Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 4
IÞRÓfflR ___ !Wí>ripwíM*j&Í& Ætlum okkur ekki að tapa viljandi fyrír aðra Jafntí topp- slagnum ÞÓR og Skallagrímur áttust við í toppslag 2. deildar á Akureyri í gærkveldi og þegar upp var staðið hafði hvort lið gert eitt mark. Eftir leikina í gærkveldi er Skallagrímur áfram í efsta sæti en Fram skaust upp að hlið þeirra, Þórsara eru nú í þriðja sæti. Leikurinn var frem- ur jafn en Þórsarar voru þó nær því að bæta við marki og fara með sigur af hólmi en jafntefli varð staðreynd. SIGURGANGA Breiðabliks- stúlkna heldur áfram og í gær- kvöldi unnu þær helsta keppi- naut sinn, KR, 3:0 í Kópavogin- um. Hinn helsta keppinaut sinn Val, unnu þær 7:1 fyrir skömmu en Vanda Sigurgeirsdóttir þjálf- ari og leikmaður Breiðabliks segir að liðið taki einn leik fyrir í einu en hugsi sér að vinna þá alla og aðspurð um hvort lið hennar væri að eyðileggja deildarkeppnina sagði hún: „Við erum góðar en ekki svo góðhjartaðar að við förum að tapa viljandi fyrir aðra.“ Leikurinn í gærkvöldi fór fjörlega af stað þar sem stíft var sótt á báða bóga. Á 2. mínútu komst mggj Ásthildur Helga- Stefán dóttir ein á móti Sig- Stefánsson ríði F. Pálsdóttur skrifar markverði KR en Sigríður varði vel. Eftir hálftíma leik klúðruðu Blika- stelpur góðri sókn en tókst að næla sér í hornspyrnu, sem Erla Hend- riksdóttir skoraði úr. Vesturbæingar fengu sín færi en hættan var ekki mikil. Blikastúlkur komu mun ákveðn- ari til síðari hálfleiks, spiluðu vel og upgskáru mark á 12. mínútu þegar Ásthildur sendi inn fyrir vöm KR á Stojönku Nikolic, sem lagði boltann laglega í markhornið. Tíu mínútum síðar var Ásthildur sjálf á ferðinni þegar henni var brugðið innan vítateigs og skoraði hún sjálf úr spymunni. Eftir markið hægðist á leiknum og þó að KR-ingar reyndu sitt besta dugði það ekki til. , „Við hugsum um okkur og ætlum að vinna, enda höfum við gaman af þessu. Þessi fímm stig, sem við höfum nú á Val og KR, munu koma sér vel í síðari umferð,“ sagði Vanda þjálfari. „Ég tel að við séum ekki búnar að eyðileggja deildina, við spilum vel og það hlýtur að vera gaman að horfa á leikina. Hin liðin verða að gera betur og við ætlum ekki að fara draga úr okkar krafti til að bæta þau upp“. Breiðabliksliðið spilaði og skipu- lega, vörnin með Vöndu, Sigríði Óttarsdóttur og Margréti Sigurðar- dóttur var samstillt og á miðjunni átti Ásthildur góðan leik ásamt Ingu Dóra Magnúsdóttur. ' KR-ingar höfðu á brattan að sækja lengst af enda saknaði liðið sárlega Guðlaugar Jónsdóttur, sem verður líklega ekki meira með í sum- ar vegna meiðsla. Sigríður mark- vörður varð oft vel, Sigurlín Jóns- dóttir var góð í vörninni og Olga Færseth stóð sig vel. „Þetta var erfitt og við fengum á okkur ódýr mörk en með heppni hefðum við getað skorað," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir fyrir- liði KR eftir leikinn. „Það hlýtur líka að hafa áhrif þegar besta leik- mann íslandsmótsins á síðasta ári, Guðlaugu, vantar en við reynum að fylla skarð hennar í sumar. Markmiðið er samt enn það sama, að vera í öðru sæti rétt á eftir Breiðabliki og vona að þær tapi leik fyrr eða síðar.“ Morgunblaðið/Kristinn STOJANKA Nikolic skoraði eitt af þremur mörkum Breiðabliks í 3:0 sigrl á KR í Kópavoginum í gærkvöldi. Hér er hún að sleppa framhjá Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, fyrirliða KR. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist ekkert markvert fram að marki Þórs sem kom á 16. mín- útu. Knötturinn ReynirB. barst fyrir mark Eiríksson Skallagríms og það- skrifarfrá an í teiginn til Akureyri Davíðs Garðarssonar sem skoraði með góðu skoti af víta- punkti. Eftir markið hresstust Þórs- arar, sóttu meira og léku oft á tíðum ágætan fótbolta en þeim tókst þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Undir lok hálfleiksins gerðu gestirnir hinsvegar harða hríð að marki heimamanna og í tvígang skall hurð nærri hælum við mark Þórsara. í fyrra skiptið átti Svein- björn Ásgrímsson þrumuskot af 25 metra færi í þverslá og litlu síðar varði Brynjar markvörður Þórsara gott skot frá Hilmari Hákonarsyni af stuttu