Morgunblaðið - 16.02.1996, Qupperneq 3
2 C FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR16. FEBRÚAR1996 C 3
URSLIT
Knattspyrna
Skotiand
4. umferð bikarkeppninnar
Clyde - Rangers..................1:4
Ítalía
Undanúrslit bikarkeppninnar
Fiorentina - Internazionale......3:1
■Þetta var fyrri leikur liðanna. Argentínu-
maðurinn Gabriel Batistuta skoraði öll þijú
mörk Fiorentina.
Spánn
Undanúrslit í bikarkeppninni
Atletico Madrid - Tenerife.......3:0
■Búlgarinn Lyuboslav Penev gerði öll mörk
Atletico.
Konungs-keppnin
Fjögurra þjóða mót í Bangkok í Thailandi:
Finnland - Rúmenía...............1:1
Jukka Koskinen (15.) - Julian Sebastian
Filipescu (36.).
Thailand - Danmörk...............1:3
Kiatisuk Senamuang (67.) - Peter Rasmuss-
en (55.), Erik Bo Andersen (69.), Cristian
Lonstrup (84.).
■Danir tryggðu sér sæti I úrslitaleik móts-
ins með sigrinum á heimamönnum og
mæta þar Rúmenum.
Æfingalandsleikir
Coquimbo:
Chile-Perú.......................4:0
Marcelo Salas (5.), Pablo Galdamez (22.
vsp.), Rodrigo Goldberg (47., 60.).
Melbourne:
Ástralía - Japan.................3:0
Damien Mori (15.), Joe Spiteri (70.), Matt-
hew Bingley (74.).
Körfuknattleikur
Haukar-Breiðabl. 98:80
Strandgata, úrvalsdeildin I körfuknattleik,
29. umferð fimmtudaginn 15. febrúar 1996.
Gangur leiksins: 2:0, 12:6, 14:11, 22:13,
41:26, 54:40, 54:44, 63:54, 73:54, 81:58,
94:70, 98:80.
Stig Hauka: Jason Williford 19, Jón Amar
Ingvarsson 18, Pétur Ingvarsson 18, Sigfús
Gizurarson 11, ívar Ásgrímsson 10, Bergur
Eðvarðsson 9, Þór Haraldsson 6, Björgvin
Jónsson 5, Vignir Þorsteinsson 2.
Fráköst: 7 í sókn - 20 í vöm.
Stig Breiðabliks: Michael Thoele 27, Hall-
dór Kristmannsson 21, Einar Hannesson
10, Birgir Guðbjörnsson 9, Daði Sigurþórs-
son 6, Erlingur Snær Erlingsson 4, Agnar
Ólsen 3.
Fráköst: 13 í sókn - 20 í vöm.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Rögn-
valdur Hreiðarsson.
yillur: Haukar 19 - Breiðablik 17.
Áhorfendur: 120.
UMFT-UMFN 65:78
Sauðárkrókur:
Gangur leiksins: 2:3, 10:10, 20:22, 27:32,
35:39, 39:48, 44:53, 58:53, 60:60, 65:69,
65:78.
Stig Tindastóls: Pétur Guðmundsson 18,
Hinrik Gunnarsson 18, Torrey John 11,
Ómar Sigmarsson 7, Láms Dagur Pálsson
5, Arnar Kárason 4, Atli Bjöm Þorbjöms-
son 2.
Fráköst: 13 í sókn - 27 I vörn.
Stig Njarðvíkur: Rondey Robinsson 19,
Gunnar Örlygsson 17, Teitur Örlygsson 10,
Sverrir Þór Sverrisson 8, Friðrik Ragnars-
son 8, Kristinn Einarsson 8, Páll Kristins-
son 6, Jóhannes Kristbjömsson 2.
Fráköst: 8 í sókn - 21 í vörn.
Villur: Tindastóll 17 - UMFN 15.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson og Einar
Skarphéðinsson dæmdu vel.
Áhorfendur: Um 380.
