Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG Ævintýri og Akró- pólis allsstaðar VENJULEGA ganga allir um kviknaktir í sánugarðinum. Hvelfda smáhýsið til vinstri er sannkallað gufubað, þar inni er stundum svo mikil gufa að ekki sér út úr augum. Sánugarður við rætur Alpaf jalla ÉG FANN ekki þennan margumtal- aða sundstað, Sántispark, þegar ég ætlaði þangað fyrst. Ég vissi ekki að hann er hluti af verslunar- og hótelmiðstöð sem lætur heldur lítið yfír sér í iðnaðarhverfi Abtwil. Núna veit ég betur og er fegin að ég fann hann. Abtwil er næsta þorp við borgina St. Gallen, á milii Bodensee og Sánt- is, nyrsta fjallsins í Sviss. Þangað gera sér margir ferð á gráum, köld- um vetrardögum og votum sumar- dögum - dögum þegar sund og sána lokka meir en skíða- og gönguferð- ir. Framkvæmdastjóri Sántispark segir að það komi allt að 5.500 manns á dag þegar mest er að gera. Það er alltaf dálítið stressandi að fara í sund á nýjum stað. Hvernig miða er best að kaupa? Hvar á að fara úr? Hvar eru fötin geymd? Hvar er sturtan, Iaugin og sánan? Öldugangur fyrir krakkana Svisslendingar kunna auðvitað að skipuleggja hlutina: Ódýrasti miðinn gildir í 90 mínútur og kostar 17 franka (935 kr.) fyrir fullorðna og 9,50 (525 kr.) fyrir börn. Það þarf að borga viðbótargjald fyrir að vera lengur eða það er hægt að kaupa miða fyrir 4 tíma eða allan daginn. Það er skipt um föt í litlum búnings- skáp með tveimur dyrum, inn um aðra í útifötum, út um hina í baðföt- um. Inngöngumiðinn losar lykil úr fataskáp sem hægt er að læsa. Það.eru kven- og karlasturtur, en enginn til að skipa fólki að þvo sér vel um hælana. Það eru inni- og útilaug, nuddpottar, 90 metra renni- braut, barnalaug og þægindastólar á bökkunum. Af og til hefst heljar- innar öldugangur í einni lauginni með samsvarandi öskrum og látum í þeim sem hoppa og veltast um í öldunum. Þá er ágætt að flýja í sánu- þorpið. Þar er mjög rólegt. Konur sem kæra sig ekki um að striplast með körlum hafa afdrep fyrir sig. Þar er Ijósabekkur, sána í bjálka- kofa, kæliker og bekkir. Karlar verða að sætta sig við að svitna inn- an um alsberar konur. Skilti gefur til kynna hvar sundfötin eru skilin ÞAÐ ERU sánur í 7 bjálkakofum í Santispark, ein bara fyrir konur og 6 fyrir karla og konur. eftir við innganginn í blandaða sána- þorpið. í sánaþorpinu eru 6 sána-bjálka- kofar, eitt tyrkneskt gufuríkt gufu- bað, laug og hvíldarbekkir. Ljósa- bekkirnir eru á næstu hæð fyrir of- an. Laugin liggur bæði úti og inni. Það er frábært að slappa af í einum kofanum, stíga í laugina og synda út, fara í einn bjálkakofann þar og láta svo svitann renna af sér í tyrk- neska baðinu áður en maður leggur sig hreinn og tær og lætur hugann reika. Sánuvörðurinn hellir vatni á glóð- irnar í kofunum á hálftíma fresti. Því fylgir ákveðin serimónía. Hann sveiflar handklæðinu á listilegan hátt þegar gufan rís svo allir í kofan- um geti notið ferskleika hennar. Gestirnir klappa þegar hann er búinn ef sveiflan er góð! Sánagarðurinn var reistur fyrir tæpum tíu árum. Hann þótti þá hinn fallegasti í