Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 1.0. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING «,’y* ifw.'i jw •grfT‘ “41 ".!■!■■■ ■. v11- ’"ii ...... "T""! "" ....— 1 ...a-r' 1 *V 4T V-. - . . • .m'JT'- rr'.,. •; - 1 V • - >/,.* ' • . - . • : .' .. '• " - ■' ■*•! . \ fjarlægra, Þetta getum við í krafti þekkingar og fæmi sem byggir á menntun og reynslu. Forsetinn getur orð- ið að liði rheð því að hvetja til skilnings á mikilvægi menntunar meðal þjóðarinnar, - ekki menntunar fyrir fámenna forréttindahópa, heldur menntunar fyrir alla frá leikskólaaldri og í gegnum allt lífið. Þama ber ekki síður að hyggja að verkmenntun en að bóklegu námi. Annað atriði sem er mikilvægt í þessu sambandi, er að örva skapandi hugsun, bæði með listnámi og með öðr- um aðferðum. Samkeppni ungra hugvitsmanna sem á undanförnum árum hefur verið efnt til meðal grunn- skóla- og framhaldsskólanema er gott dæmi um slíkt starf. Forsetinn getur með ýmsum hætti talað fyrir og stutt við slíkt framtak í menntakerfi okkar. Vel menntuð þjóð getur sótt sér verkefni út um allan heim og þar hefur forsetinn einnig hlutverki að gegna við að opna íslendingum dyr erlendis.“ Með hvaða hætti gætir þú stuðlað að því? „Reynslan af störfum frú Vigdísar forseta sýnir svo ekki verður um villst, að góður forseti hefur ómælda mögu- leika til þess að verða íslendingum að liði við markaðs- setningu erlendis. Sú reynsla sem getur gagnast mér í þessu sambandi er annars vegar margra ára búseta og störf erlendis sem vísindamaður, en eðli sínu samkvæmt felur það starf í sér alþjóðleg tengsl. Hins vegar höfum við hjá Sjávarútvegsstofnun unnið markvisst að því að koma á tengslum og samningum við aðila um allan heim, Stór þáttur í þessu sam- starfi er að greiða götu unga fólksins, sem er að hasla sér völl og þarf að skapa sér sambönd“. Nú ert þú ung sjálf. Hver eru tengsl þín við unga fólkið og hvað viltu segja við það? „Sú staðreynd að ég á lítil börn og hef unnið með ungu fólki nánast alla mína starfsævi ger- ir að verkum að mér finnst unga fólkið vera sá hópur sem stendur mér næst. Ég er vön að hlusta á viðhorf ungs fólks og starf mitt felur í sér það verkefni að greiða götu þess, bæði í námi og störfum heima og erlendis. Við unga fólkið vil ég fyrst og fremst segja: Notið vel þær gjafir sem lífið hefur gefið ykk- ur og þau tækifæri sem ykkur bjóðast. Búið ykkur vel undir framtíðina og hafið trú á ykk- ur sjálfum. Nái ég kjöri, skal ég nota alla mína reynslu og sambönd um heiminn til að opna ykkur dyr og tækifæri. Ég er bjartsýn um horfur hér á landi. Það er erfitt að spá um framtíðina, því hún mun að miklu leyti ráðast af framförum í tækni og þekk- ingu sem við sjáum ekki fyrir. En tæknin vinn- ur með okkur. Nú skipta fjarlægðir sífellt minna máli í samskiptum og það getum við nýtt okk- ur bæði innanlands og utan. Ég er þess full- viss að tíminn mun vinna með okkur ef við höldum rétt á spöðunum. Þess vegna vil ég hvetja unga fólkið til bjartsýni og til að afla sér þjálfunar og menntunar, svo það geti sjálft skapað nýjungar og aðlagað þær erlendu ís- lenskum aðstæðum og nýtt þær til ávinnings fyrir okkur öll og þá sem á eftir okkur koma.