Morgunblaðið - 21.04.1996, Page 3

Morgunblaðið - 21.04.1996, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ bUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 D 3 OPEL MAXX er aðeins 2,97 m á íengd, um 75 sm styttri en Corsa. TÖLVA með staðsetningarbúnaði er í MAXX. Engin kúpling Til þess að bæta enn úr mengun- arvörnum var hannaður nýr þrívirk- ur hvarfakútur sem er staðsettur alveg upp við vélina og hitnar hann því fyrr og helst lengur heitur. Auk þess er útblástursloft notað á ný í brennsluna en um þann þátt sér háþróaður rafeindabúnaður í vélinni. Drifbúnaður MAXX er æði sér- stakur. Enginn kúpling er í gólfi og skipt er um gír með því að hreyfa stilk í mælaborðinu án þess að nauð- synlegt sé að taka hendur af stýri. Einnig er hægt að þrýsta á hnapp og sér bíllinn þá sjálfur um að skipta um gíra. í bflnum er skynjari sem fylgist með hraða hjólanna. Hans hlutverk er að koma í veg fýrir að hjólin læsist við hemlun (ABS) og sendir einnig skilaboð til hins nýstár- lega gírkassa. Af þessum sökum þarf ökumaðurinn eklri að skipta nið- ur í fyrsta gír þegar hann stöðvar bflinn á rauðu Ijósi. Fyrsti gír er valinn sjálfkrafa. Verkfræðingar Opel segja að drifbúnaðurinn einn spari allt að heilum lítra á hveija 100 ekna km. Opel ráðgerir einnig að smíða femra dyra MAXX sem yrði 60 sm lengri en tveggja dyra gerðin. Dagur án bíls í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt að halda Dag án bíls í Reykjavík vik- una 19.-23. ágúst nk. Markmiðið er að hvetja íbúa Reykjavíkur til þess að draga úr notkun einkabíls- ins í einn dag. Tilgangurinn með því er annars vegar að fá íbúa Reykjavíkur til þess að gera sér betur grein fyrir neikvæðum áhrif- um umferðar á borgarumhverfið og hins vegar að þeir reyni annan ferðamáta en einkabílinn, s.s. al- mennningssamgöngur eða sam- nýtingu bíla á lengri leiðum en hjóli og gangi á þeim styttri. Undanfarin ár hefur verið mik- ill áhugi í borgum víðsvegar í Evrópu um að draga úr bílaumferð vegna neikvæðra áhrifa hennar á borgarumhverfið. í þessum til- gangi stofnuðu 34 evrópskar borg- ir með sér samtökin „Car Free Cities Club“ í mars 1993. Reykja- víkurborg gerðist aðili að samtök- unum á stofnfundi þeirra og nú eiga 55 borgir aðild að þeim. Kynning á nýju leiðarkerfi Dagur án bíls i Reykjavík verð- ur haldinn skömmu eftir að að Strætisvagnar Reykjavíkur breyta leiðakerfi sínu og mun því nýtast vel til kynningar á nýju leiðarkerfi. Styrkur hefur fengist frá „Car Free Cities Club“ vegna verkefnisins, alls 1.240.000 kr. sem er bundinn þeim skilyrðum að Reykjavíkurborg leggi einnig fram fjárupphæð. Heildarframlag Reykjavíkurborgar vegna verk- efnisins er áætlað um 3.280.000 kr. Ekki er vitað til þess að önnur borg hafi haldið slíkan dag en aðrar borgir hafa haldið t.d. Um- hverfisdag. Talið er að verkefnið geti víða vakið athygli og verið jákvæð kynning á Reykjavík. í viðhorfskönnun sem gerð var síðastliðið haust sögðu 72% svar- enda að þeir væru tilbúnir að skilja einkabílinn eftir heima í einn dag. „Skynrænir" líknarbelgir á næsta leiti FYRIR nokkru var sagt á þessum síðum frá því vandamáli sem kem- ur upp þegar barnafjölskyldur ferðast með Iítil börn í þar til gerð- um barnabílstólum