Sviss, og þótt víðar væri leitað. Honum hefur verið haldið mjög vel við. Hótelið við hann er vinsælt íþróttahótel, landslið Sviss í knattspyrnu hefur til dæmis dvalið þar og tékkneska landsliðið ætlar víst að þjálfa þar fyrir Evrópumótið. Ég hef enn ekki rekist á neina stælta íþróttamenn í sánuþorpinu. Karlar eru yfirleitt í miklum meirihluta, margir heldur óálitlegir. En hvað um það. Sánuferðir eru farnar til að hreinsa sál og líkama en ekki til að velta fyrir sér vaxtarlagi annarra. ■ Anna Bjarnadóttir ÞRÁTT fyrir ys og þys borg- arinnar nánast allan sólar- hringinn, virðast Aþenubú- ar sjálfir tiltölulega af- slappaðir og áhyggjulausir í dagsins önn. Þeir kippa sér ekki mikið upp við umferðarteppur, bílflaut og mannmergð sem einkennir þessa fornfrægu borg svo mjög. Segja má að Aþena, sem varð höfuðborg árið 1834, sé hjarta Grikklands enda er hún af mörgum talin ein skemmtilegasta borg Evrópu. íbú- arnir kunna með öðrum orðum að slappa af og njóta lífsins lysti- semda, þrátt fyrir allan skarkalann. I höfuðborginni má finna mann- vistarleifar, sem eru allt að átta þúsund ára gamlar eða frá svokall- aðri ný-steinöld. Sömuleiðis má leiða rök að því að upphaf vest- rænnar menningar megi rekja til Forn-Grikkja því ef það væri ekki fyrir þá, má ætla að við hugsuðum og skynjuðum heiminn öðruvísi en við gerum í dag. Grikkir ólu af sér ýmsa fræga spekinga á borð við Aristóteles, Aristófanes, Sókrates, Díógenes, Æskýlos og Evrípídes, svo einhvetjir séu nefndir til sög- unnar. Tignarlegar, fornfrægar rústir Akrópólis-hæðar sjást nánast alls staðar að þegar ferðast er um Aþenuborg enda þýðir orðið Akró- pólis „háborg" eða „efsti hluti borg- ar“. Aþenuborg hefur ekki farið varhluta af stríðsátökum, en hér á árum áður var fremur auðvelt að veija slíkar háborgir árásum óvina. Fullyrða má að Akrópólis sem hefur að geyma menjar frá dögum Forn- Grikkja, sé einn frægasti minnis- varði heims um liðna tíð. Akrópólis, sem átti sitt biómaskeið 400-500 árum fyrir Krist, var hernaðarvirki og heilagt athvart meygyðjunnar Aþenu, en óvinirnir virtu sjaldnast þá helgi eða helgi annarra nálægra hofa. Meyjarhofíð svokallaða varð verst úti árið 1687 þegar Feneying- ar gerðu á það árás í orrustu við Tyrki. Nú er annar óvinur kominn til sögunnar sem er mengunin. Súl- ur og skreytiverk hafa verið fjar- lægð og þeim komið fyrir í sérstöku Akrópólis-safni á hæðinni og er það talið eitt fegursta safn í heimi. Mengun og mannmergð Mengun er eitt af því fyrsta sem kom upp í huga minn sem ferða- manns í Aþenu. Því er ráðlegast að skoða borgina á sem stystum tíma og drífa sig svo á einhveija þá aðra sælureiti, sem Grikkland hefur upp á að bjóða. Það þarf r,Hálf-íslenskt" gistiheimili í hjarta Kaupmannahaf nar ÍSLENSKUM ferðalöngum þykir oft notalegt að rekast á „íslensk" gistiheimili á ferðum sínum erlend- is. Nú er eitt slíkt að opna í Kaup- mannahöfn í byijun maí næstkom- andi. Það er Vala Baldursdóttir og eiginmaður hennar, Helge Haahr, sem standa að baki rekstrinum, en þau ætla að reka gistiheimilið Val- berg í íbúð sem þau eiga að Re- ventlowsgade 16. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti verður gistihúsið mjög miðsvæðis og þaðan eru að- eins nokkrir metrar á aðaljárn- brautarstöðina, í Tívolí og á Ráðs- hústorgið. Á gistiheimilinu verða 5 herbergi í útleigu, ein sameiginleg setustofa er þar, sameiginlegt eldhús og bað- herbergi. Þá mun starfsmaður búa í sjötta svefnherberginu. Vala mun sjálf starfa á gistiheimilinu auk þess sem þar mpnu verða fleiri ís- lenskumælandi starfsmenn. Það ættu því að verða hæg heimatökin fyrir íslenska gesti að nálgast þar upplýsingar á móðurmálinu. Á Vefvaktinni MEÐODD PRESNO NORSKI alnetsfrömuð- urinn Odd Presno heldur úti þætti á alnetinu sem hann kallar Vefvakt- ina. Þar er meðal annars að finna ýmsar áhuga- verðar upplýsingar tengd- ar ferðamálum. Þeir sem vilja finna upplýsingar um ódýra ungmennagististaði í Evr- ópu geta notað slóðina: (http://www.hostel- watch.eom/hostels/ welcome.html). Slóðin: (http:- //www .ypn.com/tra- vel/) gefur ferðalöngum víðsvegar um heim ýmsar áhugaverðar upplýsingar um skennntigarða, spila- víti, siglingar, veiði, golf, brúðkaupsferðir, skíða- ferðir, köfun svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem hafa áhuga á Grikklandi koma ekki að tómum kofanum ef þeir nota slóðina: (http:- //www.vacation.fort- hnet.gr). Þar er hægt að fá upplýsingar um flest það sem fólki kemur í hug að spyrja um varðandi Aþenu, Mýkonos, Krít, Santorini, Ródos, Paros og Naxos og marga fleiri staði. Karnivalsstemning- in er gengin yfir í bili í Brasilíu, en hún er ekki eina aðdráttaraflið. En- skumælandi fólk getur nýtt sér slóðina: (http:- //www.iqm.unic amp- .br/brasil.html). Það ætti að geta vakið áhuga margra að kíkja á slóðina: (http:- //www.trav lang- .com/languases/) þar sem er finna upplýsingar um erlend tungumál í ferðaþjónustu. „Við verðum með gott morgun- verðarhlaðborð í dönskum stíl. Þá leggjum við áherslu á snyrti- mennsku og herbergin verða þrifin daglega," sagði Vala í samtali við Morgunblaðið. Gisting í tveggja manna herbergi kostar 200 krónur danskar á mann- inn eða nálægt 2.200 krónum ís- lenskum. Morgunverður er innifal- inn í verðinu. Samvinnuferðir- Landssýn og Ferðaskrifstofa stúd- enta taka við pöntunum á gistingu auk þess sem hægt er að hafa sam- band beint út á gistiheimilið. Sama númer er á síma og símbréfi: 0045- 31-221009. GISTIHEIMILIÐ Valberg er vel staðsett í hjarta Kaupmannahafnar. skoóaói borgina í þrjá daga og naut vió þaó aóstoóar sjálfboóalióa sem vatt sér aó henni á götu. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir EKKI þarf að keyra langt undan mengunarskýjum stórborgarinnar þar til komið er til Vouliag- meni, eins af sælureitum sóldýrkandans. Þangað ganga m.a. strætisvagnar og skammt hjá er sam- nefnt vatn, sem sagt er að hafi lækningamátt. Mengun, mannmergó og fornminjar eru einkunn- aroró Aþenu. Jóhanna Ingvarsdóttir ekki að keyra langt þar til komið er undan mengunarskýjum stór- borgarinnar svo ekki sé talað um allat- fallegu grísku eyjarnar, sem laða til sín þúsundir ferðamanna