Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 3

Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 3
2 C FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 URSLIT Haukar-Valur 88:73 Íþróttahúsið Strandgötu, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 27. umferð, fimmtudaginn 8. febrúar 1996. Gangur leiksins: 3:0, 4:4, 10:4, 17:7, 23:9, 23:14, 31:14, 35:20, 38:22, 42:22, 51:26, 53:38, 61:45, 69:52, 82:59, 84:71, 88:73. Stig Hauka: Jason Williford 27, Jón Arnar Ingvarsson 16, ivar Ásgrímsson 13, Sigfús Gizurarson 11, Björgvin Jónsson 10, Bergur Eðvarðsson 4, Pétur Ingvarsson 2, Þór Haraldsson 2, Vignir Þorsteinsson 2, Sig- urður Jónsson 1. Fráköst: 20 í sókn - 27 í vörn. Stig Vals: Ronald Bayless 32, Brynjar Karl Sigurðsson 15, Hjalti Jón Pálsson 8, Ragnar Þór Jónsson 6, Bergur Már Emils- son 6, Gunnar Zoega 4, Sveinn Zoéga 2. Fráköst: 7 í sókn - 23 í vörn. Dómarar: Kristinnn Óskarsson og Jón Halldór Eðvarðsson. Villur: Haukar 16 - Valur 23. Áhorfendur: 130. Breiðablik - UMFS 75:73 Smárinn: Gangur leiksins: 0:3, 5:10, 7:13, 19:17, 29:32, 34:35, 40:38, 46:38, 46:44, 51:44, 59:50, 65:57, 66:67, 71:71, 75:71, 75:73. Stig Breiðabliks: Michael Thoele 31, Agn- ar Olsen 22, Birgir Mikaelsson 13, Halldór Kristmannsson 6, Einar Hannesson 3. , Fráköst: 11 í sókn - 22 í vörn. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskij 26, Ari Gunnarsson 13, Bragi Magnússon 10, Tómas Holton 9, Sigmar Egilsson 6, Grétar Guðlaugsson 5, Gunnar Þorsteinsson 2, Sveinbjörn Sigurðsson 2. Fráköst: 11 í sókn - 19 í vörn. Dómarar: Kristján Möller og Sigmundur Herbertsson. Dæmdu fremur lítið á köflum. Villur: Breiðablik 14 - Skallagrímur 22. Áhorfendur: Um 200. UMFT-UMFG 78:86 íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 3:2, 10:8, 14:14, 21:23, 21:35, 23:37, 25:42, 31:46, 37:57, 45:65, 49:71, 64:71, 75:78, 78:86. Stig Tindastóls: Torrey John 38, Hinrik Gunnarsson 14, Lárus Dagur Pálsson 9, Pétur Guðmundsson 8, Ómar Sigmarsson 7, Arnar Kárason 2. Fráköst: 9 í sókn - 24 i vörn. Stig Grindvíkinga: Rodney Dobard 23, Marel Guðlaugsson 22, Guðmundur Braga- son 20, Helgi Jónas Guðfinnsson 12, Hjört- ur Harðarson 9. Fráköst: 5 í sókn - 29 í vörn. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Þorgeir Jón Júlíssun. Slakir. Villur: UMFT 24 - UMFG 19. Áhorfendur: 340. ÍR - Þór 84:73 Seljaskóli: Gangur leiksins: 0:10,10:13,19:18, 26:30, 29:34, 33:38, 38:44, 50:50, 56:50, 71:60, 77:67, 84:73. Stig IR: Herbert Arnarson 26, John Rho- des 22, Eiríkur Önundarson 13, Jón Öm Guðmundsson 13, Broddi Sigurðsson 4, Eggert Garðarsson 2, Guðni Einarsson 2, Márus Amarson 2. Fráköst: 15 í sókn - 29 í vörn. Stig Þórs: Fred Williams 25, Böðvar Krist- jánsson 15, Konráð Óskarsson 9, Kristinn Friðriksson 8, Birgir Örn Birgisson 7, Haf- steinn Lúðvíksson 5, Kristján Guðlaugsson 4. Fráköst: 22 í sókn - 24 i vörn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Georg Andersen, ágætir. Villur: ÍR 22 - Þór 19. Áhorfendur: 274. Keflavík - KR 115:106 íþrðttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 0:7, 2:7, 13:13, 15:21, 24:22, 41:34, 51:44, 55:53, 65:65, 77:77, 87:88, 98:98, 107:100, 115:106. Stig