Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ v/Miklatorg, s. 551 7171. M. BENZ 300D árg. 1991, ek. 135 þús. km, grásanseraður. Einn með öllu. Verð kr. 3.250 þús. MAZDA MPV árg. 1990, ek. 115 þús. km, grár/tvílitur. Sjálfskiþtur, sjö manna bfll, 4wd. Einn eigandi. Bill í algerum sérflokki. Verð kr. 1.780 þús. M. BENZ 190E árg. 1988, ek. aðeins 70 þús. km, sjálfskiþtur, toþþlúga, alger dekur bill. Verð kr. 1.080 þús. TOYOTA LANDC. II árg. 1987, ek. 138 þús. km, svartur, lítur út eins og nýr, 33" dekk, rafm. í rúðum. Verðkr. 1.190 þús. MMC PAJERO stuttur, bensín Ijós- grár, ek. 80 þús. km á vél. Tilboðsverð kr. 720 þús. staðgreitt. LAND ROVER árg. 1987, hvítur, langur, disel. Verð kr. 1.200 þús. CHEVROLETT PICUP S 10 Xcab árg. 1988, ek. 140 þús. km, grænn. Verð kr. 780 þús. NISSAN PICKUP árg. 1987, rauður, ek. 180 þús. km. Verð kr. 395 þús. CRYSLER NEW YORKER árg. 1984, ek. 174 þús. km, Ijósgrár, gott lakk, leðursæti, sjálfskiþtur, rafm. I rúðum o.fl. Tilboðsverð kr. 390 þús. staðgreitt. DAIHATSU CHARADE CS árg. 1988, ek. 73 þús. km, svartur. Verð kr. 350 þús. DAIHATSU CHARADE TX árg. 1991, ek. 58 þús. km, rauður. T Verð kr. 520 þús. VOLVO 440TURBO árg. 1989, ek. 100 þús. km, hvltur. Verð kr. 780 þús. NISSAN MICRA LX 1300 árg. 1994, ek. 36 þús. km, rauður. Verð kr. 850 þús. ÚTVEGUM BÍLALÁN, VISA-RAÐGREIB5LUR. ÖKUMANNSSÆTIÐ er með fjölbreyttum SKOTTLOKIÐ opnast vel og tekur farangurs- stillingum og má hækka það og lækka með rýmið 530 lítra. rafknúnum rofa en aðrar stillingar fara fram með handafli. ÞEGAR einn eða tveir sitja í aftursæti er sjálfsagt að notfæra sér þægindi armpúðans. Vel búinn og lipur Opel Omega með sjálfskiptingu OPEL Omega bílamir þýsku ^ eru allstórir og vandaðir, fá- |h anlegir með vélum af ýmsum stærðum og allir með miklum ■tf! búnaði og þægindum. Omega er eins og aðrir bílar af þess- Sl um stærðar- og verðflokki ■■■ ekki beint fjöldasölubill en á JQ sér trygga aðdáendur og hafa leigubílstjórar til dæmis tekið hann í þjónustu sína og þá helst með dísilvélinni. ““ Omega kostar frá um 2,5 milljónum króna og uppí rúmar 3,3 milljónir eftir vélarstærð og búnaði en hér er um að ræða aft- urdrifinn fimm manna bíl sem bæði fæst sem stallbakur og lang- bakur. Við skoðum í dag Omega GL með tveggja lítra bensínvél en áður hefur verið fjallað um disilútgáfuna. Omega er fallega hannaður bíll, voldugur og stór, nærri 4,80 m langur. Hann situr láréttur á vegi, hefur stóran framenda og dálítið kúptan, þaklínan er bogadregin og skottið fremur stutt. Hjólaskál- ar eru stórar sem undirstrikar nokkuð vel stærð bílsins. Á ávöl- um framendanum eru fínlegar aðalluktir með aukaljósum i stuð- ara sem er samlitur og milli lukt- anna lítil vatnskassahlíf. Áberandi listi umlykur nánast allan bílinn og setur á hann skemmtilegan svip og fínlegt brot er á hliðum rétt undir gluggalínunni. Aftur- Opel Omega GL í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 136 hestöfl. Afturdrifinn. Fimm manna. Vökvastýri. Samlæsingar. Rafdrifnar hliðarspeglastill- ingar og hiti í speglum. Rafdrifnar rúður að framan. Útvarp með segulbandi og 6 hátölurum. Bílbeltastrekkjari. Hnakkapúðar við öll sæti. Stillanleg hæð ökumanns- sætið - rafdrifin. Líknarbelgir við framsætin. Tvískipt fellanlegt aftursæti. Þjófavörn. . Hemlaiæsivörn. Lengd: 4,87 m. Breidd: 1,78 m. Hæð: 1,45 m. Hjólhaf: 2,73 m. Þyngd: 1.495 kg. Beygjuhringur: 10,95 m. Hámarkshraði: 177 km. Viðbragð úr kyrrstöðu í 100 km: 15 sek. Bensíneyðsla: 11,8 I á 100 km ( þéttbýli, 6,7 I á jöfnum 90 km hraða. Staðgreiðsluverð kr.: 2.678.000. Umboð: Bílheimar hf„ Reykjavík. endinn er einnig snyrtilegur, gott að umgangast farangursrýmið sem er ágætlega stórt. Vandaður frágangur Þegar inn er komið virkar allur frágangur sérlega vandaður og bíllinn er rúmgóður á alla kanta. Ökumannssætið er með hefð- bundnar stillingar og