KR-ÍA 108:84
Seltjarnarnes:
Gangur leiksins: 2:0, 5:6, 14:10, 18:17,
27:19, 39:21, 47:25, 51:29, 51:37, 58:37,
58:41, 68:46, 74:57, 82:62, 93:73, 103:82,
108:84.
Stig KR: Ósvaldur Knudsen 30, Jonathan
Bow 23, Ólafur Jón Ormsson 19, Lárus
Árnason 12, Óskar Kristjánsson 9, Her-
mann Hauksson 7, Ingvar Ormarrsson 4,
Baldur Ólafsson 2, Atli Einarsson.
Fráköst: 18 I sókn - 20 í vöm.
Stig ÍA: Milton Bell 30, Dagur Þórisson
19, Sigurður Elvar Þórólfsson 12, Jón Þór
Þórðarson 7, Jón F. Eiriksson 6, Brynjar
Sigurðsson 4, Jóhannes Guðjónsson 4, Guð-
mundur Sigurðsson 2.
Fráköst: 10 I sókn - 25 í vöm.
Dómarar: Helgi Bragason og Bergur Stein-
grimsson dæmdu strangt eftir bókinni.
Villur: KR 20 - ÍA 22.
Áhorfendur: 155.
UMFG-UMFS 99:61
íþróttahúsið í Grindavík:
Gangur leiksins: 0:5, 6:5, 6:9, 21:16,
34:19, 44:23, 50:25, 54:32, 68:37, 80:49,
89:53, 97:56, 99:61.
Stig UMFG: Marel Guðlaugsson 20, Páll
Axel Vilbergsson 15, Brynjar Harðarson
15, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas
Guðfinnsson 12, Rodney Dobard 11, Unnd-
Islandsmótið í blaki
ABM deild karla.
Föstudagur 16. febrúar:
KA-hús kl. 20:00
KA-IS
ór Sigurðsson 7, Ingi Karl Ingólfsson 5,
Ámi Stefán Bjömsson 2.
Fráköst: 14 í sókn - 31 í vörn.
Stig UMFS: Grétar Guðlaugsson 13, Bragi
Magnússon 11, Hlynur Leifsson 8, Ari
Gunnarsson 7, Alexander Ermolinski 7,
Tómas Hoiton 7, Sveinbjörn Sigurðsson 7,
Gunnar Þorsteinsson 1.
Fráköst: 13 I sókn - 17 I vöm.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Þorgeir
Jón Júlíusson. Góðir.
Villur: UMFG: 20- UMFS: 29
Áhorfendur: Um 350.
Keflavík-ÍR 93:88
íþróttahúsið í Keflavík:
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 15:9, 15:15,
24:25, 38:34, 45:38, 54:48, 70:50, 80:65,
80:77, 89:86, 93:88.
Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 24, Fal-
ur Harðarson 18, Albert Óskarsson 16, Sig-
urður Ingimundarson 10, Jón Kr. Gíslason
8, Elentínus Margeirsson 7, Gunnar Einars-
son 6, Davíð Grissom 4.
Fráköst: 10 í sókn - 25 í vöm.
Stig ÍR: Eirikur Önundarson 21, John Rho-
des 20, Herbert Amarson 17, Márus Þór
Amarson 12, Eggert Garðarsson 12, Guðni
Einarsson 4, Jón Öm Guðmundsson 2.
Fráköst: 11 I sókn - 23 í vöm.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Georg
Andersen.
Villur: Keflavík 20 - IR 23.
Ahorfendur: Um 250.
