Morgunblaðið - 28.04.1996, Side 1

Morgunblaðið - 28.04.1996, Side 1
Danmörk Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Vikugjald: OpelCorsa, dkr. 1.795 OpelAstra, dkr. 1.995 Opel Astra st„ dkr. 2.195 Opel Vectra, dkr. 2.495 Tveggja vikna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 innif. ótakm. aksturog tryggingar. Fáið nánari verðtitboð. internationa! Car Rentai ApS. Uppl. á íslandi sími 456-3745. Útivist í síðasta áfanga raðgöngu Úti- vistar, Landnámsleiðarinnar, sunnudaginn 29. apríl, verður gengin fornleið frá Helguhvammi við Köldukvísl upp Mosfellsbring- ur og Mosfellsheiði að Heiðabæ. Við upphaf ferðarinnar verður fræðst um farkosti og siglingar fornmanna á landnámstíð. Allir eru velkomnir í ferðina, en lagt verður af stað kl. 10.30 frá Umferðamiðstöðinni. PI<»r®»u»MaS>ÍS» SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 BLAÐ C Lægsta verð á bílaleigubílum hvert sem ferðiniti er heitið Hríngdu í okkut- og fáðu sendan sumarbældinginn s: 588 35 35 Eru viðburðir sem vekja áhugo ferðamanna skipulagðir með of skömmum fyrirvara? Menningarlíf í Reykja- vík er aðlaðandi AÐ SÖGN Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, ferðamálafull- trúa Reykjavíkurborgar, eru íslendingar gjarnan seinir á sér þegar skipuleggja á viðburði og uppákomur fyrir ferðamenn, þannig að erfitt reynist að markaðssetja þá erlendis. „Þegar ég er á ferðakaup- stefnum í útlöndum fæ ég margar fyrirspurnir um hvað sé að gerast í Reykjavík næsta sumar. Mér verður oft svarafátt en ef þeir sem hafa eitthvað á döfinni myndu skipuleggja sig og láta okkur vita með góðum fyrirvara gætum við kynnt við- burðina í bæklingum okkar og allir hefðu hag af, segir Anna Margrét. „Það hafa komið til mín einstaklingar síðla vetrar og fram á þennan dag sem eru að undirbúa uppákomur fyrir þetta sumar. Við fögnum að sjálfsögðu þessari viðleitni og reynum aðstoða eins og við getum en því miður nýtast þess- ir atburðar ekki til markaðs- setja borgina fyrir ferðamenn. Ferðakaupstefnur hefjast á haustin og standa fram eftir vetri og það væri til dæmis æskilegt að nú færi að koma til mín fólk sem er að skipu- leggja atburði næsta árs.“ List fyrir ferðamenn Þá segir Anna Margrét að full ástæða sé til að nýta sér allt þetta smáa í menningarlífi borgarbúa svo sem litla tón- leika, leiksýningar og myndlist- arsýningar, en þar sé af nógu að taka, til að laða ferðamenn að borginni og fá þá til að dvelja í henni. Listamenn væru að vakna til vitundar um mikilvægi sitt í þessu samhengi en því miður væru þeir ekki nógu iðn- ir við að koma list sinni á fram- færi við ferðaþjónustuna. Það sama megi segja um marga aðra sem eru að skipuleggja hvers konar uppákomur í borg- inni, hvort sem þær eru sérstak- lega ætlaðar ferðamönnum eða ekki, þeir mættu gjarnan til- kynna sig til Upplýsingamið- stöðvar ferðamála. í erindi sem Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikhússtjóri Borg- arleikhússins, hélt á ráðstefnu sem ferðamálanefnd Reykjavík- urborgar efndi til síðasta vetr- ardag undir yfirskriftinni ímynd Reykjavíkurborgar - hver er hún? Hver á hún að vera? kom einnig fram sú von að Reykvíkingar tjaldi ekki til einnar nætur heldur horfi til framtíðar og hefjist handa við að skipuleggja í tíma menning- arviðburði ársins 2000, þegar Reykjavík verður ein af menn- ingarborgum Evrópu. Reykvík- ingar ættu að notfæra sér tæki- færið sem þá byðist til að efla ímynd Reykjavíkurborgar sem heimsmenningarborgar með þjóðlegu ívafi. Morgunblaðið/Þorkell SKYLDU ferðamennirnir vita að þeir sitja við Járnsmið Ásmundar Sveinssonar? ísafjörður ►VIÐKOMUM erlendra skemmti- ferðaskipa á ísafirði hefur fjölgað ár frá ári. í sumar koma þangað 7 skip, 6 í fyrra og 4 árið áður. Isafjarðarhöfn er komin í samstarf hafna í Evrópu og kynnir sig á þeim vettvangi. Þórunn Gestsdótt- ir, upplýsinga- og ferðamálafull- trúi Isafjarðar, kynnti höfnina einnig á sýningu á Miami Beach í Bandaríkjunum á dögununi. Hún telur góða möguleika fyrir Isfirð- inga á þessu sviði. Ferðamynstrið sé að breytast hjá skemmtiferða- skipunum. Hluti gesta fari ár eftir ár og flestir séu búnir að sjá áhuga- verðustu staðina suður í höfum og vijji komast á nýjar slóðir. Þórunn vonar að fljótlega komi tíu skip við á Isafirði og þá fari þetta að skipta verulegu máli fyrir bæjarfé- lagið. Leigubílar ►NYTT samkomulag er í gildi um fast fargjald leigubíla frá JFK flugvelli í New York til hvaða stað- ar sem er á Manhattan. Gjaldið er 30 dollarar eða um 1800 ísl. kr. með þjórfé og sköttum. Jafnframt verða gerðar strangari kröfur til leigubíla og bílstjórum gert að afla sér grunnþekkingar á enskri tungu og borginni þannig að þeir rati á áfangastað. Það er nokkuð sem hefur skort á til þessa. Höfum aftur fengið sértilboð í siglingu á nýjasta og glæsilegasta skemmtiskipi flotans IMAGINATION hjá CARNIVAL - yfir 70 þús. . / Verö abeins frá kr. 50.330 á mann í 7 daga siglingu í klefa á efri þilförum útborðs með glugga, fullu lúxusfæði og meiri skemmtun og fjölbreytni en þig dreymir um. Verð með flugi og gistinótt á undan siglingu samtals frá kr, 96.850 Hafnargjöld, flugvallarskattar og þjónustugjöld bætast viS. Brottför 27. sept. og 4. okt. - Aðeins fáir klefar. íslenskur forarstjóri. FERÐASKRIFSTOFAN H HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavik, sími 56 20 400, fax 562 6564 „TOPPURINN Á TILVERUNNI!" sögðu farþegar okkar um páskana. SÆLUVIKA Á DRAUMAEYNNI DOMINIKANA 80 farþegar okkar um páskana Ijúka lofsorði á þennan stað, sem er paradís líkastur að fegurð.og þar er allt innifalið, sem gerir dvölina afar þægilega og afslappaða. Hjón, sem víða hafa farið sögðu: „Þetta er besta ferð okkar hingað til, og við þráum að fara aftur!“ NÚ BJÓÐAST FERÐIR UM MIAMI EÐA NEW YORK ALLT ÁRIÐ. Verð frá kr. 99.500.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.