Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALOG GERA má góð kaup í fötum á Brick Lane, ekki síst samfestingum sem margir voru kyrfilega merktir í bak og fyrir: Eign fyrirtækisins. ÞARNA mátti fá niðurrignt sjónvarp fyrir lítið og myndbandstækið var líka á útsöluprís. Brick Lane er ekki fallegur stoður, en þó hluti af Lundún- um sem er ekki síður gaman að skoða en Tower eða Bucking- ham-höll, sér- staklega fyrir mannlífið. mmSkM ‘S’SÍBUWgSÍ ii iUKOEftWOOO Ú WOOD-il 4s.er~~»si >BANBURY Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir HERRA kjöt í ham. Á kassanum má sjá annan söludag en á pakkanum þegar grannt var skoðað. Athvarf bísa og betlara Útimarkaðurinn Brick Lane í Lundúnum er athvarf bísa oq betlara. Árni IWatthíasson brá sér ó markað þar og fann allt á milli himins og jarðar, þar á meðal staka skó og notaöa tannbursta. FLESTIR sem komið hafa til Lundúna þekkja útimark- aðina; laugardagsmarkaðinn í Camden, Portobello Road og markaðinn í Covent Garden, sem er vinsæll viðkomustaður, sérstak- lega að sumri þegar þar verður ekki þverfótað fyrir ferðamönnum, skemmtikröftum, götusölum og skrautlegu mannlífi. Einn markaður í Lundúnum gleymist þó oft, og þó er hann kannski einna frumlegastur þeirra allra, og um leið upprunaleg- astur, og ævinlega er þar rigning. Brick Lane markaðurinn er í austurhluta Lundúna, hverfí sem hefur verið í niðurníðslu og niður- lægingu. Nú virðist það þó að kom- ast í tísku meðal ungra kaupahéðna á uppleið, því víða í hrörlegum húsa- röðum má sjá að verið er að gera upp hús, setja í glannalega ál- rammaglugga og skærmálaðar skrauthurðir og fyrir vikið líkjast sumar húsaraðir helst tanngarði þar sem glittir í gulltennur innan um brunna stúfa. Brick Lane er í Bethnal Green, við endann á Bethnal Green Road reyndar, en á þeim enda er markað- urinn. Frá Liverpool Street brautar- stöðinni er snörp ganga, sem er nauðsynleg, því markaðurinn hefst snemma morguns og hressileg ganga i hráslaganum er nauðsynleg til að geta notið hans, því þar er alltaf rigning, eins og getið er. Þeg- ar komið er inn á markaðssvæðið er sjálfsagt að fara í brauðsnúða- verslun, eða beyglu-verslun, eins og Mjólkusamsalan myndi kalla það, en þær eru tvær og selja ekki „bagles“, eins og menn þekkja úr ferðum vestur um haf, heldur „ba- ygles“, en það er líka eini munur- inn, því ekki færð þú betri brauð- snúða í kosher-bakaríi í Village en hér, að ekki sé talað um þegar búið er að smyrja á rjómaosti og skreyta með reyktum laxi. Sjálfsagt er að vera búinn að gera upp hug sinn áður en farið er inn, því starfs- fólkð hefur ekki tíma fyrir kurteisi eða snakk; ef kúnninn er ekki tilbú- inn skal hann hypja sig svo aðrir komist að og það með hraði. Enginn venjulegur markaður Eftir nærandi baygel-máltíð hefst gangur um markaðinn og þegar má sjá að hann er enginn venjulegur markaður. Að vísu eru inni á milli hefðbundnar markaðs- vörur, ódýrir geisladiskar, háls- glingur og fingurgull, slæður og „leður“jakkar og „pelsar“. Á milli má svo sjá það sem skilur Brick Lane markaðinn frá fíniríinu í Co- vent Garden, því þar má finna not- aða tannbursta, staka skó, sprungin glös, rakar bækur, ósöluhæfa mat- vöru, niðurrignd rafmagnstæki, meira að segja tölvur, sem staðið hafa úti í rigningunni mánuðum eða árum saman, og rifin tímarit; minnir um margt á ástandið á götunum í Alfabet City í New York, þar sem fólk er að selja dót sem það hefur sankað að sér af ruslahaugum og úr öskutunnum. í ógleymanlegri bók Charles Dic- kens, Our Mutual Friend, um Boff- in, the