Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 4
mwR KNATTSPYRNA Þýðingarmikid mark Koemans í Diisseldorf RONALD Koeman skoraði afar þýðingarmikið mark fyrir Feyenoord í Dússeldorf, þar sem hann jafnaði, 2:2, fyrir holienska liðið úr vftaspyrnu gegn Borussia Mönchengladbach, aðeins tveimur mín. eftir að Thomas Kastenmaier hafði skorað, 2:1, fyrir „Gladbach". „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná jafntefli hér og ekki skemmdi það fyrir að við náðum að skora tvö mörk,“ sagði Koeman eftir fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. Þessi skotfasti leik- maður var nær búinn að skora áður - Uwe Kamps, markvörður, varði aukaspyrnu hans. Þýska liðið fékk sann- kallaða óskabyrjun, því að eftir aðeins átta mín. var miðvallarleik- maðurinn Peter Wynhoff búinn að senda knöttinn í netið hjá Feyenoord. Tveimur mín. áður hafði „Gladbach“ orðið fyrir blóðtöku, þegar sænski landsliðsmaðurinn Mart- in Dahlin varð að fara meiddur af leikvelli. Jean-Paul van Gastel náði að jafna fyrir gestina á 35. mín., 1:1. Þegar Kastenmaier skoraði annað mark „Gladbach,, úr vítaspymu tveimur mín. fyrir leikhlé, virtist staðan vera vænleg fyrir heimamenn. Adam var ekki lengi í Páradís, því að rétt áður en flautað var til leikhlés felldi Kamps, mark- vörður, Gaston Taument innan víta- teigs, vítaspyrna var dæmd og úr henni skoraði Koeman með þrumu- skoti. „Við komumst tvisvar yfir, en urð- um að sætta okkur við jafntefli. Það var sárt,“ sagði Stefan Effenberg, fyrirliði „Gladbach". „Það var einnig mjög slæmt fyrir okkur að missa Martin Dahlin af velli strax í byrjun. Hann er mjög þýðingarmikill leik- maður fyrir okkur," sagði Effenberg. „Leikurinn í Rotterdam verður erfið- ur fyrir okkur," sagði Bernd Krauss, þjálfari Mönchengladbach. Ástæðan fyrir því að „Gladbach" lék í Dússeldorf var að þar er stærri völlur en liðið hefur yfir að ráða. 51.000 áhorfendur mættu á leikinn, Qölmargir Hollendingar. Til átaka kom i miðbæ Dusseldorf fyrir leikinn og handtók lögreglan átján knatt- spymubullur. Eftir leikinn mddust 200 af 10.000 stuðningsmönnum Feyenoord inn á völlinn, til að ögra stuðningsmönnum heimaliðsins. Öflugt lögreglulið sýndi snarræði og gerði ólátabelgina óvíga. Feyenoord náði jafntefli gegn Mönchengladbach á útivelli. Parma lagði París St. Germain Reuter PETER Wynhoff færðl Mönchengladbach óskabyrjun. Hér fagnar hann marki sínu ásamt varnar- mannlnum Martln Schnelder (5). Það voru síðan lelkmenn Feyenoord sem fögnuðu ■ lokin. Stoichkov hetja Parma Búlgarinn Hristo Stoichkov var hetja Parma, sem lagði París St. Germain að velli, 1:0, með marki hans á 51. mín. Stoichkov fékk send- ingu frá Dino Baggio, þar sem hann var inni í vítateig og sendi knöttinn örugglega fram hjá Bernard Lama, markverði Parísarliðsins. Þetta mark hafði mikið að segja fyrir Stoichkov, sem hefur ekki náð sér á strik síðan hann var keyptur frá Barcelona sl. sumar. Parma réð ferðinni í fyrri hálfleik, en franska liðið fór að sýna tennurn- ar í seinni hálfleik - undir lok leiks- ins var pressa Parísarmanna orðin þung að marki Parma, en heimamenn sluppu með skrekkinn. Parma lék án Gianfranco Zola, sem hefur verið frá keppni í þijár vikur, og Alessandro Melli lék ekki heldur með liðinu. Þjálfari AC Milan ekki til Real Madrid LORENZO Sanz, forseti Real Madrid, hefur afskrifað að Fabio Cap- ello, þjálfari AC Milan, sem hefur sagt að hann hafi hug á að breyta til eftir þetta keppnistimabil, komi