Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA
KR-stúlkur slógu
Gríndvíkinga út
KR-stúlkur sigruðu Grindavík,
55:49, í íþróttahúsi Hagaskóla
í gærkvöldi og tryggðu sér þar
með réttinn til þess að mæta
Keflavík í úrslitaviðureign ís-
landsmóts 1. deild í körf uknatt
leik.
Guðmundur
Helgi
Þorsteinsson
skrifar
Leikurinn fór vel af stað hjá
báðum liðum og hittnin var
ágæt framan af en síðan skildu
leiðir um miðbik fyrri hálfleiks
þegar KR-stúlkur
settu hvert skotið á
fætur öðru niður og
þær höfðu í raun
öruggt forskot þar
til allt hrökk í baklás. Þær leiddu
30:17 en Grindvíkurliðið með
Penny Pappas fremsta í flokki
náði að skora næstu 11 stig og í
hálfleik var staðan 30:28. Penny
lét mikið að sér kveða í fyrri hálf-
leik og skoraði 19 af 28 stigum
Grindavíkur en Helga Þorvaldsóttir
var með 11 stig fyrir KR.
Spennan setti mark sitt á leik-
menn eftir hlé, þó sýnu meira hjá
Grindavíkurliðinu sem skoraði ein-
ungis 4 stig fyrstu 10 mínúturnar
en það átti eftir að breytast. Drif-
krafturinn sem hélt Grindavík-
urliðinu áfram inni í leiknum kom
með framtaki Penny sem „stal“
boltanum hvað eftir annað frá
KR-stúlkum í sókninni og brunaði
síðan upp og skoraði. Þegar rúm
mínúta var eftir áf leiknum náðu
Grindavíkurstúlkur boltanum og
möguleiki þeirra á að jafna leikinn
fór út um þúfur þegar skotklukkan
rann út án þess að skot hefði ver-
ið reynt. Næsta sókn KR stúlkna
byrjaði ekki gæfulega en Guðbjörg
Norfjörð færði Grindavíkurliðinu
boltann á silfurfati beint úr innk-
asti en spennan og æsingurinn var
of mikill hjá þeim gulklæddu sem
fengu dæmda á sig sóknarvillu á
þýðingarmiklu augnabliki og bón-
usskot handa KR stúlkum sem
voru sterkari á endasprettinum.
Hjá KR var leikstjórnandinn
Helga Þorvaldsdóttir góð, en hún
nýtti tímann vel í sókninni og
Kristín Jónsdóttir sýndi einnig
skemmtileg tilþrif. í Grindavíkurl-
iðinu lék Penny Peppas vel en það
dugði ekki til því aðrir leikmenn
náðu sér ekki á strik. Penny skor-
aði 33 af 49 stigum Grindavíkur
í leiknum.
Morgunblaðið/Þorkell
MAIJENICA Rupe, lelkmaður KR, nær frákasti í lelknum gegn
Grindvikingum í gær. Hún og samherjarnir fögnuðu sigri.
Keflavík í úrslitin
Mm
FOLK
■ ÍVAR Bjarklind, knattspyrnu-
maður hjá IBV, sleit liðband í hné
fyrir skömmu og ljóst er að hann
verður frá æfingum og keppni þar
til í lok apríl.
■ JOHN Jensen, sem sneri aftur
til danska liðsins Bröndby frá
Arsenal skoraði strax í fyrsta leik
með nýju félögunum; eina markið
í æfingaleik gegn Sheffield Wed-
nesday í Englandi á þriðjudag.
Þess má geta að hann gerði aðeins
eitt mark fyrir Arsenal á tæpum
fjórum árum.
■ RAUL Aguas var rekinn sem
þjálfari Maritimos í Portúgal eft-
ir 0:5 tap liðsins gegn Sporting
Lissabon um síðustu helgi. Hann
er sjöundi þjálfarinn sem hefur
fengið að taka poka sinn í 1.
deildarkeppninni í vetur.
■ ALEXANDER Zickler, 22 ára
leikmaður Bayern Miinchen,
verður frá keppni í sex vikur, eftir
að liðbönd í vinstra læri hans rifn-
uðu í leik gegn Freiburg um síð-
ustu helgi.
