Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 C 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR FATLAÐRA H KNATTSPYRNA RGGbok Reebok Bolton Skór fyrir knattspyrnumenn framtíðarinnar fólks að sjá aðeins takmarkanir þegar fötlun kemur til tals, „Það er ekki til sá hlutur sem við getum ekki gert ef við gerum okkar besta. Ef til vill förum við öðruvísi að því en við getum það. Ég geri alit sem allir aðrir gera og sumt sem aðrir geta ekki gert.“ Gaetani og Wagner komu hingað til lands meðal annars til að vera viðstaddir á þessari uppákomu í Laugardal, en fyrir henni stóð stoð- tækjafyrirtækið Össur hf., en það styður Ólaf Eiríksson og Banda- ríkjamennina tvo tii keppni á Ólympíumóti fatlaðra. Kínverjar í lyfjapróf! ALLIR kínverskir frjáls- íþróttamenn sem valdir hafa verið í keppnishóp landsins fyrir Ólympíuleikana í Atl- anta í næsta mánuði hafa verið sendir í lyfjapróf. „Allir okkar íþróttamenn hafa verið sendir í lyfjapróf og sumir þeirra þekktustu eins og Wang Yunxia, Le Jingyi Chen Yan, hlauparar og sundmenn hafa verið sendir í fimm til sex próf á fyrri hluta þess árs,“ sagði Shi Kangcheng hjá kínversku lyfjanefndinni. Greinilegft er að Kínverjar ætla að fylgjast grannt með íþróttamönnum sínum og reyna þannig að koma í veg fyrir notkun þeirra á ólögleg- um lyfjum tál að bæta árang- ur. Mörgum er í fersku minni þegar ellefu fijálsíþrótta- menn og sjö sundmenn féllu á lyfjaprófum á Asíuleikun- um árið 1994. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: 2. deild kvenna: Sauðárkróksv.: Tindastóll - KS .... 14 Sunnudagur: 2. deild karla: Víkingsv.: Víkingur-Fram 20 3. deild: Selfoss: Selfoss - Dalvík 14 4. deild Ármannsv.: TBR-VíkingurÓ 12 Grenivík: Magni - KS 20 Hofsós: Neisti H - Kormákur 20 Melar í Hörgárdal: SM - Hvöt 20 Mánudagur: Bikarkeppni kvenna: Varmárvöllur: UMFA - Reynir S./FH 20 1. deild karla: Fylkisvöllur: Fylkir - KR 20 GrindavíkurV.: UMFG - ÍBV 20 Kópavogur: Breiðablik - ÍA 20 Ólafsfjörður: Leiftur - Stjarnan.... 20 3. deiid: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Víðir 20 Gróttuvöllur: Grótta - Ægir 20 Nesk.staður: Þróttur - Höttur 20 Sandgerði: Reynir-HK 20 4. deild: Akranes: Bruni - Skautaf. Rvk 20 Seyðis.fjörður: Huginn - Sindri.... 20 Akstursíþróttir Bílkross verður á morgun, sunnu- dag, á keppnisbrautinni við Krísu- víkurveg. Keppni hefst kl. 13.00. Golf Opið mót verður á Hellu og gefur það stig til landsliðs. Keppni hefst kl. 10 í dag og lýkur á morgun. RGGbok Fötlun hindrar ekki Morgunblaðið/Ásdís AFREKSMAÐURINN Joe Gaetani og knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson þreyta kapphlaup í Laugardal í gær. Reebok Nubuk Hörkugóðir og þægilegir gönguskór Toppskór í fríið Stærðir 42-47 2. deild Víkingsvöllur VÍKINGUR - FRAM annað kvöld, sunnudaginn 23. júní, kl. 20.00 KAUPÞING hf SamviimulerllirL anúsýn Ólympíuhópur fatlaðra Morgunblaðið/Þorkell SVEINN Aki Lúðvíksson fararstjóri, Pálmar Guðmundsson, Geir Sverrisson, Anna Rún Kristjánsdóttlr, Birkir Rúnar Gunnarsson, Kristin Rós Hákonardóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Ólafur