Keflavíkur: Lenear Burns 33, Guðjón Skúlason 24, Falur Harðarson 24, Gunnar Einarsson 11, Davíð Grissom 8, Albert Óskarsson 8, Sigurður Ingimundarson 4, Jón Kr. Gíslason 3. Fráköst: 8 í sókn - 20 í vöm. Stig KR: Ósvaldur Knudsen 35, Hermann Hauksson 22, Jonathan Bow 21, Ingvar Ormarrsson 18, Ólafur Jón Ormsson 5, Óskar Kristjánsson 5. Fráköst: 6 í sókn - 17 í vörn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason. Villur: Keflavík 25 - KR 27. Ahorfendur: Um 400. A-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig HAUKAR 27 23 4 2390: 2083 46 UMFN 26 22 4 2356: 2053 44 KEFLAVÍK 27 19 8 2537: 2268 38 TINDASTÓLL 27 13 14 2094: 2140 26 ÍR 27 12 15 2176: 2214 24 BREIÐABLIK 27 9 18 2133: 2445 18 B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig UMFG 27 18 9 2479: 2204 36 KR 27 14 13 2315: 2317 28 SKALLAGR. 27 13 14 2123: 2169 26 ÞÓR 27 7 20 2250: 2284 14 ÍA 26 7 19 2228: 2430 14 VALUR 27 4 23 2082: 2556 8 1.DEILD KARLA ls- SELFOSS........73: 91 Fj. leikja U T Stig Stig SNÆFELL 15 13 2 1433: 1114 26 KFl 14 12 2 1234: 1064 24 ÍS 15 10 5 1136: 1108 20 ÞÓRÞ. 14 7 7 1233: 1157 14 LEIKNIR 14 7 7 1127: 1124 14 SELFOSS 14 6 8 1150: 1105 12 REYNIR S. 14 6 8 1154: 1271 12 HÖTTUR 14 4 10 986: 1140 8 IH 14 3 11 1132: 1336 6 STJARNAN 14 3 11 1006: 1172 6 Evrópukeppnin A-riðill: Leverkusen, Þýskalandi: Bayer - Olympique d'Antibes......79:74 Michael Koch 20, Chris Corchiani 14, Henn- ing Hamisch 13 - Tony White 16, Laurent Foirest 13, Michael Ray Richardson 13. B-riðiIl: Madrid, Spáni: Real Madrid - Benfica............86:81 Zagreb, Króatíu: Cibona - Maccabi Tel Aviv........71:78 Marcelic 17, Zuric 12, Alanovic 10 - Cham- bers 22, Curcic 18, Leef 13. Aþenu, Grikklandi: Panathinaikos - Bologna...........72:69 Nikos Economou 26, Dominique Wilkins 22, Frangiskos Alvertis 15 - Paolo Moretti 19, Orlando Wooldridge 13, Augusto Binelli 13. ■Grikkirnir, sem léku fyrir luktum dyrum, eru svo gott sem ömggir um að komast í úrslitakeppnina. NBA-deildin Boston - San Antonio.........,...89:99 New York - Washington............87:82 Philadelphia - Indiana.........102:101 Miami - Atlanta.................101:89 Toronto - Milwaukee..............88:93 Detroit - Orlando................97:83 Minnesota - Portland............93:103 Utah - Vancouver................102:79 LA Clippers - Houston..........102:110 LA Lakers - New Jersey..........106:96 Golden State - Chicago...........95:99 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Allterþá þrennt er Skúli Unnar Sveinsson skrifar Breiðablik hefur heldur betur bætt leik sinn frá því í haust og nú er svo komið að flest lið geta átt von á að lenda í vandræðum á móti þeim. Þetta fengu Skallagrímsmenn úr Bogarnesi að reyna í gærkvöldi er Blikar unnu 75:73 í leik, sem var í járnum mest allan tímann en Blikar höfðu þó undirtök- in lengst af. Leikurinn var hvorki áferðar- fallegur né skemmtilegur en hann var spennandi engu að síður. Bæði lið léku maður á mann vörn, en í upphafi síðari hálfleiks skiptu Borg- nesingar yfir í svæðisvörn sem gekk ágætlega, en Blikar voru bæði þol- inmóðir og þrautseigir í sókninni og biðu eftir að fá góð færi. Borgnes- ingar áttu það hins vegar