Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL1996 B 5 FIMLEIKAR íslendingar náðu besta árangri sínum á Norðurlandamóti fullorðinna ífimleikum í Laugardalshöll um helgina Rúnar fyrsti IMorðurlanda meistarinn RÚNAR Alexandersson sigraði í æfingum á bogahesti og Elva Rut Jónsdóttir og íslandsmeist- arinn ífimleikum, Nína Björg Magnúsdóttir, unnu báðar silf- urverðlaun á jafnvægisslá á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fór f Laug- ardalshöll um helgina. Nína Björg varð fjórða í fjölþraut á laugardeginum og vann sér rétt til keppni á öllum fjórum áhöldum á sunnudag. Var það í fyrsta sinn sem íslenskum fimleikamanni tekst það. Elva Rut hafnaði í áttunda sæti í fjöl- þrautinni og komst f úrslit á jafnvægisslá. Árangur Rúnars í fjölþrautinni á laugardeginum olli vonbrigðum. Hann hafnaði i tíunda sæti. En Rúnar bætti það upp með öruggum sigri á bogahesti í keppni einstakl- inga, hlaut 9,61 einkunn, 0,6 á undan næsta keppanda. agnus Rosengren varð Norð- urlandameistari í fjölþraut karla, hlaut samtals 54,4 stig, en annar varð Finninn Jari Mönkkönen með 53,7 eg í þriðja sæti hafnaði Norð- maðurinn Espen Jansen, fékk 53,65 stig. Rúnar Alexandersson hlaut 52,00 stig og nægði það til tíunda sætis. Mestu munaði um að honum tókst ekki vel upp í stökki, fékk þar aðeins 7,95 stig. Fyrrum íslandsmeistari, Guðjón Guðmundsson, kom næst á eftir Rúnari í ellefta sæti með 50,0 stig. En Rúnari varð ekkert á í mess- unni í keppni á einstökum áhöldum daginn eftir í keppni á bogahesti. Auk hestsins komst hann í úrslit í gólfæfingum. Á bogahestinum framkvæmdi hann æfingar sínar af örýggi og vann sannfærandi sig- ur, fékk 9,6 í einkunn. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með gullið fyrir æfingarnar á bogahestinum. Ég var Ivar Benediktsson skrifar staðráðinn í að vinna þá grein. Árangurinn í gær var mér von- brigði. Þetta var einfaldlega ekki minn dagur,“ sagði Rúnar að keppni lokinni. Hann varð fyrstur íslend- ingurinn til að vinna gullverðlaun á Norðurlandamóti í fimleikum full- orðinna. Fjóla Ólafsdóttir náði þeim áfanga 1988 að verða Norðurlanda- meistari unglinga á tvíslá. „Mér fannst ekki vera nein pressa á mér í gær, ég gerði mistök á tvíslánni þar sem ég hafði gert mér vonir um að ná lengra og síðan var stökkið lélegt hjá mér. Hestur- inn og gólfið voru í lagi, gólfæfing- arnar tókst betur en í dag,“ bætti Rúnar við. Eins og hann sagði tókst honum betur upp í gólfæfingum í fjölþrautinni en í einstaklings- keppninni á sunnudag. Þá hlaut hann 9,0 á móti 9,2 daginn áður. Meðal þess sem kom honum í koll á sunnudeginum var að hann steig tvisvar útaf gólfinu á meðan á æf- ingum stóð og fyrir það voru dregn- ir af honum 0,3. Svíinn Magnus Rosengren lét mjög að sér kveða seinni keppnis- daginn er keppt var á einstökum áhöldum. Hann vann gullverðlaun í gólfæfingum og í stökki og brons í æfingum í hringjum og á svifrá. Hann var því eðlilega glaðbeittur í mótslok - að fara heim með Norð- urlandameistaratitilinn í flölþraut og fern verðlaun að auki. „Ég er mjög hamingjusamur með árangurinn. Eg varð Norðurlanda- meistari í fyrsta sinn í fjölþraut og dagurinn í dag var góður,“ sagði Rosengren. „Ég vissi fyrirfram að ég ætti möguleika á Norðurlanda- meistaratitlinum næði ég að leggja mig allan fram. Keppnin var mjög hörð en drengileg og mótshaldið íslendingum til sóma.