Golden Dustman, sem snara má sem gyllta öskukarlinn, er á grátbroslegan hátt lýst hvernig ruslahaugar gengu kaupum og söl- um í Lundúnum Viktoríutímans, og hér á Brick Lane er stigið aftur í fortíðina. Þá var auður í beinaleifum til sápusuðu, leirtausbrotum í vega- gerð, matarleifum til áburðar, ösku í múrsteina og tuskum í pappírs- gerð. Hér er það úrgangur velferð- arþjóðfélagsins sem er verðlaús á samri stundu og gengið er með hann út úr búðinni og stundum finnst mér ég rekast á kunnuglegan hlut; var þetta ekki hér fyrir ári eða tveimuni árum, bara aðeins verr farið nú af raka og pústrum við að troða því í kassa og taka upp. Sem vonlegt er blómstrar sala á þýfi í Brick Lane, en er þó á undan- haldi fyrir skott- sölu, en þá safn- ast bílar saman og menn selja uppúr skottinu á bílnum, albúnir að skella því aft- ur og aka á brott ef einhver grun- samlegur lætur sjá sig. Enn er þó mikið um ólöglegar útgáf- ur á tónlist, fyrir tveimur árum kej^pti ég fals- aða Sykurmola- plötu á Brick Lane fyrir eitt pund, hundrað- kall. Inn á milli er líka mikið af ólöglegum tónleikaupptökum. Einna skemmtilegasti básinn er þó myndbandasalinn, sem er eiginlega ekki með bás, bara mjólkurkassa úti á miðri götu og þar má finna myndbönd af kvikmyndum sem rétt er byrjað að sýna vestan hafs, þar var til að mynda hægt að fá Toy Story að þessú sinni og fleiri glænýjar myndir, en varast skyldi að kaupa þær spólur. Félagi minn í sunnudagsgöngu um Brick Lane fyrir skemmstu sagðist hafa keypt sér eina slíka spólu fyrir nokkrum árum, Lion King, en þegar heim var komið komst hann að því að einhver framtakssamur hafi staðið með myndbandstökuvél í bíói og síðan fjölfaldað upptökuna með til- heyrandi myndgæðum og skvaldri og sælgætisbréfaskijáfi í kaupbæti. Herra kjöt Af allri þeirri skemmtan sem hafa má af því að ganga um Brick Lane er fátt eins skemmtilegt og að fylgjast með sölumanni sem fé- lagi minn kallar „Mr. Meat“ með virðingu í röddinni. Mr. Meat, sem kalla má Herra kjöt, selur reyndar ekki bara kjöt, því hann selur einn- ig grænmeti og fisk, en allt freðið úr sama bílnum sem er alltaf á sama stað. Herra kjöt er riðvaxinn og rjóður í kinnum, líkur Mr. Oakro- yd úr Good Companions Priestleys, alltaf stutt í brosið, þó ekki sé það alltaf einlægt eða hlýtt. Hann er sölumaður fram í fingurgóma og þegar hann tekst á flug kemst eng- inn undan því að kaupa af honum. Þó félagi minn sé þarna í einskonar rannsóknaleiðangri, eins og svo oft áður, kaupir hann nánast alltaf eitt- hvað; skemmdan fisk, of gamlar pizzur eða frostskemmt grænmeti. Vel má skilja hann, því ekki er stað- ið lengi í þvögunni fyrir framan Herra kjöt að það er orðin óþolandi móðgun að kaupa ekkert og þegar hann hvessir augun á syndaselina sem eru bara að skemmta sér guggnar margur, rennir hendinni í vasann eftir pening, eða laumast hnípinn á brott. Áðal Herra kjöts er að selja kjöt sem er orðið aðeins of gamalt, eða hefur lent í einhveijum hremming- um. Hann selur það ódýrt og við- skiptavinir hans þykjast hafa himin höndum tekið er þeir kaupa af hon- um svínakótelettur á hundraðkall kílóið þótt þær séu eitthvað við ald- ur. Hann byijar hveija sölulotu sallarólegur, talar almennt um heimilishaldið og hve allir hafí nú gott af því að fá kjöt að borða öðru hveiju, bætir kannski við athug- semd um hve allt sé á hverfanda hveli og góðir siðir, eins og að hafa rifjasteik á föstudögum, eða reykta síld í hádeginu, séu á undanhaldi fyrir ruslfæði. Smám saman færist hiti í leikinn, hann hækkar röddina eilítið og málfæri verður