til að skjóta allt of fljótt og þá oftar en ekki úr slæmri stöðu. Mikil spenna var í lokin. Skalla- grímur komst yfir er 2,40 mínútur voru eftir og aftur einu stigi er 1,10 voru eftir. Þeir náðu síðan að jafna er 35 sekúndur lifðu af leiknum. Blikar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir af skotklukkunni var Birgir Mikaelsson allt í einu al- einn undir körfunni, fékk boltann og gat ekki annað en skorað. Gestum lá mikið á að koma boltanum í leik og grýttu honum fram en það mis- tókst og Agnar Olsen komst inn í sendinguna og fékk vítaskot sem hann misnotaði ekki og kórónaði þar með mjög góðan leik sinn. Agnar og Thoele voru bestir í liði Blika og Birgir átti einnig góðan leik en þessir þrí gerðu 66 af 75 stigum liðsins, en tveir leikmenn skiptu með sér hinum stigunum níu. Hjá gestunum skoruðu 8 leikmenn, Ermolinskij mest og var hann bestur Borgnesinga. Ari átti ágæta spretti eins og Bragi og Tómas, en sá síðast- nefndi mætti að ósekju skjóta meira fyrir utan því hann virtist geta hitt þegar hann langaði til. Haukar ekki í vandræðum Weðsta lið úrvalsdeildarinnar, Valur, hafði lítið að sækja í greipar bikarmeistara Hauka á Strandgötunni í Stefán gærkvöldi. Hafn- Stefánsson firðingar unnu skrifar 88:73 og eru þar með efstir í deild- inni, með tveimur stigum meira en Njarðvíkingar sem eiga að spila í kvöld. Fyrstu fimm mínúturnar spiluðu Hlíðarendapiltarnir góða vörn og stóðu í Hafnfirðingum en er Hauk- ar fóru að hitta í körfuna, skildu leiðir. Haukar spiluðu svæðisvörn nema hvað einn leikmaður elti helstu skyttu Vals, Ronald Bayless, um víðan völl. Strax eftir hlé fór forskotið í helmings mun, 48:24, og sigur var í höfn. Um miðjan hálfleik skiptu Valsmenn í nokkurs konar pressuvörn sem gekk ágæt- lega um tíma en við það jókst sjálfs- traustið og eftir fjórar þriggja stiga körfur í röð undir lokin minnkuðu þeir forskot Hauka niður í 15 stig. Haukar gerðu því 50 stig eftir hlé en Valsmenn 51. Haukar réðu gangi leiksins og hefðu eflaust tekið aðeins meira á ef þeir hefðu þurft. Að venju stjórn- aði Jón Arnar Ingvarsson sókninni og átti 12 stoðsendingar en Jason Williford lék vel fyrir liðið og tók 21 frákast. Sigfús Gizurarson var góður við að gæta Ronalds. Vonleysi hrjáði Valsmenn á köfl- um en að auki voru mistökin mörg og afleit. Ronald fékk lítið svigrúm en tókst þó að skora 32 stig, taka 10 fráköst og gefa 9 stoðsending- ar. Hjalti Jón Pálsson tók góðar rispur. Liðið hitti úr tveimur af 10 þriggja stiga skotum fyrir hlé en 8 af 12 eftir hlé. Handhöfum fríkorta skal bent á að frímiðar á bikarúrslitaleikina verða afhentir á skrifstofu HSÍ föstudaginn 9. febrúar frá kl. 14.00 til 17.00 gegn framvísun skírteina. Fríkortshafar athugíð að um takmarkaðan miðafjölda er að ræða og fríkort gilda ekki við innganginn. í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Njarðvík: UMFN - ÍA..........20 1. deild kvenna: Akranes: ÍA-ÍS...............20 1. deild karla: Sandgerði: Reynir - Stjarnan.20 Rabbfundur hjá KR KR-ingar koma saman til skrafs og ráðagerða í félagsheimilinu við Frosta- skjól í kvöld, föstudagskvöld. Gestur fundarins verður Orn Steinsen, for- maður hússtjórnar KR, og mun