“ „Árangur minn er í samræmi við það sem ég hafði gert mér vonir um,“ sagði bronshafinn í fjölþraut, Espen Jansen frá Noregi, en hann krækti í tvenn silfurverðlaun í ein- staklingskeppninni. Jansen er einn- ig meistari í þolfimi og „freestyle" dönsum í heimalandi sínu auk þess að æfa thae-kwon-do. „Mér gengur vel að samræma þetta allt, en ég reikna ekki með því að vera með á NM eftir tvö ár, ætli þetta sé ekki í síðasta sinn sem ég keppi á NM í fimleikum, þó veit maður aldrei," sagði hinn 27 ára gamli Norðmað- ur, sem hefur æft fimleika í 20 ár. HANDKNATTLEIKUR RÚNAR Alexandersson fyrsti Norðurlandameistari Islendinga í fimleik- um fullorðinna er hér að ofan í siguræfingum sínum á Norðurlandamót- inu um helgina. Til hliðar er íslandsmeistari kvenna, Nína Björg Magn- úsdóttir, í gólfæfingum en hún náði stóð sig einnig með glæsibrag á mótinu. Nína Björg Magnúsdóttir Árangurinn kom á óvart NÍNA Björg Magnúsdóttir íslands- meistari í fimleikum undirstrikaði í keppninni í fjölþraut á laugardag- inn að hún er besta fimleikakona landsins um þessar mundir. Hún varð í fjórða sæti í fjölþraut og náði í úrslit á sunnudeginum í öll- um fjórum greinum fyrst íslenskra kvenna. Síðast en ekki síst hlaut hún silfurverðlaun fyrir æfingar á jafnvægisslá ásamt Elvu Rut Jóns- dóttur og finnsku stúikunni An- nette Rajala en hún átti titil að verja frá síðasta Norðurlandamóti. Flennnning Solberg og Ólympíufari Norðmanna um framtíð Rúnars Alexanderssonar Meðal átta bestu Eg hef verið meiddur í ristinni síðan um áramót og ekki getað æft sem skyldi þess vegna. Ég versnaði um síðustu helgi og þegar ég kem heim eftir helgina fer ég í ítarlega rannsókn hjá læknum. Eg vona að þetta sé ekki alvarlegt," sagði Flemming Solberg 22 ára fim- leikakappi frá Noregi, en árangur hans var langt frá því að vera eins góður og vonast hafði verið eftir. Hann varð fjórtándi í ijölþrautinni en tókst að sigra í einni grein í ein- staklingskeppninni, á tvíslá. Solberg er eini fímleikamaðurinn frá Norð- urlöndunum sem hefur unnið sér keppnisrétt í karlaflokki á Ólympíu- leikunum í sumar. „Vegna meiðsl- anna get ég ekki hiaupið og á erfítt með að stökkva, en stökk hefur ein- mitt verið mín besta grein.“ Solberg var spurður um Rúnar Alexandersson og hvaða álit hann hefði á honum í framtíðinni. „Hann er að mínu mati einn af átta bestu fimleikamönnum heims á bogahesti, en hann vantar talsvert upp á í öðrum greinum. Rúnar er ungur að árum og á framtíðina fyrir sér í fim- leikumn. Hann þarf hins vegar að leggja hart að sér við æfingar og keppni. Óvæntur sigur á tvíslá Nauðsynlegt er fyrir hann að keppa sem mest erlendis og koma sér inn á landakortið í fimleikaheim- inum og vekja athygli á sér meðal dómara og annarra sem standa að íþróttinni. ísland er ekki þekkt í fim- leikaheiminum og bara þess vegna tekur tíma fyrir hann að sanna sig.