æ skraut- legra. í miðri ræðunni hefur hann fengið í hendurnar kassa, sem ein- hver vesalings stúlka sem stendur inni í frystinum allan morguninn réttir honum, og síðan tekur hann að hampa vörunni, eins og hann sé með ungbörn í höndunum, ávextir lenda hans sem hann geti ómögu- lega séð af. Hápunktinum er náð þegar hann þagnar íbygginn í nokkrar sekúndur, en tekst allur á loft með tilþrifum þegar hann segir hvað varan eigi að kosta og þá er líka handagangur í öskjunni, og kassinn dularfulli tæmist á svip- stundu. Brick Lane er ekki fallegur stað- ur, en þó hluti af Lundúnum sem er ekki síður gaman að skoða en Tower eða Buckingham-höll, sér- staklega fyrir mannlífið, allt frá sárri eymd í skartklædda uppa. Brick Lane á eftir að hverfa að mestu eða breytast í grundvallar- atriðum eftir því sem hverfið verður fínna, en fólkið finnur sér annan stað, varla kræsilegri, en með sama sérkennilega aðdráttaraflið. ■ Upplýsingar á veraldarvefnum Umhverfis heim inn með tölvu ÞETTA var leiguflug á vegum ítölsku ferðaskrifstofunnar Alpitour. Leigu- flug þessi eru allan ársins hring og er flogið vikulega frá sex áfangastöð- um á Norður-Ítalíu. Einnig er haldið uppi leiguflugi til Tenerife, La Go- mera, Lanzarote og Fuerteventura; eyja sem tilheyra Kanaríeyjaklasan- um. Ég átti stefnumót við foreldra mína á Playa del Inglés, á Gran Canana. Mæting var á Bolognaflugvelli kl. 13.45 og farið í loftið kl. 15.15, sam- kvæmt áætlun. Millilenda átti á Lanzarote og var fjögurra klukku- stunda flug þangað. Flugvélin var af gerðinni MD 83 frá Spanairflugfélaginu. Það er að 51% í eigu ferðaskrifstofunnar Viajes Marsans, en að 49% í eigu Scandina- vian Airlines System, SAS. Spanair hóf starfsemi sína sem leiguflugfélag í marslok 1988. í mars 1994 bætti það síðan við sig innanlandsflugi á Spáni. Félagið flytur að meðaltali þijár milljónir farþega á ári og eru viðkomustaðir í Evrópu, Mið-Ameríku og New York yfír 100. HVERNIG | VARFIUGIÐ? { flugvélinni var sama rými fyrir alla farþega. Það var mjög gott, líkt og í vélum Flugleiða hf. Fyrstu tvær raðirnar voru teknar frá fyrir barna- fjölskyldur og var hægt að fá hengd vöggurúm í fyrstu röðinni, sem voru áföst á vegg. Bjór, vín og sterka drykki þurfti að greiða fyrir í þessu flugi, ólíkt því, sem gerist í áætlunarflugi á ítal- íu. Maturinn var fram reiddur eftir 1 ’/í tíma, enda flugið ekki á matmáls- tíma. Hægt var að velja um tvo rétti, kjúklinga eða gúllas. Eg valdi gúllasið og var það mjög gott. Fékk ég mér rauðvín með og reyndist það hið ágæt- asta Riojavín. Vínsalan um borð var dræm, enda eru ítalir yfir höfuð mikl- ir hófsmenn á vín. Flugferðin gekk vel. í áhöfninni voru tveir flugmenn, tveir flugþjónar og Lvær flugfreyjur. Flugþjónarnir fí- fluðust nokkuð mikið í starfí sínu og fannst sumum það vera ábyrgðar- leysi. Öðrum þótti það slá á flug- hræðsluna hjá Itölunum, en stressaðri þjóð en ítölum hefí ég ekki kynnst í flugi. Um kl. 18.30 að staðartíma var lent á Lanzarote og þar fór meira en helmingur farþeganna frá borði. Aðrir farþegar biðu í 30 mínútur í flugvél- inni á meðan tekið var eldsneyti auk þess sem nýir farþegar bættust við. Fram að þessu höfðu reykingar verið leyfðar aftast í vélinni, en nú voru þær ekki leyfðar lengur, þar sem þetta var orðið að innanlandsflugi á Spáni. Flugtími frá Lanzarote til Gonbo-flugvallar á Gran Canaria var 25 mínútur. Rétt fyrir lendingu var heitum andlitsþurrkum dreift, en lend- ingin var mjúk líkt og sú fyrri. í heild má segja að það eina sem hafí verið ábótavant í fluginu var að