hann fjalla um framkvæmdir á vegum fé- lagsins næstu árin, endurnýjun valla, byggingu nýs íþróttahúss og fleira. íslandsmótið í blaki ABMdeild karla. Föstudagur 9. febrúar KA-heimilið kl. 20.30: KA-HK MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 C 3 Ivar Benediktsson skrifar ur, 84:73, sigur sem er öruggari en tölumar gefa til kynna. „Það var nokkur spenna í okkur í byijun leiksins og við ætluðum okkur að taka leikinn í okk- ar hendur strax, það gekk ekki og þeir fengu að gera það sem þeim sýnd- ist. í síðari hálfleik var annað upp á teningnum, við vorum afslappaðri og þá opnaðist leikurinn betur fyrir okk- ur,“ sagði Herbert Arnarson, leik- maður IR, sem náði sér á strik í síð- ari hálfleik og gerði 21 stig. Sjö fyrstu upphlaup ÍR í leiknum fóru í vaskinn og Þórsarar létu ekki happ úr hendi sleppa og skoruðu fyrstu tíu stigin. Jón Örn opnaði stigareikning IR-inga er 3,40 mín., voru liðnar af leik. Þeim tókst að jafna en Þórsarar náðu að komast fram úr á ný. Sóknarieikur heima- manna gekk ekkert og vörnin var galopin fyrir skipulagslausum sókn- arleik gestanna. í hálfleik skildu lið- in að fimm stig, 38:33 fyrir Þór. ÍR-ingum tókst að hressa verulega upp á sóknarleík sinn í upphafi síð- ari hálfleiks og John Rhodes lokaði fyrir ódýrar körfur sem Fred Will- iams fékk að gera í fyrri hlutanum. ÍR sveif vængjum þöndum fram úr norðanmönnum sem engin svör virt- ust eiga og þegar við bættist ein- dæma lánleysi í upplögðum færum upp við körfunar var þeim ekki við- bjargandi. Mikill hraði var í leiknum og réðu leikmenn beggja fylkinga oft á tíðum ekki við hann. Þar af leiddi að tals- vert var um mistök á báða bóga s.s. rangar sendingar. Herbert og Rhodes voru bestu menn IR-inga og Jón Örn átti einnig góða spretti, einkum í fyrri hálfleik þegar illa gekk. Fred Williams stóð upp úr liði Þórs en einnig skulu nefndir Birgir Örn Birgis og Böðvar Kristjánsson. Lakers á skrið Chicago fann taktinn á ný Los Angeles Lakers virðist vera komið á sigurbraut því í fyrri- nótt sigraði liðið New Jersey 106:96 og var þett.a ellefti sigur Lakers í síðustu 13 leikjum. Earvin „Magic“ Johnson átti góðan leik hjá Lekers, kappinn gerði 18 stig, tók 9 frá- köst og átti 8 stoðsendingar en Elden Campbell var stigahæstur með 19 stig. Spekingar vestanhafs eru farnir að gæla við þá hugmynd að Lakers geti náð langt í úrslita- keppninn eftir að Johnson dró fram skóna á ný. Eftir tvo tapleiki í röð náði Chicago góðum sigri á Golden State, 99:95, og þar fór Michael Jordan hreinlega á kostum og gerði 40 stig og Scottie Pipen var með 15. Chicago er enn með besta vinn- ingshlutfallið þrátt fyrir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum. Enn tapar Orlando á útivelli og að þessu sinni gegn Detroit. Allan Houston fór mikinn í liði Detroit og gerði 31 stig og Grant Hill var með 19 stig í þessum góða sigri. Sean Elliot átti fínan leik með Spurs þegar liðið brá sér til Boston. Spurs vann 99:89 og gerði Elliot 36 stig, og tók auk þess tíu fráköst go David Robinson gerði 19 stig fyrir Spurs. Dino Radja gerði 24 stig fyrir Boston og var stigahæstur á þeim bæ. Það gengur hvorki né rekur hjá LA Clippers og í fyrrinótt tapaði