“ „Ég gerði mér vonir um að sigra í fjölþrautinni og það gekk eftir og því get ég ekki annað en unað glöð við mitt,“ sagði danska stúlkan Charlotte Andreasen. Auk sigursins í fjölþrautinni bar hún sigur úr být- um í stökki á jafnvægislá, þá varð hún þriðja í gólfæfingum. „Gólfæf- ingarnar gengu ekki vel hjá mér, en 1 þeim hafði ég gert mér vonir um sigur, en mér tókst að sigra á tvísl- ánni í staðinn og það var nokkuð sem ég bjóst ekki við. Mótið var í heildina frábært en þetta var í ann- að sinn sem ég tek þátt í NM fullorð- inna. Fyrsta mótið var árið 1992 en á síðasta móti var ég handleggs- brotin," sagði þessi átján ára drottn- ing fimleikanna á Norðurlöndum, en hún hefur æft fimleika síðan hún var fimm ára. Valur með vænlega stöðu Fjórði meistaratitill Valsmanna á jafnmörgum árum ervið þröskuldinn að Hlíðarenda VALSMENN eru komnir með aðra höndina á íslandsbikarinn eftir öruggan sigur á KA 26:23 í öðrum leik liðanna í úrslitum um meistaratitilinn að Hlíðar- enda á laugardaginn. Valsmenn þurfa aðeins einn sigur svo þeir geti fagnað meistaratitlinum fjórða árið f röð. KA-menn geta bitið frá sér og hafa oft sýnt það og sannað í vetur, en hins vegar hafa þeir ekki átt svar við góðum leik Valsmanna í tveimur fyrstu úrslitaleikjunum. Þriðja lota lið- anna er á Akureyri í kvöld og þá er að duga eða drepast fyrir KA. Frábær vamarleikur, góð mark- varsla Guðmundar Hrafnkels- sonar og stórleikur Dags Sigurðsson- ar í sókninni lagði grunninn að sigri Valsmanna. Hlíðar- endastrákarnir tóku leikinn strax í sínar hendur og náðu fimm marka forskoti strax um miðjan fyrri hálfleik. Það bil náðu KA-menn ekki að brúa og leikurinn aldrei spennandi því yfir- burðir Valsmanna voru einfaldlega allt of miklir. Leikurinn var jafn á upphafsmín- útunum eða allt þar til staðan var jöfn, 5:5, og tíu mínútur liðnar. Þá var Alfreð Gíslasyni vikið af leikvelli og mínútu síðar fékk Patrekur sömu meðferð. Þetta nýttu Valsmenn sér vel og gerðu fimm rnörk í röð og breyttu stöðunni í 10:5. Þetta var vendipunkturinn í leiknum og KA- menn áttu alltaf á brattan að sækja eftir það. Staðan í hálfleik var 12:9. í síðari hálfleik héldu Valsmenn áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik. Þeir voru ákveðnir og sýndu Valur B. Jónatansson skrifar Ég á þennan bolta... ÞAÐ var lítið gefið eftir í baráttu leikmanna Vals og KA um boltann að Hlíðarenda á laugardaginn. Valsmenn höfðu betur á öllum sviðum. Hér reynir KA-maðurinn Leó Örn Þorleifsson á ná til knattarins á undan Degi Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni. oft frábær tilþrif. Mestur var munur- inn sjö mörk, 23:16, þegar 8 mínútur voru eftir. Þá gátu þeir leyft sér að setja minni spámenn inn á og það kom ekki að sök, þó svo að KA-menn næðu að klóra í bakkann í lokin var sigur Valsmanna aldrei í hættu. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson FLEMMING Solberg gekk ekki heill til skógar á NM um helg- ina en hlaut þó ein gullverðlaun. „Árangurinn kom mér frekar á óvart því ég er vön að vera mun neðar á Norðurlanda- mótum. Það hafði mikið að segja að ég féll ekkert í æfingunum á jafnvægisslá og stökkið heppnaðist sérstaklega vel,“ sagði Nína Björg i mótslok. „Ásamt silfurverðlaununum fyrir æfingarnar ájafnvægisslá í einstaklings- keppninni kom það mér mest á óvart að mér tókst að komast í úrslit í öllum fjórum greinun- um. Það var nokkuð sem ég bjóst ekki við. Ástæðurnar fyrir þessum góða árangri mínum eru nokkrar. Eg hef æft mjög vel og er með góðan þjálfara. Þá voru áhorfendur frábærir og hvöttu mig óspart.