til Spánar. „Capello kemur ekki til Real Madrid, þar sem hann væri búinn að skrifa undir samning við Parma,“ sagði Sanz í viðtali við sjónvarpsstöð á Ítalíu eftir leik Real Madrid og Juventus á miðvikudaginn. Þess má geta að Capello sagði í viðtali við spánska íþróttablaðið Marca í sl. viku, að það væri góð hugmynd, að hann gerðist þjálfari hjá Real. Samningur Capello við AC Milan rennur út í vor, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort hann verður áfram hjá liðinu. Giorgio Pedraneschi, forseti Parma, sagði i gærkvöldi að Fabio Capello væri ekki búinn að skrifa undir neinn samning við liðið. „Ég átta mig ekki á, hvers vegna Sanz geti sagt þetta. Capello hefur ekki skrifað undir neitt hjá Parma, allt sem ég veit, er að hann hefur kannski skrifað undir samning við Real.“ Varamaðurinn skoraði David Femandez, sem kom inná sem varamaður, tryggði De- portivo La Coruna sigur, 1:0, gegn Real Zaragoza í „Spánarbarátt- unni“ í La Coruna. Femandez, sem kom inná fyrir landsliðsmanninn Javier Manjarin, var ekki búinn að vera inná nema í tíu mín., þegar hann var búinn að senda knöttinn í netið - hann nýtti sér mistök hjá varnarmönnum Zaragoza og skall- aði knöttinn yfir markvörðinn Jose Belman. Við markið lifnaði heldur betur yfír leiknum, fram að því höfðu leik- menn La Comna sótt grimmt. Þeir náðu ekki að koma knettinum fram hjá Belman, sem varði eins og ber- serkur - sýndi frábæra markvörslu þegar hann varði skot frá Aitor Beguristain, Branko Milovanovic og Manjarin, sem var rekinn af leik- velli á 60. mín. eftir að hafa gert hríð að Belman. Grænt Ijós á Dumitrescu og Hottiger RÚMENSKI landsliðsmaður- inn Ilie Dumitrescu og Sviss- lendingurinn Marc Hottiger hafa fengið atvinnuleyfi á ný í Englandi og mega því leika með liðunum sem þeir gengu til liðs við fyrir stuttu. West Ham keypti Dumitrescu frá Tottenham á 1,5 milljónir punda og Everton keypti Hottiger frá Newcastle á 700 þús. pund. Uppselt á sjö leiki á EM í Englandi GEYSDLEGUR áhugi er fyrir Evr- ópukeppni lands- liða, sem verður í Englandi í sumar — hefst8.júni með leik Englands og Sviss á Wembley. Nú þegar er búið að selja inilljón aðgöngumiða á Ieikina í EM og er uppselt á sjö þeirra. Knatt- spyrnusérfræ- ðingar segja að EM verði ein mesta knatt- spyrnukeppni sem hefur farið fram og rætt er um að meiri spenna verði heldur en í HM. Ástæðan fyrir því er að sextán bestu knattspyrnulið Evrópu mæta til leiks - og sjá menn fyrir sér marga mjög spennandi leiki þar sem mörg frábær lið, skipuð sterkum leikmönn- um, taka þátt í EM. Arsenal á eftir Ronaldo BRUCE Rioch, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur að und- anförnu verið á ferðinni í Frakklandi og víðar, til að fylgjast með leikmönnum. Tvö ensk blöð sögðu frá því í gær að Brasilíuraaðurinn Ronaldo, sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi, sé efst- ur á óskalistanum þjá Rioch. Inter Mílanó hefur einnig sýnt hinum 19 ára leikmanni áhuga. Þá hefur Rioch ekki gefið upp vonina um að fá varnarleikmanninn Alan Stubbs frá Bolton til Arsenal. Bann á heimavöll St. Etienne FRANSKA liðið St Etienne var $ gær sett í eins leiks heimaleikjabann. Ástaðan fyrir því er að stuðningsmenn liðsins köstuðu ýmsum hlut- um að markverði Lyon, Pasc- al Olmeta, í leik Uðanna í sl. mánuði. Stöðva varð leikinn tvisvar. St. Etienne verður að leika gegn Cannes 16. mars á hlutlausum veUi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.