Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 1
rogtMtÞfafrtö 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 1. MAI BLAÐ Kevin Keegan argur út í ummæli Alex Fergusons Knattspyman í Eng- landi er heiðarleg Kevin Keegan, knattspyrnu- stjóri Newcastle, var argur út í Alex Ferguson, knatt- spymustjóra Man- chester Uhited eftir leik Leeds og New- castle í fyrrakvöld. Keegan sagði að Ferguson hefði rang- lega ásakað Leeds þegar hann sagði að liðið héfði lagt sér- staklega hart að sér í leik gegn United fyrir hálfum mánuði en eftir leikinn, sem United vann 1:0, sagðist Ferguson ætla að fylgjast sér- staklega með hvort liðið héldi upptekn- um hætti gegn New- castle. „Þið ættuð að senda Ferguson spóiu af leiknum," sagði Keegan við Sky sjónvarpsstöð- ina. „Menn segja ekki það sem hann sagði um Leeds. Hann er minni mað- ur i mínum augum. Stundum er efast um heiðarleika í knattspymunni erlendis en knatt- spyrnan í Englandi er heiðarleg." Keegan var einnig óhress með ummæli Fergusons, sem sagði að þar sem Newcastle hefði samþykkt að leika ágóðaleik fyrii' Stuart Pearce hjá Forest, hefði hann ekki trú á að leikmenn Forest legðu sig alla fram í leik iiðsins gegn New- castle annað kvöld. Keegan sagði að ágóðaleikurinn hefði verið ákveð- inn fyrir mánuði, en ekki í gær. Ummæli Fergusons hafa vakið furðu í Englandi — hvað vakir fyrir honum er ómögulegt að segja. Var hann að brýna fyrir leikmönnum Leeds og Forest að leggja sig alla fram gegn Newcastle? Menn velta því fyrir sér, hvort það vopn geti snúist í höndum hans. Newcastle leikur gegn Nott. For- est á morgun og verður sýnt beint frá leiknum á Stöð 3 kl. 18.45. Reuter KEITH Gillespie skoraði sigurmark Newcastle gegn Leeds á Elland Road, 0:1. Hér er hann í baráttu vlð Nigel Worthington. KORFUKNATTLEIKUR Þorvaldur sterkari en Lárus Orri ÞORVALDUR Örlygsson, sem hefur leikið mjög vel að undanförnu, og félagar hans hjá Oidham unnu þýðingarmikinn sigur í fallbaráttunni í 1. deild, þegar þeir lögðu Stoke með Lárus Orra Sigurðsson innanborðs í gærkvöldi í Oldham, 2:0. Þar hefur Oldham bjargað sér frá falli - á heimaleik eftir gegn Luton í síðustu umferð. Þijú lið falla og er staðan á botninum þessi: Oldham er með 53 stig, Reading 53, Millwall 51, Portsmouth 49, Watford 48 og Luton 45. Mill- wall á eftir útileik gegn Ipswich og Portsmouth útileik gegn Huddersfiled. Stoke er enn í fjórða efsta sætinu með 70 stig þegar ein umferð er eftir í deildinni, næst koma Chariton með 70 stig, Leicester 68, Ipswich 65 og Huddersfield 63. Gascoigne með tvöfalt í Skotlandi ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur unnið tvöfalt í Skotlandi - í gærkvöldi var hann útnefndur besti leikmaður Skotlands 1996 hjá íþróttafréttamönnum, aðeins tveimur dögum eftir að leikmenn í úrvalsdeildinni völdu hann besta leikmann ársins. Gascoigne, sem fagnaði Skotlandsmeistaratitli um sl. helgi, hefur skorað nítján mörk á hans fyrsta keppnistímabili með Glasgow Rangers. „Það er stórkostlegt að vera útnefndúr hjá íþróttafréttamönnum.“ sagði Gascoigne, sem hefur fengið að sjá fjórtán gul spjöld í vetur. Dortmund fékk skell í Karlsruhe MEISTARAR Dortmund fékk skeli í Þýskalandi í gærkvöldi, töpuðu stórt fyrir Karlsruhe, 0:5. Dortmund og Bayem Miinchen eru nú efst með 58 stig, markatala Dortmund er betri. Karlsruhe fékk óskabyijun þegar Thomas Hassler skoraði eftir aðeins sex mín. Capello tók tilboði Real Madrid FABIO Capello, þjálfari Ítalíumeistara AC Milan, staðfesti í gær að hann hefði ákveðið að taka tilboði Real Madrid. „Ég hef ekki skrifað undir en ég fer til Madríd,“ sagði Capello sem hefur verið þjálfari AC Milan síðan 1991 og ætlar að gera samning við spænska félagið til þriggja ára. „Saga Real er glæsileg og ég ætla að vinna að því að koma liðinu á toppinn í Evrópu á ný.“ AC Milan bauð Capello samning til þriggja ára en hann sætti sig ekki við ákvæði tengd árangri liðsins á samningstímabilinu. „Fyrirtæki sem setur svona ákvæði í samning treystir ekki viðkomandi," sagði hann en bætti við að hann væri ekki sár. „Breyting er nauðsynleg, því sam- skipti verða erfið eftir svo mörg ár.“ Hann sagði að AC Milan yrði áfram stórveldi en félagið gerði ráð fyrir að senya við hollenska framheij- ann unga Patrick Kluivert hjá Evrópumeisturum Ajax innan tveggja ára. „Ég fer frá frábæru liði og með Kluivert innan tveggja ára verður það áfram á hæsta stalli næstu fjögur árin.“ Teitur og Anna María best TEITUR Örlygsson úr Njarðvík og Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík voru í gærkvöldi út- nefnd bestu leikmenn íslands- mótsins í körfuknattleik, enþá hélt körfuknattleiksfólk lokahóf sitt á Hótel Sögu. Bestu erlendu leikmennirnir í deildunum voru kjörnir Jason Williford hjá Haukum og Betsy Harris hjá Breiðabliki, en það eru leikmenn deildanna sem kjósa bestu ein- staklingana. Besti nýliði karla á síðasta vetri er Bjarni Magnús- son af Akranesi og hjá konunum var það Sóley Sigurþórsdóttir, sem einnig leikur meðÍA. Leikmenn liðanna kusu Birgi Guðbjörnsson besta þjálfara árs- ins, en hann hélt um stjórnvölinn hjá Breiðabliki í vetur og náði góðum árangri með liðið. Sömu sögu er að segja af besta þjálfar- anum í kvennadeildinni, Suzette Sargente, sem þjálfaði Njarðvík. Kristinn Óskarsson úr Kefla- vík var kjörinn besti dómari ársins og Sigmundur Már Her- bertsson frá Njarðvík sá efnileg- asti. DHL-hraðflutningar, sem er aðalstyrktaraðili karladeildar- innar, valdi besta hraðaupp- hlaupsmanninn í deildinni og varð Eiríkur Önundarson hjá IR fyrir valinu. Nike-lið er einnig kosið og karlaliðið skipa Jón Arnar Ingvarsson og Sigfús Giz- urarson úr Haukum, Teitur Ör- lygsson úr Njarðvík, Guðmund- ur Bragason úr Grindavík og Hermann Hauksson úr KR. I kvennaliðinu eru Helga Þor- valdsdóttir úr KR, Linda Stef- ánsdóttir úr IR, Anna Dís Svein- björnsdóttir úr IR, Guðbjörg Norðfjörð úr KR og Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík. SKÍDI: 21. ANDRÉSAR ANDAR LEIKARNIR / D2, D3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.