Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 1
LOKSINS, LOKSINS Odýrari ferðir fyrir Islendinga FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 BRICK LANEI LONDON ER ÖDRUVÍSI Brick Lane útímarkaðurinn er athvarf bísa og betlara og varningurinn sem þar fæst er ekki par finn. SUNNUDAGUR11. FEBRUAR1996 BLAÐ C LOKSBVS Óayrari ferðir fyrir Islendinga FERÐIR » Faxafeni 5 108 Reykjavík. E S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274 utóu Ný ferðaskrifstofa, Plúsferðir ehf., hefur starfsemi í dag. Ódýrari f erðir f yrir íslendinga VIKUDVÖL á Mallorka fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar 37.900 krónur á mann. PLUSFERÐIRehf.nefnist ný ferðaskrifstofa sem tekur til starfa í dag. Plúsferðir eru í eigu Úrvals-Útsýnar og eru stofnaðar á grunni ferða- skrifstofunnar Alís sem.Úr- val-Útsýn keypti fyrir skömmu. Framkvæmdastjóri Plúsferða er Laufey Jóhanns- dóttir, fyrrum eigandi Alís. Hjá Plúsferðum verður lögð áhersla á ódýrar ferðir fyrir íslendinga og hyggst ferðaskrifstofan ná því tak- marki með einföldun og sparnaði í rekstri. Tólf mis- munandi ferðapakkar verða í boði og aðspurð um verð- dæmi nefndi Laufey vikuferð til Mallorka fyrir 37.900 krónur á mann miðað við tvo fullorðna og tvö börn. Innifal- ið er flug, gisting og flugvall- arskattur. Ennfremur viku- ferð til Portúgal á 38.800 krónur á mann miðað við sömu forsendur. „Svo erum FERÐIR við með spennandi til- boð í gangi í Danmerkur- ferðum. Flug og bíl til Bil- lund á Jót- landi kostar 27.900 á viku miðað við tvo fullorðna og • tvö börn og bíl í B-flokki. Þetta eru verð sem ég hef ekki séð enn á markaðnum." Elnf alt í sniðum Laufey sagði markmiðið að hafa starfsemina einfalda í sniðum, enda væri áhersla lögð á að halda verðinu niðri. „Fyrst og fremst bjóðum við færri staði og við verðum ekki með fjölda lúxushótel á hverjum stað, heldur veljum kannski tvö.hótel. Eins er það í bílunum, við bjóðum tvo flokka B og C. Reyndin er sú að fólk vel- ur venjulega þessar tvær gerðir þegar það kaupir flug og bíl pakka." Laufey sagði að inn- rétting skrif- stofu Plús- ferða í Faxafeni væri hrá, meira væri lagt upp úr öðrum þáttum starfseminnar. „Við gefum ekki út glans- myndabækling, heldur ein- blöðung um hvern stað fyrir sig. Aftan á þeim er form sem hver og einn getur fyllt út, rennt til okkar á faxi og við sendum staðfestingu á bókun til baka," sagði Laufey, en einnig er hægt að fá upplýs- ingar og ganga frá bókunum á alnetinu. Netf ang Plúsferða er:p/usf@skima.is. ¦ COSTA DEL SOl ?„ÞESSI viðbrögð hafa komið ánægjulega á óvart," segir Andri Már Ingólfsson, framkvæmda- sljóri Heimsferða, en mikil eftir- spurn hefur verið eftir ferðum ferðaskrifstofunnar til Costa del Sol. „Það eru þrjú ár síðan síðast var flogið þangað, en það er ljóst að fólk hefur áhuga á staðnum." Heimsferðir kynna sumarbækl- ing sinn nú um helgina, en fréttir um leiguflugið til Costa del Sol bárust út fyrir nokkru. Nú þegar er uppselt í fjögur flug, samtals 280 sæti. BÆNDUR ? lljá Ferðaskrifstofu bænda eru menn að undirbúa flutninga í nýtt húsnæði. Ferðaskrifstofan hefur haft aðstöðu á Hótel Sðgu, en flytur bráðlega í Hafnarstræti 1, þar sem verslunin Hamborg hef ur verið lengi. FLUGLEIDIR ? í dag lýkur umfangsmikilli ferðakaupstefnu Flugleiða sem staðið hefur frá því á finuntudag. Þátttakendur eru 230, kaupendur og seljendur ferðaþjónustu á áfangastöðum Flugleiða í Skand- inavíu, Bandarikjunum og Kanada. I tengslum við kaup- stefnuna voru settir upp 55 ferða- og kynningarbásar, þar af 16 á vegum islenskra ferðaþjónustuað- ila. ¦ Kanadabúar minnast norrænna f orl eðra KANADAMENN minnast nor- rænna forfeðra sinna með sérstök- um hætti mánudaginn 19. febrúar næstkomandi. Sérstakur Heritage Day, dagur arfleifðarinnar, er hald- inn árlega í Kanada, þriðja mánu- dag í febrúar, þegar landsmenn líta . til baka til upphafs byggðar í land- inu. í ár verður dagurinn helgaður landnemum frá Norðurlöndum, sem á öldum áður fluttu vestur um haf og festu rætur í Kanada. í tilefni dagsins hefur verið prentað sérstakt veggspjald sem hefur verið dreift víða um Kanada, aðallega í skólum og meðal barna og unglinga. Á veggspjaldinu er listaverk, sem unnið er af listakon- unni Patriciu Guttormsson Peacock, undir þemanu A Nordic Saga, en Patricia hafði hina íslensku forfeður sína í huga þegar hún vann verkið, „Vonir þeirra og drauma þegar þeir settust að í nýju landi," eins og segir aftan á veggspjaldnu. Þar eru ennfremur kynntar ýmsar uppákomur vegna hátíðahaldanna og margir möguleikar nefndir sem kennarar og aðrir leiðbeinendur barna og unglinga geta nýtt sér til þess að hvetja þau til að efna tengsl- in við forfeður sína. Saga íslensku landnemanna rlfjuö upp Samtökin Heritage Canada voru sett á laggirnar árið 1973. „Mark- miðið er að leiða kynningu á arf- leifð okkar sem þjóðar hverrar ræt- ur liggja víða, og hvetja Kanada- menn til þess að kynna sér sögu forfeðra sinna," sagði Peter Hynd- erman, formaður héraðsskrifstofu Heritage Canada í Halifax, höfuð- borg Nova Scotia, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði enn- fremur að vegna þeirra tengsla sem nú væru að myndast milli íslands w -'*mmmmMi*i?-rT-? ¦. - ,mnk»n ¦— v^ immm^^ - . ¦mmMm^M rr ___i_~1 flWf •* 1 ly B Æ? - riBM MiffiPwii^ðii^TOal I- «5-. Kicr, dLj1,«: 'ÍJSH1-' t *5v . -r&\ \,': 'nt^t'W-'\ ¦t^^MB maXwmmSti'' ¦akááEKU ...,¦.-—¦."-•¦¦ iL. ' ** * ^"' ~9~ mmrr'^lm ¦f# HALIFAXBÚAR nýta flest tækifæri til að gera sér glaðan dag. og Nova Scotia vegna áætlunar- flugs Flugleiða til Halifax, sem hefst í maí næstkomandi, væri í Halifax lögð sérstök áhersla á að rifja upp sögu íslensku landnem- anna, þó svö að þeir hefðu flestir fest ræt'ir í vesturhluta Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.