■ TONY Adams, fyrirliði Ars-
enal og enska landsliðsins sem
hefur verið meiddur í nokkrar vik-
ur, leikur líklega með Arsenal
gegn Wimbledon í dag. Terry
Venables, landsliðsþjálfari Eng-
lands, verður á meða áhorfenda
til að fylgjast með frammistöðu
Adams og sjá hvort hann er tilbú-
inn í vináttuleik Englendinga og
Búlgara á Wembely 27. mars.
Keflavík tryggði sér sæti í úrslit-
um íslandsmótsins í körfu-
knattleik kvenna með sigri á ís-
■mi landsmeisturum
Sævar Breiðabliks í Smár-
Hreiðarsson anum í gærkvöldi.
skrifar Lokatölur urðu
53:46 en Keflavík
vann fyrri leikinn með 17 stiga mun
á heimavelli sínum.
„Við höfðum frumkvæðið allan
tímann og ég er ánægður með stelp-
urnar. Við spiluðum góða vöm og
okkur tókst að mestu það sem við
ætluðum okkur. Það vantaði aðeins
upp á í sóknarleiknum en góður
varnarleikur dugir gegn Breiða-
bliki,“ sagði Sigurður Ingimundar-
son, þjálfari Keflavíkur, í leikslok.
Sigur Keflvíkinga var nokkuð
Chuck Person hjá San Antonio
Spurs varð fjórði leikmaður-
inn í sögu NBA-deildarinnar í
körfuknattleik til að gera 1.000
þriggja stiga körfur en hann hitti
úr sjö þriggja stiga skottilraunum
og gerði alls 25 stig þegar liðið
vann Miami 120:100 í fyrrinótt. „Ég
bytjaði að hugsa um þennan múr
þegar ég hafði skorað úr 992
þriggja stiga körfum en taldi að
það tæki um níu leiki að brjóta
múrinn," sagði Person. „í fyrsta
sinn á ferlinum taldi ég þriggja
stiga körfurnar."
David Robinson var annars drif-
krafturinn hjá Spurs, gerði 28 stig,
öruggur en Blikastúlkur náðu að
setja smá pressu á gestina á loka-
mínútunum.
Segja má að Keflavík hafi fengið
góða forgjöf fyrir leikinn þar sem
þrjár af bestu stúlkum heimaliðsins
vantaði. Þær Olga Færseth og Erna
Hendriksdóttir eru erlendis með
kvennalandsliði íslands í knatt-
spymu og Hanna Kjartansdóttir er
meidd.
Keflavík virtist alltaf hafa leikinn
í hendi sér. Sóknir Breiðabliks voru
einhæfar þar sem mikið var spilað
upp á Elísu Vilbergsdóttur undir
körfunni og hún gerði tíu fyrstu
stig liðsins. Lið gestanna var jafn-
ara og liðið hafði 10 stiga forskot
í leikhléi, 29:19.
Þessi munur hélst framan af síð-
tók 18 fráköst, átti fjórar stoðsend-
ingar og „stal“ boltanum sex sinn-
um. „Við byrjuðum rólega og fórum
illa að ráði okkar í opnum færum
en mér tókst að fara nógu snemma
í gang. Eftir að hlutimir fóm að
ganga upp var ljóst hvert stefni,"
sagði hann.
Vinny Del Negro var með 100%
nýtingu í vítaköstum, skoraði úr
11 skotum og gerði alls 27 stig.
Tim Hardaway var með 26 stig
og Alonzo Mourning 20 stig fyrir
Miami.
Hakeem Olajuwon skoraði 38
stig fyrir Houston sem vann Atl-
anta 114:106. Olajuwon tók níu
ari hálfleik en með mikilli baráttu
og áræðni náðu Blikastúlkur að
saxa á forskotið. Betsy Harris fór
fýrir liðinu og dreif stöllur sínar
áfram. Munurinn var kominn niður
í þrjú stig, 44:47, þegar þijár mínút-
ur voru til leiksloka en lengra náðu
heimastúlkur ekki og lokastaðan
varð 46:53.
Það var fyrst og fremst liðsheild-
in sem skóp sigurinn fyrir Keflavík.
Veronicka Cook og Erla Þorsteins-
dóttir voru sterkar undir körfunni.
Anna María Sveinsdóttir var dijúg
á lokakaflanum og þær Erla Reyn-
isdóttir og Björg Hafsteinsdóttir
skiluðu sínu vel. Segja má að Betsy
Harris og Elísa Vilbergsdóttir hafi
verið allt í öllu hjá Blikunum enda
skomðu þær 39 af 46 stigum liðsins.
fráköst og átti sex stoðsendingar.