liðið sjöunda leik sínum í röð, að þessu sinni á heimavelli fyrir sjálf- um meisturunum frá Houston. Clyde Drexler gerði 28 stig fyrir Houston og Hakeem Olajuwon 15 en hjá Clippers var Riehardson stigahæstur með 31 stig. Alonzo Mourning gerði 36 stig fyrir Miami þegar liðið vann Atl- anta en hjá Haukunum var Steve Smith stigahæstur með 27 stig. Patrick Ewing lék vel þegar New York tók á móti Washington og hafði betur þó svo enginn afgangur væri af því. Knicks vann 87:82 og gerði Ewing 31 stig, tók 11 fráköst auk þess sem hann varði fimm skot frá mótherjum sínum. Þetta var sjötti sigurleikur Knicks í röð. Þá kom að því að Indiana tap- aði, en liðið hafði sigrað í 9 leikjum í röð þar til það heimsótti 76ers í fyrrinótt. Heimamenn sigurðu 102:101 og var Jerry Stackhouse stigahæstur í liði 76ers eins og svo oft áður í vetur og gerði 30 stig og Derrick Alston var með 24. Milwaukee gerði góða ferð til Kanada þar sem liðið vann Toronto 93:88 og var Sherman Douglas stigahæstur með 21 stig. Mike Dunleavy, þjálfari Milwaukee, fagnaði þarna 100. sigri sínum með Bucks. Karl Malone gerði 22 stig, tók 11 fráköst og átti 6 stoðsendingar þegar Utah Jazz sigraði Vancouver auðveldlega, 102:79. John Stockton gerði 18 stig fyrir Jazz. Portland brá sér til Minnesota og sigraði með tíu stiga mun, 103:93. Þar var Clifford Robinson í ham og gerði 32 stig fyrir gestina. SKÍ með námskeið Ganga er góð íþrótt KR-ingum voru Jonathan Bow, Hermann Hauksson, Ósvaldur Knudsen og Ingvar Ormarsson bestir. Endaspretturínn dugði ekki GÓÐUR endasprettur Tindastóls er liðið tók á móti Grindvíkingum í gærkvöldi dugði ekki, Grindavík sigraði 86:78 eftir að hafa haft 22 stiga forystu um ™ miðjan síðari hálf- skrifar frá íGikinn. Mikil ba,r- Sauðárkróki átta var frá upphafi og jafnt á flestum tölum. Um miðjan hálfleikinn kom verulega slakur kafli heimamanna, hittnin var afleit og vörnin illa á verði. Þetta nýttu gestirnir sér og skoruðu grimmt með þá Marel og Guðmund í aðalhlutverkum. Hjá heimamönnum virtist sjálfstraustið í lágmarki og sóknirnar voru fálm- kenndar. Ljóst var eftir hlé að Páll Kol- beinsson hafði stappað stálinu í sína menn og nú var allt annar bragur á leiknum en Grindvíkingarnir hertu sóknina, léku á als oddi og náðu 22 stiga forystu um miðjan hálfleik- inn þrátt fyrir góða baráttu Tinda- stóls. Gestirnir hafa væntanlega talið að málið væri afgreitt því það kom þeim mjög í opna skjöldu hve Tinda- stólsmenn bitu harkalega frá sér undir lokin. Torrey fór á kostum en Hinrik, Pétur og Lárus áttu einn- ig ágætan leik og sömuleiðis Arnar og Omar sem áttu góða spretti og voru vel virkir. Þetta kom Grindvík- ingum úr jafnvægi og Tindastóll gerði 15 stig án þess að gestirnir næðu að svara. Þegar 25 sekúndur voru eftir var staðan 75:78 og allt gat gerst. En leikurinn, sem áður var orðinn býsna laus í höndum dómaranna, var lítið fyrir augað og Grindvíking- ar héldu fengnum hlut og sigruðu. „Ég er ánægður með að við kom- ust aftur inn í leikinn eftir slaka byijun og með smá heppni hefðum við getað unnið. Ég er ekki vanur að kvarta undan dómgæslunni, en ég hef séð hana betri en í kvöld,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. ÍR-ingar