Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 1
HANDKNATTLEIKUR Stefán skoraði öll mörkin STEFÁN Gíslason, leikmað- ur hjá Austra á Eskifírði, skoraði bæði mörk íslenska drengjalandsliðsins úr víta- spyrnum gegn Noregi, 2:0, á fjögurra Iiða móti sem lauk í Portúgal í gær. Stefán skor- aði einnig í tapleik, 1:4, gegn liði Portúgals, sem varð sig- urvegari — vann alla sina leiki og fékk níu stig. f s- lenska liðið varð í öðru sæti með fjögur stig, norska liðið fékk þrjú stig og það austur- riska eitt stig. Þess má geta að Stefán var við æfingar hjá Arsenal á dögunum, ásamt bróður sínum Vali Fannari, leik- manni með Fram. Keflvíking- ar fá nýjan leikmann KEFLVÍKINGAR tefla fram nýjum leikmanni þegar þeir mæta Njarðvíkingum í úr- valsdeildinni í körfuknatt- leik annað kvöld. Það er Dwight Stuart, 24 ára, sem er rúmir tveir metrar á hæð — lék með háskólaliði Ark- ansas. Stuart tekur stöðu Lenear Burns, sem Keflvík- ingar Iétu fara á dögunum. Dómarinn frestaði leiknum SKOTINN Lesley Mottram, sem átti að dæma seinni leik Ajax og Real Zaragosa í keppninni um nafnbótina besta félagslið Evrópu í gær- kvöldi, ákvað að leikurinn færi ekki fram á Ólympíu- leikvanginum í Amsterdam. Hann taldi að völlurinn væri ekki nothæfur, frost og snjó- koma hefur verið í Hollandi. Fyrri leik Iiðanna, sem leik- inn var á Spáni, lauk með jafntefli 1:1. 1996 MIÐVIKUDAGUR21. FEBRÚAR BLAÐ Patrekur til Essen Samdi við þýska liðið til tveggja ára. „Hef lengi stefnt að þvíað komast íatvinnumennsku," sagði PatrekurJóhannesson PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik hjá KA, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Tusem Essen. Patrek- ur heldurtil Þýskalands í lok júlí ásamt unnustu sinni Álf- hildi Gunnarsdóttur og mætir til leiks með sínu nýja tiði þeg- ar þýska 1. deiidin hefst þann 11. september nk. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Wallau Massenheim, liðinu sem Krist- ján Arason þjálfar á næsta keppnistímabili. Ijað leggst mjög vel í mig að fara til Essen og ég er reyndar búinn að stefna að því lengi að kom- ast í atvinnumennsku. Þetta er ein allra erfiðasta deildarkeppni í Evr- ópu og ég veit að þetta verður erfitt en ég vonast til að standa mig,“ sagði Patrekur í samtali við Morgun- blaðið. Þijú önnur þýsk önnur lið höfðu spurst fyrir um Patrek án þess að hafa gert honum formlegt tilboð. ÍSAFJÖRÐUR NÝR KÖRFUKNATTLEIKSBÆR? / C2,C3 Patrekur sagðist ánægður með samninginn við Essen. Hér væri á ferðinni eitt af stóru liðunum í Þýskalandi og því hafi ekki tekið langan tíma fyrir sig að taka ákvörð- un. „Þar sem þetta er orðið klárt get ég einbeitt mér að því að ljúka keppnistímabilinu með KA. Við eig- um eftir að ná þeim tveimur titlum sem eftir eru og ætlum okkur að gera það. Þessi tvö ár hjá KA hafa verið frábær og ég á enn eftir að spila með liðinu til vors.“ Eflirsjá í Patreki Alfreð Gíslason, þjálfari KA þekk- ir vel til hjá Tusem Essen en hann lék með liðinu á sínum tíma og varð m.a. Þýskalandsmeistari með liðinu. Alfreð sagðist vissulega sjá á eftir Patreki en hins vegar hafi alltaf leg- ið fyrir að hann færi í atvinnu- mennsku fyrr en seinna. „íslensku liðin hafa ekki burði til þess að keppa við þau erlendu um leikmenn og ég vona og veit að Patrekur á eftir að standa sig með Essen,“ sagði Alfreð. Hann sagði jafnframt að það kæmi maður í manns stað, hvort sem það yrði heimamaður eða ekki. Það kæmi svo í ljós í haust með hvaða mannskap KA mætti til leiks næsta keppnistímabil. Morgunblaðið/Kristján PATREKUR Jóhannesson og Alfreð Gíslason, þjálfari KA, fóru vel yflr samnlnglnn í gær áður en Patrekur skrlfaði undir og sendi staðfestingu þess efnls til Tusem Essen. Jason með 129 mörk JASON Ólafsson hefur gert 129 mörk í 15 leikj- um Brixen og er þriðji markahæsti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. Um helgina vann Brixen Ferr- ara, 25:18, á heimavelli og gerði Jason sjö mörk. Brixen er í 4. til 5. sæti en átta efstu lið fara í úrslitakeppni sem er með sama sniði og á íslandi. Geir og Montpellier í þriðja sæti GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, gerði tvö mörk fyrir Frakklands- meistara Montpellier sem unnu Pontaut-Com- bault 25:23 í París um helgina. Leikurinn var mjög harður og einkenndist af mikilli baráttu til síðustu sekúndu en Geir lék allan leikinn í vörn sem sókn. Montpellier hefur verið án lykil- manna í síðustu Ieikjum vegna meiðsla. Liðið er í þriðja sæti og á enn möguleika á að komast í 2. sætið en fimm umferðir eru eftir í frönsku deildinni. Forseti FIG til íslands RÚSSINN Juri Tidov, forseti Alþjóða fimleika- sambandsins, FIG, kemur til íslands í næsta mánuði í borði Fimleikasambands íslands. Hann verður sérstakur gestur FSÍ á Norðurlandamót- inu í fimleikum sem haldið verður í Laugardals- höll helgina 30. - 31. mars. Að sögn Guðmundar Haraldssonar, formanns Fimleikasambandsins, er það mikill heiður fyrir íslenskt fimleikafólk að Tidov skuli sjá sér fært - að koma hingað til lands. „Ég hitti hann á þingi í París í desember og þá ræddum við mál Rún- ars Alexanderssonar lauslega. Hann var mjög jákvæður varðandi hugsanlega þátttöku Rúnars á Ólympíuleikunum í Atlanta og ætlar að beita sér fyrir því að hann fái keppnisrétt þar,“ sagði Guðmundur. BORÐTENNIS Guðmundur stóð sig vel í i Svíþjóð GUÐMUNDUR E. Stephensen, íslandsmeistari í borðtennis, stóð sig vel á alþjóðlegu unglinga- móti í Svíþjóð um helgina. Guðmundur lék með sterkasta unglingalandsliðsmanni Dana, Michael Mais, í tvíliðaleik og urðu þeir öruggir sigurvegar- ar - lögðu alla andstæðinga sína að velli, í úrslita- leik Danina Allan Nielsen og Jacob Strömberg 21:14 og 21:12. Guðmundur lék einnig til úrslita í einliðaieik - gegn Johan Fröling Angby frá Svíþjóð og mátti þola tap í oddaleik, 19:21, efir að hafa tapað fyrsta leiknum 19:21, unnið annan leikinn 21:14. Arangur Guðmundar er mjög góður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.