A-RIÐILL
Fj. leikja U T Stig Stig
UMFN 29 25 4 2644: 2268 50
HAUKAR 29 25 4 2586: 2238 50
KEFLAVÍK 29 20 9 2705: 2454 40
ÍR 29 13 16 2329: 2365 26
TINDASTÓLL 29 13 16 2217: 2283 26
BREIÐABLIK 29 9 20 2277: 2646 18
B-RIÐILL
Fj. leikja U T Stíg Stig
UMFG 29 20 9 2660: 2340 40
KR 29 15 14 2498: 2483 30
SKALLAGR. 29 14 15 2262: 2343 28
ÞÓR 28 7 21 2325: 2362 14
ÍA 29 7 22 2485: 2750 14
VALUR 28 5 23 2187: 2643 10
NBA-deildin
New Jersey - Indiana.........88:87
Philadelphia - Detroit......83:102
Charlotte - New York.......120:100
Seattle - Minnesota.........130:93
Vancouver - Sacramento.1.....93:86
Golden Sate - Boston.......106:103
LA Lakers - Atlanta..........87:86
Handknattleikur
1. deild kvenna
FRAM- VALUR ..................24: 19
Fj. leikja U J T Mörk Stig
STJARNAN 15 13 2 0 384: 248 28
FRAM 14 10 2 2 342: 262 22
HAUKAR 14 10 1 3 344: 250 21
ÍBV 15 8 2 5 358: 318 18
VÍKINGUR 15 6 3 6 354: 289 15
FYLKIR 15 7 0 8 331: 356 14
KR 15 6 0 9 336: 344 12
VALUR 16 6 0 10 343: 375 12
FH 15 4 0 11 272: 350 8
ÍBA 16 0 0 16 237: 509 0
2. deild karla:
Ármann - Breiðablik...............23:29
Íshokkí
Leikir aðfararnótt fimmtudags:
Hartford - Boston...................0:3
■Buffalo - Los Angeles..............2:2
■Eftir framlengingu.
Florida - Philadeiphia..............2:4
Toronto - San Jose..................4:3
Edmonton - Anaheim..................3:2
Leikir aðfararnótt mánudags:
Montreal - San Jose....:............3:0
NY Islanders - Ottawa...............1:4
Toronto - Pittsburgh................4:1
Leikir þriðjudagsins:
Detroit - Los Angeles...............9:4
Tampa Bay - St Louis................2:3
Washington - Calgary................3:2
Vancouver - Winnipeg................5:4
Ikvöld
Handknattleikur
1. deild karla:
Vestm’eyjar: ÍBV-Haukar....kl. 20
2. deild karla:
Akureyri: Þór-Fvlkir....kl. 20.30
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild:
Hlíðarendi: Valur-Þór......kl. 20
Blak
1. deild karla:
KA-húsið: KA-ÍS............kl. 20
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
KA-húsið: KA - Þróttur Nes.kl. 21.30
IÞROTTIR
IÞROTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Aldrei spuming hjá
bikarmeisturunum
Ivar
Benediktsson
skrifar
Allt frá fyrstu mínútu til hinnar
síðustu í ieik Hauka og Breiða-
bliks í Strandgötunni lék ekki nokk-
ur vafí á hvort liðið
færi með sigur af
hólmi. Haukar komu
ákveðnir til leiks og
náðu fljótlega nokk-
urri forystu sem gestum þeirra úr
Kópavogi tókst aldrei að ógna svo
að nokkru næmi. 14 stiga forysta í
hálfleik var aukin um miðbik síðari
hlutans og síðan var skipt niður í
hægagang í lokin er sigurinn var svo
að segja í höfn. Lokatölur, 98:80.
Breiðabiiksmenn báru enga virð-
ingu fyrir gestgjöfum sínum þótt
þeir séu mun hærra skrifaðir í deild-
inni og bikarmeistarar í ofanálag.
Leikmenn Breiðabliks börðust allan
tímann og reyndu hvað þeir gátu.
Þeir hefðu eflaust geta hleypt
spennu í leikinn ef sóknarleikurinn
hefði ekki oft verið nokkuð fum-
kendur og sendingar og skot leik-
manna fremur óvönduð. Michael
Thoele og Halidóri Kristmannssyni
tókst oft á tíðum að skjóta varnar-
mönnum Hauka skelk í bringu með
fallegum körfum úr langskoti, en
Spennandi
lokamínútur
í Keflavík
„VIÐ lékum vel í 30 mínútur en það dugar ekki gegn liðj eins
og Keflavík," sagði John Rhodes þjálfari og leikmaður ÍR eftir
að lið hans hafði mátt þola tap gegn baráttuglöðum Keflvíking-
um, 93:88, í Keflavík í gærkvöldi. En mikil spenna var á lokamín-
útunum eftir að ÍR-ingar höfðu unnið upp 20 stiga forskot heima-
manna. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins Lenear Burns
sem þeir hafa látið fara en það var ekki að sjá á leik liðsins að
hans væri illilega saknað. í hálfleik var staðan 45:38.
