Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 D 3 HONDA CR-V KIA Toyota segir að RAV4 hafi verið hannaður með það í huga að þyngd- arpunkturinn yrði neðarlega á bíln- um og breiddin milli afturhjólanna var höfð meiri en milli framhjólanna til þess að auka stöðugleika bílsins enn frekar. „Engu að síður,“ segir Schmidt, „hefur ímynd þessara bíla beðið hnekki. Þeir bílkaupendur sem einna helst voru heitir fyrir þessari gerð bíla líta nú frekar í aðrar áttir, einkum til annarra jaðarbíla eins og Opel Tigra og Fiat Barchetta sport- bílanna sem eru á svipuðu verði,“ segir Schmidt. Bandaríkjamenn vanlr stærri véium Þótt sala á RAV4 hafi aukist mikið milli áranna 1994 og 1995 í Evrópu varð söluaukningin á Opel Tigra á sama tíma áttföld. Engu að síður hefur bæði Toyota og Honda lagt mikla áherslu á sölu á smájeppum. Toyota varð fyrstur til þess að kynna sinn bíl í Bandaríkj- unum í síðasta mánuði og Honda er langt komin með þróun á útflutn- ingsútfærslu af CR-V smájeppanum, sem verður kynntur í Evrópu og Bandaríkjunum á næsta ári. Sumir sérfræðingar telja litlar lík- ur að Bandaríkjamenn, sem vanir eru bílum með stórum og kraftmiklum vélum, falli fyrir smájeppunum sem eru allir með litlar, Ijögurra strokka vélar. Bandarískir bílasalar telja þó líklegt að RAV4 muni höfða til þeirra sem eru að kaupa bíi í fyrsta sinn og einnig til fjölskyldna þar sem hagsýnin er höfð í hávegum. Toyota ráðgerir að selja 30 þúsund RAV4 í Bandaríkjunum árlega. ■ saman í Þýskalandi. Mercedes-Benz hyggst taka þátt í slagnum árið 1997 með AVV smájeppann, sem verður smíðaður í Bandaríkjunum en Honda með CR-V og Suzuki með tveggja sæta smájeppann X-90 ætla sér líka sína sneið af kökunni. í Sviss hefur Mercedes-Benz hafið sölu á Musso jeppanum frá kóreska framleiðandanum Ssang Yong Mot- or Corp., sem er í nánum tengslum við Mercedes-Benz. Áhyggjur af öryggismálum Peter Schmidt, sérfræðingur hjá AID, segir að flestir bílaframleiðend- ur séu orðnir hvekktir á síbreytileg- um smekk þeirra sem teljast til þess SUZUKI hóps bílkaupenda sem kaupa jeppa til þess að fylgja tískustraumum. Einnig segir í greininni í Wall Street Journal að framleiðendur jeppa hafi haft áhyggjur af því viðhorfi bíl- kaupenda að sumar eldri gerðir af stærri jeppum veiti ekki jafn mikið öryggi og fólksbílar. Þá þurfti Suzuki að hafa mikið fyrir því að snúa almenningsálitinu sér í hag eftir að bandaríska tímaritið Consu- merReports skrifaði að Suzuki Sam- urai væri hætt við veltu vegna þess hve ofarlega þyngdarpunkturinn lægi í þessum létta jeppa. Suzuki hefur síðan leyst Samurai af hólmi í Evrópu með Vitara sem er mun lægri og breiðari bíll. Borgarbíla- leigur minnka mengunina HVAÐ getur komið í stað eigin bifreiðar? Þetta er spurning sem umhverfishugsandi fólk á megin- landi Evrópu hefur velt fyrir sér og getað svarað. í yfir 100 borgum í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Hollandi eru starfandi borgarbíla- leigur. Meginmarkmið þeirra er að bjóða félögum aðgang að bílum af ýmsum stærðum, allt frá litlum Fiat; Opel Astra langbak, Volvo 850 og 9 manna sendibílum. Félagsskapurinn hentar þeim, sem vilja eða geta gengið, hjólað eða notað strætisvagna í vinnuna, vilja minnka mengun andrúms- loftsins, spara sér fjárfestingu í bíl og fækka umferðarslysum. Boðið er upp á bíla hvenær sem er sólarhringsins og talið er, að hægt sé að verða við óskum félaga í 95% tilfella, jafnvel með stuttum fyrirvara. Kostnaðurinn er sagður það lítill, að það geti verið hag- kvæmara að leigja sér bíl þó árs- notkunin sé allt að 10.000 km. 1.1OO kr. fyrir daginn Grunngjald fyrir tvo í fjölskyldu er 22.500 kr. og lánsgjald (aftur- kræft) fyrir lykil