Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir FISKIM ANN ASTRÖNDIN í Albufeira. EKKI er langt síðan Portúgalar vöknuðu upp við ónýtta möguleika sína á svíði ferðaþjönustu þrátt fyr- ir að nágrannarnir Spánveijar hafi um áraraðir nýtt sér kosti land- fræðilegrar staðsetningar sinnar til gjaldeyrisskapandi atvinnu. Aðeins eru liðin rúm tíu ár frá því að upp- bygging greinarinnar hófst af al- vöru við Algarveströnd í suðurhluta Portúgal og auðvitað voru íslend- ingar meðal fyrstu „landnema". Árið 1985 hóf ferðaskrifstofan Utsýn reglubundið leiguflug tii Faro. Spurn eftir Algarve-ferðum hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári og síðastliðið sumar var svo komið að vart var hægt að anna henni. 98% nýting var á Portúgal-ferðum sl. sumar og í sumar verður sæta- framboð svipað eða um fjögur þús- und sæti. Gististaðir verða þrír. Flogið verður vikulega á miðviku- dögum. Fyrsta sólarferðin var farin 3. apríl sl. ef undan er skilin golf- ferð, sem farin var 27. mars sl., en leiguflugið stendur allt fram til loka októbermánaðar. Svo sannarlega er það litlum erf- iðleikum háð að slappa af á strönd- inni eða við sundlaugarbakkann og sleikja sól. Dekra við sig. Teygja úr skönkunum. Ná sér niður úr stressinu. Borða úti á kvöldin, alltaf eitthvað nýtt og spennandi, og jafn- vel njóta með góðra vína, sem boð- in eru á hlægilegu verði miðað við hinn íslenska „prís“ á slíkum mun- aði. Labba um léttklæddur að degi sem kvöldi. Rölta um gamla bæinn eða um „Laugaveginn". Skrafa við nýja ferðafélaga. Mynda vina- tengsl. Sýna sig og sjá aðra. Markaðslögmálið Letilífið er ljúft í Albufeira, en staðsetningin býður upp á margt margt fleira, skemmtun og skipu- lagðar skoðunarferðir við allra hæfi, stóra sem smáa. Ferðamenn ættu endilega að reyna að spreyta sig á eigin vegum hluta ferðatímans og er þá bílaleigubíll einkar vel fallinn til aðstoðar við „einkarannsóknir" á landi og þjóð. Þar sem ég hafði pantað mér þriggja vikna ferð sl. haust, notaði ég tvær vikur í hið ljúfa letilíf í Albufeira og þá þriðju í ökuferð um suðurhluta Portúgal, en að mestu leyti um Andalúsíuhér- að Spánar. Komst m.a. að því í samanburðarrannsóknum mínum á verðlagi beggja vegna landamæra að Portúgalar verða nú að fara að vara sig, ætli þeir sér ekki að verð- leggja sig út af kortinu miðað við nágrannalandið. Samtöl við fólk studdu þessa tilgátu mína og fylgdi það jafnframt sögunni að Portúgal- ar hefðu fært sig upp á skaftið á Afslöppun við Atlantshafið Portúgalar þurfa nú að fara að passa sig í sam- keppninni ef þeir ætla að standast verðsaman- burð við Spánverja, nágranna sína í austri. —y-------------------------- Ovísindalegar samanburðarrannsóknir Jóhönnu Ingvars-dóttur, sem ferðaðist um Portúgal og Spán síðastliðið haust, leiddu í ljós að verð á vöru og þjónustu er ívið hagstæðara ferða- mönnum á Spáni en í Portúgal. í VILAMOURA er aðalhöfnin á Algarve. Á TÍMUM Mára var Silves voldugasta og stærsta borg Portúgals þó þess sjáist fá merki nú. undanförnum tveimur til þremur árum sökum sívaxandi vinsælda. Því gætu þeir leyft sér hærra verð- lag. Þetta mætti styðja með mark- aðslögmálinu um framboð og eftir- spurn. Rétt er að taka fram að verðlag í Portúgal er lágt miðað við ísland. Hvenær koma Islendingarnir aftur? íslenskar ferðaskrifstofur horfa í sumar í auknum mæli til Spánar- stranda. Meðal annars