Björn
Blöndal
skrifar frá
Keflavik
Leikurinn fór rólega af stað og
gekk leikmönnum beggja liða
illa að finna sig í byijun því um
miðjan hálfleikinn
var staðan 15:15.
Síðan náðu Keflvík-
ingar undirtökunum
og eftir góða byrjun
í síðari hálfleik þar sem þeir náðu
20 stiga forystu 70:50 virtust þeir
vera komnir með unninn leik. jEn
þá kom hreint frábær kafli hjá ÍR-
ingum sem á næstu mínútum gerðu
27 stig gegn aðeins 10 stigum
heimamanna og allt í einu var
munurinn orðinn aðeins 3 stig
SKIÐAGANGA
88:77. Mikið fjör var síðustu mínút-
urnar en Keflvíkingum tókst að
halda fengnum' hlut með skynsam-
legum leik.
„Þetta var sætur sigur og þýðing-
armikill. Þetta var spennandi í lokin
en við höfðum það af og því vil ég
þakka að við lékum skynsamlega
og uppskárum eftir því,“ sagði Jón
Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður
Keflvíkinga. Bestu menn hjá Kefl-
víkingum voru Albert Óskarsson,
Guðjón Skúlason og Falur Harðar-
son, en hjá ÍR þeir John Rhodes,
Eiríkur Onundarson og Herbert
Arnarson.
Alhliða trimm
Skíðaganga er íþrótt,
sem flestir ættu að geta
stundað, segir Olafur
Björnsson í öðrum
pistli sínum.
í FYRSTA pistli mínum um skíða-
göngu fyrir almenning, sem birtist
á föstudegi fyrir viku, minntist ég
á að mikilvægt væri að byrja ró-
lega, ganga rólegar ferðir og ein-
beita sér að tækni og þá fyrst og
fremst jafnvægi. Það að ganga án
stafa í léttum göngubrautum er
mjög góð jafnvægisæfing.
Samhliða því að æfing án stafa
sé góð fyrir jafnvægið er þessi æf-
ing einnig góð fyrir það sem við
gerum með höndunum. Við sleppum
með þessu að hugsa um stafina og
getum einbeitt okkur að því að fá
hendur og fætur til að vinna sam-
an. Það er að segja að þegar við
setjum hægri fótinn fram, kemur
vinstri hönd fram, samtímis. Slapp-
ið af í öxlum og látið hendurnar
sveiflast létt fram og aftur í takt
með fótunum. Prófið og þegar ykk-
ur finnst að þið hafið náð þessu
prófið þetta sama með stöfum. Það
að ganga „rétt“ með gott jafnvægi
eykur nefnilega ánægjuna við
skíðaiðkunina til muna.
Skíðaganga er íþrótt sem flestir
ættu að geta stundað og á síðustu
árum hefur stöðum fjölgað þar sem
troðnar eru göngubrautir. Því er
um að gera að notfæra sér þessa
aðstöðu. Skíðaganga er nefnilega
íþrótt sem gefur gott úthald og
styrkir líkamann alhliða. Sérstak-
lega styrkir skíðaganga maga- og
bakvöðva og því góð til að fyrir-
byggja bakverki sém er stórt vanda-
mál fyrir marga í dag.
í næstu viku mun ég setja upp
æfingaáætlun fyrir almenning með
almenningsgönguna „Lava loppet“
á Nesjavöllum 13. apríl sem loka-
markmið fyrir þá sem vilja.