„Efasemdir voru um hvort Hakeem
væri tilbúinn í slaginn en hann eyddi
þeim,“ sagði Rudy Tomjanovich,
þjálfari Houston.
LA Lakers vann Golden State
106:103, fyrsti sigur Lakers á
heimavelli Golden State síðan 3.
mars 1993. Magic Johnson var með
21 stig og Nick Van Exel 18 stig
og sjö stoðsendingar en félagarnir
gerðu mikilvæg stig undir lokin.
„Við höfum verið óheppnir í þessari
byggingu síðan ég byijaði að leika
með liðinu,“ sagði Van Exel. „Því
er ánægjulegt að geta loks fagnað
sigri."
Person braut múrinn
Mattháus
vill kapp-
ræður við
Klinsmann
LOTHAR Matthaus, leik-
maður Bayern Miinchen og
fyrrum fyrirliði þýska lands-
liðsins í knattspyrnu, sem
nýlega er farinn að leika á
ný eftir meiðsl, hefur skorað
á félaga sinn hjá Bayern,
framherjann Jiirgen Klins-
maim — sem nú er fyrirliði
landsliðsins — í kappræður
í sjónvarpi. Ástæðan er sú
að því hefur verið haldið
fram að Klinsmann leggist
gegn þvf að Mattháus verði
valinn á ný í landsliðið. „Mér
líður eins og hnefaleikara
sem hefur orðið fyrir höggi
og fólk er tilbúið að rota,“
sagði þessi 34 ára leikmaður.
„Best væri að leysa vanda-
málið í eitt skipti fyrir öll í
augsýn milljóna manna. Það
kæmi í ljós fyrir framan
fjöldann hvort JUrgen hefur
eitthvað á móti mér. Ég get
ímyndað mér að það sama
eigi við um Berti Vogts
[landsliðsþjálfara].“
Klinsmann svaraði áskor-
un félaga síns með því að
segja: „Sé eitthvert vanda-
mál fyrir hendi erum við
nógu þroskaðir til að ræða
það undir fjögur augu.“
Á ýmsu hefur gengið hjá
stórliði Bayern í vetur. Mikið
hefur verið rætt og ritað um
valdabaráttu innan félags-
ins, þar sem stjórnarfor-
maðurinn, Franz „keisari“
Beckenbauer, er sagður vilja
hafa óeðlileg áhrif á val liðs-
ins hverju sinni og Otto Re-
hagel þjálfari sé ekki yfír sig
hrifínn af afskiptasemi
„keisarans“. Rehagel kom til
Bayern eftir hálfs annars
áratugar dvöl hjá Werder
Bremen, sem hann stýrði til
glæstra sigra.
Bayern er í öðru sæti
þýsku deildarinnar og þykir
eiga mikla möguleika á að
endurheimta meistaratitil-
inn, liðið stendur einnig vel
að vígi í UEFA-bikarkeppn-
inni en þrátt fyrir það er
orðrómur á kreiki að skipt
verði um þjálfara eftir tíma-
bilið. Og þar kemur Becken-
bauer við sögu, enda sagður
ráða því sem hann vill hjá
félaginu. Þýskir fjölmiðlar
hafa getið þess upp á síðkast-
ið að Beckenbauer sé að
reyna að fá Hollendinginn
Johan Cruyff—höfuðand-
stæðing sinn frá heimsmeist-
arakeppninni 1974 — til fé-
lagsins næsta vetur. Cruyff
hefur þjálfað Barcelona á
Spáni síðustu ár með mjög
góðum árangri en í vetur
liefur hallað undan fæti og
líklegt að hann geti hugsað
sér að breyta til fyrr en síð-
ar.
Ýmsir telja litlar líkur á
að skipt verði um þjálfara
bjá Bayern eftir þessa leiktíð
en þó hefur verið bent að á
þeim bænum sé ekkert
ómögulegt. Uli Hoeness,
fyrrum leikmaður liðsins og
einn forráðamanna þess í
dag, sagði: „Ef Franz [Beck-
enbauer] segði allt opinber-
lega sem hann tjáði mér á
laugardagskvöldið, væri nóg
um það að skrifa.“ Og svo
velta menn því fyrir sér hvað
í ósköpunum hann eigi við.