Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG HÖFURÐBORGIN St. Johns er langstærsta borgin á Nýfundnalandi. Nyrst á Nýfundnalandi eru varðveittar rústir og minjar frá bústað Leifs heppna og Þorf- inns Karlsefnis og er talið víst að Vínland hafi verið eyja sú, sem nú heitir Nýfundnaland. íslenzk búseta á Nýfundnalandi stóð stutt yfir í þá daga og var Þorvaldur, bróðir Leifs, drepinn af skrælingj- um. Nú stunda íslenzk skip rækju- veiðar af miklum móð utan land- helgi landsins, en útgerðir þeirra og áhafnir eiga mikil samskipti við heimamenn, landa aflanum þar og sækja ýmsa þjónustu þangað. Á um það bil fimm vikna fresti leigja útgerðirnar þötu frá Flug- leiðum til að flytja áhafnir á milli landa. Töluvert hefur verið um það að fólk notfæri sér þessar ferðir, þó stuttar séu, því aðeins er stopp- að í um hálfan sólarhring, Flogið er til höfuðborgarinnar St. John’s og má því segja að hið síðara landnám íslendinga í Nýfundna- landi sé hafíð. Aðrar leiðir eru einnig færar til Nýfundnalands. Til dæmis er flogið beint til St. John’s frá London, auk þess sem þangað eru greiðar samgöngur frá Halifax í Nova Scotia. Eftir að Flugleiðir hefja þangað áætlunar- flug í maí nk. verður því auðvelt fyrir fslendinga að heimsækja bú- stað Leifs heppna á Vínlandi. Kalt á veturna, mllt á sumrin Nýfundnaland er eftirsóttur ferðamannastaður. Kynni undir- ritaðs af landinu hafa einungis verið að vetrarlagi og þá er óhætt að segja að hafi andað köldu. Frostið var upp í 15 stig og um 9 vindstig af norðaustan, beint utan af ísauðnum og íshafinu. Veður- stofan þar vestra sagði kælinguna svara til um 28 stiga frosts á cels- íus. Þess má geta að Nýfundna- land er mun sunnar en Island og er höfuðborgin St. John’s, er á sömu breiddargráðu og París. Á Veiðar og minjar um Leif s heppna F :yrstu íslendingarnir komu til Nýfundnalands fyrir um eitt j lúsund árum. Hjörtur Gíslason heimsótti þessa eyju / ausíast í Kanada, sem Isle mdingar eru nú aftur farnir að setja svip sinn á. BÚSTAÐUR Leifs heppna í L’Anse aux Medows nyrst á Nýfundna- landi hefur verið byggður upp. Norskir fornleifafræðingar grófu upp þennan bæ og aðrar mannvistarleifar á staðnum. Svæðið er nú friðlýst og er vinsæll ferðamannastaður. sumrin er hitastigið í Nýfundna- landi mun hærra. Hiti á daginn fer vel yfir 20 stig en niður í 12 á nóttunni. Þó að kalt sé á veturna og snjón- um geti kyngt niður, er viðmót íbúanna hlýlegt. Fólkið er markað af áratuga óvissu um afkomu sína, en Nýfundnaland er líklega eitt mjög fárra landa, ef ekki hið eina, sem hefur orðið gjaldþrota. Það var árið 1949, en þá var greitt þjóðaratkvæði um framtíð lands- ins, sem var eitt af sambandsríkj- um brezka heimsveldisins. Niður- staðan varð sú að gerast ríki í Kanada og stendur sy.o enn. Ekki hægt að rða í gegn um þorsktorfuna Eftir búsetu íslendinga þar vestra er lítið vitað um sögu lands- LABRADOR QUEBEC rjL'Anse aux Medows St Anthony NÝFUNDNA- leááickton LAND í VESTUR HÉRUÐ, Gros 1 , Momet^ '}ij i Corner Grand%,s ‘VÍ.A^. Ste^pfe Ý MipHÉR|Ð/ I ' átA|t)an's5j 1 /:) Portaux Harbour Breton f / Basques Grand town 200 km /near “ý' ■^’al Sf John’s 'forí v'*Trepassey St Pierre 8t Miquelon (Erakkland) ins, þar til Bretar komu þangað fyrir um 500 árum. Landnámsmaðurinn John Cabot lýsir því fjálglega, hvernig aðkoman var. Hann segir í frásögnum sínum að þorsk- gegndin hafi verið svo mikil að tæpast hafi verið hægt að róa í gegnum torfuna. Lengst af lifðu Nýfundnalendingar á