Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR Bæta Haukar markametið? Hvaða þrjú lið komast í undanúrslitin með meisturum Vals? HART verður barist á þrennum vígstöðvum í kvöld - á Akur- eyri, í Hafnarfirði og Garðabæ - um hvaðaþrjú lið leika í und- anúrslitum Islandsmeistara- baráttunnar ásamt meistaraliði síðustu þriggja ára, Val. Óvíst er hvort Héðinn Gilsson og Hálfdán Þórðarson leika með FH-ingum í Hafnarfjarðarbar- áttunni gegn Haukum, þar sem þeir eru meiddir. FH-ingar fögnuðu sigri í Strand- götu á dögunum, Haukar snéru dæminu við í Kaplakrika í tvíframlengdum leik. Þar settu þeir markamet í úrslitakeppninni, skor- uðu tíu mörk úr homum í leik. Bæta Haukar metið í kvöld? Stjam- an og Selfoss áttu gamla metið, níu mörk. Stjaman skoraði níu mörk gegn FH í Kaplakrika 1992 og FOLK ■ PÁLL Beck, handknattleiksmað- ur úr KR, og félagar hans hjá danska liðinu Nyborg, björguðu sér frá falli í dönsku 1. deildarkeppninni, með sigri 21:20 á HIK, sem er með níu stig eins og VRI þegar ein umferð er eftir. Nyborg er með 13' stig. Páll skoraði þrjú mörk í leiknum. ■ GEIR Sveinsson átti mjög góðan leik með Montpellier gegn Paris St. Germain í frönsku 1. deildinni á miðvikudagskvöld. Það dugði þó ekki til sigurs því PSG sigraði 24:18. Geir fiskaði sex vítaköst í leiknum, en náði ekki að skora. Montpellier heldur 3. sætinu þrátt fyrir tapði þar sem Créteil, sem er í 4. sæti, tapaði einnig. ■ JOHANN Friðrik Haraldsson, skíðamaður úr KR, keppti á alþjóð- legu móti í risasvigi í Are í Svíþjóð um síðustu helgi. Hann endaði í 54. sæti og hlaut 100,83 punkta, sem er 55% bæting hjá honum. ■ BEBETO, landsliðsmaður Bras- ilíu, sem leikur með La Coruna á Spáni og er upp á kant við þjálfara liðsins, John Toshack, segist fara til Valencia ef hann verður áfram á Spáni. ■ BEBETO, sem heitir fullu nafni José Roberto Gama de Oliveira, sagði í samtali við spænska blaðið Don Balón að tími væri kominn til að halda heim á leið og leika með Flamengo. ■ BOSNÍUMAÐ URINN Hasan Salihamidzic, skrifaði undir samn- ing til tveggja ára við Hamburger, aðeins þremur dögum eftir að hann lék sinn fyrsta leik með liðinu, gegn Diisseldorf fyrir viku. ■ EINN getspakur á Spáni, fékk metupphæð þegar hann var með alla fimmtán leikina rétta á getraunaseðl- inum þar í Iandi um sl. helgi — fékk um 660 miilj. ísl. kr. Kappinn var sá eini sem spáði rétt til um úrslit í leik toppliðsins Atletico Madrid gegn botnliðinu Valladolid, sem Valladolid vann. Selfoss níu mörk.gegn Haukum á Selfossi 1992. Jón Freyr Egilsson skoraði sjö mörk, hann hafði áður skorað samtals ellefu mörk í leikjum með Haukum í úrslitakeppni, síðan hann skoraði fyrst 1993, gegn Sel- fossi. Sigurvegarinn í Hafnarfjarðar- baráttunni mætir KA eða Selfossi í undanúrslitum. Liðin mætast á Akureyri og ekki þarf að fara um það mörgum orðum, að hart verður barist eins og í þeim tveimur leikj- um sem hafa farið fram - fram- lengt var á Akureyri; KA fagnaði sigri, og Einar Gunnar Sigurðsson skoraði sigurmark Selfoss þremur sek. fyrir Ieikslok á Selfossi. KA- menn skoruðu mest; 18 mörk úr langskotum