Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Eins og hver annar ferdamaáur í Reykjavík Þrótt fyrir að vera borqarbarn (eða því sem næst) alla sína tíð oq flestum leiðum kunnug í Reykjavík þóði Valgerdur Þ. Jónsdóttir boð Félags leiðsögumanna um bílferð með leiðsögumanni vítt og breitt um borgina. Á ALÞJÓÐADEGI leiðsögumanna, 21. febrúar, sem að þessu sinni bar upp á öskudag, hugðist Félag leið- sögumanna bjóða nefnd, sem sam- göngumálaráðherra skipaði til að fjalla um stefnumótun í ferðamálum til frambúðar, og nokkrum öðrum í útsýnisferð um Reykjavíkurborg. Á öskudag var blindbylur og því varð ekki úr ferðinni í það skiptið, en þess í stað haldið með hópinn kl. 17.30 síðastliðinn þriðjudag. Gestir voru að tínast upp í hóp- ferðabílinn fyrir framan Álþingis- húsið í um stundarfjórðung áður en haldið var af stað. Verði laganna hugnaðist lítt staða bilsins, spurði hveiju sætti og bað bílstjórann vin- samlega að staldra ekki lengur við en brýna nauðsyn bæri til. Þegar Þórarna Jónasdóttir, for- maður félagsins, bauð hópinn vel- kominn sagði hún að nú hefðu væntanlegir ferðalangar kynnst í hnotskum tveimur vandamálum sem leiðsögumenn ættu oft viiLað glíma; annars vegar rysjótt veður- far og hins vegar bílastæðaleysi í borginni. Markmiðið með útsýnis- ferðinni sagði hún vera að bjóða innfæddum að upplifa Reykjavíkur- borg með augum ferðamannsins. Að hætti leiðsögumannsins kynnti hún síðan til sögunnar bílstjórann, Vilhjálm Georgsson, en gaf því næst kollega sínum Kristbjörgu Þórhallsdóttur orðið. Erfitt að yfirgnæfa bílflauturnar Þótt ég, eins og trúlega margir ' íbúar á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekið nokkur hundmð sinnum um flestar þær slóðir, sem farnar voru, þótti mér ósköp notalegt að sitja í rútunni og hlýða á Kristbjörgu segja sögur um hús, mannlíf og menningu fyrr og nú. Svæðinu kringum Alþingishúsið sagði hún að leiðsögumenn þyrftu yfirleitt að lýsa á snaggaralegan hátt, enda erfítt að yfírgnæfa bílflautprnar, sem bílstjóramir þeyttu óspart þætti þeim rútan lulla um of. Ég reyndi af alefli að ímynda mér að ég væri útlendingur í skoð- unarferð í framandi borg. Umhverf- , ið var þó of kunnuglegt eða ímynd- unaraflið of snautt til að setja sig ; í slíkt hlutverk. Mér tókst betur til í við að setja mig í spor kvenna fyrr á öldum, ef til vill arkandi eða á | hestbaki um Austurvöll, sem áður var áningarstaður bænda, sauðfé þar á beit og túnið sex sinnum víð- i feðmara en núna. Eða þá að fylgj- ast með umsvifum Skúla Magnús- sonar og atvinnuuppbyggingunni sem varð um miðja 18. öld og mest bar á í kjama borgarinnar. I Efalítið þykir útlendingum merkilegt að Stjómarráðshúsið var einu sinni tugthús, húsið sem hýsir Listasafn íslands var íshús og að fyrir um tveimur áratugum vora uppi háværar raddir um að rífa Torfuna, sem núna er ein helsta prýði borgarinnar. Kristbjörg þuldi upp heilmikinn fróðleik um eitt og annað á leiðinni út á Granda, m.a. rakti hún sögu Landakotsspítala og i kirkjunnar, fór ofan í byggingar- i | Morgunblaðið/Emilía ÁRBÆJARSAFN. og útgerðarsögu landsmanna og er ekið var í grennd við Háskólann og Árnastofnun innbyrti hópurinn töluverðan fróðleik um handritin og endurheimt þeirra. „Þylgustuferðamenn á hraðferð Á Skólavörðuholtinu lýsti Krist- björg framsæknum hugmyndum Guðjóns heitins Samúelssonar, húsameistara ríkisins, um holtið sem vöggu íslenskrar menningar, rakti æviferil sálmaskáldsins góða, Hallgríms Péturssonar og tilurð passíusálmanna. Kristbjörg sagði að allajafna væri staldrað svolítið við í Hallgrímskirkju, en þar sem hópurinn væri bara „þykjustuferða- menn“ þyrfti að fara hraðar yfír. Menn létu sér vel líka og áfram var haldið, framhjá Kringlunni og Borg- arleikhúsinu, yfír Grensás, með- fram Elliðaám og upp í Breiðholt þar sem ekið var inn á þvottastæði bensínstöðvar við Vesturberg. Þar var staldrað við um stund og virt fyrir sér útsýnið. Á leiðsögumönn- unum mátti heyra að þama vildu þeir helst geta lagt hópferðabílum óáreittir og bjóða farþegum upp á að taka sér góðan tíma til að njóta útsýnisins, sem þaðan væri trúlega það besta í borginni. Morgunblaðið/Ásdís Efalítið þykir útlendingum merkilegt að Stjórnarráðs- húsið var einu sinni tugthús og húsið sem hýsir Listasafn Is- lands var íshús. Áfram var haldið. Hópurinn fékk að vita allt um stíflumannvirkin