Höfundur er íþróttakennari og
skíðaþjálfari í Noregi.
Stefán
Stefánsson
skrifar
þegar nær kom körfuhringnum
höfðu Haukar töglin og haldirnar.
Haukar léku ágætlega á tíðum
en á milli féllu þeir niður á kæruleys-
isplanið og virtist sem leikmenn
hefðu verið nokkuð vissir um sigur-
inn áður en leikurinn hófst. Ef svo
hefur verið tókst þeim að minnsta
kosti að standa undir eigin vænting-
um án verulegrar fyrirhafnar. Liðið
var jafnt og allir leikmenn fengu
að spreyta sig. Jón Arnar Ingvars-
son og Jason Williford voru bestu
menn og Pétur Ingvarsson lék vel,
einkum í fyrri hálfleik.
Oniggt
hjáKR
Vesturbæingar áttu ekki í vand-
ræðum með Skagamenn á Sel-
tjarnarnesinu í gærkvöldi og unnu
108:84 en sigurinn
hefði eflaust orðið
enn stærri ef KR-
ingar hefðu ekki
sætt sig við öruggt
20 stiga forskot næstum allan leik-
inn. „Við ætluðum að sýna hvað í
okkur býr og vinna þennan leik.
Baráttan var góð og það gekk vel
að pressa á þá,“ sagði Ösvaldur
Knudsen, sem var stigahæstur KR-
inga með 30 stig og átti mjög góðan
leik.
Hraðinn var mikill í byrjun enda
voru skoruð samtals 35 stig fyrstu
fímm mínútumar og staðan 18:17,
KR í vil. Þá skiptu Vesturbæingar
um gír og byrjuðu að pressa stíft í
vöminni sem skilaði þeim fljótlega
22ja stiga forskoti. Skagamenn vom
alltof lengi að bregðast við en þegar
leið á fyrri hálfleik náðu þeir sér
nokkurn veginn á strik og héldu í
horfínu. Eftir hlé jafnaðist leikurinn
en KR hélt um 20 stiga forskoti
næstum allan leikhlutann og sigurinn
var aldrei í hættu.
KR-ingar vom mun betri í þessum
leik. Pressuvörnin var góð þó að gluf-
ur hafí myndast er á leið og liðið
sýndi oft skemmtileg tilþrif í sókn-
inni. Sem fyrr segir gerði Ósvaldur
góða hluti en Jonathan Bow, Her-
mann Hauksson og Láms Árnason,
sem átti 11 stoðsendingar, unnu vel
fyrir liðið.
Milton Bell með 19 fráköst og 30
stig var allt í öllu hjá Skagamönnum
þó að Sigurður Elvar Þórólfsson og
Dagur Þórisson ættu góða spretti.
Milton þreytti frumraun sína- sem
þjálfari en hann hefur aðeins spilað
með liðinu til þessa. Skagamenn, sem
em í fallhættu, voru alls ekki sann-
færandi, töpuðu til dæmis boltanum
í 25 skipti. Reyndar vantaði Bjama
Magnússon, sem er meiddur, og
Harald Leifsson, sem er hættur.
OLYMPIULEIKAR
Morgunblaðið/ívar
JASON Wllllford leggur hér knöttlnn ofan í körfuna án þess að varnar-
menn Blika fál rönd vlö relst.
Baráttulitlir
Borgnesingar
lágu í Grindavík
Grindvíkingar áttu ekki í erfiðleikum
með að vinna baráttulausa Borg-
nesinga í Grindavík í gærkvöldi. Lokatöl-
■■■■■■ ur 99:61. Það var aðeins
Frímann í byrjun sem leikurinn var
Ólafsson jafn en upp úr miðjum
sknfar frá fyrri hálfleik fór að draga
Gríndavík f sundur með liðunum.
„Þeir fengu að spila sinn leik eins og
þeim er einum lagið og þá ræður enginn
við þá. Við vorum ekki nógu grimmir í
vörninni sem er okkar styrkur og þegar
það er ekki með þá fer svona. Þegar
þeir fóru að raða niður þriggja stiga skot-
um gáfumst við einfaldlega upp,“ sagði
Ingvi Árnason liðstjóri Borgnesinga.
