Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ H Iveco EuroTech með húlfsjálfskiptingu Nýr Land Cruiser til sölu í sumar ÍSTRAKTOR hf., umboðsaðili Iveco, hefur hafið sölu á ný á stórum vöru- bílum. EuroCargo, EuroTrakker, EuroStar og EuroTech heitir vörubíla- línan. Þessir vörubílar hafa þrisvar hlotið titilinn vörubíll ársins frá 1992. Iveco EuroTech er þeirra stærstur og var nýlega gengið frá sölu á ein- um slíkum bíl, 260E42. Hann er tíu hjóla með 420 hestafla, 13,8 lítra vél með forþjöppu og millikæli. Gír- kassinn er Eaton með hálfsjálfskipt- ingu og drif er á báðum afturöxlum. Að framan eru parabelfjaðrir en að aftan er loftfjöðrun. Bíllinn er búinn ABS hemlakerfi og eru diskahemlar að framan en tromlur að aftan. Margskonar þægindi eru í bílnum eins og ísskápur, loftkæling, hráol- íumiðstöð og fleira en kojuhúsið er með háum topp. Þýð og hljóðlát vél Húsið á bflnum hefur sama svip- mót og húsið á EuroCargo sem er minni bfll. Það er vegna þess að Iveco notar sömu hlutina í minni og stærri bílana þar sem það er hægt. Til dæm- is eru sömu framhurðir á 6,5 tonna EuroCargo og 26 tonna EuroTech. Hægt er að ganga beint inn í bíl- inn upp þrjú upplýst þrep án þess að snúa upp á líkamann. Ökumanns- sætið er loftfjaðrandi og rafhitað og í bakinu eru stillanlegir loftpúðar. Setulengdin er einnig stillanleg og öryggisbeltið er fast í sætinu. Far- þegastóllinn er eins. Stýrishjólið er hæðarstillanlegt. Vélin er þýð og hljóðlát. Hámarks- togið er 1900 Nm við 1.100 snún- inga. Eyðslan hefur mælst í erlendum prófunum undir 40 lítrum á hundrað- ið með 40 tonna heildarþunga. Auð- velt ætti að vera að halda bílnum niðri í eyðslu með afar þægilegri hálfsjálfskiptingunni því það er leik- ur einn að halda bílnum á hagstæð- asta snúningssviði með henni. Eaton hálfsjálfskiptingin er venju- leg kúpling og gírkassi en það eru rafstýrðir lofttjakkar sem kúpla og skipta um gír. Búnaðurinn er því ekki viðamikiil eða flókinn. í mæla- borði sést í hvaða gír bíllinn er og gírstöngin er í raun aðeins stuttur pinni. A skjánum sést hversu marga gíra ökumaður hefur til umráða upp eða niður eftir snúningshraða vélar- innar og hraða bílsins. Auðvelt er að hlaupa yfir gíra. Búnaðurinn kost- ar aukalega 260 þúsund kr. fyrir utan virðisaukaskatt en trúlega spar- ast sú upphæð í minni olíueyðslu fyrr en varir. Iveco EuroTech 260E42 kostar 7.950.000 kr. með miklum aukabún- aði en 6.940.660 kr. án hans. Þetta verð er án virðisaukaskatts. ■ NÝ GERÐ af Toyota Land Cruiser verður kynnt á Evrópumarkaði í sumar og kemur hann í stað Toy- ota 4Runner og Land Cruiser 70. Þessi nýja gerð af Land Cruiser kemur sem viðbót við Land Cruiser 80 línuna og mun keppa, bæði í verði og búnaði, við bíla í flokki millistórra jeppa svo sem Mitsubis- hi Pajero, Ford Explorer og Jeep Cherokee. Nýja gerðin verður boðin í fimm hurða útfærslu hér heima og með sætum fyrir 7 manns. Að sögn forsvarsmanna Toyota umboðsins verður verðið á bílnum mjög gott eða frá 3.695.000 kr. Nýtt útlit Bíllinn er með nýju útliti á yfir- byggingu og innréttingum Gott innanrými er í bílnum og frágang- ur stílhreinn og vandaður. Undir- vagn og fjöðrunarbúnaður hefur verið endurhannaður og með því hafa náðst fram betrumbætur á fjöðrunar- og stýriseiginleikum. Að framan er sjálfstæð gorma- fjöðrun með tvöföldum spyrnum og að aftan er hásing með fjög- urra punkta gormafjöðrun. Nýja gerðin af Land Cruiser er búin tannstangarstýri. Dísilvélin er þriggja lítra línuvél með forþjöppu og að grunni til sú sama og hefur getið sér gott orð fyrir mikinn togkraft í Toyota 4Runner. Til að bæta enn meira afli og nýtingu eldsneytis er hún nú með rafeindastýrða fjölinns- prautun. Dísilvélin skilar 126 hestöflum við 3.600 snúninga á mínútu og togið er 295 Nm við 2.400 snúninga á mínútu. Einnig verður fáanleg nýlega hönnuð 3,4 lítra, 