Morgunblaðið - 01.03.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 C 3
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
tliki til vinstri og Dwight L. Stewart úr
boltann í Smáranum í gærkvöldi. Stew-
tvö af 22 stigum sínum í leiknum.
Þórsarar tryggðu sætið
en Skagamenn í aukaleiki
Þórsarar áttu ekki í erfiðleikum
með að sigra ÍA á heimavelli
í gær og tryggja sér þannig sæti í
F*WH‘MTW Úrvalsdeildinni á
Stefán Þór næsta tímabili.
Sæmundsson Skagamenn verða
skrifarfrá hins vegar að kljást
Akureyri við lið úr 1. deild um
laust sæti á meðal þeirra bestu.
Menn bjuggust við mikilli baráttu
um örugga sætið en baráttan var
aðeins til staðar hjá heimamönnum
sem höfðu mikla yfírburði eins og
lokatölurnar, 106:82, bera með sér.
Mótspyma ÍA var ótrúlega lítil.
Eftir tíu mínútna leik var staðan
23:13 fyrir Þór og Fred Williams
kominn með 17 stig en Milton Bell
aðeins 1 fyrir ÍA. Forskot Þórsara
jókst enn og leikmenn ÍA stein-
gleymdu að spilá vöm. Liðið fékk
aðeins dæmdar á sig 4 villur í öllum
fyrri hálfleik og stemmningin eng-
in. Leikmenn hittu illa og Þórsarar
tóku 20 varnarfráköst í hálfleikn-
um. Staðan í leikhléi var 51:25.
Leikur IA skánaði lítið í seinni
hálfleik. Reyndar fór Bell að skora
grimmt og endaði í 35 stigum eftir
að hafa aðeins gert 7 í fyrri hálf-
leik. Aðrir vom daprir, nema helst
Bjarni Magnússon. Um miðjan hálf-
leikinn voru Williams, Konráð og
Birgir komnir með 4 villur hjá Þór
en forystan var ávallt yfir 20 stig.
Leikmenn ÍA fóru nú að pressa og
beijast. Villunum fjölgaði óðfluga
en Þórsarar héldu haus, léku góða
vörn og ijölbreyttan sóknarleik og
sigur þeirra var aldrei í hættu. All-
ir leikmenn liðsins komust á blað.
Williams gerði 29 stig, Kristján
sýndi góð tilþrif og skoraði 22 og
Böðvar 16. Þá lék Björn Sveinsson
einn af sínum betri leikjum á löng-
17. sigur IMjard-
víkinga í röð
NJARÐVÍKINGAR sigruðu í sínum 17. leik í röð þegar þeirtóku
á móti ÍR-ingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík ígærkvöldi. En sigur
Njarðvíkinga var langt frá því að vera sannfærandi því ÍR-ingar
léku þá lengstum grátt og það sem gerði gæfumuninn var góð-
ur leikkafli hjá Njarðvíkingum í síðari hálfleik þar sem þeir settu
20 stig í röð þegar staðan var 79:66 fyrir ÍR - og náðu þar með
að snúa leiknum sér ívil. Lokatölur urðu 97:93, en í hálfleik var
staðan 46:58. Eftir leikinn var Njarðvíkingum afhentur deiidarbik-
arinn sem þeir höfðu þegar tryggt sér.
Það sem mest kom á óvart í
þessum leik var ágætur leikur
ÍR-inga sem lengstum áttu alls
■■■■ kostar við Njarðvik-
Björn inga. En um miðjan
Blöndal síðari hálfleik var
^ferfrá ejns 0g a[jj. pngur
væn buið hja
Reykjavíkurliðinu og það voru
heimamenn fljótir að nýta sér. „Ég
hef sagt það áður að við þurfum
að leika vel í 40 mínútur til að sigra
lið eins og Njarðvíkinga og við sýnd-
um það í þessum leik að liðið er í
mikilli sókn miðað við síðasta leik
hér. Núna er bara að halda áfram
og standa sig í úrslitakeppninni,"
sagði John Rhodes, þjálfari og Ieik-
maður ÍR. „Við erum búnir að leika
tvo erfiða leiki að undanförnu, gegn
Keflvíkingum og síðan gegn Hauk-
um, þannig að menn voru hálfslæpt-
ir, við vorum á hælunum í fyrri
hálfleik en tókum okkur á í þeim
Úrslitakeppni úrvalsdeildar-
innar hefst 7. mars
ÁTTÁ liða úrslitakeppni úrvals-
deildarinnar hefst 7. mars en þá
taka deildarmeistarar Njarðvík-
inga á móti Tindastólsmönnum
og Haukar fá ÍR í heimsókn.
