Morgunblaðið - 28.04.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 28.04.1996, Síða 4
4 C SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ H' FERÐALOG . ■ '. *.*'•.* ’ 1 v ^' o,vj s;vv%; V - ansi . - : ■••■ tí... : ÞYRLUSKÍÐAFERÐIR hafa verið stundaðar erlendis í fjöldamörg ár, en hafa ekki náð mikilli útbreiðslu hér á landi enn sem komið er. ÞEIR sem kunna að meta feg- urð snæviþakinna fjalla og hafa gaman af því að skiða í óhreyfð- um snjó, missa af miklu ef þeir reyna ekki fjallaskíðun. Fjallaskíðun felst í megindrátt- um í því að nota eigið fótaafl til komast upp á tindinn í stað þess að notast við lyftur. Þetta hefur ýmsa kosti fram yfir það að fara með lyftum, en það má þó ekki setja fyrir sig smáerfiði. Þessi aðferð krefst færni á skiðum, a.m.k. þarf fólk að vera tilbúið til að skíða í hvaða færi sem er. Töluverður stof nkostnaður Þeir sem stunda fjallaskíðun koma sér yfírleitt upp sérstökum búnaði, því það er þreytandi að bera veiýuleg svigskíði lengi á bakinu. I fjaUaskíðun er betra að vera á styttri (160-185 sm.), breiðari og mýkri skíðum en veiyulega. Auk þess er nauðsyn- legt að hafa sérstakar bindingar, þannig að hægt sé að lyfta hælun- um frá skíðunum þegar gengið er upp (gengið líkt og á göngu- skíðum) og festa þá niður áður en maður rennir sér. Þá er ekki verra að eiga sérstaka fjallaskíða- skó sem eru lægri og mýkri en Á skíðum upp í fjöll á vit ævin- týranna venjulegir svigskór. Einnig eru svokölluð „skinn“ nauðsynleg en þau eru fest undir skiðin á meðan gengið er upp til að koma í veg fyrir að skíðin renni aftur á bak. Ymsan aukabúnað annan er vert að hafa með, en það fer þó eftir eðli og lengd ferðarinnar hvað fær að fljóta með. Má þar helst nefna snjóflóðaýli (sendi og leit- artæki til að finna grafið fólk í snjóflóðum), ferðafatnað, nesti, kort og áttavita. Stundum er nauðsynlegt að taka sérstakan klifurútbúnað á borð við línu og ísöxi með. Stofnkostnaðurinn er töluverð- ur en á móti kemur að ekki þarf að kaupa rándýr lyftukort. Eftir- Bjöm Brynjúlfsson ÞAÐ er gott að koma upp sérstökum búnaði, því það er þreytandi að bera venjuleg svigskíði lengi á bakinu. farandi getur gefið einhveija hugmynd um hvað útbúnaðurinn gæti hugsanlega kostað: Skíði: Frá 15.000 kr. Þó er lítið mál að notast við gömul svigskíði til að byija með. Skór: Frá 15.000 kr. Bindingar: Frá 15-20.000 kr. Skinn: Frá 6.000 kr. Snjóflóðaýlir: Frá 15.000 kr. og þurfa helst allir að eiga og kunna að nota slíkt tæki sem ferð- ast um fjalllendi að vetrarlagi. Það jafnast fátt á við að renna sér niður snæviþaktar hlíðar í nýföllnum ósnertum si\jó og þeir sem reyna það fá seint nóg af því. Það er líka mun meira spenn- andi að renna sér niður brekku sem maður hefur ekki prófað áður, því þá er verið að fást við eitthvað óþekkt. Maður er líka sjálfs sín herra og getur valið leiðir sem hæfa eigin getu. Þeir sem eru að sækjast eftir erfiðum og krefjandi brekkum verða seint sviknir því það má ávallt finna nýjar og spennandi leiðir niður brött fjöllin. Helstu staðir í nágrenni Iteykjavíkur sem henta til þess- arar iðkunar eru t.d. Botnssúlur, Móskarðshnúkar, Esjan, Hengils- svæðið og svona mætti áfram telja. Fjallaskíðaferðir á Öræfa- jökul, Eyjafjallajökul, Heklu, Tindfjöll og aðra svipaða staði eru líka ógleymanlegar. Nýjasta afbrigði þess að skíða niður ósnertar brekkur eru þyrlu- skíðaferðir. Þær hafa verið stundaðar erlendis í fjöldamörg ár, en hafa ekki náð mikilli út- breiðslu hér á landi, líklega vegna mikils kostnaðar. Höfundur fór þó í eina slíka fyrir stuttu og var ferðinni þá heitið niður Botnssúl- ur. Þessi ferð mun seint gleym- ast, enda small flest allt vel sam- an, veðrið var eins og best verður á kosið og skíðafærið í fyrri ferð- inni hreint út sagt frábært. Ekki spillti lengd brekknanna fyrir og fór dágóður tími í það að renna sér niður. Það er einnig skemmti- leg tilfinning að notast við þyrlu til að komast á áfangastað, enda ekki á hveijum degi sem maður