fisk- veiðum, einkum þorski, en aðrar auðlindir voru einnig nytjaðar svo sem skógurinn, selur, hvalur og ýmis skógardýr, en mikið er um elg á eyjunni. Hin síðari ár hefur svo sigið á ógæfuhliðina á ný. Þorskstofn- inn er hruninn og atvinnuleysi hefur aukizt gífurlega. Ríkið sjálft stendur ekki undir sér og nýtur mikilla styrkja frá alríkisstjórn- inni í Ottawa. Lágt verðlag Fyrir þá, sem ferðast til útlanda til að verzla, er St. John’s álitlegur kostur. Verð- lag þar er lágt, einkum á almennri vöru og kanadadollarinn er mun lægri í verði en sá bandaríski og kostar um 50 krónur íslenzkar. í borginni eru tvær fremur stórar verzlunarmiðstöðvar og er vöruúrval þar fjölbreytt, en lítið um mjög vandaðar vörur og svokallaðar merkjavörur. Eins og víðast hvar annars staðar en á hinum rándýru Norðurlöndum er þar einnig hægt að njóta góðs matar og drykkjar við vægu verði. í höfuðborginni og víðar er boðið upp á ágæta gistingu og eru aðbúnaður og þjónusta á beztu hótelunum hvetjum sem er fyllilega samboðin. Verð fyrir gistingu er nokkuð mis- munandi eða frá um 40 kanadísk- um dollurum, um 2.000 krónum, nóttin upp í rúmlega 100 dollara, eða yfir 5.000 krónur. Fjölbreytilegt ’ og fallegt landslag Landið er töluvert skógi vaxið og skiptast gjarnan á klettóttir ásar, dalir og lægðir og skógar. Töluvert er um vötn og víða sker- ast langir firðir inn í landið. Lands- lagið er því bæði fjölbreytilegt og fallegt og verður fegurðin stund- um hrikaleg. Þá er vegakerfið yfir- leitt gott. Tvískiptar hraðbrautir, þar sem umferðin er mest, en annars góðir malbikaðir vegir. Fjölskrúðugt dýralíf er á landi, mikið um fugla og í sjónum mikið um hval og sel og er hægt að stunda veiðar á sjó, í vötnum og ám og á stórum og smáum dýrum merkurinnar. Rúmlega 100.000 manns í St. John’s Nýfundnalandi er skipt í fjögur svæði, Vestur-, Mið- og Austur- héruðin auk Avalon-héraðs, sem er umhverfis höfuðborgina St. John’s. Loks telst Labrador eitt hérað í ríkinu. Sé farið til Ný- fundnalands er líklegt að fyrsti viðkomustaðurinn sé höfuðborgin St. John’s. Þar búa rúmlega 100.000 manns, en með útborgum eru íbúarnir rúmlega 170.000. í borginni eru miðstöðvar stjórn- sýslu, menntamála og fleiri stjórn- sýsluþátta auk sjúkrahúsa. Þar eru söfn og fræðasetur, verzlanir og veitingahús og ýmsir sögufrægir staðir eins og Signal Hill, sem er fornfrægt virki. Bezt er að vera á bíl, en bilaleigubílar eru þarna á sómasamlegu verði. Fjölmargir ferðakostir Ferðamálaráð Nýfundnaiands og Labrador gefur út vandaðan bækling með upplýsingum um gistingu, þá staði sem vert er að skoða, verzianir, læknishjálp^ þjónustu og fleira í þeim dúr. I þessum bæklingi eru tillögur um ferðir af ýmsu tagi innan hvers héraðs. Þar er bæði um að ræða skipulagðar ferðir, á landi og legi eða tillögur um ferðir fyrir þá, sem eru einir og vilja ráða ferðinni sjálfir. Þessir kostir eru fjölmarg- ir, en merkastur eru kannski þjóð- garðurinn á vesturströndinni, Gros Morne, en náttúrufegurð er þar mjög sérstæð, bæði hrikaleg og yndisfögur. Þá ættu íslendingar ekki að láta hjá líða að heimsækja víkingabyggðina nyrst á eyjunni á L’Anse aux Medows. Leiðin, sem hefst í þjóðgarðinum Gros Morne og lýkur nyrst á eyjunni, er kölluð víkingaslóðin. Hana er hægt að fara á allt frá tveimur dögum upp í 10, eftir ferðamáta og á þessum slóðum ber flest það fyrir sjónir, sem vert er að sjá af sögu, landi og þjóð auk þess sem hægt er að skjótast með feiju yfir til Labrad- or. Á slóðum