Sömu lið mætast aftur laugardag-
inn 9. mars og þriðja viðureignin
verður 11. mars ef á þarf að
halda.
Keflvíkingar eiga heimaleik
gegn KR-ingum föstudaginn 8.
mars og á sama tíma Grindavík
og Skallagrímur í Grindavík.
Annar leikur þessara liða verður
10. mars og ef kemur til þriðja
leiks verður hann þriðjudaginn
12. mars. Lið þarf að sigra í
tveimur leikjum til að komast
áfram í undanúrslit.
Leikir á virkum dögum hefjast
kl. 20 en helgarleikir byrja kl. 16.
Undanúrslitin hefjast fimmtu-
daginn 14. mars, en til að komast
í úrslit þarf þijá sigra. Úrslita-
rimman hefst síðan 30. mars og
liðið sem sigrar í fjórum leikjum
verður Islandsmeistari.
Björn
Björnsson
skrifar frá
Sauðárkróki
TENNIS
Danimir slerkari í Kópavogi
TENNISSAMBAND íslands gekkst
fyrir móti um síðustu helgi í Tenn-
ishöllinni í Kópavogi. Mótið var liður í
undirbúningi fyrir Federation Cup og
Davis Cup, sem íslendingar taka nú
þátt í í fyrsta sinn. Danska Tennissam-
bandið sendi hingað 2 spilara, Mikkel
Jakobsen, 22 ára, sem er nr. 14 í Dan-
mörku og Kicki Demand, 19 ára, sem
er nr. 40 á styrkleikalistanum. Danirn-
ir sigruðu í öllum sínum viðureignum,
en í mörgum tilvikum var um jafnan
og spennandi leik að ræða.
Helstu úrslit urðu þau að í kvenna-
flokki vann Kicki Stefaníu Stefánsdótt-
ur í þriggja setta leik 6/7, 6/1, 6/2.
Hún vann einnig Hrafnhildi Hannes-
dóttur 6/3, 6/4 í jöfnum og skemmtileg-
um leik.
í karlaflokki sigraði Mikkel Atla
Þorbjörnsson 6/2, 6/2 í bráðijörugum
leik. Mikkel er mjög sterkur tennisleik-
ari eins og staða hans í Danmörku
sýnir. Hann vann einnig Stefán Pálsson
6/2, 6/2 og núverandi íslandsmeistara
Gunnar Einarsson 6/0, 6/4, en þeir
léku til úrslita í einliðaleik á síðasta
Islandsmóti.
Af innbyrðis viðureignum kom mest
á óvart sigur Arnars Sigurðssonar á
Stefáni Pálssyni 7/6, 7/6. Arnar er
aðeins 14 ára gamall og verður spenn-
andi að fylgjast með þessum bráðefni-
lega tennisleikara. Breiddin er að auk-
ast og þau yngri farin að velgja þeim
eldri undir uggum. í úrtökumóti fyrir
Federation Cup nýlega sigraði hin 15
ára íris Staub bæði Stefaníu og Hrafn-
hildi.
Næsta verkefni Tennissambandsins
er Unglingameistaramót íslands sem
haldið verður í næsta mánuði.
um ferli og gerði 15 stig.
Konráð Oskarsson, fyrirliði Þórs,
var ánægður með endasprettinn en
sagði að ef liðið hefði unnið helm-
inginn af þeim leikjum sem töpuð-
ust á síðustu mínútunum hefðu
Þórsarar flogið inn í úrslitakeppn-
ina. „Við lékum oft ljómandi vel
gegn betri liðunum en illa gegn
þeim slakari og töpuðum mörgum
leikjum á því að vera skrefi á eftir.
í þessum leik fórum við ekki á sama
plan og andstæðingarnir og þetta
var mun auðveldara en ég bjóst
við,“ sagði Konráð.
síðari og við höfðum heppnina með
okkur undir lokin,“ sagði Hrannar
Hólm, þjálfari Njarðvíkinga.
Bestu menn hjá UMFN voru
Teitur Örlygsson og Rondey Robin-
son en hjá ÍR-ingum þeir Herbert
Arnarson, Eiríkur Önundarson og
John Rhodes.
