Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 1
fUWígnwMíiftií* 1996 MIÐVIKUDAGUR 15. MAI BLAD Morgunblaðið/Sverrir KNATTSPYRNA Jóhannes B. og Kristján áfram JÓHANNES B. Jóhannesson og Kristján Helga- son eru komnir í sextán manna úrslit á Evrópu- móti áhugamanna í snóker, sem fer fram i Antw- erpen í Belgíu. Jóhannes B. vann Danann Rune Kampe 4:2 í gær og Kristján Ungverjann Adu Dunae 4:0. Sextán manna úrslitin hefjast á morg- un og leikur Jóhannes við Belgíumanninn Bjorn Hanefeer, 19 ára, sem er stigahæsti snókerspil- ari Belga. Krislján keppir við annan Belga, Mario Geudens, 21 árs. Hann var annar á belg- íska meistaramótinu. „Róðurinn verður erfiður hjá okkur, þar sem mótherjar okkar eru sterk- ir. Við höfum ekki gefist upp, því að við ætlum okkur lengra,“ sagði Jóhannes B. Valdimar í viðræð- um við Stjörnuna VALDIMAR Grímsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, þjálfari liðs Selfoss síðasta vetur, er í viðræðum við Stjörnuna þessa dagana sem næsti þjálfari liðsins. „Það er engin launung að ég hef verið að tala við Stjörniunenn. Það er hins vegar ekkert frágengið enn. Fljótt á litið líst mér ágætlega á leikmannahópinn. Filippov og Magnús Sigurðsson eru farnir til Þýskalands en Stjarnan hefur fengið Hilmar Þórlindsson frá KR, sem er mjög öflug skytta. Svo er reiknað með að Konráð Olavson verði áfram,“ sagði Valdimar, sem mun einnig leika með liðinu ef hann tekur að sér þjálfun þess. Meistarakeppnin í Laugardal í GÆR var ákveðið að úrslitaleikur Meistara- keppni KSI færi fram á aðaleikvanginum í Laug- ardal laugardaginn 18. maí en ekki á Varmár- velli eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. ís- landsmeistarar ÍA og bikarmeistarar KR mætast því á þjóðarleikvanginum klukkan 15. Angloma og Winter til Inter Mílanó ENGLENDINGURINN Roy Hodgson tryggði sér tvo leikmenn til Inter Mílanó í gær - franski varnarleikmanninn Jocelyn Angloma frá Tor- ínó, sem lék áður með Marseille, sem skrifaði undir tveggja ára samning og Hollendinginn Aron Winter, sem hefur leikið með Lazíó í fjög- ur ár, skrifaði undir þriggja ára samning. Fjór- ir útlendingar eru fyrir hjá Inter, Engíending- urinn Paul Ince, Argentínumaðurinn Javier Zanetti og Brasilíumennirnir Roberto Carlos og Caio. Þorbjörn Atli skorar gegn írum JAFNTEFLI varð í landsleik ís- lands og íra skipuðum leikmönn- um 18 ára og yngri í blíðviðri á Laugardalsvelli í gærkvöldi, 1:1. Þar með er það ljóst að írar komast áfram í úrslitakeppnina í Frakklandi í sumar en íslenska liðið situr eftir með sárt ennið. írar sigruðu í fyrri leiknum með tveimur mörkum gegn einu. Mark íslands gerði Framarinn Þorbjörn Atli Sveinsson á 62. mínútu og varð það jöfnunar- mark leiksins og er það i fæðingu hér á myndinni fyrir ofan. ís- lenska liðið fékk nokkur færi í síðari hálfleik til að bæta við allt kom fyrir ekki. Leikurinn / C4 Duranona fær íslensk an nkisborgararétt Mælt með að Ermolinskij og Jonat- han Bowfái einnig ríkisborgararétt Kúbumaðurinn Julian Duranona, handknattleiksmaður hjá KA, mun væntanlega fá íslenskan ríkis- borgararétt áður en hlé verður gert á 120. löggjafarþingi í vor, en breyt- ingartillaga frá allsherjarnefnd Al- þingis um veitingu ríkisborgararétt- ar var lögð fyrir þingið í gær- kvöldi. Alls mælir nefndin með því að 132 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt og þar á meðal eru nokkrir íþróttamenn. Hefð er fyrir því á Alþingi að tiilaga allsheijar- nefndar um veitingu ríkisborgara- réttar sé samþykkt og því má bú- ast við að þeir sem eru á listanum fái ríkisborgararétt innan tíðar. Duranona verður þá löglegur með íslenska landsliðinu í hand- knattleik og með í undankeppni fyrir HM i Japan, sem hefst í haust. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari hefur sagt að hann bíði eftir að fá að nota krafta Duranona, sem var markakóngur 1. deildar í vetur. Körfuknattleiksmennirnir Jonat- han Bow, KR, og Alexander Ermol- inskij, Skallagrími í Borgarnesi, eru á listanum frá allsheijarnefnd, en þeir hafa báðir leikið hér á landi í nokkur ár. Sömu sögu er að segja af knattspyrnumönnunum Milan Jankovic í Grindavík og Goran Micic hjá Stjörnunni. Sabahudin Dervis frá Ólafsvík er einnig á listanum. Handknattleiksþjálfarinn Abok- hay Akbashev, eða Boris Akbashev eins og hann hefur verið nefndur hér á landi, er einnig á listanum, hann er aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara og sonur hans réð sig í fyrradag sem þjálfara Selfyssinga í handknattleiknum. JULiAN Duranona KÖRFUKIMATTLEIKUR: NORÐMENN LAGÐIR AÐ VELLI í HÖLLINNI / C4 .............................................................../

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.