Eiríksson, Bára B. Erlingsdóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Kristín Guðmundsdóttír þjálfari, Ingigerður Stefánsdóttir, þjálf- ari, Erlingur Jóhannsson þjálfari, Guðmundur Gíslason frá Búnaðarbanka Islands, en bankinn gaf bún- inga, og Olafur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra. Á myndina vantar Hauk Gunnarsson frjáis- íþróttamann. Ólympíuhópurinn valinn Berti Vogts ósáttur við framlengingar „Þetta fyrirkomulag er beinlínis fáránlegt á sama tíma og verið er að reka áróðurfyrirsanngirni." Berti Vogts, þjálfari Þjóðveija, sem mætir Krótatíu á morgun í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar, er óhress með þá reglu sem giidir um framlengingar í leikjunum sem eftir eru í keppninni. Verði jafnt að loknum 90 mínútna leik verður leik- ið þar til annað liðið hefur skorað, en þó lengst í hálftíma. Hann sagð- ist frekar hefði viljað halda gömlu reglunni, þar sem leikið var í 2x15 mínútur og væri jafnt að þeim lokn- um tók við vítaspyrnukeppni. „Þetta fyrirkomulag er beinlínis fáránlegt á sama tíma og verið er að reka áróður fyrir sanngirni. Ef leikmaður gerir ein mistök í byijun framlengingar getur það þýtt tap, en með gamla kerfinu höfðu félögin góðan tíma til að bæta sér ein slæm mistök í byijun framlengingar upp og snúa leiknum jafnvel sér í vil,“ sagði Vogts. „Er þetta sanngjarnt," spurði hann. Andreas Koepke, markvörður Þjóðveija, tók undir með þjálfara sínum að þetta'hefði ekki verið góð breyting. Hann sagðist þó ekki reikna með að leikmenn yrðu spennt- ari og þar af leiðandi grófari sökum þessa nýja fyrirkomulags. „Taugar leikmanna eru nú þegar spenntar til hins ítrasta,“ sagði hinn rólegi Ko- epke, sem varði vítaspyrnu frá Gianfranco Zola í leiknum gegn ítölum á miðvikudaginn. Með þessu nýja fyrirkomulagi vilja forráðamenn knattspyrnumála forðast vítaspyrnukeppni. Hvort þeim tekst það kemur í ljós í þeirri tilraun sem lítur eflaust dagsins ljós á næstu dögum. En eins og flestum ætti að vera í fersku minni réðust úrslit síðustu heimsmeistarakeppni í vítaspyrnukeppni eftir markalaus- an leik á milli Brasilíu og ítala. Fimm verðlaun á NM íkarate NORÐURLANDAMÓTIÐ í Goju-kai karate-do fór fram í Svíþjóð fyrir skömmu. Fjórir íslendingar tóku þátt og komu heim með fern siifurverðlaun og ein bronsverðlaun en alls voru um 60 keppendur á móti frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, auk íslands. Haukur Þorsteinsson vann silfurverðlaun í kumite í b-flokki og Huld Hákonardótttir náði einnig öðru sæti í kata í flokki b. Ingólf- ur Snorrason vann til silfurverðlauna í tveimur flokkum, bæði í kata og kumite í +75 kg þyngdarflokki. Þá náði Kristján Hilmars- son bronsverðlaunum í kumite í -75 kg flokki. Islendingar hafa nokkrum sinnum áður verið meðal keppenda í mótinu og hefur oft náðst góður árangur og er þess skemmst að minnast að fyrir tveimur árum fór Ingólfur Snorrason með sigur úr býtum í kumite. BERTI Vogts, þjálfari Þjóð- verja, er óhress með þá reglu sem gildir um fram- lenglngar í ieikjunum sem eftir eru í keppninni. nr.32 Spánn - England nr.34 Frakkland • Holland nr.38 Þýskaland • Króatía nr.47 Tékkland - Portúgal BÍira 9ói Stærðir 35-39 Litmynd af Guðna Bergs, landsliðsfyrirliða, fylgir með hverju pari UTS0LUSTA0IR Útilíf Glæsibæ • Boltamaðurinn Laugavegi Maraþon Kringlunnl • Sparta Laugavegl Músik & Sport Hafnarfirði • Hexa Kópavogi • Versl. Sporthlaðan ísafirðl • Toppmenn & Sport Akureyri Verslunin Tákn Húsavík • Sportlíf Selfossi OLYMPIUMOT fatlaðra fer fram í Atlanta í Bandaríkjunum 15.