Baráttaá
Sauðár-
króki
Haukar þurftu verulega að hafa
fyrir 66:60 sigri sínum á
Tindastóli á Sauðárkróki í gær-
kvöldi. Heimamenn
léku án Torrey
Johns, sem er
meiddur, gáfu ekk-
ert eftir og fylgdu
Haukum eftir sem skuggi. Heima-
menn komu mjög grimmir til leiks
í upphafi, tóku forystuna og voru
11:4 yfir eftir sjö mínútur. Haukar
tóku þá leikhlé og endurskipulögðu
leik sinn. Að hléinu loknu náðu
þeir fljótlega að jafna og komast
yfir þegar sex mínútur voru eftir
af hálfleiknum. Munaði þar mest
um góðan leik Jason Willifords og
Jóns Arnars Ingvarssonar. Tinda-
stólsmenn léku mjög sterka vörn
þar sem Pétur Guðmundsson og
Hinrik Gunnarsson voru atkvæða-
miklir. Haukar komust yfir en
Tindastólsmenn réðu hraðanum,
Iéku mjög langar sóknir og drógu
vörn gestanna fram á völlinn. Pétur
Ingvarsson átti siðasta orðið fyrir
hlé með þriggja stiga körfu. Staðan
í hálfleik var 30:22.
Haukar komu grimmir til siðari
hálfleiks og ætluðu að ná öruggri
forystu en heimamenn héldu upp-
teknum hætti í sókninni og gáfu
hvergi eftir. Svo fór þó að lokum
að Haukar höfðu betur en sigurinn
var ekki fyrirhafnarlaus. Það var
skarð fyrir skildi hjá heimamönnum
á lokamínútunum að bæði Arnar
Kárason og Hinrik Gunnarsson
voru farnir af leikvelli með 5 villur.
Allir leikmenn Tindastóls léku
mjög vel en Pétur og Hinrik voru
þó fremstir meðal jafningja. Hjá
Haukum voru Williford og Jón Arn-
ar geysisterkir í sókninni og Sigfús
Gizurarson átti stórleik í vörninni
Heimamenn
á hælunum í
Borgarnesi
Þetta voru vonbrigði,“ sagði
Tómas Holton, þjálfari og leik-
maður Skallagríms. „Byijunin var
góð en við náðum
Theodór ekki að fylgja henni
Þórðarson eftir og vorum á
Borgarnesi hælunum. Eftir að
KR-ingar komust
yfir, spiluðu. þeir mjög vel og erfitt
var fyrir okkur að ná þeim aftur.
Úrslitinkeppnin er framundan og
við verðum tilbúnir eftir viku.“
„Það er gott að fara héðan með
15 stiga sigur,“ sagði Benedikt
Guðmundsson þjálfari KR-inga.
„Það er ekkert grín að vinna hérna,
enda einn erfiðasti völlurinn heim
að sækja. Við ætlum okkur að gera
usla í úrslitakeppninni.
Heimamenn léku mjög vel í um
16 mínútur. Þá lokuðu KR-ingar
vörninni og þá var eins og allur
vindur væri úr heimamönnum sem
voru á hælunum það sem eftir var
leiks. Eini maðurinn sem stóð upp
úr var Alexander Ermolinskij.
KR-ingar sóttu í sig veðrið eftir
því sem á leið og yfirspiluðu heima-
menn með afbragðsgóðri vörn. Her-
mann Hauksson og Osvald Knudsen
voru bestir hjá KR en Jonathan Bow
náði sér ekki á strik í sókninni en
skilaði sínu í vörninni.
Sindri
Bergmann
Eiðsson
skrifar
Grindavík
í 3. sæti
Valur sigraði í seinni hálfleik
með 12 stiga mun en það var
því miður ekki nóg fyrir heimamenn
þar sem Grindavík
vann þann fyrri með
26 stigum. Lokatöl-.
ur leiksins urðu
88:74 og Grindavík
var þar með í þriðja sæti í deildinni.
Valsmenn byijuðu fyrri hálfleik-
inn betur, komust fjórum stigum
yfir, 12:8. En eftir það hrukku
Grindvíkingar í gang, skoruðu 32
stig á móti 6, og breyttu stöðunni
í 18:40. Þar fór Hörður Bragason
fremstur Grindvíkinga. Það var hins
vegar ekki sjón að sjá Valsmenn á
þessum kafla. Ekkert gekk upp,
boltanum var oftar en ekki hent til
andstæðinganna og hittnin var við
mínusinn.
Seinni hálfleikurinn var allt ann-
að. Valur spilaði þó á köflum ágæt-
lega og fór Ragnar Þór Jónsson þar
fremstur, raðaði niður 3ja stiga
körfum og kom liðinu á bragðið.
Leikurinn var á heildina litið ekki
slæmur á að horfa, liðin spiluðu á
köflum ágætlega.