einungis eitt af þrem salemum var í lagi. ■ Bergljót Leifsdðttir FRÓÐIR menn segja að ný heima- síða verði til á alnetinu fjórðu hveija sekúndu, enda að að fínna á netinu gríðarlegt magn upplýsinga, nánast um allt milli himins og jarðar. Eitt höfuðvandamálið er að nálgast upp- lýsingar um hvar á að ná í viðkom- andi upplýsingar. Odd de Presno, alnetsfrömuðurinn, sem nýlega var staddur hér á landi, sér um þátt á netinu; Vefvaktina. Þar birtir hann upplýsingar um ýmis athyglisverð netföng sem hann hefur rekist á í flakki sínu um veraldarvefinn. Þar á meðal annars eru upplýsingar sem geta nýst ferðalöngum. Ein leiðin er að fara á heimasíð- una Hotel Anywhere!, The Internet Travel Grid Home Page. Þetta „hót- el hvarsemer“ hefur að geyma upp- lýsingar um þúsundir ferðasíðna frá yfir 200 löndum eða 3.500 áfanga- stöðum víðs vegar um heim. Upp- lýsingarnar varða gististaði, flugfé- lög, leiðsögn um ákveðna staði, skíðaferðir, golf, siglingu skemmti- ferðaskipa, ferðaskrifstofur og yfir- leitt allt sem nöfnum tjáir að nefna. Netfangið er: (http://www.eart- hlink.net/~hotelanywhere/). Þeir sem eru að íhuga ferðir til Asíu og Kyrrahafsins ættu að kíkja á sameiginlega heimasíðu viðkom- Ferðamenn geta nálgast upplýs- ingar um Víetnem á alnetinu. andi ferðamálaráða. Þar er að finna upplýsingar varðandi ferðamál í 41 Asíulandi og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að nálgast frekari upplýsingar frá hveiju og einu þeirra. Netfangið er: (http://www.pata.org). Ef Grikkland er draumalandið er ágætt að Iíta á heimasíðuna: (http://www.vacation.forth net.gr). Afríkunetið: (http://www.africanet.com) veit- ir upplýsingar um öll 56 lönd álf- unnar, þar á meðal hvort vega- bréfsáritun er nauðsynleg, hvernig loftslag er á hveijum tíma, flugfé- lög, samgöngur og gjaldmiðla. Kínverjar líka Land fjölmennustu þjóðar heims heillar marga og Kínveijar hafa haslað sér völl á netinu eins og aðrir. Ein heimasíða þeirra er: (http://www.lynx.bc.ca/ ~ sat- otech/cwebdir/). Þar er bókstaf- lega allt að finna um kínverskar listir og bókmenntir, viðskipti, þar á meðal í Hong Kong og Tævan, flugfélög, banka, tölvur og alnetið, menntun, skemmtanir, hátíðir, at- Þægindi í flugi Sími, náttföt og inniskór á fyrsta klassa ÞAÐ NÆGIR ekki lengur að bjóða upp á kavíar, kampavín og breið sæti á fyrsta klassa. Þeir sem leyfa sér að fljúga á lúxusfarrými flug- félaga búast við meiru. Sæti með baki sem leggjast aftur svo að úr verður legubekkur þykir sjálfsagt mál á lengri leiðum og flest flugfélög eru í óða önn að koma sér upp sím- um til að hafa um borð. Símarnir geta reynst farþegunum dýrir. Einn hringdi í kærustuna úr háloftunum á leið til Bandaríkjanna og spjallaði við hana í 123 mínútur. Hann fékk létt áfall þegar kredit- kortareikningurinn kom. Símtalið kostaði yfir 67 þúsund krónur! Flugfélögin græða ekkert á sím- tölunum en fyrirtækin sem bjóða upp á tækin og samband við jörðina um gervihnött taka flest um 10 dollara fyrir mínútuna. Um 1.000 þotur af 15.000 í heiminum eru nú útbúnar símabúnaði fyrir farþega. í framtíð- inni verða væntanlega símar við hvert sæti á lúxus- og viðskipta- mannaklassa en farþegar í almenn- ingi verða líklega að láta sér nægja að hringja úr veggsíma eða biðja flugþjón um þráðlausan. Singapore Airlines og United Airlines eru komin með „innanvélar- síma“. Farþegar þurfa ekki lengur að standa í ganginum fyrir þjónustu- fólkinu til að tala við aðra farþega heldur geta hringt ókeypis í þá úr sætunum. Þjónn í brottfararsal Breska tímaritið Executive Travel Magazine