Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 4
NBA ÍÞRÓmR KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Staðráðnir í að sigra - segir Lúkas Kostic þjálfari KR en fjórir leikir verða í 1. deild karla í kvöld Okkur hefur gengið vel það sem af er en það gildir ekki í kvöld. Breiðablik mun ekkert gefa eftir og án efa verður þetta erfiður Ieikur eins og allir leikimir í sum- ar, en við mætum til leiks til að vinna“ sagði Lúkas Kostic þjálfari KR en í kvöld hefst fjórða umferð í 1. deild karla með fjórum leikjum. Á Akranesi taka heimamenn á móti Val, Eyjamenn fá Fylkismenn í heimsókn, Leiftursmenn sækja Keflvíkinga heim og KR-ingar og Breiðablik mætast á KR-velli. Allir leikimir heQast klukkan tuttugu. Annað kvöld verður síðasti leikur umferðarinnar er Stjömumenn mæta Grindvíkingum í Garðabæ. KR er eina félagið sem ekki hefur tapað leik það sem af er en Breiðablik hefur tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli. „Breiðabliksliðið er sterkt og sýndi góða leiki í vorleikjunum en hafa ekki enn náð sér á strik í deild- inni. Þeir voru reyndar óheppnir að ná ekki öðru stiginu í viðureign- inni gegn ÍBV á Iaugardaginn var. Bæði lið munu eflaust mæta ákveðin til leiks, staðráðin í að gefa ekkert eftir og við erum stað- ráðnir í að sigra,“ sagði Lúkas. Lúkas sagði meira búa í sínu iiði en það hefði sýnt og hann hlakkaði til er þegar Ríkharður Daðason, Þorsteinn Guðjónsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson yrðu komnir á fulla ferð með. „Þá verð- um við ennþá betri.“ „Akranesliðið tapaði sínum fyrsta leik um síðustu helgi og verður ekki með Steinar Adolfsson í leiknum gegn Val. Þeir ætla sér örugglega ekki að tapa öðrum leik og Valsliðið á því í vændum erfið- an leik. Ég býst þess vegna við sigri heimamanna." Lúkas sagðist reikna með að sama staða yrði upp á teningnum í Eyjum þar sem Fylkismenn verða gestir. Eyjamenn hafa unnið tvo síðustu leiki og væru þeir eflaust staðráðnir í halda sigurgöngunni áfram. „Það er Keflvíkingum nauðsyn að mæta mjög vel einbeittir til leiks er þeir taka á móti Leiftri. Sjálfstraust leikmanna Leifturs er mjög gott eftir sigurinn á ÍA um síðustu helgi en Keflvíkingum hef- ur ekki gengið sem best og þeir þurfa á sigri að halda. Ég hallast þó frekar að sigri Leifturs í þess- um leik.“ Síðasti leikur umferðarinnar verður annað kvöld er Stjarnan og Grindavík mætast. „Eg sá Grindavík leika gegn Fylki og þeir náðu sér vel á strik í síðari hálfleik og Stjörnumenn hafa leik- ið ágætlega. Þetta verður hörku- leikur sem getur farið á alla vegu.“ ISHOKKI Fyrsti titill Colorado jóðverjinn Uwe Krupp mun seint gleyma fjórða leik loka- úrslita NHL-deildarinnar milli Col- orado Avalanche og Gunnar Florida Panthers. Valgeirsson Þessi varnarmaður sknfar frá Colorado skoraði Bandaríkjunum ^ mark leiksins . þriðju framlengingu hans og tryggði þar með liði sínu meistara- titilinn og Stanley-bikarinn fræga. Colarado, sem hafði unnið þrjá fyrstu leikina í keppninni, lenti í miklu basli í Miami. Heimamenn voru ekki á því að tapa fjórum leikjum í röð og byrjuðu leikinn með miklum látum. Fljótlega jafn- aðist þó leikurinn og þrátt fyrir að bæði lið fengju aragrúa tæki- færa í venjulegum leiktíma, náði hvorugt lið að skora. Hið sama var upp á teningnum í tveimur fyrstu framlengingunum, einkum vegna stórleiks markvarða liðanna, þeirra Patricks Roy hjá Colorado og Johns Vanbiesbrouck hjá Florida. Ekkert virtist vera að breytast í þriðju framlengingunni, fleiri tækifæri og áframhaldandi frá- bær markvarsla. Pökkurinn barst þó loks út á miðjan völl og um- kringdur af leikmönnum lét Krupp hann vaða í áttina að marki Florida. I þetta sinn var Vanbi- esbrouck blindaður og enginn vissi fyrr en að rauða ljósið logaði og pökkurinn söng í netinu (rauða ljósið er kveikt fyrir aftan markið í hvert sinn sem mark er skorað í NHL-deildinni). Loks á 119. skoti leiksins náðu íeikmenn að gera út um leikinn. Ótrúleg fagnaðarlæti brutust út á sama tíma í McNichols-íþrótta- höllinni í Denver, þar sem þúsund- ir áhangenda Colorado horfðu á leikinn á stórum skermum. Áhang- endur heimaliðsins brugðust hins- vegar við með því að henda inn hundruðum plastrotta, sem hefur orðið leiðinleg hefð þeirra í hvert sinn og þeirra lið hefur skorað í þessari