vöknuöu í seinni hálfleik EFTIR brösóttan fyrri hálfleik skipti ÍR um ham í hálfleik og sýndi gestum úr Þór frá Akureyri enga kurteisi, sigldi fram úr þeim og innbyrti sig- Það skipti sköpum þegar við misstum Jonathan Bow út af með 5 villur, því hann hafði verið að leika ákaflega vel Björn og þá sérstaklega í Blöndal vörninni. Þetta skrifar frá nýttu Keflvíkingar Keflavík sér með því að koma boltanum inn í teiginn á stóru mennina og við því áttum við ekk- ert svar,“ sagði Hermann Hauks- son, leikmaður vesturbæjarliðs KR, eftir að liðið hafði beðið lægri hlut fyrir Keflvíkingum, 115:106, í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn bauð ekki upp á mikla spennu þrátt fyrir að vera jafn allan tímann. Varnir beggja liða voru frekar slakar eins og sjá má á úr- slitunum. KR-ingar voru betri í byijun en Keflvíkingar náðu síðan undirtökunum sem þeir héldu fram í síðari hálfleik. Þá jafnaðist leikur- inn að nýju og jafnt var nánast á öllum tölum þar til KR-ingar misstu Bow út af, en þá voru rétt um 2 mínútur til leiksloka. Bow hafði þá verið að leika vel bæði í sókn og vörn þar sem hann hafði góðar gætur á Lenear Burns. En við brott- hvarf hans riðlaðist varnarleikur KR-inga og það voru Keflvíkingar fljótir að nýta sér. Burns blómstr- aði og eftirleikurinn var tiltölulega auðveldur hjá heimamönnum. „Það var slæmt fyrir KR-inga að missa Bow út af og það var ákveðinn 'vendipunktur sem við nýttum okkur. Við lékum skynsam- lega síðustu mínúturnar og þetta var bæði sætur og þýðingamikill sigur fyrir okkur, “ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. Bestu menn hjá Kefl- víkingum voru Lenear Burns, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason, Al- bert Óskarsson og Gunnar Einars- son, sem gerði góða hluti. Hjá Morgunblaðið/Sverrir SKIÐAGANGA KNATTSPYRNA Framtíðin óráðin hjá Dumitrescu SKÍÐASAMBAND íslands er að hefja herferð í gönguskíðakennslu. Tilraun var gerð í fyrra með að bjóða almenn- ingi í Reykjavík kennslu og viðbrögðin urðu svo gífurleg að ákveðið var að halda áfram nú og að þessu sinni víðs vegar um landið. Það er Auður Ebenezersdóttir sem hefur veg og vanda af kennslunni. Hún byijar á Vaibjarnarvelli í Laugar- dal á morgun. Fólk þarf ekki að skrá sig til kennslu, heldur er nóg að mæta á staðinn. Kennsla hefst kl. 10, aftur kl. 12, síðan kl. 14 og loks kl. 16 og á sama tíma á sunnudag. „Við lánum útbún- að, erum með 40 pör af skíðum, en ég vil endilega hvetja þá sem eiga skíða að koma með þau,“ sagði Auður við Morgunblaðið. Eftir námskeiðin í Reykjavík um helgina heldur Auður af stað hringinn í, kringum landið. Hún verður næst í Ólafsvík 16. og 17. febrúar og heldur síðan norður um. Ferðinni lýkur í loks mars og lokaþáttur herferðar SKÍ á svo að vera almenningsganga á Nesja- völlum 13. apríi. Gangan nefnist Lava Loppet, sem SKÍ gekkst fyrir á sínum tínia en á nú að endurvekja. Toyota umboðið lánaði Skíðasam- bandinu RAV jeppa sem Auður verður á meðan á ferð hennar stendur og kerrusalan Víkvetji lagði til kerru, til að flytja skíðapörin 40 og annan nauð- synlegan búnað milli staða. í tilefni herferðar SKÍ mun Ólafur Björnsson, íþróttakennari