Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR BIKARBARÁTTA Á WEMBLEY laugardaginn 11. maí Manchester Utd. leikur nú til úrslita þriðja árið í röð. Everton lék þann leiksíðast liða, árin 1984 til 1986. Fyrri bikarúrslitaleikir liðanna Sigrar: Töp: Sigrar: Töp: 1909 1957 1965 1914 1948 1958 1974 1950 1963 1976 1986 1971 1977 1979 1989 1977 1983 1995 1992 1988 1985 """ 111 1990 Manchester Utd. vann Liverpool 2:1 1994 í bikarúrslitaleiknum árið 1977. LONDON Wembley H Manchester United Liverpool iJ BIKARURSLITALEIKIR á Wembley frá 1988 1995 Everton-Manch. Utd. 1:0 1994 Manch. Utd.-Chelsea 4:0 1993 Arsenal-Sheffield Wed. 2:1* Arsenal-Sheffield Wed. 1:1 1992 Liverpool-Sunderland 2:0 1991 Tottenham-Nott. Fonest 2:1* 1990 Man. Utd.-Crystal Palace 1:0 Man. Utd.-Crystal Palace 3:3 1989 Liverpool-Everton 3:2* 1988 Wimbledon-Liverpool 1:0 _________________' Framlcrigdur Imkur □ Manchester ■ KEFL VÍKINGAR hafa ekki oft tapað með eins miklum mun í körfu- knattleik og gegn Grindvíkingum á sunnudaginn. Þriðjudaginn 2. apríl 1991 tapaði lið þeirra þó með 37 stiga mun fyrir Njarðvík í fyrsta úrslitaleik liðanna, en leikinn var í Njarðvík. Heimamenn höfðu 39:37 yfir í leikhléi og sigruðu.síðan 96:59. Til gamans má geta þess að sömu dómarar dæmdu þá og á sunnudag- inn og , fengu ágætis dóma fyrir frammistöðu sína. ■ KEFL VÍKINGAR voru mjög óánægðir með dómarana og bentu á að tíu villur voru dæmdar á þeirra lið i fyrri hálfleik en aðeins tvær á Grindvíkinga. Þegar leik lauk kom í ljós að 24 villur voru dæmdar á heimamenn og níu á gestina. ■ ANNAÐ sem vakti athygli var að Keflvíkingar fengu ekki eitt ein- asta vítaskot í leiknum en Grindvík- ingar fengu 34. ■ MIKIL óánægja var í Keflavík og í Grindavík vegna þess að leik- urinn var kl. 16 en ekki um kvöldið. Bæði félögin reyndu að fá leiknum seinkað til kl. 20 vegna þess að ver- ið var að ferma í báðum byggðarlög- unum, en það fékkst ekki þar sem Stöð 2 sýndi leikinn í beinni útsend- ingu. ■ EINN forsetaframbjóðandi fylgd- Mm FOLK ist með leiknum á sunnudaginn, 01- afur Ragnar Grímsson mætti og vísuðu Keflvíkingar honum til sætis í stúkunni - innanum stuðningsmenn sigurvegaranna. ■ ÞORSTEINN G. Gunnarsson, útvarpsmaður með meiru, mun á næstunni taka við starfí Gunnlaugs Grettissonar hjá IFA (íþróttir fyrir alla). ■ TVEIR starfsmenn, Barbara Wdowiak og Edda Jónsdóttir, hafa nýlega verið ráðnir til starfa á skrif- stofu Ólympíunefndar íslands. ■ BJARKI Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á 78. mín. hjá Mannheim sem vann Liibeck 2:0 í þýsku 2. deildinni um helgina. Mann- heim er í 12. sæti deildarinnar með 27 stig. __ ■ EYJÓLFUR Sverrisson lék allan leikinn með Hertha Berlín sem gerði markalaust jafntefli við Mainz. Ey- jólfur lék í fremstu víglínu. Hertha er í 11. sæti með 27 stig. Bochum, sem lék ekki um helgina, er í efsta sæti deildarinnar með 45 stig. ■ DAMON Hill frá Bretlandi sigr- aði í Formula 1 kappakstrinum í Sao Paulo í Brasilíu á sunnudag- inn. Þetta var annar sigur ökuþórsins í röð. Hann kom í mark meira en 17 sekúndum á undan Jean Alesi, sem varð annar. Heimsmeistarinn þýski, Michael Schumacher, kom þriðji í mark. ■ MARTIN Dahlin, sænski landsl- iðsmaðurinn sem leikur með Boruss- ia Mönchengladbach, er á leið til Juventus á Italíu. Talið er að hann hafi náð samkomulagi við félagið. ■ PAUL Tergat, hlaupari frá