“ Námsferill sjálfrar þín er heldur óvanaleg- ur, þú byrjar fyrst í hugvísindunum í tón- list, leiklist og bókmenntum, tekur háskóla- próf í sálarfræði og ferð þaðan yfir í raunvís- indin og verður lífeðlisfræðingur... Guðrún hlær við - „Já, ég hef víst farið heldur óhefð- bundnar leiðir og ekki alltaf valið stystu leiðina að mark- inu. En lífið skiptist ekki í skólagreinar og ég hef lært af öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur á þessari króka- leið. Allt skilar sér með einhverjum hætti.“ Þú varðst ung háskólakennari, hvaða augum lít- ur þú starf kennarans eftir þína reynslu? „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að kenna, og ver- ið heppin með að hafa alltaf fengið að kenna efni sem ég sjálf hef verið heilluð af. Það gerir starfið miklu auð- veldara, sérstaklega þegar nemendumir eru jafn opnir og skemmtilegir og mínir hafa verið. Kennari getur haft langvarandi áhrif á viðhorf nemenda sinna og ber því mikla ábyrgð. Víðsýni, umburðarlyndi og fordómaleysi eru mikilvægt veganesti, ekki síst fyrir heilbrigðisstétt- ir. Á undanfömum árum hef ég kennt verðandi hjúkr- unarfræðingum í hundraðatali og fengið góða innsýn í heilbrigðiskerfið gegnum störf mín við námsbraut í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands og aðrar heilbrigðisdeildir.“ Hvaða þróun sérðu í heilbrigðismálum á íslandi? „Nú á velferðarkerfið víða undir högg að sækja, - en ég vona að við getum haldið svo á spöðum að heilbrigðis- þjónusta verði ekki háð efnahag hér á landi. Ef til vill getum við aflað tekna á móti útgjöldunum með því að selja útlendingum slíka þjónustu. Við eigum vel mennt- að fólk og tæknivæddar sjúkrastofnanir sem kann að vera hægt að nýta í þessu sambandi, til dæmis úti um land. Þetta er þó meðal annars háð því hvort sjúkling- ar fá kostnað að hluta greiddan af tryggingum í heima- landi sínu“. Þú hefur verið vísindamaður drjúgan hluta ævinnar. Hvað hefurðu einkum verið að fást við ? „Rannsóknir mínar hafa í meginatriðum verið tvíþætt- ar: Annars vegar hef ég unnið að rannsóknum á tauga- kerfinu en hins vegar á orsökum hjarta- og æðasjúk- dóma. Þessar rannsóknir eru gerólíkar: þær fyrmefndu fela í sér smásjárskoðun á lituðum taugafrumum í allri sinni tign. Ég vinn á sviði þar sem verið er að leita líf- fræðilegra lausna á vanda mænuskaddaðra, sem nú búa við ólæknandi örkuml. Að hjarta- og æðarannsóknunum starfa ég hins vegar með fjölmennum og samhentum hópi sem hefur unnið saman frá upphafi verkefnisins árið 1979. Þar er nýtt það einstæða tækifæri sem Vestur-íslendingar gefa til að vega áhrif erfða á móti áhrifum umhverfis á heilsu- far manna. Þetta em mjög skemmtilegar rannsóknir og í þeim höfum við kynnst hundruðum íslendinga bæði hér heima og vestanhafs.“ Er eitthvað sérstakt sem þig langar að segja okkur frá um niðurstöður þessara rannsókna? „Það væri gaman að minnast á eitt atriði sem tengist landbúnaðarafurðum okkar og hugsanlegum útflutningi þeirra sem heilsuvöru. Við fundum að böm á Fljóts- dalshéraði höfðu í blóðinu hátt hlutfall svokallaðra Omega-3 fituefna, sem venjulega em tengd miklu fiskáti og þykja góðs viti. Eins og við er að búast er mataræði á Héraði ríkara af landbúnaðarafurðum en sjávarfangi og við veltum fyrir okkur hvaðan þessi fituefni kæmu. Lambakjötið var fitugreint og kom þá í ljós að það var mun ríkara af Omega-3 fitum en menn hafði órað fyr- ir. Þetta eru hjarta- og æðavænar fitur sem fólk gjarn- an kaupir sér dým verði í