við Elliðaárnar, laxveiðina í ánni, raf- magn og jarðhita á íslandi, þvotta og þvottaburð kvenna í Laugarnes- inu í eina tíð, Safn Ásmundar Sveinssonar, líf og list samnefnds listamanns, sögu Höfða allt frá búsetu franska konsúlsins til Reykjavíkurfundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986. Skrafað og skeggrætt í Perlunni Hér hef ég rétt stiklað á stóru í frásögn Kristbjargar, sem talaði óslitið í einn og hálfan klukkutíma og kryddaði mál sitt með ýmsum sögum af sérkennilegum fyrirbær- um, sem tíðkuðust áður fýrr. Til dæmis rakti hún hvernig sala mjólk- ur hefði farið fram rétt eftir alda- mótin, en þá gengu mjólkursölu- menn í hús með stóra brúsa og fengu þá jafnt fúlskeggjaðir og miður snyrtilegir karlar sér sopa sem og börnum var skammtað á pelana sína. Með leiðsögumann í fararbroddi geta útlendingar og aðrir ferðalang- ar varla orðið öllu fróðari um Reykjavík og sögu hennar á skömmum tíma. Ég þóttist þokka- lega að mér um mitt nánasta um- hverfi, en varð öllu upplýstari eftir bíltúrinn. Að honum loknum bauð Félag leiðsögumanna hópnum upp á hressingu í Perlunni. Þar skegg- ræddu félagsmenn við nefndar- menn um ýmsar brýnar úrbætur í ferðaþjónustu. Þeir rökstuddu jafn- framt nauðsyn þess að Ieiðsögu- menn fengju lögbundin starfsrétt- indi til að gæðin í þjónustunni ykj- ust í stað þess að minnka. Þá hættu sögðu félagsmenn vera fyrir hendi með aðild að EES-samningnum, því hann kvæði ekki á um að leiðsögu- menn þyrftu ákveðin próf upp á vasann. HÚS Alþingis við Kirkjustræti. Morgunblaðið/RAX LISTASAFN íslands var áður íshús. Gönquqarpar ó faraldsfæti innanlands og utan t ÁR hyggjast göngugarpar í samnefndum gönguklúbbi leggja meiri áherslu á ferðir innanlands en áður. Stefnt er að helgarferð 27.-28. apríl, en þá ætla göngugarpar að feta í fótspor Friðriks 8. Danakon- ungs, og ganga eftir Konungs- vegi, sem lagður var fyrir kon- ung og fylgdarlið hans að Geysi árið 1907. Fylgt verður vegar- slóða við Miðdalskot, gengið Konungsveginn að Úthlíð og gist í sumarhúsi á svæðinu. Dag- inn eftir verður haldið að Úthlíð- arhrauni, bak við Miðfell og nið- ur að Geysi. Göngugarpar hafa ýmislegt fleira á prjónunum. í fréttabréfi þeirra kemur fram að um verslunarmannahelgina er fyr- irhuguð gönguferð um Aust- firði. Ferðin hefst á flugvellin- um á Egilsstöðum 2. ágúst, þá verður ekið á Vatnsskarð á milli Héraðs og Njarðvíkur og gengið um ýmsa áhugaverða staði næstu daga eða þar til 6. ágúst að ferðinni lýkur á Egilsstöðum. Stefnt er að haustferð innan- lands eina helgi í október, áfangastaður er ekki ákveðinn, en í fréttabréfi Göngugarpa kemur fram að allar tillögur um áhugaverðar gönguleiðir séu vel þegnar. Varðandi utanlandsferðir ætla Göngugarpar að kanna hvort hægt sé að bjóða upp á gönguferð fyrir félagsmenní tengslum við 5 daga ferð til ír- lands um páskana á vegum Sam- vinnuferða/Landsýnar. Einnig er fyrirhuguð skoðunar- og gönguferð 14.-28. júní í Pro- vence í Suður-Frakklandi. Flog- ið yrði til Barcelóna og ekið meðfram ströndum Spánar og Frakklands til Provence og dvalið í 9-10 daga í bænum Aix en Provence og farið í ferðir til bæjanna í kring. Að lokum yrði haldið aftur Barcelóna og dvalið þar í 4 daga. Að sögn Steinunnar Harðar- dóttur, göngugarps, koma ferð- ir til Dólómítafjallanna á Italíu og Majorka til greina í haust. Ekki sé búið að skipuleggja ferðirnar, en Steinunn vonast til að næg þátttaka fáist enda séu gönguleiðir á þessum slóðum einkar áhugaverðar. ■ | UM HELGINA | Útlvist SUNNUDAGINN 3. mars verður farinn fjórði áfangi Landnámsleið- arinnar, raðgöngu Útivistar 1996. Farið verður með rútu frá Umferð- armiðstöðinni kl. 10.30 og komið við á Kópavogshálsi, Ásgarði í Garðabæ og Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Gangan hefst í Kúa- gerði við Vatnsleysuvík og verður farið eftir elstu fomleiðinni í átt til Hvaleyrar og gamla byggðarsvæð- isins í Hafnarfírði. Við fornleiðina eru gervigígar og skemmtilegar hraunmyndanir. Þá er þar að finna Gvendarbrunn, íjárborg og hellis- skúta auk þess sem leiðin er allvel vörðuð á köflum. Áhugafólk um fornleiðir á Innnesjum vísar leiðina. Þeim sem koma í ferðina við Vatns- leysuvík verður ekið til baka að göngu lokinni. Verð 1300/1500 krónur, en 300 fyrir þá sem koma á eigin bíl. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.