Grindvíkingar misstu leikstjórnanda
sinn, Hjört Harðarson, meiddan strax á
fyrstu mínútu er hann missteig sig. Helgi
Jónas tók við hlutverkinu og leysti það
vel af hendi. Seinni hálfleikur var nánast
forrnsatriði og notaði Friðrik Rúnarsson
menn af bekknum sem skiluðu hlutverki
sínu vel. Marel Guðlaugsson er óðum að
ná upp fyrra leik og spilar betur með
hverjum leik. Páll Axel Vilbergsson og
Brynjar Harðarson skiluðu hlutverki sínu
með prýði en allt liðið spilaði að öðru
leyti ágætlega. Hjá Borgnesingum stóð
enginn upp úr og undirritaður man vart
eftir að hafa séð liðið svona áhugalaust
eins og það virkaði í leiknum.
„Þetta var nú ótrúlega léttur sigur,
ég var frekar smeykur við þennan leik
því allir leikir í síðustu umferðunum
skipta máli um innbyrðis stöðu liðanna í
riðlunum. Við fórum hægt í sakirnar í
byrjun og ákváðum að spila góða vörn.
Mér fannst leikmennirnir minir allir eiga
frábæra innkomu af bekknum og leikur-
inn í kvöld var sigur liðsheildarinnar,“
sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grind-
víkinga. Hann kvaðst eiga von á því að
meiðsl Hjartar væru smávægileg og hann
yrði tilbúinn í næsta leik.
Sameiginlegur undirbúningur
þjóða á Balkanskaganum
Á FUNDI ólympíunefnda átta þjóða
af Balkanskaga í Belgrad á dögun-
um var ákveðið að koma á fót Balk-
an-leikum á milli Ólympíuleika til
að undirbúa unga íþróttamenn frá
þessum þjóðum betur fyrir Ólympíu-
leika. Þessar þjóðir eru: Albanía,
Búlgaría, Makedónía, Moldavia,
Rúmenía, Tyrkland, fyrrum Júgó-
slavía og Grikkland. Fyrstu Balkan-
leikarnir fara fram í júlí á næsta ári.
Ólympíunefnd Búlgaríu hefur
ákveðið að skera niður í ólympíuliði
sínu fyrir leikana í Atlanta í sumar
til að spara peninga, en gerir þó ráð
fyrir góðum árangri íþróttamann-
anna sem sendir verða. „Við sendum
aðeins íþróttamenn sem eiga fullt
erindi og geta gert betur en í Barcel-
ona fyrir fjórum árum,“ sagði Ivan
Slavkov, formaður Ólympíunefndar
Búlgaríu. í ólympíuliðinu eru 110
íþróttamenn. Síðustu þrjú árin hefur
5,4 milljónum dollara, eða rúmlega
350 milljónum króna, verið eytt til
undirbúnings ólympíuliðsins fyrir
Atlanta-leikana.
Skemmti-
legog
spennandi
barátta
á Sauðár-
króki
Tindastóll og Njarðvík buðu upp
á skemmtilegan leik á Sauðár-
króki í gærkvöldi. Frá fyrstu mín-
■■■I útu var mikil bar-
Bjöm átta hjá báðum lið-
Bjömsson um. Gestirnir voru
skrifar með níu stiga for-
frá Sauöárkróki ystu ; hléi| 48;39>
en þegar níu mínútur voru til leiks-
loka var staðan 58:53 heimamönn-
um í vil. Þá tók Hrannar Hólm,
þjálfari Njarðvíkinga, leikhlé, og
með skynsamlegum leik og mikilli
reynslu náðu Islandsmeistararnir
að hala inn öruggan sigur, 78:65.
Njarðvíkingar komu til leiks ör-
uggir í því að gefa ekkert eftir en
heimamenn börðust vel og léku
góða vörn. Torrey og Hinrik voru
mjög virkir en Pétur var yfirburða-
maður í liðinu, lék vörn Njarðvík-
inga grátt og skoraði mikið.