Leifs heppna Til að gera langa sögu stutta, er rétt að minnast aðeins á L’Anse aux Medows. Langt er síðan Ný- fundnalendingar sjálfir töldu tóft- irnar þar vera frá tímum víking- Matseðill á íslenzku ÞAÐ er glatt á hjalla meðal Islendinganna, sem hvíla lúin bein á veitingastaðnum Strand Lounge í Avalon verzlanamið- stöðinni í St. Johns. Meðal þeirra, sem þjóna þar til borðs er Connie. Hún segir að svo mikið sé um Islendinga á veit- ingastaðnum að hægt sé að fá matseðilinn á íslenzku. Einn ís- lenzku sjómannanna hafi tekið að sér að snara matseðlinum yfir á íslenzku og fyrir vikið séu allir ánægðir. Hún lætur vel af Islendingunum, sem koma á staðinn og segir að þeir virðist eiga mikið af pen- ingum. anna, aðsetur Lejfs heppna og föruneytis hans. Árið 1920 setti rithöfundurinn W.A. Munn fyrstur fram þá kenningu að í L’Anse aux Medows væru minjar komu Leifs heppna til Vínlands. Árið 1960 kom hópur norskra fornleifafræð- inga til Nýfundnalands og fóru að ábendingu sjómannsins George Decker, þegar þau hófu uppgröft á þessum merka stað. Með uppgr- eftinum þótti sannað, að þarna væru merki mannvistar frá því um árið þúsund og væru þau eftir vík- inga. Svæðið hefur verið grafið upp, endurreist að hluta til og fært til eldra horfs eftir mætti. Minjasafn hefur ve«ð reist og er staðurinn nú friðlýstur. Veiðar á skógarbirni, elg og fleiru Nýfundnaland er eftirsótt af veiðimönnum, bæði stangveiði- mönnum og þeim, sm stunda skot- veiði. Boðið er upp á ýmiss konar pakkaferðir af því tagi, þar sem innifalin er gisting og fæði, leið- sögn og leyfi til að veiða lax eða skjóta dýr eins og elgi og skógar- birni. Um 120.000 elgir eru á eyj- unni, 70.000 hreindýr og svart- birnir eru allt að 10.000. Þá eru þar fjölmargar gjöfular laxveiðiár. Veiðileyfi fyrir íbúa annarra landa en Kanada eru seld af hinu opinbera. Það kostar 600 banda- ríkjadollara eða um 37.000 ísl. kr. að fá leyfi til veiða á einum hrein- dýrstarfi á Nýfundnalandi. Leyfi á hvern elg kostar 350 dollara eða um 22.000, 100 dollara, rúmar 6.000 kr. kostar að veiða tvo svart- birni og 25 dollara eða um 1.500 kr. að fá leyfi til veiða á ijúpu, öðrum mófugli, héra og kanínu. Fjöldinn er lítt eða ekkert tak- markaður. Eins og áður sagði er einnig boðið upp á pakka, sem innihalda fæði og gistingu, leiðsögn og veiði- leyfi. Sem dæmi má nefna að viku- pakki, sem felur í sér veiði á elg eða hreindýri, kostar um 2.400 bandaríkjadollara, eða um 150 þúsund ísl. kr., pakki með skógar- birni kostar 1.240 bandaríkjadoll- ara eða um 77 þúsund kr. Allur pakkinn, elgur, hreindýr og bangsi með gistingu o.s.frv. kostar 4.150 bandaríkjadollara eða um 260.000 krónur fyrir vikuna. Stangveiðar eru eðlilega ódýrari en skotveiðin. Leyfi til laxveiða kostar 50 dollara eða rúmar þijú þúsund kr. og 5 dollara, rúmar 300 kr., kostar á silunginn. Auk þess er boðið upp á hagstæða fjöl- skyldupakka. Misjafnt er hve marga fiska má veiða á hvert leyfi. Forráðamenn nýs safns vilja að Cleveland í Ohio verði Mekka rokkaðdáenda Saga rokksins í glerpýramída ROKKAÐDÁENDUR á ferð um miðvesturríki Bar.daríkjanna eiga efalítið eftir að koma í auknum mæli við í Cleveland í Ohio. Þar í borg hefur verið opnað rokksafnið The Rock and Roll Hall of Fame and Museum, sem hýst er í tilkomumikl- um glerpýramída, hönnuðum af arki- tektinum l.M. Pei, þeim hinum sama og hannaði pýramídann fyrir framan Louvre-safnið í París. Bygging pýramídans kostaði tæpa sex milljarða íslenskra króna. Á