilar m í samstarfi við Visa bjóða )rítiöfurii; sérkjör. eða:, fríðindi af ýmsu tagi.Má þar nefn'á 40% a.fslátt á .100. þriggja stjörnu ; hótelum f Paris og 10% áfslátt . í._frægu vöruhúsunum Galeries Lafaýetté "ög ' PrintempS.' „Til . að njóta þess sem í. böði er þarf einfaldlega að greiða fyrir vöru eða þjónustu með Visa greiðslukorti - og framvísa „Francé welcomes Visa“ pass- anum,“ segir í fréttatilkyhning- unni. Éinnig éru í boði tímabundin fríðindi þjá Avis bílaleigunni og Súpranational hótelbókun- arkeðjunni og gilda þau hvar sem er í Evrópu. Korthafar Visa geta fengið tilboðsheftin fyrir Frakkland hjá Þjónustumiðstöð Visa í Álfabakka 16, söluskrifstofum Flugleiðá, ferðaskrifstofum og í .bönkum og sparisjóðum. ■ FJÖRUKRÁIN í Hafnarfirði. Eigandi hennar, Jóhannes Viðar Bjarnason, fékk hvatningarviðurkenninguna. Hvatiungarverðlaun af hent í Haf narf irði Skemmtidagskrá og nýr bækl- ingur á Kringluhátíð Flugleiða GERT er ráð fyrir að 15-20 þúsund manns leggi leið sína í Kringluna í dag, sunnudag, en þar verður haldin árleg ferðakynning á vegum Flug- leiða auk þess sem nýr sumarbækl- ingur Flugleiða kemur út og verður kynntur. Alls munu vélar Flugleiða fljúga til 24 áfangastaða erlendis í sumar. Þar af verður boðið upp á tvo nýja áfangastaði vestan hafs, Boston í Massaehusettsríki í Bandaríkjunum og Halifax í Nova Scotia í Kanada. Einnig fjölgar áfangastöðum í sum- aráætlun félagsins þegar farið verð- ur að flúga til tveggja evrópskra menningarborga, Berlínar og Munc- hen í Þýskalandi. Þessir nýju áfangastaðir, sem og aðrir, verða kynntir á hátíðinni. Einnig verða ýmsar aðrar nýjungar kynntar svo sem sólarlandaferðir til Costa Brava á Spáni og pakkaferðir til menningarborgar Evrópu 1996, Kaupmannahafnar. Þá verða fulttrú- ar ferðamálaráða frá fimmtán lönd- um, sem Flugleiðir fljúga til í reglu- bundnu áætlunarflugi, með sýning- arbás á hátíðinni og gefst fólki kost- ur á að fá bæklinga þar sem og að leggja spurningar fyrir fulltrúana. Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Skipulögð skemmtidagskrá verður í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna. Þar verður meðal annarra sekkjapípuleikari, sem leikur skoska þjóðlagatónlist, tríóið Skárr’en ekkert og Götuleik- húsið auk þess sem Guffi og Andrés önd láta sig ekki vanta. ■ SKOPHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfirði 1. til 8. júní næsta sumar. Hópur skemmtikrafta sem tengjast Hafnarfirði á einn eða annan hátt undirbýr hana þessa daganna og stefnt er að því að meginlínurnar veri lagðar í lok þessa mánaðar. Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafulltrúi Hafnafjarðar segir markmið hátíðarinnar ein- Sumarskop í Hafnaríirði faldlega vera að laða fram gleð- ina, og til þess hafa aðstandendur Loftkastalans, sem sýnt hefur söngleikina Hárið og Rocky Horror, verið fengnir til liðs við ferðamálanefnd bæjarins. Til sögu skophátíðarinnar hafa eftirtaldir verið kallaðir; Radius bræður, Magnús Ólafsson, Sigurð- ur Sigurjónsson og Laddi. Einnig er ætlunin að fá tvo alþjóðlega grínara til að lengja líf landans og spara i heilbrigðisþjónustunni með hlátri. ■ ar 1995, en fyrirtækið er í eigu Jóhannesar Viðars Bjarnasonar og fjölskyldu. Ásta María Valdimars- dóttir formaður ferðamálanefndar afhenti verðlaunin og sagði að markmið eigenda hefði verið að sameina matargerðina öðrum list- greinum eins og söng- og tónlist. Einnig að kráin væri þjóðleg og í anda víkingatímans. Talið er að um 20 þúsund erlendir gestir hafi sótt Fjörukrána á meðan Víkingahátíðin í Hafnarfirði stóð síðasta sumar. Fjörukráin fékk hvatningarverð- launin fyrir frumlega kynningu á víkingum og matargerðarlist ásamt markaðssetningu sem dregur ferða- menn til Hafnarfjarðar. Verðlaunin eru farandgripur, gerður af Einari Má Guðvarðssyni, unninn úr hvítum grískum marm- ara. Markmið listamannsins var að skapa verk sem hefði margar ásjón- ur. Hermóður og Háðvör tllnefnd Hvatningarverðlaunin eru ný af nálinni en verða afhent árlega í framtíðinni því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem skarar framúr í ferðaþjónustu. Fimm önnur fyrirtæki voru til- nefnd auk Fjörukráarinnar; Byggðasafn Hafnafjarðar, íshestar, Kaffihúsið Súfistinn, Landnám hf. (Víkingahátíðin) og leikhópurinn Hermóður og Háðvör, sem sýnir leikrit Áma Ibsen Himnaríki, en 6.000 manns hafa séð það. ■ FERDIR UM HELGINA Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 4. febrúar kl. 10.30 verður fyrsta skíðaganga vetr- arins farin. Ekið verður upp á Hellis- heiði og gengið þar. Á sunnudag kl. 13 er fyrirhuguð skíðagönguferð um skógarstíga í Heiðmörk og einnig gönguferð. Brottför í ferðirnar er frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin og Mörk- inni 6. Útlvlst SUNNUDAGINN 4. febrúar heldur Útivist áfram raðgöngu sinni eftir Landnámsleiðinni. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og komið að bókasafni Reykja- nesbæjar kl. 11.15 og litið þar inn. Þaðan verður gengið niður í gömlu Kefiavík við Grófina. Þar hefst rað- gangan kl. 11.45. Gengin verður áætluð fomleið um landnám, með Víkum og ofan Kvíguvágabjarga nið- ur í Vogavik að Stóru-Vogum. Þar lýkur þessum öðrum áfanga rað- göngunnar og þátttakendum verður ekið til Keflavíkur og Reykjavíkur. Áhugasamir heimamenn um sögu, örnefni og fornleiðir verða fylgdar- menn. Verð er 1300/1500 kr. en 300 kr. fyrir þá sem koma inn í gönguna í Keflavík. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.