heilsubúðum og apótekum. Nú er verið að rannsaka þetta nánar, - en án efa geta þessar niðurstöður stutt við markaðssetningu lamba- kjöts sem hágæða heilsufæðis. Á mínu heimili fylgjumst við grannt með þróun í land- búnaðarmálum, ekki síst vegna þess að Ólafur mað- urinn minn var bóndi í áratug og þekkir því af eigin reynslu þann vanda sem sauðfjárbændur eiga við að etja. Ólafur hefur látið sig lausn landbúnaðarvandans miklu varða og hefur átt gott samstarf við bændur og þá sem leita nýrra markaða fyrir landbúnaðarafurðir erlendis. Þekking hans á þessu sviði mun að sjálfsögðu nýtast mér.“ Hvernig líst Ólafi manni þínum á framboð þitt til forseta? „Hann styður mig heilshugar sem sést meðal annars á því að hann ákvað að taka ekki sæti sem varamaður á Alþingi á meðan á kosningabaráttunni stendur og afsal- ar sér þingmennsku nái ég kjöri. Enda erum við bæði sammála um að forsetaembættið megi ekki tengjast stjórnmglaflokkum og þeirra pólitík. Þótt Ólafur hafi fengist við ýmis störf til sjávar og sveita um ævina, hef- ur rauði þráðurinn alltaf verið skriftir. Á því sviði eru mörg verkefni sem hann getur hugsað sér að vinna að, nái ég kjöri - ævisagnaritun myndi falla honum vel og hann hefur lengi ætlað að skrifa barnabók að vestan handa stelpunum. Svo er því ekki að neita að gamli bóndinn rennir hýru auga til æðarvarpsins og gráslepp- unnar! Ólafur er fróður og skemmtilegur, hann er fjöl- menntaður, hefur búið víða erlendis og er vel mæltur á erlendar tungur. Ólafur yrði mér ómetanlegur styrkur í þessu embætti." Þú ventir þínu kvæði í kross þegar þú tókst við starfi forstöðumanns Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands. f hverju er það starf fólgið? „Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar er meðal annars að efla kennslu og rannsóknir í sjávarútvegsfræðum í landinu, vinna að samstarfi Háskólans við at- vinnuveginn bæði í landi og á sjó, og koma á samböndum við erlenda aðila. Ég hef haft mjög mikla ánægju af þessu starfi og komist í gott samband við sjómenn, fiskvinnslufólk og útgerðarmenn og kynnst betur en áður þeim sem vinna að hafrannsóknum okkar, stjómvöld- um í sjávarútvegi og útflytjendum. Háskól- inn hefur þarna nokkuð sérstæða stöðu hins hlutlausa aðila og ég hef fengið að njóta henn- ar. I rannsóknunum lagði ég strax áherslu á ör- yggismál sjómanna, sem er mjög ábótavant. I könnun sem gerð var meðal sjómanna kom fram að um 80% þeirra hafa orðið vitni að vinnuslysi. Okkur er til vansa sem sjávarútvegs- þjóð að láta viðgangast þá slysahættu sem sjó- menn búa við í starfi sínu. Þessi mál er nú sem betur fer verið að taka fastari tökum.“ Þú minntist á samstarf við erlenda aðila, - geturðu nefnt okkur dæmi um það? „Þau em fjölmörg, - en sem dæmi get ég nefnt þá áherslu sem við leggjum á samstarf við há- skóla í Asíu. Það er ekki vafi á því að þar eru vaxandi markaðir fyrir íslenskt sjávarfang. Sjáv- arútvegsstofnun getur greitt fyrir sókn okkar með samstarfi við aðila þar eystra sem hafa sér- þekkingu á Asíumörkuðunum og á því hvem- ig vinna á sjávarafurðir fyrir þá. Slíkir samn- ingar eru þegar í höfn og næsta vetur fáum við fyrstu kennarana hingað til lands frá Taiw- an. Þeir munu kenna okkur hvað af sjávaraf- urðum okkar getur átt góða möguleika á mark- að í Suðaustur-Asíu. Þetta kalla ég sókn inn- anfrá, með hjálp þeirra sem besta þekkingu hafa. Það er ekki vafi á því að þetta mun nýt- ast okkur, - og það kostar næstum því ekki neitt. Hér er ekki verið að reisa áhættusamar skýjaborgir, heldur er gengið rólega til verks að skilgreindum verkefnum.