í leikjunum, ellefu eft- ir gegnumbrot og tíu úr hornum, Selfyssingar skoruðu einnig mest með langskotum, sextán mörk, VIÐURKENNING fjórtán eftir hraðaupphlaup og tíu af línu. Markverðir liðanna hafa leikið stór hlutverk - Hallgrímur Jónas- son, Selfossi, varði 22 skot í seinni leiknum, metið á Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 25 skot, gegn Haukum 1994. Guðmundur A. Jónsson, KA, varði 20 skot. Valdimar Grímsson segist kunna vel við sig í KA-húsinu, lék með KA áður en hann gerðist þjálfari Selfyssinga. Þess má til gamans geta að Eyjamaðurinn Erlingur Ric- hardsson lék stórt hlutverk með Eyjaliðinu á Akureyri 1992, þegar ÍBV lagði KA í oddaleik 20:26. Erlingur skoraði þá fimm mörk - fágnar hann aftur í kvöld? KA skoraði 13 mörk með lang- skotum í fyrri leiknum. Það er ekki met, Selfoss og Haukar hafa skorað 18 mörk með langskotum í leik í úrslitakeppninni - Selfoss gegn FH 1992 og Haukar gegn Aftureldingu 1994. Þá hafa Selfyssingar einu sinni skorað 17 mörk með langskot- um í leik og tvisvar 16 mörk. í Garðabæ kemur í ljós, hvort Stjaman eða Afturelding mætir Val í undanúrslitum. Stjörnumenn hafa aldrei komist í undanúrslit. Aftur- elding lék í undanúrslitum í fyrra, gegn Val. Ingvar Ragnarsson, markvörður Stjörnunnar, varði vel í síðasta leik og náði „sexu“ - þ.e.a.s. að hann varði langskot, skot eftir gegnumbrot, eftir hraða- upphlaup, skot af línu, úr horni og varði vítakast. Þetta var í fyrsta skipti sem hann náði „sexunni" í úrslitakeppninni. Guðmundur Hrafnkelsson, Val, hefur náð henni oftast, sex sinnum og Eyjamaður- inn Sigmar Þröstur Oskarsson, ÍBV/KA, fimm sinnum. r': Iþróttamadur Reykjavíkur 1995 Morgunblaðið/Ásdís GUÐRIÐUR Guðjónsdóttlr, handknattleikskona í Fram, var í gær útnefnd IþróttamaAur Reykja- víkur 1995. GuÁríAur á glæsiiegan feril aA baki og hefur leikiA 84 landslelkl en varA að hætta æfingum fyrir skömmu vegna meiðsla. Inglbjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, afhenti GuAríAi bikar sem fylglr nafnbótlnni og var myndln tekin viA það tækifæri. Jordan KORFUBOLTI Kukoc stóðsig með prýði Scottie Pippen leikur ekki með Chicago í NBA-deildinni í körfuknattleik næstu daga vegna meiðsla. Toni Kukoc tók stöðu hans þeg- ar liðið fékk Washington í heimsókn í fyrrinótt og stóð sig með prýði, gerði 16 stig. Chicago vann 103:86 og var þetta 38. sigur liðsins á heimavelli í röð. Chicago á eftir að leika 20 leiki og sigri það í 15 þeirra verður það fyrst liða í sögu NBA til að sigra í 70 leikjum á einu tímabili. „Þetta var góður leikur hjá okk- ur,“ sagði Phil Jackson, þjálfari. „Kukoc féll vel inn í byijunarliðið og Michael var góður. Þeir stóðu sig vel gegn Juwan Howard." Michael Jordan fór fyrir sínum mönnum og gerði 37 stig, þar af 33 stig í fyrstu þremur leikhlutun- um, tók sex fráköst og átti sex stoðsendingar. „Við þurftum að leika öðruvísi en vanalega vegna þess að lykilmaður var fjarverandi en allir aðlöguðust breyttu kerfi,“ sagði Jordan. „Stöðugleikinn er mun meiri þegar Scottie er með en þó við höfum sýnt að við getum sigrað án hans viljum við