keppni. Þetta var sögulegur leikur og söguleg lokaúrslit. I fyrsta skipti í sögu atvinnuíþrótta hér vestra síðan 1937, vinnur lið meistaratitil sama ár og það flytur í nýja borg. Colorado-liðið sem var í Quebec í Kanada var selt í Denver í fyrra og þetta var fyrsti Stanley-bikar- inn sem liðið vinnur. Þetta er líka fyrsti meiriháttar meistaratitillinn sem lið frá Denver vinnur. Leikur- inn var þriðji lengsti leikurinn í 103 ára sögu lokaúrslitanna um Stanley-bikarinn, rúmlega 44 leik- mínútur í framlengingunni. Fyrir Krupp kom markið á óvart. Hann meiddist illa á hné í byijun keppnistímabilsins og spilaði að- eins örfáa leiki fyrir úrslitakeppn- ina. Krupp var að vonum ánægður eftir leikinn. „Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem kemur yfir mann þegar svona gerist. Ég sá aldrei pökkinn fara inn, en mér einfaldlega létti fyrst þegar mér varð ljóst að ég hafði skorað. Svo þreyttir vorum við allir. Ánægjutil- finningin kom síðar.“ Hann er fyrsti Þjóðveijinn sem fær nafn sitt á Stanley-bikarinn. Framheijinn og fyrirliði Col- orado, John Sakic, var kosinn maður úrslitakeppninnar og hann hlaut að Iaunum Conn Smythe- styttuna. Sakic skoraði 18 mörk fyrir liðið í úrslitakeppninni, þar af sex sigurmörk. Styttan hefði alveg eins getað farið til markvarð- arins, Patricks Roy, sem Colorado fékk frá Montreal á miðju keppnis- tímabili. Hann var frábær alla úr- slitakeppnina og vann sinn þriðja meistaratitil. Reuter JOE Sakic, fyrirliði Colorado, lyftlr hér hinum eftirsótta Stan ley-bikar sem er fyrir slgurinn í bandarísku NHL-delldinnl. DENNIS Rodman hefur átt góða leiki með Chicago Bulls í úrslitakeppninnl. Fjórði titill Chicago í höfn? FJÓRÐI úrslitaleikurinn í NBA- deildinni fer fram í Seattie í nótt. Flestir íþróttafréttamenn hér í landi telja að nú sé aðeins formsatriði að klára leikinn og krýna Chicago Bulls meistara. Erfitt er fyrir þá sem hafa séð leiki Bulls í úrslitakeppninni að draga það í efa, eða sjá hvernig Seattle á að eiga minnsta tæki- færi í þessum leik. Hefðin að baki Chicago. Ekkert lið hefur tapað þremur fyrstu leikjunum í lokaúrslitum og síðan náð að vinna næstu fjóra. Gunnar í sex af níu skiptum Valgeirsson sem lið hafa unnið skrífarfrá þi-já fyrstu leiki sína Bandaríkjunumhafa þau unnið titil. inn í fjórum leikjum. Chicago hefur unnið titilinn í þau þijú skipti sem liðið hefur komist í lokaúrslit með Michael Jordan. Það hefur einnig unnið síðustu fímm úti- leiki sína í ár, og níu af tíu alls í þau fjögur skipti sem það hefur verið í lokaúrslitum. 1991 vann liðið alla þijá leiki sína í Los Angeles, síðan tvo af þremur í Portland 1992, og loks alla þijá í Phoenix 1993. Bulls hefur hinsvegar aðeins unnið sex af tíu heimaleikjum sínum á sama tíma. Seattle hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit í þessum leikjum, en að mati flestra eru það andstæðing- arnir sem þar eiga í hlut. Chicago hefur einfaldlega ekki leyft Seattle að komast á skrið, sérstaklega í sókninni. Ef Seattle á að eiga mögu- leika verður liðið að leika mun betur í sókn, en það er meira sagt en gert gegn Chicago. Bulls er með langb- estu vörnina í deildinni. Liðið hefur þijá af bestu varnarleikmönnum deildarinnar, þá Michael Jordan, Scottie Pippen og Dennis Rodman. Gary Payton, liðstjórnandi Seattle, sagði eftir tapið á sunnudag: „Þeir skipta svo snöggt í vörninni að það er sjaldan nokkur maður frír. Þegar ég þarf að eiga við Pippen með bolt- ann er næsta voniaust að koma hon- um til annars leikmanns. Hann er með hendurnar og fæturna út um allt. í hvert skipti sem ég loks á svo tækifæri á sniðskoti eru tveir aðrir komnir til hjálpar." Þrátt fyrir erfitt gengi Seattle styðja áhangendur liðsins fast við bakið á sínum mönnum. Eitt þúsund þeirra mættu liðinu á einkaflugvelli þegar liðið kom heim um fjögur um morguninn. Hin nýja Key Arena íþróttahöll í Seattle er nú talin ein hávaðasamasta höllin í deildinni og þeir munu eflaust gera sitt í nótt til að fá fimmta leikinn á föstudag. Leikmenn Bulls eru á öðru máli og ekki er hægt að sjá nokkur merki þess að liðið sé að gefa nokkuð eft- ir. Liðið er farið að sýna sitt rétta andlit og ætti ekki að eiga í minnstu erfiðleikum með að vinna fjórða titil sinn á sex árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.