“ Þú áttir sæti í nefnd sem undirbjó mögulegan rekstur íslendinga á Sjávarútvegsháskóla Sam- einuðu þjóðanna. Hvers virði heldurðu að hann kunni að verða fyrir okkur? „Það er mikið metnaðarmál fyrjr íslendinga að vera fal- in umsjá Sjávarútvegsháskóla SÞ. Það verður opinber alþjóðleg viðurkenning á því hversu framarlega við stönd- um sem sjávarútvegsþjóð, sem aftur getur nýst sem góð auglýsing fyrir afurðir okkar. Skólinn getur orðið mik- il lyftistöng fyrir sjávarútvegsmenntun alls staðar á land- inu. Síðast en ekki síst eru líkur á því að nemendur SÞ- skólans, sem koma frá þróunarlöndunum, muni leita til íslendinga eftir sérfræðiaðstoð og tækni- og hugbúnaði þegar þeir fara að vinna að uppbyggingu sjávarútvegs í sínum löndum. Þar er gífurlegt starf óunnið sem getur gefið okkur mörg og fjölbreytt sóknarfæri." Sóknarfærin liggja víðar, - hvað segir leiðsögu- maðurinn fyrrverandi um framtíðarþróun ferða- þjónustu hér á landi og um hlutverk forsetans í því sambandi? „Ferðamannastraumurinn þyngist stöðugt, við getum boð- ið fjölbreyttari ferðir og störfum í ferðaþjónustu á eftir að fjölga til muna. Ég er enginn sérfræðingur á þessu sViði en veit að ráðamönnum er ljóst að við getum ekki tekið við síauknum fjölda ferðamanna án þess að búa landið MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING undir þann ágang. Sjálf hef ég aðallega unnið að skipu- lagningu alþjóðlegra vísindaráðstefna á undanförnum árum. Það er ört vaxandi grein, ráðstefnum fjölgar stöðugt og menn langar að heimsækja nýja staði. Vísindaráð- stefna verður hins vegar ekki til án samvinnu ferðaþjón- ustu og fræðimanna sem geta skipulagt dagskrá fundar- ins og laðað erlenda samstarfsmenn til þátttöku. Sú landkynning sem forsetinn stuðlar að hefur mjög mikið að segja fyrir ferðaþjónustuna. Kjör frú Vigdísar vakti al- heimsathygli á sínum tíma og þeirri athygli hefur hún haldið alla tíð síðan. Hún hefur beint sjónum manna að Islandi og vakið áhuga þeirra á að koma hingað. Þetta er eitt af því sem góður forseti þarf að geta gert.“ Við höfum nú aðallega rætt um störf þín og við- horf til ýmissa mála - en ef ég má fara inn á per- sónulegri nótur: - Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? „Mér finnst alltaf erfitt að svara svona spurningum og gera upp á milli. En ætli svarið sé ekki: Að tala við fólk, - fá hlutdeild í hugarheimi annarra, fá að njóta þess sem önnur manneskja hefur á löngum ferli byggt upp innra með sér“. Hér er töluvert af bókum, - hvað lestu helst? „Mér gefst nú minni tími en áður til að lesa það sem mig langar til. í vinnunni les ég mest skýrslur og fræðigrein- ar - en heima er erilsamt og lítill tími til lestrar fyrr en seint á kvöldin. Á náttborðinu liggur því lestrarefni við hæfi þess sem þarf að fá mikið á stuttum tíma: Ljóða- bækur og íslendingasögur.