verður boðið upp á sólarferðir til Costa del Sol sem hér í eina tíð var mjög vinsæll Islendingastaður. Spánverjar sofn- uðu hinsvegar á verðinum með þeim afleiðingum að strendurnar dröbb- uðust niður. Nú eru þeir búnir að taka til hjá sér og bíða í ofvæni eftir endurkomu Islendinga, eins og ég sannreyndi á þriggja daga rölti um Torremolinos í haust. Það var sama hvar sest var niður, við- kvæði veitingahúsafólks var oftar en ekki þetta: „Hvenær koma ís- lendingarnir aftur“. Þrátt fyrir vellystingar á Spáni og skemmtilegheit, nokkur umferð- arlagabrot sem laganna verðir misstu sem betur fer af, kynni af Sevilla, Torremolinos, Gíbraltar, Cadiz og nokkrum sveitahéruðum, stendur Algarve líka vel undir heim- sókn enda þar margt forvitnilegt að sjá. Hinsvegar setja ferðamenn nú orðið mjög svip sinn á Albu- feira, sem fékk bæjarréttindi árið 1986, og í reynd er vart þverfótað fyrir þeim yfir háannatímann. Gömlu fiskimennirnir, sem eru að dunda sér við net og báta á fiski- mannaströndinni svokölluðu sem tilheyrt hefur þeim einum um ára- raðir, þurfa nú orðið að stjaka við sólþyrstum til að fá nægilegt rými til að koma Iitlu litskrúðugu bátun- um sínum út á sjóinn. Þeir kippa sér lítið upp við það, halda sínu striki í skugga, sumir í duggurum og með pottlok á höfði. Höfuðborgin er ein litríkasta borg Evrópu Strendur Algarve eru hreinar og fallegar, margar skreyttar kletta- myndum og hafgolan sér um kroppakælingu að svo miklu leyti sem hún megnar. Á vegum ferða- skrifstofunnar er hægt að velja um nokkrar ferðir á meðan á dvöl stendur og ekki má gleyma því að Algarve er jafnframt paradís kylf- inga. Boðið er upp á tveggja daga ferð til Lissabon, en þangað er um fjög- urra tíma akstur. Höfuðborgin er að margra dómi ein litríkasta borg Evrópu, borg sem blómstrar af í stuttu máli ► PORTÚGAL er litlu minna en ísland og eru íbúar um 10,3 milljónir. Höfuðborgin er Lissa- bon þar sem búa rúmlega tvær milljónir. ► Gjaldmiðillinn er escudos eða „skútur“, eins og íslendingar orða það gjarnan. Krítarkort ganga í flestum veitingahúsum og verslunum, en notkun debet- korta er ekki algeng. Þó er hægt að taka út peninga með debetkorti í hraðbönkum, sem eru víða. ► Mælt er með bílaleigubíl hluta dvalartímans. Bílaleigur eru víða og fremur auðvelt að keyra með aðstoð vegakorts. Islenskt ökuskírteini nægir, en ökumenn verða að hafa náð 23 ára aldri. Bíll í viku í C-flokki kostar um 15 þús. ísl. kr. og er þá allt innifalið nema bensín. ► Verðlag á mat og drykk er fremur hagstætt. Ekki er óal- gengt að þriggja rétta máltíð á veitingastað kosti 1.000-1.500 kr. með víni. Venjan er að bæta 5-10% þjórfé við reikningsupp- hæðina. Þó portúgalskur matur sé bæði ljúffengur og spenn- andi, er vert að minna sérstak- Iega á sjávarrétti. ► Leigubílar mega ekki stansa og taka upp farþega sé þeim veifað úti á götu. Því þarf að hringja eða fara á leigubíla- stæði. Allir bílar eiga að aka skv. mæli, en góð regla er að spyija um verð áður en lagt er að stað. ► Innan Albufeira má komast allt fótgangandi og frá gististöð- um bjóðast ókeypis ferðir niður á strönd nokkrum sinnum á dag. Góðar samgöngur eru einnig með strætisvögnum á milli staða. ► Kranavatn er sagt drykkj- arhæft, en það er bragðvont. Betra er að kaupa vatn á flösk- um í matvöruverslunum. ► Rafmagn er 220 volt eins og á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.