“ Nína sagði ennfremur að hún hefði farið í gegnum mótið án þess að reyna neitt nýtt eða taka einhveija áhættu. Hún hefði gert það sem hún var viss um að geta. „Ég hef verið að æfa æfingar með hærri erfiðleikagráðu en gerði ekkert af þeim hér. Vonandi sýni ég þær síðar. Það var helst í æfingum á tvíslá sem ég hefði þurft að sýna erfiðari æfingar til að ná lengra." Nína hefur verið að velta fyrir sér að minnka við sig ogjafnvel leggja fimleikabolinn til hlið- ar, en verður þessi árangur um helgina til þess að hún endurskoði hug sinn? „Já, kannski." Hugsaði um að standa á slánni „ÉG er nokkuð sátt, en árangurinn hefði get- að verið betri. Ég var svolítið taugatrekkt í æfingunum á jafnvægisslánni og hugsaði bara um það eitt að standa,“ sagði Elva Rut Jóns- dóttir, en hún hlaut silfurverðlaun við þriðja mann fyrir æfingar á jafnvægisslá. Hún varð í áttunda sæti í fjölþraut og náði þar næst- besta árangri íslensku stúlknanna á mótinu. „Mér hefur ekki gengið svona vel á Norður- landamóti fullorðinna fyrr. Ef ég hefði ætlað mér að komast lengra í fjölþrautinni hefði ég þurft að vera með æfingar með hærri erfið- leikagráðu, en það má segja að ég hafi reynt að komast öruggu leiðina í gegnum mótið og ekki gert meira en ég var pottþétt á að geta gert,“ sagði Elva Rut en hún á ein verðlaun í safni sínu frá síðasta Norðurlandameistara- móti unglinga. „VÖRNIN var mjög góð fyrir framan mig og ég fann mig vel. Við vorum éJkveðnir í að nýta okkur sigurinn á Akureyri til að ná yfir- burðastöðu. Við ætlum okkur að klára dæmið í KA-húsinu á þriðjudag- inn jí kvöldj svo við fáum gott páskafrí,“ sagði Guðmundur Hrafn- kelsson markvörður Vals. Dagiu* Sigurðsson átti einn besta leik sinn á tímabiliuu. Hann gerði niu mörk, þar af sex í síöari hálfleik. „Við höfum verið að spila nýög vel að undanförnu. Þetta hafa verið erfiðir leikh-, enda ekkert gefið. Við klipptum xit hornamennina þjá þeim og spiluðum varnar- leikinn aftarlega og lögðum áherslu á að stoppa Patrek og Duran- ona. Við erum búnir að vinna þá tvívegis og við getum alveg bætt við eínum sigri,“ sagði Dagur. gekk eftir,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals. „Við erum með þægilega stöðu og þurfum aðeins einn sigur í viðbót, Vömin og markvarslan var horasteinninn að sigrinum, öfugt við fyrsta leikinn fyrir norðan þvi þá var það sóknarleikurinn sem skipti sköpum. Það gegn Aftureldingu í undanúrslitum. Sá skellur hefur greinilega haft góð áhrif,“ sagði Jón. Hræðíleg dómgæsla Alfreð Gíslason, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir leikinn. „Þetta er ekki sú staða sem ég hefði óskað mér. Það er Jjóst að við verðum að spila betur ætlum við okkiu- að sigra Val. Þeir léku flata vörn og við áttum að geta nýtt okkur það betur. Það vantaði snerpu í sóknina. Duranona hefur verið mjög daufur og ekki fundið sig nægilega vel.“ Alfreð var mjög ósáttur við dómgæsluna. „Þetta er mesta heimadómgæsla sem ég hef orðið vitni að hér á landi fyrsta stundarfjórðunginn í leiknum. Ég hef áður orðið vitni að svona hræði- legri dómgæslu f Þýskalandi, en ekki hér á íslandi. Þetta dómarapar á ekki að fá tækifæri til að dæma svona mikilvæga leiki. Ég vissi það fyrir leikinn að þetta yi-ði svona og var búinn að segja mínum mönnum það. Dómgæslan kom mér því ekki á óvart því þetta par hefur dæmt þjá okkur áður í vetur. Við höfum ekki sagt okkar síð- asta og ætlum okkur að mæta Val aftur að Hlíðarenda.