Bræðurnir Teitur og Gunnar
voru bestu menn UMFN og Ronday
var sterkur að vanda, en munurinn
var aldrei meiri en tvö til sex stig
í fyrri hálfleik. Tindastóll kom mjög
grimmur til leiks í seinni hálfleik
og þegar fimm mínútur voru liðnar
af hálfleiknum misstu Njarðvíking-
ar Kristin Einarsson út af með
fimm villur. Við það virtist liðið
missa taktinn en eftir fyrrnefnt
leikhlé tók það við sér og gerði það
sem þurfti til að sigra.
„Vörnin var slök hjá okkur og
það var ákveðið kæruleysi í gangi,“
sagði Hrannar. „Við héldum að við
værum komnir hingað til að sækja
öruggan sigur en þegar við vorum
sex stigum undir tóku menn sig
saman og þetta hafðist hægt og
rólega.“
FELAGSLIF
Herrakvöld körfu-
boltadeildar UMFN
Hið árlega herrakvöld körfuknattleiks-
deildar UMFN verður haldið í kvöld í
KK-salnum að Vesturbraut í Reykja-
nesbæ, þar sem á boðstólum verður
veisluhlaðborð frá Glóðinni. Ræðu-
maður er Hjálmar Árnason, og auk
óvæntra skemmtiatriða verða fyrstu
íslandsmeistarar UMFN frá 1981
heiðraðir. Húsið verður opnað kl.
19.30 og aðgangseyrir er kr. 2.500.
Konukvöld ÍR
Kvennakvöld ÍR verður haldið á morg-
un, laugardaginn 17. febrúar í ÍR-
heimilinu við Skógarsel. Húsið opnar
kl. 19.30 og aðgangseyrir er 1.500
krónur.
Þorrablót Víkings
Þorrablót Víkings verður haldið í Vík-
imii laugardaginn 24. febrúar kl. 19.
Miðar fást í Víkinni og hjá fulltrúaráð-
inu. Síðast var uppseit og miðar ósk-
ast því sóttir fyrir fimmtudaginn 22.
febrúar.
Körfuboltaferð
til New York
Ui-val-Útsýn og Eurocard á íslandi
efna til körfuboltaferðar til New York
1.-4. mars. Farið verður á tvo leiki
í NBA-deildinni: New Jersey - Seattle
og New York - Golden State. Nánari
upplýsingar hjá íþróttadeild Úrvals-
Útsýnar.
Stjörnuleikur í Smáranum
KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND íslands, í samvinnu við Sprite
og Samtök íþróttafréttamanna, stendur fyrir stjörnuleik í körfu-
knattleik á sunnudaginn. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu
Smáranum í Kópavogi og hefst kl. 16.00. Þar leikur íslenska lands-
liðið gegn úrvalsliði erlendra leikmanna sem leika hér á landi. í
hálfleik verður bæði þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni.
Möguleikar gegn Noregi
og Austurríki
UNGMENNALIÐ íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 16
ára og yngri heldur í dag til Portúgals til þátttöku í fjöguira
landa móti. Andstæðingar íslenska liðsins verða auk heimamanna
landslið Noregs og Austurríkis. íslenska liðið tók þátt I sama móti
í fyrra og gekk ekki sem best, tapaði öllum leikjum sínum, 2:0
gegn Portúgal, 1:0 fyrir Noregi og 6:1 gegn Skotum, en þeir eru
ekki með að þessu sinni. Sæti þeirra tekur Austurríki.