Kenýa, sigraði í hálfmaraþoni í Mílanó á Italíu á laugardaginn og setti um leið nýtt brautarmet, hljóp á 58,51 mínútu og bætti met landa síns, Moses Tanui, frá því 1993 um eina mínútu. ■ KALMAN Meszoly, landsliðs- þjálfari Ungverja í knattspyrnu, var rekinn um helgina vegna lélegs árangurs landsliðsins undir hans stjórn. Liðið náði ekki að komast í úrslit Evrópumótsins og hefur ekki komist í úrsiit HM síðan 1986. í frétt Reuters segir að síðustu tvö árin hafi liðið mátt þola tag gegn þjóðum eins og Slóveníu og Islandi. KEFLAVÍK Körfuboltastelpurnar _ frá Keflavík urðu íslands- meistarar í meistaraflokki kvenna á sunnudaginn og þykir það vart fréttnæmt lengur. Lið Keflavíkur hefur borið höfuð og herðar yfir önn- ur lið hér á landi undanf- arin ár og hefur liðið orðið sjö sinnum íslands- meistari síðustu níu árin, og bikarmeistaratitlarnir eru einnig sjö á níu árum. Árið 1991 er eina árið þar sem Keflavíkurliðið vann hvorki deild né bikar. Slíkum árangri hefur ekkert lið náð, en KR-stúlkur urðu átta sinnum íslandsmeistarar á níu árum, frá 1979 til ársins 1987, og ijórum sinnum urðu þær bikarmeistarar á þessum árum. Já, árangur Keflvíkurstúlkna er frábær og það virðist ekki skipta miklu málu þótt nokkrar stúlkur fari úr liðinu - ungu stelpumar eru tilbúnar að taka við. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Keflvíkinga á milli ára þennan áratug, en kjölfestan hefur alltaf verið til staðar, þær stöllur Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir. Björg skipti raunar í KR fyrir nokkru en var þar aðeins I hálfan vetur og sneri þá á ný til Keflavíkur. Anna María og Björg hafa verið með meistaraflokki síðan hann var stofnaður árið 1985. Það ár lék liðið í 2. deild og fór strax upp í þá fyrstu og varð síðan íslandsmeistari árið 1988, eftir tvö ár í deildinni. Þá voru þær Anna María og Björg í yngri flokkunum en fengu að leika með meistaraflokki. Nú eru þær orðnar „gömlu“ konurnar í ís- lenskum körfuknattleik en láta samt engan bilbug á sér finna og í ár stjórnuðu þær liðinu til sigurs á þrennum vígstöðvum því liðið varð einnig deildar- meistari. Það er vart hægt að ná betri árangri en Keflavíkurl- iðið gerði í vetur. Sigurður Ingimundarson hef- ur verið þjálfari stúlknanna und- anfarin fimm ár og hann á mik- inn þátt í velgengni liðsins. Síð- an hann tók við hefur liðið misst af tveimur titlum, bikartitlinum árið 1992 og íslandsmeistara- titlinum í fyrra. Keflavík er mikill körfuknatt- leiksbær, og raunar má segja það sama um bæði Njarðvík og Grindavík. Keflvíkingar hafa einatt átt fjöldann allan af ís- landsmeisturum í öllum flokkum og uppistöðunni í þeim titlum sem unnist hafa í gegnum árin hafa stúlknalið félagsins skilað. Unglingastarfið hefur því verið mikið og það hefur skipt sköpum fyrir félagið. Það virðist ekki hafa skipt máli þótt einhveijar stúlkur hafi hætt eða skipt yfir í annað félag, alltaf hafa ungar stúlkur tekið við og fyllt það skarð sem aðrar skildu eftir. Keflvíkingar eiga möguleika á að vinna tvöfallt í karlaflokki því þar eru þeir í baráttu við Grindvíkinga og er staðan jöfn, 1:1. Það væri ekki amalegt fyrir hið nýja bæjarfélag, Reykja- nesbæ, að fá sex bikara í meist- araflokki í körfuknattleik eftir veturinn, því Njarðvík varð deildarmeistari karla. Sannar- lega glæsilegur árangur, þó svo bikararnir yrðu bara fimm. Skúli Unnar Sveinsson