frekar sigra með hann í liðinu." Dennis Rodman tók 14 fráköst fyrir Chicago en Howard og Ghe- orghe Muresan voru atkvæðamest- ir hjá Washington, gerðu sín 17 stigin hvor og sá síðarnefndi tók níu fráköst. Detlef Schrempf tryggði Seattle sigur, 100:99, þegar 14 sekúndur voru eftir af viðureigninni á móti Orlando. Heimamenn gerðu síð- ustu sjö stigin og varð Seattle fyrst liða í Vesturdeild til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gary Pay- ton skoraði 23 stig, Schrempf 20 og Shawn Kemp 16 stig en hann tók 12 fráköst og átti átta stoð- sendingar. Seattle hefur sigrað í 27 af 30 heimaleikjum og var þetta 22. sigurinn í síðustu 25 leikjum. Penny Hardaway var með 22 stig fyrir Orlando og átta fráköst, Shaquille O’Neal 20 stig og 11 fráköst og Nick Anderson 19 stig. Horace Grant lék ekki með Orlando vegna meiðsla. SUND Besta sundfólkið með í Eyjum Sigfús G. Guðmundsson skrífar Innanhússmeistaramót íslands í sundi hefst í Vestmannaeyjum í dag kl. 17 og stendur yfir fram á sunnudag. Þetta er í áttunda sinn sem mótið er haldið í Eyjum enda hafa mörg metin fallið í sundlauginni. Allt besta sundfólk landsins verður á meðal keppenda, þar á meðal Logi Jes Kristjánsson, IBV, og Arnar Freyr Ólafsson, Þór, sem koma sérstaklega frá Banda- ríkjunum, en þar hafa þeir dvalið við æfingar og keppni síðustu mán- uði. Búast má við skemmtilegri keppni milli þeirra í 50 og 100 m skriðsundi. Þeir munu einnig reyna við lágmark fyrir Ólympíuleikana í Atlanta eins og systkinin Magnús og Eydís Konráðsbörn úr Keflavík, Hjalti Guðmundsson úr SH, Eiín Sigurðardóttir, SH, Bima Bjöms- dóttir, SH, og Hildur Einarsdóttir úr Ægi svo einhver séu nefnd. Lokahóf verður á sunnudags- kvöld þar sem tilkynnt verður um besta og efnilegasta sundfólkið. Öll úrslit mótsins verða sett inná inter- netið að kvöldi hvers keppnisdags. Netfang: http://vey.ismennt.is/el- iasa/imi96.html. Afmælisráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélagsins Bo Johansson á meðal fýrirlesara ur kl. 10 í fyrramálið. Að loknum hádegisverði ræðir Flemming Serritslev, aðstoðarlandsliðs- þjálfari Dana og þjálfari U-19 ára landsliðsins, um hæfileika- mótun og áherslur í þjálfun yngri flokka. Eftir kaffihlé greinir Christian Bordinggaard, skóla- stjóri danska knattspyrnusam- bandsins, frá knattspyrnuskólum fyrir yngstu leikmennina í Dan- mörku. Ráðstefnan er öllum opin en sérstaklega ætluð knattspyrnu- þjálfurum, jafnt yngri sem eldri flokka. Skráning hefst kl. 17.30 í dag. BO Johansson, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu ogfyrrver- andi landsliðsþjálfari Islands, flytur erindi í dag og er það lið- ur í 25 ára afmælisráðstefnu Knattspyrnuþjálfarafélags ís- lands sem verður á hótel Sögu í dag og á morgun. Ilvernig á að leika vamarleik? nefnist framsöguræða landsliðs- þjálfarans sem hann flytur eftir setningu ráðstefnunnar kl. 18. Hveraig á að leika sóknarleik? er yfirskrift erindis Erich Rute- möllers, landsliðsþjálfara ungl- ingaliðs Þýskalands og fyrrum þjálfara hjá Köln, sem hann flyt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.