“ Hvað með tónlist? „Ég hlusta mikið á tónlist og get vart án hennar verið. En ég er fyrst og fremst njótandi, - að vísu hef ég sung- ið í ýmsum kórum um dagana, mér til ómældrar ánægju. Kórsöngurinn hefur kennt mér mikið um mátt samvinn- unnar: hvernig ein vanmáttug altrödd, sem stautar sig í byrjun fram úr nótunum, verður að lokum hluti af mátt- ugri heild allra radda og hljómsveitar. Þaðer stórkost- leg reynsla. Maður heyrir ekki oft rætt um þá staðreynd að fyrir tilstilli tónlistarskólanna og kóra um land allt hefur bókmenntaþjóðin í raun þróast yfir í tónlistar- þjóð. Ég held að það sé óvíða jafn víðtæk og almenn þátttaka í menningarstarfi eins og í tónlistarstaffi hér á landi. I sumum héruðum liggur við að búskapur sé að verða aukabúgrein við hliðina á kórsöngnum!" Að lokum langar mig að spyrja þig um megin- viðhorf þín til forsetaembættisins. Hverjir eru að þínu mati aðalþættirnir í starfi forsetans? „Forsetinn er eini þjóðkjörni fulltrúi fólksins í landinu. Þýðingarmest er, að eftir kosningar geti öll þjóðin - líka þeir sem kusu aðra - sætt sig við hann sem fulltrúa sinn og sameiningartákn þjóðarinnar. Forsetinn kemur fram fyrir hönd okkar allra, ekki aðeins í gleði heldur einnig í sorg, eins og við fengum svo sterkt að reyna eftir hörm- ungamar á Vestfjörðum á síðastliðnu ári. Þar veitti nær- vera fni Vigdísar aðstandendum styrk og fól í sér samúð okkar allra. Þannig þarf forsetinn að vera ótvíræður full- trúi þjóðarinnar, ekki aðeins sameiningartákn heldur einnig sameiningarafl. Starfið er í meginatriðum tvíþætt. lnnanlands leggur for- setinn áherslu á að þrátt fyrir öll deilumál og dægurþras erurn við ein þjóð. Hann á að standa vörð um þann menn- ingararf sem við höfum fengið í hendur og stuðla að því að við auðgum hann og færum áfram í hendur næstu kyn- slóðar. Jafnframt því þarf hann að hafa næman skilning á samtímanum og þeim framförum sem eiga sér stað bæði hér heima og erlendis. Með styrk þjóðarinnar að baki sér kemur forsetinn fram fyrir hönd hennar erlendis, ávinn- ur henni virðingu og opnar henni dyr um allan heim. Samskipti okkar við aðrar þjóðir aukast síféllt, við þurf- um góðan málsvara í harðnandi samkeppni þjóðanna. Rödd Islands á að heyrast meira í alþjóðlegu sáttastarfi. Það er einkenni okkar að við erum vopnlaus þjóð og því vel við hæfi að við látum að okkur kveða í nafni friðar. Nú þegar við kjósum okkur forseta hljótum við að spyrja að því fyrst og fremst hvaða skilaboð við ætlum að gefa okkur sjálfum og umheiminurrt í upphafi nýrrar aldar. Því forsetinn er ímynd þjóðarinnar, fyrirmynd hennar og sjálfs- mynd. Forsetinn er ekki yfir þjóðina hafinn, - hann er jafningi sem hún hefur valið til forystu.” Lokaorð? „Tmin á landið og okkur sjálf er það sem hefur dugað okk- ur íslendingum í fortíð, í nútíð og mun duga okkur í fram- tíð. Markmið okkar á að vera að íbúar þessa lands búi við sambærileg kjör og nágrannaþjóðir. Þetta er hægt ef við nýtum af skynsemi auðlindir landsins, hafsins og síðast en ekki síst þann auð sem með þjóðinni sjálfri býr. Ég vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða.“ -phh FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 B Umrnæii þeirra sem tlt þekkja Haraldur Bessa- son, fyrrv. rektor Háskólans á Akur- eyri. „Dr. Guðrúnu Pét- ursdóttur líffraeð- ingi kynntist ég fyrstfyrir allmörg- um árum úti í Kanada. Hún hafði þá verið valin til starfa með harðsnúnum hópi annarra vísindamanna. Engum sem til þekkti blandaðist hugur um að hæfni hennar og dugnaður réðu því að hún var þá köll- uð á vettvang þó ung væri að árum. Síð- ar bar fundum okkar saman við Háskól- ann á Akureyri skömmu eftir að sú stofnun tók til starfa, en þar kenndi dr. Guðrún um skeið verðandi hjúkrunarfræðingum eina af undirstöðugreinum heilbrigðisfræðinn- ar við góðan orðstír og varð því ein þeirra sem lögöu hinni ungu menntastofnun lið á upphafsárum hennar. Vísindastörf dr. Guðrúnar og kennsla hennar við æðstu menntastofn- anir þjóðarinnar horfa til gagnsemdar og hafa aukið henni sjálfri virðingu. Með framangreind atriði í huga leyfi ég mér að fullyrða að ævi- og menntaferill henn- ar sé óvenjuglaestur og læt jafnframt í Ijós þá trú mína og vissu að dr. Guðrún Pétursdóttir hljóti sæmd af hverju starfi sem hún tekur sér fyrir hendur. Af þeirri sök hika ég ekki við að Ijá henni stuðn- ing til kjörs í embætti forseta íslands." Ester Sigurbjörns- dóttir, ræstinga- kona. „Ég kynntist Guð- rúnu Pétúrsdóttur þegar ég vann við ræstingar við Líf- fræðistofnun Há- skólans árið 1978, þarsem hún vann iíka. Þar lenti ég í þrengingum í sam- bandi við mína vinnu og var beitt órétt- læti. Guðrún lét sig það skipta og hvatti mig til að standa á rétti mínum og ég veit að hún hringdi í háskólaritara út af þessu máli. Hún og samverkamaður hennar sem heitir Logi stóðu eins og klettur með mér í þessari baráttu. Ég kynntist henni að öðru leyti ekki per- sónulega, nema hún var alltaf hress og almennileg, heilsaði og kvaddi með bros á vör og það skipti mig máli, enda var maður að mæta i vinnuna á kvöld- in þegar flestir voru farnir." Baldvin Tryggva- son, sparisjóðs- stjóri SPRON. „Strax og ég hafði spurnir af að dr. Guðrún Péturs- dóttir hygðist bjóða sig fram í næstu forseta- kosningum, var ég staðráðinn í að veita henni þann stuðn- ing sem ég mætti, til þess að hún næði kjöri. Ég hef þekkt hana í rúmlega 20 ár, eða frá því að hún tók að sér að annast móttöku og leiðsögn fyrir þann mikla fjölda erlendra listamanna sem sóttu Island heim á vegum Listahátlðar í Reykjavík 1974. Ég var þá formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðarinnar og fylgdist því náið með störfum Guð- rúnar sem hún leysti af hendi svo vel og hnökralaust að það vakti sérstaka at- hygli. Síðan hafa leiðir okkar Guðrúnar oft legið saman og ég veit af löngum kynnum að Guðrún er einstaklega mik- ilhæfum mannkostum búin. Hún er fjölmenntuð gáfukona, sem á afar létt með að blanda geði við fólk hvar í flokki sem það stendur, unga jafnt sem aldna, háa sem lága. Ég er þess fullviss að Guðrún Pétursdóttir yrði farsæll forseti (slands, landi og þjóð til sóma. Ég hvet þvl kjós- endur til að fylkja sér um Guðrúnu Pét- ursdóttur og veita henni öflugt brautar- gengi í forsetakosningunum í júnf nk." Jón Sigurðsson, lektor Bifröst. „Ég hef fylgst með frama Guðrúnar Pétursdótturfrá því við kynntumst fyr- ir löngu. Hún hefur á eigin verðleikum náð langt í alþjóð- legum vísinda- störfum og hefur hvarvetna getið sér orð og aðdáun. Guðrún Pétursdóttir getur geislað af andríki og hnyttni og hefur ákaf- lega heillandi framkomu. Hún hefur eðl- islæga réttlætiskennd, skyldurækni og samviskusemi og íslenskan metnað. Þessa kosti þarf forseti þjóðarinnar að hafa og því styð ég Guðrúnu Pétursdóttur í það embætti." Ólafur Hergill Oddsson, héraðs- læknir Norður- lands eystra. „Ég kynntist Guð- rúnu Pétursdöttur fyrst á stórri át- þjóðlegri ráð- stefnu um