fimmtán þýsund fermetra sýningar- svæði gefst gestum kostur á að skoða tónlistarsöguna í tali, tónum, myndum og tölvum. „Markmiðið er að bjóða gestum að skyggnast bak- sviðs og kynnast því hvernig tónlist- in hefur breytt heiminum. Safnið á ekki að vera eingöngu sýningarskáp- ur fyrir tilbúna gripi, sem tengjast tónlistinni,” segir Dennis Barrie, framkvæmdastjóri safnsins. Fróðleiksmolar á tölvuskjám I aðalsýningarsalnum finnst gest- um þeir vera á raunverulegum tón- leikum því tónlistin hljómar úr öllum áttum og gríðarstórir skjáir út um allt eru notaðir til að varpa ljósi á rokkgoðsögnina. Hver og einn getur haft sína hentisemi og ráfað um safnið að vild án þess að vera í fylgd leiðsögumanns. Flestir kjósa þó að hefja ferðina í „The Mystery Train“, THE Rock and Roll Hall ofFame and Museum í Cleveland í Ohio opnað með pomp og pragt. TRABANT bílarnir, sem notaðir voru sem sem tákn fyrir plötuna Zooropa og hljóm- leikaferðalag hljómsveitarinnar U2. 1- ROKKTÍSKAN spannar hálfrar aldar tímabil. eða leyndardómsfullu lestinni og horfa síðan á tvær stuttar kvikmynd- ir um þróun rokksins. Safnið er vel tölvuvætt og geta gestir sótt alls kyns fróðleik um feril og áhrif ein- stakra listamanna í tölvurnar. Fróð- leiksmola eins og að hljómsveitin Red Hot Chili Pepper hafi sótt inn- blástur sinn til Stevie Wonder og að fyrirmynd Bruce Springsteen hafi verið Roy Orbison má meðal annars finna á tölvunum. David Bowie lét eitt sinn svo ummælt að í grundvallaratriðum byggðist frægð rokkstjarnanna á buxnasniðinu. Efalítið nokkuð til í því, enda hefur klæðnaður og útlit stjarnanna oft verið æði áberandi. Rokktískunni er gerð skil á safninu með sérstakri sýningu þar sem gínur eru í búningum, sem spanna hálfrar aldra tímabil rokksögunnar. Lista- mennirnir eða fjölskyldur þeirra hafa lánað ýmsa gripi, sem komið hafa við sögu rokksins, til dæmis gefur þar að líta mölbrotinn gítar Pete Townsends, geðveikislega málaðan Porsche-bíl, sem var í eigu Janis \joplin og handskrifaðan texta Paul Simons af Graceland. Pallíettuhanski og sitthvað fleira Ólíkustu gripir eiga sér samastað á safninu og má þá nefna pallíettu- útsaumaðan hanska af Michael Jackson og barnslega skrifaða dag- bók frá æskuárum Jim heitins Morri- sons, söngvara hljómsveitarinnar The Doors. Við hliðina á dagbókinni gefur að líta opinbera tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu í París um_ dauða söngvarans. Á safninu, sem er á fjórum hæð- um, kennir ýmissa grasa. Andrúms- loftið á tveimur efstu hæðunum, sem helgaðar eru frægum, gömlum og nýjum rokkstjörnum, er öllu rólegra en á neðri hæðunum. Líklega mún rokksafnið í Cleveland í Ohio eiga þátt í að nöfn eins og Little Ric- hard, James Brown, Iggy Pop og Lou Reed falla ekki í gleymskunnar dá. Ekki þykir heldur ólíklegt að forráðamönnum safnsins verði að ósk sinni og Cleveland verði Mekka rokkaðdáenda í náinni framtíð. ■ Heimild/Scanorama, mars 1996 MAÍ í fyrsta ferðablaði hvers mánaðar birtast upplýsingar um ákveðnar ferðir ferðaskrifstofa til útlanda í næsta mánuði á eftir. Urval-Utsýn Golf í Hallfax í JÓMFRÚARFLUGI Flugleiða til Halifax í Nova Scotia héraði í Kanada 14. maí nk. býður ferðaskrif- stofan upp á golfferð. Um er að ræða níu daga ferð, til 23. maí. Fyrstu tvo dagana verður leikið á Brightwood Golf Club þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfír höfnina í Dartmouth og Halifax. Á þriðja degi verður leikið á Grandview Golf Club og daginn eftir ekið í 45 