24 ventla, V6 bensínvél sem skilar 180 hestöflum við 4.800 snúninga á minútu og með há- markstog 298 Nm við 3.600 snún- inga á mínútu. Með báðum vélun- um kemur fjögurra gíra rafeinda- stýrð sjálfskipting en dísilvélin VOLVO 850 er kominn með aldrif og verður væntanlega til sölu hérlendis í byrjun næsta mánaðar. Aldrifinn Volvo 850 á 3,3 milljónir SALA á Volvo 850 með aldrifi hefst á Islandi í byijun júní. Fyrst um sinn verður þó aðeins hægt að sérpanta hann þar sem Brimborg hf., umboðs- aðili Volvo, hyggst ekki flytja bílinn inn fyrr en hann verður fáanlegur með sjálfskiptingu og það verður ekki fyrr en eftir eitt ár sem hann kemur með þeim búnaði. Sjálfskiptur og mjög vel búinn, (ABS-hemlakerfi, tveir líknarbelgir, rafdrifnar rúður og speglar, loftkæl- ing o.fl.), verður aldrifmn Volvo 850 á um 3,3 milljónir króna. Hann verð- ur með fimm strokka bensínvél með forþjöppu sem skilar 193 hestöflum. Vélin var sérstaklega hönnuð fyrir aldrifsbílinn. Enn stærri vél I desember verður bíllinn síðan kynntur með 2ja lítra, fimm strokka vél með forþjöppu sem skilar 240 hestöflum og fæst hérlendis með þeirri vél sjálfskiptur í maí 1997. Verðið verður svipað þrátt fyrir stærri vél. Þá á Brimborg von á sjálfskiptum Volvo 850 með fímm strokka dísilvél frá Audi sem er 140 hestafla en tog- t S40 er kominn til landsins en sala hefst þó ekki fyrr en í ágúst. ar svipað og bensínbíllinn með for- þjöppunni. Bíllinn verður líklega til sölu seinnipartinn í júní eða byrjun júlí. Egill Jóhannsson framkvæmda- stjóri Brimborgar kveðst telja að þarna sé kominn framtíðarleigubíll fyrir landsmenn því bíllinn sé afar sparneytinn. Brimborg hefur fengið fyrsta S40 bílinn til landsins en sala á honum hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Fram- leiðsla á sjálfskiptum S40 hefst ekki fyrr en í júní og ætlar Brimborg ekki að flytja bílinn inn að ráði nema með þeim búnaði. Langbakurinn, F40, er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í maí eða byijun júní og af- hendist hann í ágúst. ■ REKSTRARKOSTNAÐUR BIFREIÐA 1996 Útreikningar FÍB sem miðast við nýja bifreið af árgerð 1996 Helmlltl: FÍB Verðflokkur (kr) 1.050.000 1.350.000 2.000.000 Þyngd (kg) 850 850 1.050 1.050 1.300 1.300 Eyðsla (1/100 km) 8 8 9 9 11 11 Tryggingaflokkur 1 1 2 2 3 3 Eignarár 5 3 5 3 5 3 Akstur á ári (km) 15.000 30.000 15.000 30.000 15.000 30.000 A: Kostnaðurvc >gna notk unar Bensín (72 kr/l) 86.400 172.800 97.200 194.400 118.800 237.600 Viðhald, viðgerðir 53.000 75.000 61.000 89.500 79.000 109.000 Hjólbarðar 21.000 30.500 2.1500 31.500 27.000 41.000 Kostnaðuráári 160.400 278.300 179.700 315.400 224.800 376.300 Kostnaðurákm 10,69 9,28 11,98 10,51 14,99 12,54 B: Tryggingar, skattar og skoðun Ttyggingar 72.000 72.000 86.200 86.200 94.500 94.500 Skattar og skoðun 11.100 10.900 13.500 13.30Ö 18.700 18.500 Kostnaður á árí 83.100 82.900 99.700 99.500 113.200 113.000 Kostnaðurákm 5,54 2,76 6,65 3,32 7,55 3,77 A+B á km 16,23 12,04 18,63 13,83 22,53 16,31 C: Bílastæðiog þrif Bílastæðakostnaður 5.700 5.700 5.700 5.700 5.700 5.700 Þrif, FÍB o.fl. 12.600 13.700 12.600 13.700 12.600 13.700 Kostnaður á árí 18.300 19.400 18.300 19.400 18.300 19.400 Kostnaðurákm 1,22 0,65 1,22 0,65 1,22 0,65 A+B+C á km 17,45 12,69 19,85 14,48 23,75 16,96 D: Verðrýrnun Verðrýrnun/ári (%) 9,5 12,2 9,6 12,6 9,6 11,8 Verðrýrnun/ári (kr) 99.750 128.100 129.600 170.100 192.000 236.000 Kostnaðurákm 6,65 4,27 8,64 5,67 12,80 7,87 A+B+C+D á km 24,10 16,96 28,49 20,15 36,55 24,82 E: Fjármagnskc istnaður Vaxtakostnaður 6% 48.038 51.471 61.560 65.691 91.200 98.760 Kostnaðurákm 3,20 1,72 4,10 2,19 6,08 3,29 Samtals: Heild arkostna Sur á einu ári: Heildarkostn. á árí 409.587 560.171 488.860 670.091 639.500 843.460 Kostn. á km á ári 27,30 18,67 32,59 22,34 42,63 28,12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.