ár hvert, enda samgöngukerfi við þær frá Píreushöfn í Aþenu í formi feijuflutninga ferðamanna til fyrir- myndar. Glæsifeijur ganga á milli áfangastaða dag hvern og tilkostn- aður er fremur lítill. í Aþenu fær aðeins um helming- ur bílaflota íbúanna að koma inn í miðbörgina á degi hveijum og í því sambandi er tekið mið af endastöf- um númeraplatna bílanna, jafnar tölur annan daginn og oddatölur hinn daginn. Annan hvern dag ►Grikkland er um 132 ferkíló- metrar að stærð. Þar af telst landssvæði höfuðborgarinnar vera 427 ferkílómetrar. íbúar landsins eru um 10 milljónir og búa í Aþenu rúmar fjórar. ►Loftslag í Aþenu þykir svipa til loftslags Los Angeles. Þurrt á veturna og næturkuldi. Rign- ingatími getur varað minna og meira frá október til apríl. Loft- mengun er sömuleiðis annað sem borgirnar tvær eiga sam- eiginlegt, en báðar eru þær byggðar á flatlendi umkringdar fjalllendi. ►Mælt er með heimsóknum til höfuðborgarinnar utan háanna- tímans, annaðhvort á vorin eða haustin á meðan líft er í borg- inni fyrir mengun og miklum hitum, en hitastig getur þá far- ið hátt í 40 stig. ►Gott og ódýrt er að komast leiðar sinnar um borgina með strætisvögnum, sem margir ganga til miðnættis og eru mið- ar seldir í svokölluðum „kiosk- um“, sem eru litlir söluturnar á víð og dreif um borgina. ►Grikkir voru upphafsmenn ólympíuleika. Þeir héldu hina fornu leika sína á Ólympíuslétt- unni Seifi til heiðurs á fjögurra ára fresti, allt frá 776 f.Kr. og fram til 393 e.Kr. er þeir voru bannaðir. Ólympíuleikar nútím- ans eiga nú aldarafmæli, en þeir voru fyrst haldnir í Grikk- landi árið 1896. ►Grikkir gengu í Evrópu- bandalagið árið 1981. ►Gjaldmiðill Grikkja kallast „drachma“ og samsvarar ein- ingin um 28 íslenskum aur- um. ■ verða menn því að brúka almenn- ingsvagnakerfið eða mótorhjól, sem eru mjög áberandi á þessum slóð- um. Ég tók þá ákvörðun að eyða þremur dögum af átján í hjarta borgarinnar í þessari fyrstu ferð minni um Grikkland, gisti á „sæmi- legu“ ferðamannahóteli meðfram strandlengjunni í Faliro-útherfinu sem þó státaði af útisundlaug á toppi hótelbyggingarinnar, en frem- ur „þreyttum“ þjónum. Kynnti mér almenningsvagnakerfið á korteri og ákvað að það myndi verða barna- leikur einn að komast leiðar minnar í strætó með götukort, greiðslukort og gjaldmiðil að vopni. Ef í harð- bakka myndi slá, væri ekkert mál að splæsa í leigubíl til að komast á spo'rið á ný. Staðsetning mín gat ekki verið betri með tilliti til sam- göngukerfisins. Vagn númer 117 stoppaði því sem næst við útidyr hótelsins og endastöðin var hjarta borgarinnar. Ég tók mér far. A meðan á einni gönguferðinni um miðborgina stóð, innan um fólksmergð við Stjórnarskrártorgið FRÁ Píreushöfn ganga glæsiferjur í allar áttir. búðir til að bytja með, enda eitt og annað sem mig vanhagaði um. Því næst vildi ég komast í tæri við upplýsingaskrifstofu ferðamála, í rólega þjóðgarðinn nálægt þing- húsinu, litast um á söfnum, setjast niður við bjórdrykkju í 40 stiga hita, ganga um gamla hverfið Plaka og, síðast en ekki síst, þaðan upp á