í framsæti bíls með tveimur líknarbelgjum. Alls ekki er ráðlegt að hafa barnabíl- stjólinn þar sem líknarbelg getur blásist upp en í sumum gerðum bíla er unnt að taka belginn úr sambandi með því að styðja á einn hnapp. Núna á sér stað mikil þróun í framleiðslu skynrænna líknar- belgja í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Bandaríska fyrirtækið Takata er til að mynda að þróa kerfi sem ákvarðar hvenær rétt sé að herða axlarólar sætisbeltanna, hvaða líknarbelgi eigi að blása upp og hve hratt eigi að blása þá upp. Það getur þó liðið nokkur tími áður en slíkur búnaður kemst í bíla. Brýnasta verkefni framleið- enda líknarbelgja er hins vegar að hanna líknarbelgi sem ekki blæs upp ef barnabílstóll er í fram- sæti. Fjarlægð ökumanns frá stýrinu _ Takata hefur þróað skynjara sem kallast SafetyShield sem með innrauðu ljósi greinir milli fullorð- ins farþega, barnabílstóls og far- angurs í framsæti. Þegar nauðsyn krefur kemur búnaðurinn í veg fyrir að líknarbelg blási upp. Þessi búnaður virðist hafa ýmsa kosti umfram aftengingu líknarbelgs í framsæti. Takata fyrirtækið segir að SafetyShield geti veitt fullorðn- um farþegum í framsæti og öku- manni aukna vernd. Búnaðurinn getur skynjað fjarlægð ökumanns frá stýrinu og ákveðið í samræmi við það hve hratt belginn blásast upp. Til þess að stjórna þessu hef- ur Takata þróað búnað sem blæs upp belginn í tveimur þrepum, annað hvort mjög hratt og kröftuglega eða með minni krafti. Til þess að sýna fram á nauðsyn skynræns líknarbelgjabúnaðar bendir fyrirtækið á að ökumenn eru ekki allir steyptir í sama mót. Sumir eru hávaxnir karlar, aðrir lágvaxnar konur og sumir eru tví- tugir og aðrir sjötugir. Skynrænn liknarbelgjabúnaður getur komið í veg fyrir að öku- menn sem sitja mjög nálægt stýr- inu slasist í árekstri. Takata mun á næsta ári fram- leiða hliðarlíknarbelgi handa aftursætisfarþegum fyrir evrópsk- an bílaframleiðanda. Tryggingafélögin kvarta Vegna þrýstings frá trygginga- félögum leggja framleiðendur líknarbelgja mikla áherslu á þróun búnaðar sem skynjar hvort farþegi sé í viðkomandi sæti. Með búnaði af því tagi er hægt að koma í veg fyrir að líknarbelgir blásist upp að óþörfu. Það kostar á bilinu 60-80 þúsund ÍSK að setja nýjan líknarbelg í bíl í stað þess sem hefur einu sinni blásist upp. Tryggingafélög, einkum evrópsk, hafa hvað eftir annað bent á þann aukakostnað sem það hefur í för með sér fyrir þau þegar tveir líkn- arbelgi blásast upp þótt aðeins einn maður sé í bílnum. Mercedes-Benz hefur þegar fundið tæknilega lausn á þessu máli og skynrænn líknarbelgja- búnaður verður í nokkrum gerðum Mercedes-Benz bíla strax á næsta ári. BMW er einnig langt komið með þróun slíks búnaðar. TILBOÐ OSKAST í Ford F-150 XLT Super Cab 4x4, árgerð '95 (ekinn 11 þús. mílur), Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4 dyra 4x4, árgerð '93, Geo Metro, árgerö '93, Jeep Wrangler Hardtop 4x4, árgerð '92 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 23. apríl kl. 12—15. Tilboöin veröa opnuö á sama staö kl. 16. Dráttartöggur Tilboð óskast í AMC dráttartögg m/dieselvél, árgerð '85. Tilboöin veröa opnuð á sama staö kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.