heil- brigði á norður- slóðum, sem haldin var í Reykjavík árið 1993, en hún var þar ráðstefnustjóri. Ég flutti þarna erindi og ræddi við hana bæði fyrir og eftir ráðstefnuna. Mér fannst hún vinna sitt verk nákvæmlega og var hún á all- an hátt þægileg í samskiptum. Guðrún var vel inni í öllum málum sem upp komu á ráðstefnunni en þar þurfti hún að eiga samskipti við fjölda fólks frá ýmsum þjóðlöndum á norðurhjara, svo sem Kanada, Síberíu og Alaska svo dæmi séu nefnd. I lokahófinu kom Guðrún fram á íslenska þjóðbúningnum og hélt ræðu. Það er óhætt að segja að hún átti hug og hjarta allra sem þarna voru, enda leiftrandi persónuleiki með mikfa útgeisl- un, rammíslensk en jafnframt alþjóðleg. Ég verð að segja að mérflaug þá í hug að þarna væri kominn framtíðarforset- inn okkar sem við gætum treyst vegna hennar eigin verðleika. Mér finnst hún nálgast fólk af virðingu og vera heil- steypt manneskja. Ég treysti henni því mjög vel til að gegna forsetaembætt- inu." Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, nemi á fjórða ári í hjúkrunarfræði. „Guðrún hefur eiristakt lag á því að gera flókna hluti skiljanlega fyrir nemandann. Það er svo margt í lifeðlisfræðinni sem henni tókst að opna augu okkarfyrir og það á skemmti- legan hátt! Ég sé enn fyrir mér tilfær- ingarnar hjá henni við útskýringarnar. Og hún hætti ekki fyrr en allir höfðu skil- ið það sem hún var að fræða okkur um. Það eru margir samnemendur mínir sammála mér um að Guðrún sé einn fárra kennara sem standa upp úr eftir námið í H.l. Ekki aðeins vegna þess hversu frábær kennari hún er, heldur líka vegna þess - og ekki síður - hversu einstök manneskja hún er. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar óg var á 1. ári og var komin að því að hætta námi þegar ég féll í erfiðum kúrsi. Ég talaði við Guðrúnu og átti við hana langt og gott samtal. Hún eyddi miklum tíma og mörgum orðum í að stappa í mig stál- inu, hvetja mig og benda mér á sterk- ar hliðar í fari mínu. Hún fylgdist síðan með mér í gegnum námið - til að heyra hvernig gengi og það þykir mér mjög vænt um. Ekkert mannlegt er Guðrúnu óviðkomandi, sem ég tel vera mikilvæg- an kost ( því embætti sem hún býður sig fram í nú. Þorgeir Þorgeir- son, rithöfundur. „Ég hef þekkt Guðrúnu Péturs- dóttur síðan hún var unglingur og fylgst með ferli hennar og gerð- um til þessa dags. Strax á unga aldri var hún undrasjálf- stæður, heilsteyptur og agaður persónu- leiki með góða og farsæla greind. Það kom engum, sem til hennar þekkja, á óvart að vísindamannsferill hennar varð bæði glæstur og farsæll. Hitt kom mér, að minnsta kosti, meir á óvart þegar hún bauðst til að láta vlsindastörfin víkja fyrir því að sinna embætti forseta (slands. Geta hæfileik- ar góös vfsindamanns nýst í því starfi? Við nánari athugun rifjast það upp að hæfileikar Kristjáns Eldjárn nýttust einmitt mæta vel í starfi forseta (slands: Þjálfuð yfirvegunin, lotningin andspæn- is staðreyndum, kunnáttusöm sannleiks- leitin, agaður heiðarleikinn. Allt voru þetta eigindir, sem nýttust Kristjáni eft- ir að þjóðin hafði borið gæfu til aö kjósa hann forseta sinn. Og síðast en ekki síst: sjálf- stæðið andspænis letilegum, spilltum pólitíkusum. Þó embætti forseta (slands sé óljóst skilgreint i lögum, hljótum við að halda í þá von að það geti verið skipað einstaklingi, sem