Akrópólis-hæð, sem um áraraðir hefur verið miðpunktur menningar- viðburða þar í borg. Útsýnið frá hæðinni er mikilfenglegt og í ævagömlum hringlaga útileikhús- um geta þúsundir manna setið á litlausum steinbekkjunum og stund- um horft á forn-gríska sjónleiki. Ekki leið á löngu uns klukkan sló sex. Við Tassos kvöddumst með faðmlagi eftir ánægjuleg kynni og ég lofaði að hafa samband næst þegar ég kæmi i bæinn. Segja má að þetta sé lítil dæmisaga um það hversu opinskáir og einlægir Grikk- ir geta verið í samskiptum sínum við erlenda ferðamenn, þó ég vilji svo sem ekki útiloka þá þjóðsögu, sem löngum hefur loðað við grískan karlpening, að um sé að ræða fræga kvennamenn. Hver veit hvað býr í hjörtum heitra sveina, sem löngu eru komnir á giftingaraldur, en segjast ennþá búa hjá mömmu! Ferðamannaland Ferðaþjónusta er ein meginstoðin í efnahagslífi Grikklands enda sækja landið heim um átta milljónir ferðamanna ár hvert, hvaðanæva að úr heiminum. Þess má geta að íbúar Grikklands eru um tíu milljón- ir og búa rúmar fjórar milljónir í höfuðborginni. Úthafið liggur að meginlandinu á þijá vegu, en Al- banía, Búlgaría og Júgóslavía liggja að landamærunum í norðri. Grísku eyjarnar eru fjölmargar, sumar smáar, aðrar stærri og í byggð. Pelopskagi er stærsti tangi megin- landsins, umluktur sjó á alla kanta og tengir Kórintu-eiðið hann fasta landinu. Höfuðborgin Aþena er á suðaust- urströndinni og hefur jafnframt haft það hlutverk að vera ein helsta hafnarborg landsins, en í Píreus- höfn, sem er í um fimmtán km fjar- lægð frá miðborginni, hafa flutn- inga- og skemmtiferðaskip bæki- stöðvar sínar. Auk þess byggja Grikkir efnahag sinn að þó nokkru á landbúnaði. ■ SKEGGRÆTT um daginn og veginn á markaðnum. MEYJARHOF gyðjunnar Aþenu á Akrópólishæð er talið eitt fegursta dæmið um dóriska byggingarlist. Bygging þess hófst 447 f.Kr. og lauk fimmtán árum síðar. svonefnda þar sem varðmenn þinghússins hafa vaktaskipti með tilþrifum á klukkutíma fresti, vatt sér að mér ungur Grikki, sem kynnti sig sem Tass- os og virtist ekkert hafa betra að gera en að fylgja mér um borgina það sem eftir lifði dags eftir að hann komst á snoðir um að ég væri íslendingur. Sjálfur hafði hann nefnilega komið til íslands fyrir um þremur árum með gríska landsliðinu sem var að etja kappi við það íslenska í knattspyrnu. Og hann heillaðist mjög af landi og jijóð-að eigin sögn. Ómótstæðilegt tilboð Tassos sagðist starfa á glæsihótelinu Intercontinental sem vaktmaður og hans vakt hæfist ekki nærri því strax. „Ég þarf aftur á móti að komast í sím- klefa til að hringja í mömmu svo hún fari ekki að hafa áhyggjur ef ég mæti ekki í hádegismatinn,“ sagði Tassos um leið og hann rauk í næsta símklefa, sem á vegi okkar varð. Afslappaður kom hann til baka og tjáði mér mjúkur í máli að nú ætti ég mér einkaþjón til klukkan sex. Þar sem að borgin var mér enn hulin ráðgáta, var ég svo sem ekkert að slá hendipni á móti þessu ómótstæðilega tilboði með þeim afleið- ingum að við Tassos drifum okkur i í stuttu máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.