-25. ágúst og hefur íþróttasamband fatlaðra vaiið tíu íþróttamenn til að taka þátt í mótinu. Það er talsvert fækkun frá síðasta móti en þá tóku 20 íslendingar þátt í móti fatlaðra sem fram fór í Barcelona og móti þroskaheftra sem var í Madrid. Aðalástæðan fyrir fækkuninni er sú að þá var mótið tvískipt en hefur nú verið sameinað í eitt. Islenski hópurinn er skipaður átta sundmönnum og tveimur frjáls- íþróttamönnum. Sundmennirnir eru Ólafur Eiríksson, SH, Birkir R. Gunnarsson, Ægi, Pálmar Guð- mundsson, ÍFR, Kristín Hákonar- dóttir, ÍFR, Anna Rún Kristjáns- dóttir, Óðni, Sigrún Huld Hrafns- dóttir, Ösp, Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, og Gunnar Þ. Gunnarsson, Suðra. En Geir Sverrisson og Haukur Gunnarsson úr Armanni keppa í ftjáls- íþróttum. Þetta er í tíunda sinn sem Ólympíu- mót fatlaðra fer fram en Islendingar eru nú meðal þátttakenda í fimmta skipti. Á síðasta móti fatlaðra í Barcelona unnu Islendingar til sautján verðlauna í hópi hreyfihamlaðra, þrenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tólf bronsverð- laun. Þá settu þeir eitt heimsmet, þijú Ólympíumet og 35 íslandsmet. Keppend- ur á móti þroskaheftra í Madrid stóðu sig einnig framúrskarandi vel og unnu sér tuttugu og einn verðlaunapening, tíu gull, sex silfui' og fimm bronsverðlaun. Að sögn Ólafs Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Iþróttasambands fatlaðra, hefur undirbúningur að þátttöku íslenska hópsins staðið yfir allt frá því mótunum í Madrid og Barcelona 1992 lauk. Heild- arkostnaður sambandsins við undirbún- inginn og þátttökuna er áætlaður um tíu milljónir króna. Hefur verið leitað ýmissa leiða til að afla fjár upp í þennan kostn- að og hafa mörg fyrirtæki hlaupið undir bagga, að sögn Ólafs. Meðal annars hafa keppendur verið „keyptir" af fyrir- tækjum, þ.a.s. þau hafa samþykkt að greiða allan kostanði við þátttöku þeirra meðan á mótinu stendur, 150.000 krón- ur. Hafa sjö fyrirtæki gengist inn á þetta og reiknað er með að allir tíu keppend- urnir verði „seldir“ er að mótinu kemur. Vegna þess að mót fatlaðra og þroska- heftra hefur nú verið sameinað í eitt í fyrsta skipti og einnig vegna aukins fjölda þátttakenda frá nýjum ríkjum Áustur-Evrópu var brugðið á það ráð að takmarka þann fjölda keppenda sem hvert land má senda. Einnig eru settar takmarkanir á fjölda fararstjóra, þjálfara og aðstoðarmanna. Þess vegna er ís- lenska sveitin nú skipuð tíu keppendum, tveimur fararstjórum og þremur þjálfur- um. Ólafur sagði að keppendum hefðu verið sett ströng lágmörk fyrir mótið og þeir hefðu æft vel undir stjórn góðra þjálfara. Þannig gerðu menn sér vonir um