fær er um að höndla sjálfstætt andspænis löggjafa, fram- kvæmdavaldi og dómsvaldi þegar á reynir. Annars væri þjóðkjörinn þjóð- höfðingi lítils virði. Til þess þarf að vísu líka kjark. En þann eiginleika hefur mér sýnst Guð- rún hafa. Með fullri virðingu fyrir öðr- um frambjóðendum vildi ég mega segja: Guðrúnu Pétursdóttur treysti ég betur en öðrum þeim, er ykkur kjósendum nú standa til boða í embætti forseta (slands, sem vissulega á að vera hafið yfir sjón- armið pólitískra leðjuslagsmála því for- setinn á að vera umboðsmaður þjóðar- innar gagnvart þeim sem telja sig hina raunverulegu valdamenn samfélagsins. Þeim hættir til að líta á sjónarmið al- mennings sem hégiljur. Það hafa nýleg dæmi sannað. Þegar svo ber við þarf almenn- ingur að eiga umboðsmann með bæði kjark og myndugleika til að minna of- metnaðarseggina á lýðræðislegri sjón- armið. Ekki síst í þágu þeirra sjálfra." 1 I t! ' s t I i Matthías Bjarna- son, fyrrv. ráð- herra. „Forseti íslands er valinn af íslensku þjóðinni en ekki af fáeinum æðstu mönnum hennar. Valdssvið forseta (slands er tak- markað í stjórnarskrá íslenska lýðveld- isins. Það er mikils virði að sá/sú er gegn- ir þessu virðulegasta starfi fyrir þjóðina búi yfir víðsýni og beiti áhrifum sínum gegn óréttlæti og valdhroka. Guðrún Pétursdóttir ferðaðist með manni sínum um Vestfirði fyrir próf- kjör er hann tók þátt í fyrir síðustu al- þingiskosningar. Hvar sem hún kom sýndi hún frábæran skilning á högum fólksins og skoðunum þess. Þessi glæsilega kona á að mín- um dómi brýnt erindi í embætti forseta Islands og að verða sameiningartákn allrar íslensku þjóðarinnar. Ég óska henni velfarnaðar í komandi forsetakosning- um." Bjarni Friðriksson, júdómaður og bókaútgefandi. „Ég tel Guðrúnu Pétursdóttur kjörna í embætti forseta (slands fyr- ir margra hluta sakir. Hún er vel gefin kona með sterka réttlætiskennd sem kemur eins fram við háa sem lága. f hennar návist verður fólk frjálslegt og óþvingað og umræður lifandi, enda er Guðrún einlægur mannvinur sem hollt er að umgangast. Ekki spillir að hafa Ólaf við hlið Guðrúnar, enda maðurinn haf- sjór af fróðleik og hinn skemmtilegasti viðræðu." Stefán B. Sigurðs- son, prófessor í líf- eðlisfræði. „Um langt árabil hefi ég átt mjög gott samstarf við dr. Guðrúnu Pét- ursdóttur bæði við kennslu og rann- sóknir. Þegar Guðrún hóf störf á Rann- sóknarstofu H.(. í lífeðlisfræði 1977, eftir að hún lauk mastersnámi í Oxford, varð hún strax leiðandi í skipulagningu, upp- byggingu og kennslu nýrra námskeiða sem þá var verið að hleypa af stokkun- um. Hún sýndi mikið frumkvæði og var óhrædd við að takast á við hin ólíkustu verkefni, og leysti þau öll frábærlega af hendi. Hún varð strax afburða vinsæll kennari og naut mikils trausts samstarfs- manna sinna. Þegar kom að því að skipu- leggja hinar umfangsmiklu samanburð- arrannsóknir á (slendingum og Vestur-(s- lendingum, var Guðrún frá upphafi í hópi forystumanna. Þar reyndi mjög mikið á samskiptahæfni, skipulagsgáfu og áræði, því hér er um þverfaglega rannsókn að ræða sem byggir á samstarfi fjölda vís- indamanna, bæði erlendra og íslenskra. Guðrún er að mínu mati í röð bestu lífvísindamanna íslands og þar að auki frábær stjórnandi og skipuleggjandi. Ég styð hanatil embættisforseta íslands."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.