og skíða- þjálfari í Noregi, skrifa pistla til leið- beiningar almenningi og birtast þeir einu sinni í viku í Morgunblaðínu. Fyrsta grein Ólafs er hér til hliðar. LOKSINS er snjórinn kominn! Og tími til að taka fram gönguskíðin. Skíðaferðirnar eru sjálfsagl ekki orðnar margar hjá fólki í vet- ur, þar sem snjórinn hefur látið bíða eftir sér. Það er mjög mikil- vægt nú í byrjun að þið takið því rólega. Skíðaferðirnar eiga að vera rólegar og hjartslátturinn á helst að vera um það bil 120-150 slög á mínútu. Takið gjarnan púlsinn 4-5 sinn- um á meðan á skíðaferðinni stend- ur. Þið munuð komast fljótt að því að þið þurfið ekki að ganga hratt til þess fá púlsinn svo hátt. Það er því mikilVægt í byrjun að fólk velji sér brautir þar sem ekki er að finna of brattar brekkur. En hvers vegna er mikilvægt að ganga svona rólega? í fyrsta lagi þá er skíðaganga úthaldsíþrótt og úthald þjálfa menn best við slíka rólega þjálfun. Þó að æfingar á meiri hraða séu einnig mikilvægar er slík róleg þjálfun um það bil 70% af allri þjálfun hjá góðum skíða- göngumanni. I byijun er einnig mikilvægt að hugsa um tæknihliðina og þá er mikilvægt að taka því rólega. Jafn- vægi er gjarnan svolítið ábótavant í byrjun vetrar og vil ég því hvetja fólk til þess að nota góðan tíma til jafnvægisæfinga. Æfingar eins og að ganga í létt- um brautum án stafa eru mjög góðar jafnvægisæfingar og jafnvel Olympíumeistarar eins og Björn Dæhlie nota þessar æfingar mikið. Góða ferð!! Ólafur Björnsson. RÚMENANUM Ilie Dumitrescu hefur verið neitað um endurnýjun á atvinnuleyfi sínu í Englandi og því er óljóst hvort hann verður áfram í herbúðum West Ham þar sem hann hefur leikið síðan hann var keyptur á 145 miiljónir króna frá Tottenham í síðasta mánuði. „Við áttum alls ekki von á að þetta yrði vandamál því Dumi er reyndur leikmaður og stjarna úr heims- meistarakeppninni, og það hefur venjulega verið auðsótt að fá at- vinnuleyfi fyrir slíka menn,“ sagði Harry Redknapp hjá West Ham. Svisslendingnum Marc Hottinger var einnig neitað um atvinnuleyfi í gær, en hann hefur verið í herbúð- um Newcastle og frá því hafði ver- ið gengið að hann færi til Everton en eins og mál standa nú verður ekkert af þeim flutningi. Keflvíkingar sterkari í lokin gegn KR-ingum Enn einn sigur Blika AGNAR Olsen átti mjög góð- an leik í liði Breiðabliks er liðið sigraði í þriðja lelknum í röð í úrvalsdeildinni. Greini- legt er á leik Breiðabliks- manna að Birgir Guðbjörns- son þjálfari er að gera góða hluti í Kópavoginum. Hér verst Agnar gegn Borgnes- ingnum Sigmari Egilssyni HK í undanúrslK jr Islandsmeistarar HK höfðu undirtökin allan tímann í Digranesi í gærkvöldi þegar liðið lagði bikarmeistara Víkings í þremur hrinum gegn engri í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Það er því ijóst að nýtt nafn verður grafið á kvenna- bikarinn í ár og miðað við frammistöðu HK-stúlkna undanfarið þá kann það að verða nafn HK í fyrsta skiptið í bikarsögunni, en Víkingsstúlkur hafa leikið til úrslita í sex skipti á síðustu sjö árum. HK-stúlkur unnu fyrstu hrinuna 15:9 og tvær þær næstu, 15:7 og 15:7, í leik sem tók 71 mínútu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.