góðan árangur eins og endranær á Ólympíumótum. Óðinn Akranesi ÚTSÖLUSTAÐIR Útilíf Glæsibæ • Boltamaðurinn Laugavegi • Maraþon Kringlunni • Sparta Laugavegi Músik & Sport Hafnarfirði • Hexa Kópavogi • Versl. Óðinn Akranesi • Sporthlaðan ísafirði Toppmenn & Sport Akureyri • Verslunin Tákn Húsavík • Sportlíf Selfossi TVEIR bandarískir íþróttamenn, sem misst hafa báða fætur sína fyrir neðan hné, spretthlauparinn Joe Gaetani og hjólreiðamaður- inn Duane M. Wagner, mættu til keppni og kynningar á stoðtækj- um í Laugarda! í gær. Með þeim var Olafur Eiríksson, hinn lands- þekkti sundkappi sem unnið hefur til margra verðlauna á sund- mótum fatlaðra um víða veröld. Til viðmiðunar við styrk Banda- ríkjamannanna voru tveir ófatlaðir íslenskir íþróttamenn fengnir til að etja kappi við þá, en það voru þeir Guðmundur Benedikts- son, markaskorarinn mikli hjá KR, og Einar Jóhannsson, hjólreiða- maður. Keppninni stjórnaði Jón Arnar Magnússon og hélt hann utan um keppnina af stakri snilld. Edwin Rögnvaldsson skrifar Bandaríkjamennirnir tveir eru engir aukvissar á sínu sviði. Spretthlauparinn Joe Gaetani er heims- og ólympíu- methafi í 100 m og 200 m spretthlaupi. Heimsmet hans í 100 m hlaupi er 12,23 sekúndur. Á þessum tíma hleypur Gaetani 100 metra vega- lengd á gervifótum. Duane M. Wagner er ekki síðri íþróttamaður - hjólar u.þ.b. 600 kílómetra á viku til að halda sér í æfingu. Hann keppir aðallega á móti ófötluðum hjólreiðamönnum og hefur tekið þátt í hinni geysierf- iðu Race Across America, sem er vikulöng hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla þvert yfir Banda- ríkin - strandanna á milli. Joe Gaetani lenti í vinnuslysi þegar hann var 18 ára gamall en áður hafði hann stundað margvís- legar íþróttir. Hann var fyrirliði körfuknattleiks- og ruðningsliðsins í háskólanum sem hann gekk í. Einnig stundaði hann spretthlaup. ,jÉg vildi geta skorað á fötiun mína. Ég hefði getað spilað hjólastóla- körfubolta eða stundað hjólastóla- kappakstur en það vildi ég ekki gera vegna þess að þær íþróttir krefjast ekki styrks eða hreyfíngar í fótleggjum," sagði Joe Gaetani. Það var mái manna í Laugardal í gær að Joe hefði slegið heimsmet sitt í hlaupinu gegn Guðmundi Benediktssyni, en Guðmundur rétt marði sigur. „Það er meðvindur og ég hleyp á móti ófötluðum mönnum sem eru fljótari og draga mann áfram," sagði hinn 28 ára gamli hlaupari. Duane M. Wagner hefur skipað sér á bekk með bestu hjólreiða- mönnum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hafa misst báða fætur í Víet- namstríðinu. Hann hefur helgað líf sitt aðstoð og ráðgjöf við þá sem misst hafa útlimi. Hann hefur unn- ið til margra verðlauna og viður- kenninga og hefur margoft verið fyrirliði landsliðs Bandaríkjanna í hjólreiðum fatlaðra í ýmsum mót- um. Hann lýsti því yfir í gær að hann liti ekki á sig sem fatlaðan einstakling. „Konan mín notar gler- augu og þegar hún tekur þau af sér getur hún ekkert séð. Þetta er nákvæmlega eins hjá mér,“ sagði hinn 47 ára gamli Wagner. Hann er mjög óhress með það viðhorf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.