kaus Swissair flugfélag ársins árið 1995. Flugfélagið leggur árherslu á góða þjónustu en lúxus- klassinn þykir til fyrirmyndar. Farþegar sem fljúga með Swissair á fyrsta farrými frá Genf eða Zúrich geta látið sækja farangurinn heim og honum er skilað þangað við kom- una. Einkaþjónn bíður farþeganna í brottfararsalnum og gengur frá öllu fyrir þá við sérstakt afgreiðsluborð. Farþegamir geta valið úr sérstöku vöruúrvali í fríhöfninni, látið fara vel um sig í sérstakri lúxusstofu á flug- vellinum eða gengið beint um borð ef vélin er á staðnum. Það er sími (en ekkert fax) við sætin í flestum vélum og einkavídeó og tónlist. Mat- urinn er borinn fram á hjólaborði og hægt að velja um fjóra til fimm seðj- andi rétti eða eitthvað létt. Drykkj- aúrvalið er fjölbreytt og það má reykja. Það er hægt að draga skilrúm Kröfurnar aukast sífellt. Kavíar, kampavín og breið sæti á fyrsta ldassa er ekki lengur nóg. á milli sætanna, leggja sætið niður og fá dúnsæng og kodda. Flugfélag- ið býður þar að auki upp á róandi „svefnvídeó“ og jurtate svo farþeg- inn geti hvílst á leiðinni. Úttökumlðf fyrir fríhöfnina Farþegar sem fljúga á fyrsta far- rými með Air France fá Jean-Louis Scherrer náttföt, inniskó og snyrtit- ösku gefins. Sumir kunna að meta það. Aðrir vilja láta strauja fötin sín um borð og velja flugfélag í sam- ræmi við það. Royal Air Brunei borg- ar hótelnótt fyrir sína farþega ef þeir þurfa á því að halda og gefur þeim úttökumiða fyrir fríhöfnina svo að þeir geti tekið með sér áfengi í flugið. Flugfélagið býður ekki upp á áfenga drykki um borð af trúará- stæðum. Farþegum á fyrsta farrými fækk- aði í lok síðasta áratugar. Fyrirtæki fóru að spara við sig og viðskipta- menn urðu að fljúga einum klassa neðar. Flugfélög sem létu það ekki á sig fá og héldu lúxusklassanum við njóta nú góðs af því. Farþegum þar fer aftur fjölgandi, en þeir ætlast til að fá sitt fyrir aurana. Þeir borga allt að tvisvar sinnum meira á fyrsta farrými en í viðskiptamannaklassa og það minnsta sem hægt er að fara fram á fyrir það verð er góð og skjót þjónusta, þægindi, vinnuaðstaða og lokkandi leið til að safna mílum upp í næsta flug. ■ Anna Bjamadóttir vinnu og fleira. Saga Kínaveldis nær langt aftur og löng hefð er þar fyrir lækningum sem vestrænar þjóðir kalla enn óhefðbundnar. Til að kynnast lækn- ingahefð Kínveija er upplagt að kíkja á heimasíðuna: (http://ge- og.hkbu.edu.hk/health/). Þetta er heimasíða dr. Tsang Wing Che- ung, kínversks grasalæknis í Hong Kong. Þúsund og ein nótt Arabalöndin er sveipuð dulúð í augum vestrænna ferðalanga. Þau eru að sjálfsögðu á netinu: (http://www.liii.com/~haj- eri/arab.html). Þar er meðal ann- ars að finna upplýsingar um hins ýmsu ríki Araba, ijölmiðla þeirra og trúarbrögð. Þeir sem spreyta sig á arabísk- unni geta skoðað heimasíðuna: (http://www.teleport.com/ ~ alquds). ■ Misjafnt höf- umst við að KÖNNUN meðal hótelgesta í við- skiptaerindum í New York, sýndi að í frítíma vilja konur fara í búð- ir, út að borða, stunda líkamsrækt, skoða sig um eða hvílast. Karlar viljað borða úti. Þar á eftir kemur líkamsræktin, þá skoðunarferðir og hvíld. Búðarölt rekur lestina. ► 26% karla sakna fjölskyldunnar á ferðalögum en 18% kvenna. ► 11% karla panta herbergisþjón- ustu, 31% kvenna. ►74% karla taka kvöldverð á veit- ingastað fram yfir að borða á hótel- herbergi, en 58% kvenna. ►30% karla hafa læst sig út úr hótelherbergi sínu, 70% kvenna. ►35% karla sem hafa læst sig úti voru ekki fullklæddir, 65% kvenna. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.