Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHroipiiiMjiM^ 1996 FOSTUDAGUR 1. MARZ BLAÐ C KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís KEFLAVÍK vann Breiftabllk 77:74 í Kópavogi i gærkvðldi, hafnaði í fjórða sœtl úrvalsdelldarinnar í körfuknatt- leik og mætlr KR í átta liða úrslitum. BrelAabllk komst ekkl í úrslitakeppnlna þrátt fyrir góAan endasprett en hér reyna Michael Thoele til vinstri og Einar Hannesson aA ná boltanum af Dwight L. Stewart, leikmanni Keflavfkur. Gunnar Elnarsson er viA öllu búinn. Nánar um Ielk1na/C2. SMAÞJOÐALEIKARNIR A ISLANDI Morgunblaðið/Skapti SAMHERJARNIR Jón Arnar Magnússon, til vinstrl, og Gísli SlgurAsson. Gísli Sigurðsson aðalþjálfari FRÍíAtlanta GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnús- sonar, tugþraútarmanns pg íþróttamanns ársins 1995, hefur verið ráðinn aðalþjálfari Frjáls- íþróttasambands Islands fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum í sumar. Gísli er ráðinn til að hafa yfirumsjón með lokaundirbúningi ís- lensku frjálsíþróttamannanna fyrir leikana og vera ráðgjafi FRI varðandi undirbúninginn auk þess sem hann verður aðalþjálfari sambandsins í Atlanta. Fimm frjálsíþróttamenn hafa náð lágmörkum fyrir leikana. Jón Arnar í tugþraut, Guðrún Amardóttir i 100 metra grindahlaupi og 400 metra grindahlaupi, Pétur Guðmundsson í kúlu- varpi, Sigurður Einarsson i spjótkasti og Vé- steinn Hafsteinsson í kringlukasti. David Batty farinn frá Blackburn til Newcastle ENSKI landsliðsmaðurinn David Batty skrifaði loks undir sammng við Newcastle í gær, tekur út bann á mánudag og er síðan löglegur með efsta liði úrvalsdeildarinnar. Newcastle greiddi Blackburn fjórar iuilljónir punda fyrir miðju- manninn sem var í tveggja leikja banni og tók út fyrri leikinn í fyrrakvöld. Hann missir af við- ureign Newcastle og Manchester United en sagð- ist hlakka til að byrja að leika með liðinu og var ánægður með að allt væri frágengið. Dinos Michaelidis í tækninefnd leikanna segir Sundsambandið á villigötum Sundsambandi íslands ber að sjá um framkvæmdina Dinos Michaelidis frá Kýpur, sem hefur verið í tækninefnd Smá- þjóðaleikanna frá upphafi, sagði við Morgunblaðið í gær að Sundsam- band íslands væri á villigötum þegar það segðist hvorki ætla að vera með á leikunum á íslandi 1997 né, sjá um framkvæmdina, og koma þannig í veg fyrir að keppt yrði í sundi á leikunum. „Sund er skyldugrein á Smáþjóða- leikum samkvæmt lögum Smáþjóða- leikanna. íslendingar hafa tekið að sér að halda leikana og verða því að sjá um keppni í sundi. Lögum samkvæmt geta J>eir ekki skorast úr leik varðandi framkvæmd sund- keppninnar því viðkomandi sérsam- bandi ber að sjá um framkvæmd greinar sinnar. Skipulagningin ef í höndum íslendinga og það er á þeirra ábyrgð að leikarnir fari fram með sömu reisn og hingað til." Michaelidis sagðist vera hissa á þessu upphlaupi forystumanna Sundsambandsins. „Tækninefndin hefur samþykkt núverandi aðstæður á íslandi og setur ekki fyrir sig keppni í 25 metra laug enda er for- dæmi fyrir slíku, í San Marínó. ís- lendingar hafa vonað að 50 metra innilaug yrði komin fyrir leikana 1997 og vissulega hafa fulltrúar annarra þjóða einnig borið þá von í brjósti en hún hefur aldrei verið sett á oddinn hjá tækninefndinni. Þvert á móti samþykkti tækninefndin að keppt yrði í útilaug eða innilaug, 25 metra laug eða 50 metra laug. Við höfum alla tíð gert okkuf'grein fyr- ir aðstæðum á Islandi og samþykkt mannvirkin sem fyrir eru." En nú segjast forystumenn Sund- sambandsins ekki ætla að vera með við óbreyttar aðstæður. Hvað gerist ef þeir standa við þau orð? „I fyrsta lagi er þetta staðbundið vandamál milli Sundsambandsins og Ólympíunefndar íslands. Smá- þjóðaleikarnir eru undir verndar- væng Alþjóða ólympíunefndarinnar og gangi þetta eftir stendur Sund- sambandið frammi fyrir vandamáli gagnvart öðrum þjóðum og IOC. Islendingar hafa fullan rétt til þess að keppa ekki í sundi en það er ekki skynsamlegt að neita að sjá um framkvæmdina. Það bitnar á framkvæmdaraðilanum sem í þessu tilfelli er Ólympíunefnd íslands og það kemur niður á öðrum þátttöku- þjóðum sem hafa lagt pening í und- irbúning sundmanna sinna fyrir leikana." Michaelidis sagði að svona vanda- mál hefði aldrei komið upp í sögu leikanna en það yrði rætt á fundi stjórnar Smáþjóðaleikanna í apríl eða maí. „Ég lít á þetta sem innan- hússvandamál og ef það leysist ekki á íslandi kemur til kasta stjórnarinn- ar. Sá möguleiki er fyrir hendi að breyta lögunum, jafnvel að halda sundkeppnina í öðru landi. Hins veg- ar yrði hræðilegt að halda Smáþjóða- leika án sundkeppni, ekki síst fyrir íslendinga, sem hafa verið sterkir í sundi á leikunum, og ég hef þá trú að Ari [Bergmann, ritari Ólympíu- nefndar íslands] leysi málið." SKÍÐI: STREET NÆR ÖRUGG MEÐ BRUIMTITILIIMN / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.