mín. norður af Halifax til Valley Golf Club. Sunnudagur er frídagur, notaður til að skoða markverða staði. Á mánu- dag og þriðjudag verður leikið í Gran- ite Springs Golf Club, um 25 mín- útna akstur frá Halifax. Þessi völiur er talinn einn sá besti í Kanada. Á miðvikudag verður leikið á Ashburn Golf Club þar sem reynir verulega á kunnáttuna. Vallargjöld í Noca Scotia eru frá 1.500- 2.000 ísl. kr. og golfbíll kost- ar um 700 kr. á mann. Hægt er að leigja golfkerrur á öllum völlum á 200 kr. á mann. Gist verður í íbúða- hótelinu Cambridge Suites í miðbæ Halifax í göngufæri við verslanir og veitingastaði. Ferðin kostar 58.900 krónur á mann miðað við tvo í tvíbýli í svítu með einu herbergi. Aukagjald fyrir einbýli í mini-svítu er 26.000 krón- ur. Innifalið í verði er flug, gisting í 9 nætur, flutningur til og frá flug- velli erlendis, allir skattar og farar- stjórn. Fararstjóri er Peter Salmon. Alpasmellur 30. MAÍ verður lagt í stutta og skemmtilega ferð til bæjanna Rot- henburg og Kempten í Þýskalandi og að Comovatni á Ítalíu. Um er að ræða átta daga ferð. Fyrstu nóttina verður gist á Hótel Baren í Rothen- burg og daginn eftir verður bærinn skoðaður áður en haldið verður til Kempten. Á leiðinni þangað verður áheitakirkjan í Wies skoðuð. í Kempten verður gist á Hótel Furst- enhof. Á meðan dvalið verður í Kempten verður m.a. varið í skoðun- arferð að Bodenvatni, hin þekkta kirkja í Birnau verður skoðuð og siglt yfir í blómaeyjuna Mainau á Boden- vatni. Einnig verða konungshallir Lúðvíks 2. Bæjarakonungs í Fússen skoðaðar. Mánudaginn _3. júní verður ekið í gegnum Sviss til Ítalíu þar sem gist verður á Hótel Barchetta Exc- elsior við Comavatn. Daginn eftir verður farið í siglingu um vatnið. Á miðvikudag verður farið til Mílanó þar sem hin fræga dómkirkja verður m.a. skoðuð og litið í búðir. Daginn eftir verða lystisemdir Como bæjar kannaðar. 7. júní verður síðan haldið heim á leið með kvöldflugi. Ferðin kostar 83.900 krónur á mann í þríbýli, 84,900 á mann í tví- býli og 101.900 í einbýli. Innifalið er flug, akstur, gisting með morgun- verðarhlaðborði á 3ja til 4ra stjörnu hótelum í 8 nætur, 6 kvöldverðir, 1 hádegisverður, kynnisferðir, flug- vallarskattar og íslensk fararstjórn. Fararstjóri er Lilja Hilmarsdóttir. UPPSTILLINGIN minnir frekar á mötuneyti en einn vinsælasta veitingastaðinn í London. London * I mat á Mezzo MEZZO í Lond- on er einn stærsti veitinga- staður Evrópu. Einn helsti hi- býlahönnuður Bretlands, Sir Terence Conr- ans, á heiðurinn af því að hafa skapað þar Mekka hönnun- ar og kræsinga af ýmsu tagi. Heimilisfangið er Wardour Street 100. Einu sinni varþar leikin lifandi músík af rokk- stjörnum á borð við Hendrix og Clapton. Nú borðar fólk þarna. Mezzo er nýjasta vísbending hönnunarins Sir Terence Conrans, um það hvernig nú- tíma veitingahús eigi að líta út. Útkoman er djarft sam- bland af ljósum við í skandin- avískum stíl, áli, marmara og vatnsbláu gleri. í veitingastað- inn fóru til dæmis hvorki meira né minna en 500 tonn af marmara. Terence Conran hefur undanfarin ár og áratugi hannað marga þekktustu og eftirtektarverð- ustu veitingastaði í London. Nýjasta verkefnið hefur tekist vel, ef marka má örtröðina á staðnum sem tekur 700 matar- gesti. Þeir eru tvö hundruð kokkarnir sem sjá um mat- reiðsluna, en innan Mezzo er líka kaffihús, tvö bakarí og þrír barir. g| Heimild Bo Bedre. MEZZO rúmar líka kaffihús og bari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.