að auki er hægt að breyta halla setunnar og hækka hana þannig að auðvelt er fyrir hvern og einn að koma sér sem best fyrir undir stýri. Stýrið er nokkuð stórt og voldugt að taka á því og mælaborðið er undir eins konar sólskyggni svip- að og á derhúfu. Þar er að finna hraða- og snúningshraðamæla, bensín- og vatnshitamæla og skjá með upplýsingum um útihita, klukku og á hvaða útvarpsstöð er stillt sé kveikt á tækinu. Miðstöðvarstillingar eru á mið- justokknum og eru þær með venjubundnu sniði nema hvað þær eru tvöfaldar, þ.e. hægt er að hafa mismunandi hitastillingu í hvorri hlið bílsins. Lítið hólf er milli framsæta og hanskahólf á sínum stað sem þó er í minna lagi þar sem líknarbelgurinn far- þegamegin tekur sitt pláss. Líkn- arbelgur er einnig í stýri. Gírstöng er á góðum stað á stokknum milli framsæta og þar eru einnig rofar fyrir rafmagnsrúður við framsæt- in. Vinstra megin við stýri er rofi fyrir aðalljós og þokuljós, ljósa- stillingu í mælaborði og hækkun og lækkun aðalljósa og á armi hægra megin eru þurrkurofarnir. Skemmtileg sjálfskipting strokka, 16 ventla og 136 hest- afla vél. Hún vinnur ágætlega en sýnir ekkert ofurviðbragð úr kyrr- stöðu og er trúlegt að hún sé skemmtilegri viðureignar með handskiptingu og má telja það eina galla bílsins. Þeir sem kjósa fyrst og fremst viljugan bíl ættu að taka 2,5 lítra vélina en þá þarf að vísu að bæta við einum 600 þúsund krónum. Þessi bíll var með sjálfskiptingu sem er mjög fjölbreytt. Með spymustillingu má nefnilega bæta mjög viðbragðið og nýtist það einkum í fra- múrakstri eða í löngum brekkum í þjóðvegaakstri. Opel Omega er fyrst og fremst allstór og rúmgóður bíll og tals- vert hlaðinn öryggisbúnaði og þægindum sem hann fær plús fyrir. Hann er lipur í meðförum og í allri venjulegri meðhöndlun í þéttbýli verður þess aldrei vart að hann sé of stór eða klossaður enda lipur fjögurra gíra sjálfskipt- ing með spymustillingu og spól- vörn. Þegar menn þurfa að at- hafna sig með bílinn í þrengslum er helst að nokkurn tímá taki að læra nákvæmlega á hægra farm- homið, það er fremur kúpt og því engin góð kennileiti að hafa úr ökumannssætinu. Á þjóðvegi er þessi bíll eins og hugur manns og þrátt fyrir það sem áður er sagt með viðbragð er vinnslan ágæt við framúrakstur og í brekkum, ekki síst ef menn grípa til spyrnustillingarinnar með rofa efst á gírstönginni. Þá keyrist vélarsnúningurinn upp og bíllinn nær góðri hröðun. Fjöðrun er mjúk, gormafjöðmn og fer vel með bílinn á grófri möl og á mal- biki eru þægindin ráðandi. Kostir hemlalæsivamar komu ágætlega fram í hálkunni í fyrri viku en hún er mikilvægt öryggisatriði. Þolanlegt verA Verðið verður að telja þolan- legt. Þessi útgáfa kostar kr. 2678.000 og vilji menn fremur handskiptingu fer það niður í 2.499.000 sem er ekki síðri kostur fyrir þá sem vilja ekki endilega eða þurfa sjálfskiptingu. Fyrir þetta fá menn vandaðan, fullvax- inn og vel búinn alhliða bíl sem ánægja fæst af. Kjósi menn stærri vélina eins og nefnt var að framan þarf að bæta við einum 600 þús- und krónum og það er kannski orðið nokkuð stórt skref. Þá er til dísilútgáfa eins og hér hefur áður verið fjallað um og kostar hún sjálfskipt 3,1 milljón og fáan- legur er langbakur með öllum þessum vélarstærðum. Að endingu má nefna að furðu algengt er að sjá ökumenn í þétt- býlinu aka móti einstefnu og virk- ar það bæði meðvitað og ómeðvit- að. Brýna verður menn til að hafa augun hjá sér og athuga hvort um einstefnugötu er að ræða og á það sérstaklega við þegar ekið er um ný eða ókunn hverfi. Nokk- ur afsökun er að talsvert hefur verið um breytingar á einstefnu- götum í Reykjavík en engu að síður verða ökumenn að vera vak- andi í þessum efnum enda getur verið varasamt að aka á móti straumnum. ■ Jóhannes Tómasson Rumgoður Staðal- búnaður Farangurs- rými ••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.