fær far með þess konar tryllitæki. Þyrlan var frá Þyrluþjón- ustunni og kostaði ferðin um 5.000 kr. á mann. Heyrst hefur að þyrlan muni verða notuð meira við slíkar ferðir á næstunni og muni jafnvel vera við einhvern jökulinn nú þegar vorar. Það er óh’ætt að mæla með slíkri ferð. Það má með sanni segja að fjallaskíðaferðir njóti vaxandi vinsælda hér á Fróni, sífellt fleiri flýja til fjalla burt frá amstri hversdagsleikans og njóta heilsu- samlegrar útiveru í bland við að svala spennufíkn sinni. Og því er ekki seinna vænna fyrir þá sem eru orðnir leiðir á Bláfjöllunum að halda af stað og kanna ótroðn- ar brekkur. En umfram allt, fariö varlega. ■ Björn Brynjúlfsson. FERÐAPISTILL Það kalla sig allir „ferða" eitthvað Sigríður Þrúður Stefánsdóttir FERÐ AM ALAFRÆ Ð- INGAR, ferðafræðing- ár, ferðamarkaðsfræð- ingar, ferðaráðgjafar. Hver eru þessi starfs- heiti, eru þau til og fyrir hvað standa þau? Þeim einstaklingum fjölgar stöðugt sem stunda nám í ferðamálafræðum eða tengdum greinum og þá jafnt á háskólastigi, sem lægri skólastigum. Þeg- ar á atvinnumarkaðinn er komið að námi loknu er nauðsynlegt að þess- um einstaklingum sé gert kleift að taka upp starfsheiti sem tengir nám þeirra atvinnulíf- inu. í stað þess að vera „ferða... eitt- hvað...“, myndi viðkomandi t.d. kalla sig ferðamálafræðing eða ferðaráð- gjafa, og þá með réttu. Margir telja eflaust að svona sé einmitt staðan í dag, að ekkert standi í vegi fyrir því að fólk taki upp það starfsheiti sem henti því og hér sé því ekki um vandamál að ræða. En það er einmitt mergurinn málsins. Hver sem er getur tekið sér það starfsheiti sem honum sýnist og skipt- ir þá litlu máli hvort viðkomandi hef- ur nám að baki eða ekki. Eftir því sem undirrituð kemst næst, gerir hinn almenni borgari svo til engan greinar- mun á þeim starfsheitum sem hér hafa verið nefnd. Það kalli sig allir „ferða... eitthvað" og þeir hljóti því að hafa sama nám að baki! Námsframboð Lengi vel voru leiðsögumenn eina starfsstéttin í ferðaþjónustu, sem sótti sérstök námskeið til að öðlast fagþekk- ingu á sínu sviði en í dag fer sífellt ijölgandi fagn- ámskeiðum og skólum. Frá 1987 hefur verið starfræktur sérstakur Ferðamálaskóli í Menntaskólanum í, Kópavogi (MK), auk þess sem einkaaðilar halda námskeið og starfrækja skóla. Það er flestum þessum skólum sameig- inlegt að um er að ræða tímabundin námskeið, á kvöldin eða eftirmiðdag og flestir nemendur stundi því vinnu með námi. Hvergi er nám lengur en 1 ár. Hótel - og veitingagreinaf falla þó ekki hér undir, enda eru þær náms- greinar kenndar í sérskóla sem er Hótel- og matvælaskólinn. Ferðafræðinám það sem hér hefur verið nefnt er ekki réttindanám. í MK útskrifast nemendur með próf- skjal upp á að hafa lokið tveggja anna námi í ferðafræðum. Námið er alhliða grunnám í ferðafræðum, sem búa á nemendur undir frekari nám eða störf fyrir opinbera- og einkaað- ila í ferðaþjónustu. Einkaskólar s.s. Ferðaskóli Flugleiða og Ferðamála- skóli íslands sem rekin er af Félagi íslenskrar ferðaskrifstofa útskrifa nemendur eftir nokkurra mánuða nám með alþjóðlega prófgráðu í far- gjalda- og farseðlaútgáfu. Það nám er því sérstaklega sniðið að þörfum flugfélaga og ferðaskrifstofa. Haustið 1996 mun MK einnig bjóða upp á slíkt nám. Háskólanám í ferðamála- fræðum er ekki hægt að stunda á íslandi. Þeir einstaklingar sem gengið hafa til slíks náms hafa því farið er- Morgunblaðið/Ásdís GESTIR á fundi Framsóknarflokks um menntunarmál í ferðaþjónustu. Hóskólanóm í feróamólafræó- um er ekki næsta skref sem þarf aó stígo í mennta- mólum feröaþjón- ustunnar. lendis í háskóla og stækkar sá hópur einstaklinga ört. Þeir sem ekki stunda ferða- málafræði sem aðal- eða aukafag, sækja mjög oft 1-2 , áfanga í ferðamála- fræðum og eða skrifa loka- ritgerð um ferðamál. Marg- ir nemendur Háskóla Is- lands skila einnig lokarit- gerðum, sem fjalla um ferðamál. Námi er lokið og hvað þá... Hvar í atvinnugreininni fá þessir einstakl- ingar störf og hvaða