Uppbyggingin hjá stúlkunum í Keflavík er einstök Hvers vegna valdi ERLA REYIMISDÓTTIR körfuboltann frekaren fótboltann? Körfuboltinn skemmtilegri ERLA Reynisdóttir er ein af máttarstólpum íslands-, bikar- og deildarmeistara Keflavíkur íkörfuknattleik kvenna. Hún lék mjög vel ífjórða úrslitaleik Keflavíkurog KR í Hagaskóla á sunnudagskvöldið en íþeim leik tryggði Keflavíkuriiðið sér meistaratitilinn. Erla er sautján ára gömul, stundar nám við félags- og viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur æft körfuknattleik í sjö ár. Hún byrjaði að leika með meistara- flokki Keflavíkur fyrir þremur árum og strax á fyrsta ári varð hún íslands- og bikarmeistari. Hún leikur í stöðu skotbakvarð- ar og hefur leikið 2 A-landsleiki og 15 unglingalandsleiki. Erla býr enn í húsum foreldra sinna. „Það er sjálfsagt að nota aðstöðuna meðan ég er í skóla,“ segir hún. Foreldrar hennar eru þau Helga Ragnarsdóttir og Reynir Ólafsson og kærasti Erlu er Eiríkur Daníel Kristinsson. Keflavíkurliðið sigr- aði KR I tveimur fyrstu viðureign- um liðanna um íslandsbikarinn en tapaði síðan þriðja leiknum á heimavelli á föstudaginn, leik sem þær ætluðu að vinna. Var tapið í þeim leik ekki vonbrigði? „Tapið á föstudaginn var okkur mikil vonbrigði en við getum sjálf- um okkur um kennt því eftir tvo auðvelda leiki á undan var eins og við reiknuðum með að sigurinn kæmi af sjálfum sér.“ Hver var þá skipunin sem þið fenguð fyrir fjórða leikinn? „Hún var sú að leggja sig allar fram og koma bijálaðar til leiks. Strax í upphafi lékum við svæðis- vöm sem gekk frábærlega og við náðum forystu 19:0 og eftir það gekk allt upp og við unnum stór- sigur, 70:37.“ Hver er lykillinn að velgengni Keflavíkur í kvennakörfunni und- anfarin ár? „Liðið er vel samæft með leik- mönnum sem þekkja vel hver annan og margar hafa verið lengi í þessu. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur þjálfað liðið í nokk- ur ár og gert góða hluti. Þá má Eftir ívar Benediktsson Morgunblaðið/Bjöm Blöndal GLAÐBEITTUR íslandsmeistari í körfuknattleik, Erla Reyn- isdóttlr, slakar á fyrir utan heimlll sltt í gær. ekki gleyma öflugu starfi í yngri flokkunum.“ Ertu r.ú komin í sumarfrí frá körfunni? „Nei, sem betur fer. Nú taka við æfingar hjá unglingalandslið- inu en það fer út til írlands eftir páska og tekur þátt í móti þar. Síðan er ég að gera mér vonir um að vera með A-landsliðinu á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í maí. Það er skemmtilegt við íþróttina að það tekur eitt við af öðru og það er aldrei frí.“ Hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir í körfubolta? „Fyrst og fremst það að mér þótti körfubolti skemmtilegur. Þegar ég var yngri æfði ég einnig knattspyrnu en hætti því til þess að geta verið í körfunni sem mér líkaði betur. Þá hjálpaði einnig áhugi og velgengni körfuboltans hér í Keflavík." Hefur þú einhver áhugamál fyrir utan íþróttirnar? „Skólinn og körfuboltinn taka mikinn tíma þannig að þegar ég á lausan tíma reyni ég að eyða honum með kærastanum. Hann leikur með unglingaflokki Njarð- víkur og hefur einnig í mörg horn að líta.“ Er engin rígur á milli ykkar, hann í Njarðvík og þú í Keflavík? „Jú, það kemur fyrir, einkum þegar liðin eigast við eins og til dæmis í úrslitakeppninni á dögun- um. Þá vorum við ekki á sama máli og ég hrósaði sigri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.