“ Valsmenn hafa sýnt mjög góðan leik í þessum tveimur fýrstu leikjum iiðanna og eru á toppnum á réttum tíma. Fátt virðist geta stöðvað þá úr þessu. Varnarleikurinn var mjög öflugur þar sem hornamenn KA voru algjörlega ktipptir út úr leiknum, eins og í fyrri leiknum. Auk þess komust skyttur KA lítt áleiðis því þær fengu lítinn tíma. Allir leikmenn Vals léku vel og var liðsheildin aðal liðsins - sigurviljinn ódrepandi. Enginn veikur hlekkur og það er styrkleikarnerki. KA-menn fundu ekki svar við leik Vals. Þeir voru oft ráðvilltir í sóknar- leiknum og það var aðeins Patrekur sem var að reyna eitthvað. Duranona fann sig ekki, hefur ekki sömu leik- gleði og áður. Hann náði sér aldrei á loft og þrumufleygar hans sáust ekki. Guðmundur Arnar varði ágæt- lega í markinu en betur má ef duga skal. Norðanmenn verða að finna svar við varnarleik Vals ætli þeir sér að snúa blaðinu við. Þeir fá þann möguleika í kvöld og ef þeir nýta sér hann ekki er ævintýrið úti. Þannig vörðu þeir Guðmundur Hrafnkelsson, Val 17/1 (9): 7(2) langskot, 4(3) eftir hraðaupphlaup, 3(3) eftir gegnum- brot, 1(1) af línu, 1 úr horni og 1 vítakast. Guðmundur A. Jónsson, KA 16 (7): 8(3) langskot, 4(1) eftir hraða- upphlaup, 3(2) úrhorni og 1 af línu. Björn Björnsson, KA 2/2: 2 víta- köst. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson ÍÞRÚmR FOLK ■ KA-MENN gerðu níu mörk í fyrri hálfleik gegn Val og skoruðu Patrekur Jóhannesson og Julian Duranona öll mörkin, Patrekur 4 og Duranona 5, þar af fjögur úr vítaköstum. Þeir gerðu samtals 19 af 23 mörkum liðsins í leiknum. ■ ELLEFU af 12 útileikmönnum Vals skoruðu í leiknum. Ari Allans- son, sem lék síðustu mínúturnar, fiskaði vítakast þegar leiktíminn rann út. Hann kallaði á þjálfarann og sagði: ,.Má ég taka það.“ Hann fékk grænt ljós frá Jóni Kristjáns- syni og skoraði úr vítinu af öryggi. ■ ANDREI Siiyak, landsliðsmað- ur Hvít-Rússa í handknattleik, hef- ur skrifað undir samning við þýska félagið Lemgo um að leika með því á næstu leiktíð. ■ STEFFI Graf frá Þýskalandi sigraði á tennismóti á Flórída á laugardaginn. Hún sigraði Chandu Rubin frá Bandaríkjunum í úrslit- um 6-1 og 6-3. Þetta var aðeins annað mótið sem Graf tekur þátt í á þessu ári og hún hefur unnið þau bæði. ■ ANDRE Agassi sigraði á Lip- ton-tennismótinu sem fram fór í Key Biscayne á Flórída um helg- ina. Hann vann fyrstu þijár loturn- ar í fyrsta setti og var kominn í 40-0 í fjórðu lotu gegn Goran Ivanisevic í úrslitum, en þá varð Króat.inn að hætta vegna meiðsla. Urslitakeppnin í handknattleik Annar leikur liðanna í úrslitum íslandsmótsins, leikinn að Hlíðarenda laugardaginn 30. mars 1996. Valur MörK Sóknir % Mörk KA Sóknir % SOKNARNYTING 12 24 50 F.h 9 24 37 14 24 58 S.h 14 24 58 26 48 54 Alls 23 48 48 7 Langskot 5 3 Gegnumbrot 5 4 Hraðaupphlaup 1 3 Horn 0 3 Lina 5 6 Vfti 7 Þjálfaramenntun KSÍ C-stig Fræðslunefnd KSÍ heldur C-stigs þjálfaranámskeið dagana I I.-I4. apríl nk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðsþættir eru: Leikfræði, kennslufræði, þjálffræði, sálarfræði, næringarfræði og íþróttameiðsl. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581 4444. Góð þjálfun — betri knattspyrna Fræðslunefnd KSÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.