starfsheiti geta þau tekið sér? Svarið er einfalt: Flest- ir fá vinnu á ferðaskrifstofum og hjá flugfélögum, nokkrir á upplýsingam- iðstöðvum úti á landsbyggðinni, hjá sveitarfélögum eða þeim er selja ferðamönnum ýmisskonar afþrey- ingu. En starfsheitin sem slík eru þó ekki enn til. Þeir sem hafa lokið há- skólanámi í ferðamálafræðum kalla sig Ferðamálafræðinga. Stofnað hef- ur verið Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga og eru inntöku- skilyrði BA- eða BS-nám í ferðamála- fræðum. Starfsfólk á ferðaskrifstof- um kallar sig ferðafræðinga. Til þess að fá inngöngu í þeirra félag þarf próf í farseðlaútgáfu eða nokkurra ára starfsreynslu á ferðaskrifstofu. Hér þarf því í raun ekki prófgráðu til að kalla sig „fræðing" heldur dug- ir starfsreynsla ein og sér. Vissulega býr starfsfólk á ferðaskrifstofum yfirleitt yfir mikilli reynslu og er einnig vel menntað. Það má þó hinsvegar velta þeirri spurningu upp hvort heitið „fræðingur“ gefí ekki til kynna að að baki búi þriggja eða fjögurra ára nám en ekki nokkura mán- aða eða 1 árs nám. Ferðar- áðgjafi er heiti sem henta ætti ferða- skrifstofum betur en ferðafræðingur, því hver er betur til þess fallinn að leggja almenningi ráð um ferðaval og- ferðamöguleika en einmitt starfs- fólk ferðaskrifstofa? Framsóknarflokkurinn hefur hafið gerð stefnumótunar flokksins í ferða- málum. Það er vel að stjómmálaflokk- ar taki þennan málaflokk upp á arma sína, hinsvegar hafa stjórnarflokkam- ir tveir unnið að opinberri stefnu \ ferðamálaum undanfama mánuði. A fundi Framsóknarflokksins 23. apríl sl. þar sem Ijallað var um mennta- mál, var sú hugmynd borin upp af Friðjóni Árnasyni, hótelrekstrarfræð- ingi, að boðið yrði upp á háskólanám í ferðamálafræðum á íslandi. Vitnað var í stefnumótunarvinnu stjórna- flokkanna þar sem þessa hugmynd ber einnig á góma. Vissulega. er þörf á því að þeim einstaklingum fjölgi sem Ijúka há- skólanámi í ferðamálfræði. Hinsvegar má benda á að nokkurt offramboð er af háskólamenntuðum ferðamála- fræðingum og svo virðist sem at- vinnulífið hafa ekki boðið þessa ein- staklinga velkomna. Má þar m.a. um kenna að ferðamálafræði er nám sem fæstir þekkja og ferðamálafræðingur er ekki opinberlega skilgreint hugtak. Félag háskólamenntaðra ferðamála- fræðinga skilgreindi hugtakið við stofnun félagsins og er það eina skil- greiningin, sem til er. Ferðamála- fræði er mjög víðtækt nám og teng- ist þverfaglega á margar aðrar há- skólagreinar. Störf við rannsóknir, alhliða skipulagsvinnu, ráðgjafar- störf, uppbyggingu ferðamannastaða og störf í markaðsmálum nálgast námið vel. Vera má að með tilkomu háskóla- náms á íslandi öðlist almenningur og ferðaþjónustan betri skilning á því hvað ferðamálafræði er. Hinsvegar má ekki gleyma því að Island er ey- land og það er okkur mjög nauðsyn- legt að fara erlendis til náms. Ferða- þjónusta er fjölþjóðleg atvinnugrein þar sem þekking á þörfum erlendra markaða, skipulagi ferðamála, tungu- málum og menningu annarra þjóða er grundvallaratriði. Námsmenn eru í námi á sömu mörkuðum og við sækjum síðan á hér heima. Háskóla- nám í ferðamálfræðum er ekki næsta skref sem stíga þarf í menntamálum ferðaþjónustu á íslandi. Fyrst verða undirstöðumar að vera komnar á þurrt land. Eða eins og Soffía Áma- dóttir, forstöðumaður Ferðamálaskóli íslands í MK, benti svo réttilega á í erindi sínu á fyrmefndum fundi Fram- sóknarflokksins, þá hafa skilgreining- ar bæði á atvinnugreininni og starfs- heitum innan hennar vafist fyrir jafnt ráðamönnum sem starfsfólki grein- arinnar. Ef vinna á stefnumótun í menntamálum ferðaþjónustu verður að leggja áherslu á að skilgreina hug- tökin. Vinna þarf að því að nám öðl- ist viðurkenningu innan greinarinnar, að einstaklingar sem ljúki námi hafi tryggt starfsheiti en ekki að við sitjum í einum graut „fræðinga" sem enginn kann skil á! ■ Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Höfundur er ferðmnálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.