„Við sigruðum Norðmenn í haust með einu marki gegn engu
í undankeppni Evrópumótsins svo ég tel að við eigum raunhæfa
möguleika gegn þeim. Eins veit ég ekki betur en að Austurríkis-
menn séu á svipuðu róli og við. Síðast þegar íslenska liðið lék
gegn þeim endaði leikurinn með jafntefli," sagði Gústaf A. Björns-
son, landsliðsþjálfari, í samtali við Morgunblaðið. „Portúgalir
hafa alltaf verið með feykisterk yngii landslið og má reikna með
að svo sé einnig nú.“
Þessi hópur sem nú fer út er nær því sá sami og lék leikina í
undankeppni EM á síðasta ári. Aðeins hafa orðið tvær breyting-
ar. Gústaf sagði íslenska hópinn hafa verið saman við æfingar í
allan vetur og leiknir hefðu verið nokkrir æfingaleikir. „Það
hefur lengt æfingatímabilið lijá strákunum sem er iqjög dýrmætt
og mikilvægt í undirbúningi fyrir svona mót. Austurríkismenn
og Portúgalir leika sína deilarkeppni á veturna en við og Norð-
menn erum á svipuðu róli.“
Lið í 5. deild gegn
fyrri Evrópumeisturum
BLENOD, sem leikur í 5. deild í Frakklandi, er komið í 16-liða
úrslit frönsku bikarkeppninnar og mætir þar fyrrum Evrópu-
meisturum í Marseille. Blenod hefur komið mest á óvart allra liða
í bikarnum og hefur slegið tvö 1. deildar félög út; fyrst Bastia
og síðan Le Havre á miðvikudag í vítaspyrnukeppni.
Stórleikur 16-liða úrslitanna er viðureign Auxerre, sem er í
öðru sæti deildarinnar og bikarmeistara París St Germain, sem
er efst í deildinni. Aðeins sex lið úr 1. deild eru enn með í keppn-
inni og komast mest fjögur þeirra i 8-liða úrslit því Lille og
Mónakó mætast innbyrðis.
Eftirtalin lið drógust saman: Valence - Laval, Auxerre - Paris
St Germain, Lille - Mónakó, Thouars - Nimes, Caen - Sochaux,
Niort - Strassborg, Toulon - Montpellier og Blenod - Marseille.
Mark Fish skoðar hjá
Manchester United
MARK Fish, varnarmaðurinn sterki frá Suður-Afríku, hefur feng-
ið vilyrði lijá Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester Un-
ited, um að dvolja hjá félaginu í hálfan mánuð. Fish vakti mikla
athygli fyrir leik sinn með S-Afríku í Afríkukeppninni og hafa
mörg „stórlið“ í Evrópu verið á eftir honum. Ferguson sagði í
gær að Fish væri alls ekki að koma til reynslu eins og oft tíðk-
ast með knattspyrnumenn, heldur væri hann aðeins að koma til
að kíkja á aðstæður hjá félaginu, áður en hann gerði upp hug
sinn við hvaða félag hann gengi til liðs.
Sex eftir inná hjá
Leca gegn Boavista
LEIKMENN Leca urðu að játa sig sigraða þegar þrjár mínútur
voru eftir af leik liðsins gegn Boavista í portúgölsku deildinni
um síðustu helgi. Ástæðan var tvíþætt. í fyrsta lagi var Boavista
2:0 yfir og í annan stað voru aðeins sex leikmenn Leca eftir inná
vellinum, en lágmarkstala leikmanna í liði eru sjö. Þrír leikmenn
heimaliðsins höfðu verið reknir útaf og tveir til viðbótar meidd-
ust eftir að búið var að nota skiptimennina og því ekki um annað
að gera hjá dómaranum en flauta leikinn af.
Raul Gonzales samn-
ingsbundinn Real
Madrid til 2005
RAUL Gonzales, miðherji Real Madrid, hefur gert nýjan samning
við spænska félagið og gildir hann fram í júní 2005. Mörg félög
hafa verið á eftir stráknum, m.a. Barcelona og Roma, en samning-
ar tókust í fyrradag og voru þeir uudirritaðir í gær. Raul, sem
er 18 ára, hefur tryggt sér 12 milljónir dollara í laun á tímabil-
inu (um 800 mil(j. kr.) en hann hefur verið Ijósið í myrkrinu þjá
Real á tímabilinu.