Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fMtttmibUfaib 1996 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI BLAÐ B i Eydísnáði ÓL-lágmarkinu EYDÍS Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, náði Ólympíulágmarkinu í 100 metra flug- sundi á sterku móti í Canet í Frakklandi á laugardaginn. Hún synti vegalengdina á 1.02,98 mín. í B-úrslitum og bætti íslandsmet sitt um 0,4 sekúndur. Þrír sundmenn hafa nú öðlast keppnisrétt í Atlanta; Eydís, Elín Sigurðardóttir úr SH og Logi Jes Kristjáns- son, ÍBV. Eydís synti einnig 200 metra skriðsund og náði besta tíma sínum í greininni, 2.08,91 mín. Elín Sigurðardóttir varð fimmta í 50 m skriðsundi á 26,89 sek. og í 10. sæti í 100 m skriðsundi á 59,27 sek., sem er besti tími hennar. Logi Jes synti 100 m baksund á 59,33 sek. og varð í 13. sæti eins og í 200 m baksundi, sem hann synti á 2.09,75 mín. (2.08,91 mín. í undanrásum). Magnús Konráðsson bætti fyrri árangur sinn í 200 m bringusundi um 0,13 sek., synti á 2.23,04 mín. og hafnaði í 12. sæti. Arnar Preyr ólafsson synti 200 m skriðsund á 1.56,64 mín. og varð í 25. sæti og 100 m skriðsund á 53,20 sek. Hann var töluvert frá sínu besta. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Jöfnunarmarkinu fagnað ÍSLENSKA landsliðið gerðl jafntefli 1:1 við Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á Laugardalsvellt á laugardaginn. Gestirnir voru fyrri tll að skora en Arnór Guðjohnsen jafnaði skömmu síðar og fagnar hér ásamt Rún- arl Kristlnssyni, Ágústi Gylfasyni og Ólafur Adolfsson er skammt undan. ¦ Leikurinn B4. KORFUKNATTLEIKUR Spánverjar sýna Teiti áhuga Spænska stórliðið Joventud Badal- ona hefur haft samband við skrif- stofu Körfuknattleikssambandsins og spurst fyrir um Teit Örlygsson landsl- iðsmann í körfuknattleik. Félagið bað í upphafi um myndbönd af leik Dana og Ira, enda hefur liðið áhuga á að skoða Alan Tomidy frá írlandi og Joachim Jerichow frá Danmörku. Þegar forráðamenn liðsins sáu tölu- Iegar upplýsingar frá mótinu sáu þeir að Teitur nokkur Örlygsson hafði staðið sig mjög vel og óskuðu eftir nánari upplýsing- Teltur um um hann. Teitur sagði í samtali við Morgunblaðið á sunnudaginn að hann hefði ekkert heyrt frá félaginu, en óneitanlga yrði gaman að heyra frá einhverju félagi í Evrópu. Jerichow gekk hins vegar frá samningi við Verona á ítalíu um helg- ina þannig að ekkert verður af því að Badalona kræki í hann að þessu sinni. Ekki er ólíklegt að evrópsk lið athugi fleiri íslenska leikmenn, því þeir leika sem innfæddir í viðkomandi landi, en ekki sem erlendir leikmenn. HANDKNATTLEIKUR: ISLENDINGAR HEPPNIR MEÐ RIÐIL / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.