færi. Þórsara máttu því vera nokkuð sátti að hafa yfir 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var heldur skemmtilegri á að horfa og var ein- ungis tíu mínútna gamall þegar Sveinbjörn Ásgrímsson jafnaði leik- inn fyrir Skallagrím. Hann fékk bolt- ann á vítateig og skoraði framhjá markverði Þórs sem kom út á móti. Þórsara vora öllu sterkari í síðari hálfleik og fengu þrjú ágæt færi en tókst ekki að koma knettinum rétta boðleið. í heildina var leikurinn fremur daufur en þó brá fyrir skemmtilegum köflum af hálfu beggja liða. Hjá Þór átti Davíð Garðarsson góðan leik. Hjá Skallagrími bar mest á Svein- birni Ásgrímssyni sem var beittur í sókninni. Framarar komnir í toppbaráttuna Maldini skreppur heim PAOLO Maldini, fyrirliði ítala, hefur fengið leyfi hjá Sacchi þjálfara tii að skjót- ast heim til konu sinnar, en hón ól son þeirra í gær og - mun Maldini skjótast til Ital- íu og dvelja lyá fjölskyld; unni í einn sólarhring. „Ég er nyög ánægður með son- inn, en ekki setja tap okkar í dag í neinn samhengi við að ég varð pabbi í dag,“ sagði Maidini i gærkvöldi. Tyrkneski sóknarmaður- inn Ertugrul Saglam hélt heim I gær, aðeins nokkrum kiukkustundum áður en flautað var til leiks Tyrlga og Portúgala. Systir hans, sem ól barn fyrir tiu dögum, lést í gærmorgun þannig að hann fékk að fara til síns heima. Hann átti ekki að vera í liðinu í gær. Framarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir 2:0 sigri á ÍR-ingum í leik liðanna á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Tvö mörk Björn Ingi framherjans Þor- Hrafnsson björns Átla Sveins- skrifar sonar i fyrri hálfleik skildu liðin á endan- um að og eru Framarar komnir við hlið Borgnesinga á toppnum fyrir vikið. Staða Breiðhyltinga er hins vegar orðin afar dökk á botninum og hefur leikmönnum liðsins enn ekki tekist að gera mark í deildinni. Leikurinn fór fremur rólega af stað og voru IR-ingar frískari í byij- un. Eftir því sem á leið fóru þó heimamenn að komast meira og meira inn í leikinn og á 20. mínútu gerði Þorbjörn Atli fyrra mark liðs- ins með glæsilegum skalla eftir góða fyrirgjöf Ágústs Ólafssonar. Eftir það tóku Framarar öll völd á vellin- um og áttu fjölmörg færi sem fóru í súginn áður en Þorbjörn Atli gerði seinna markið rétt fyrir leikhlé með því að vippa glæsilega yfir Ólaf Þ. Gunnarsson í marki IR-inga. I seinni hálfieik héldu sóknarmenn Safamýrarliðsins uppteknum hætti og hefðu hæglega getað bætt við mörkum. Átti Þorbjörn m.a. skot í stöngina úr sannkölluðu dauðafæri og sömuleiðis hefði Guðmundur Steinsson átt að gera betur er hann þrumaði knettinum í þverslá ÍR- marksins. Undir lokin voru það þó gestirnir sem bitu meira frá sér og gerðu nokkrar árangurslausar til- raunir til að svara fyrir sig. Framarar voru sterkari aðilinn í leiknum en sýndu þó engin snilldar- tilþrif. Liðið lék án Antons Björns Markússonar, sem er erlendis, og Hólmsteins Jónassonar, sem á við meiðsl að stríða, auk þess sem Valur Fannar Gíslason hóf leikinn á vara- mannabekknum. Bestur í liði þeirra var án efa Þorbjörn Atli, sem er orðinn stórhættulegur í framlínunni, og einnig átti Þorvaldur Ásgeirsson mjög góðan leik. Guðmundur Steins- son var í fyrsta sinn í byijunarliðinu eftir skiptin úr Stjörnunni og náði ekki að nýta fjölmörg góð færi og á enn eftir að sýna sitt rétta andlit með liðinu. I liði IR-inga stóðu þeir Kjartan Kjartansson og Guðjón Þorvarðar- son uppúr annars slöku liði. Er ljóst að mikið verður að breytast til þess að liðið fari að hala inn eitthvað af stigum og bíður því erfitt verkefni Kristjáns Guðmundssonar þjálfara. Hann var enda ekki hress með leik- inn en sagðist þó hafa merkt ákveð- in batamerki í leik sinna manna. „Við verðum bara að draga kerruna upp úr skítnum og taka okkur sam- an í andlitinu. Útlitið er ekki gott en við spyijum að leikslokum." Þorbjörn Atli var eðlilega öllu hressari í leikslok. „Þetta er allt að koma hjá okkur og við setjum stefn- una beint á 1. deildina aftur," sagði hann. „Við höfum allt til alls, hópur- inn er sterkur og stór og því er það raunhæft markmið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.