að geymsluhólfi við bifreiðastæði 34.000 kr. Mán- aðargjald 1.100 kr., leiga á litlum bíl í sólarhring 1.100 kr., á klst. 135 kr., í 1 viku kr. 6.800 kr. og kílómetragjald 11-16 kr. Bílarnir standa á sérstökum bifreiðastæð- um víðsvegar um borgirnar, bíl- lyklarnir eru þar í geymsluhólfum. Næsti maður er nokkurskonar eft- irlitsmaður með síðasta ökumanni. Bílarnir eru þrifnir og yfirfarnir reglulega og aldrei er boðið upp á eldri en tveggja ára bíla. Félagar hringja í miðstöð og leggja þar inn pöntun og verða síðan að standa við tímasetningar, annars á næsti maður rétt á að taka sér leigubíl á kostnað hins. Bensínkaup eru innifalin í kíló- metragjaldi ef skipt er við ákveðin fyrirtæki, sem samið hefur verið við, eigin áhætta við kaskótjón er 36.000 kr. (90.000 á sendibíl), en síðan á félagi rétt á öðru sam- göngutæki sér að kostnaðarlausu. Það sama gildir ef bíll bilar í notk- un. Réttindi borga á milli Ýmis þjónusta stendur að auki til boða. Barnabílstólar, toppgrind- ur, tengivagnar og sjálfskiptir bíl- ar fyrir hreyfíhamlaða eru fáan- legir. Sumstaðar eru leigð reið- hjól, útvegaðir miðar með lestum eða þjónusta, þar sem menn sendast á reiðhjólum með pakka eða smáerindi. Samvinna er orðin talsverð milli þessara borga og njóta félags- menn almennra réttinda borga á milli. Þátttaka fyrirtækja getur einnig hentað, ef t.d. vantar bíl í sérstök verkefni alla virka daga frá 8-12. Hægt er að semja um notkun hvenær sem þörf er á. Til að undirstrika viðleitnina við að menga andrúmsloftið sem minnst eru reykingar ekki leyfðar í bílun- um. ■ Diðrik Jóhannsson Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Hálf milljón Rover ROVER framleiddi á síðasta ári 501.300 bíla og er þetta í fyrsta sinn síðan 1969 sem fyrirtækið framleiðir meira en hálfa milljón bíla. Framleiðsluaukningin milli áranna 1994 og 1995 var um 5% Volvo í Indlandi VOLVO hefur fengið grænt ljós frá indverskum stjórnvöldum til þess að reisa vörubílaverksmiðju í landinu sem er fjárfesting upp á 400 milljónir sænskra króna. Ráð- gert er að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni í lok árs 1997 eða ársbyijun 1998. Volvo áætlar að framleiðslan verði komin upp í um 4 þúsund vörubíla á ári innan fá- einna ára. Ekki hefur verið ákveð- ið hvar í Indlandi verksmiðjan rísi en Nýja Delhi og Bombay koma til greina. Samsung stefnir hótt SAMSUNG Motors í Suður-Kóreu hafa lýst því yfir að fyrirtækið hyggist ná 30% markaðshlutdeild á kóreska bílamarkaðnum og verða einn af stærstu bílaframleið- endum fyrir árið 2010. Samsung hefur þó enn ekki hafið bílafram- leiðslu, hún hefst árið 1998 og ráðgerir fyrirtækið að framleiða 500 þúsund bíla á ári frá og með árinu 2000. Fjárfesting vegna bílaframleiðslu er ráðgerð 13 millj- arðar bandaríkjadollarar fram til ársins 2010 og fyrirtækið hyggst kynna nýjan bíl á hveiju ári frá 1998. 55% af framleiðslunni eru ætluð til útflutnings. Höfuðstöðvar Samsung í Evrópu hafa verið sett- ar upp í Frankfurt. Fyrirtækið hefur gert samning við Nissan um ráðgjöf á sviði tækni- og markaðs- mála. ■ ...orðaou það við Falkann Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN" SUÐU8UN0SBRWI 8.101 RETKJAVÍK, SlWI: »»! W7B. IAX: 581 »812 Vatnsdælur Mýir varahlutir • Vatnshosur • Tímareimar og strekkjarar • Bensíndælur • Bensínlok • Bensfnslöngur • Álbarkar • Kúplingsbarkar og undirvagns- gormar. TRIDQNjtF Söluaðllar: GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði. ...í bifneiðina þína Við erum aðalumboösaðilar fyrir bifreiðavara- hlutina TRIDON Skandinavia A/S. Varahlutir sem við erum stolt af. Markvisst þjónum við ykkur enn betur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.