Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 C 3 BRESKU hjónin Lynne og Alan skemmta gestum sínum á The Thistle and the Rose. PAULINE Hyde frá Blackpool í Englandi á Jeckyll og Hyde’s-barnum. „Öðruvísi staðir“ á Benidorm Hauskúpur, vændiskona og hippatónlist Á BENIDORM á Spáni má innan um og saman við ótal venjuleg og tilbreytingarlaus diskótek, nætur- klúbba og bari ramba inn á nokkra staði sem eru svolítið „öðru vísi“. Skilgreiningin er ef til vill svolítið í lausu lofti, en sumir staðir eru sérkennilegir vegna innréttinga og skreytinga, eða vegna þess að eig- andinn, barþjónar og annað starfs- fólk skapa skemmtilega stemmn- ingu. Tónlist, skemmtiatriði og uppákomur af ýmsu tagi geta líka ráðið úrslitum um hvort staðirnir eiga vinsældum að fagna hjá þorra fólks eða hugnast bara fámennum hópi. Bar Monstruos Ósvikinn íslenskur Svarti dauði fæst á Bar Monstruos og á einkar vel við hauskúpur og ýmislegt sem minnir á dauða og djöfla þar á bæ. Bar Monstruos er steinsnar frá út- sýnispallinum á klettahöfðanum við ströndina í þeim hluta Benidorm, sem nefndur er gamli bærinn. Stað- urinn lætur lítið yfir sér utan frá séð, en vekur þó athygli vegna þess að framhlið hússins er skreytt með ljósum, sem minna svolítið á jóla- skreytingu. Leðurblökur, hauskúpur og ýmis torkennileg skrímsli tróna upp um alla veggi og höfðu barþjónar ærinn starfa við að kippa í spotta til þess að ófreskjur þessar dyttu snögglega niður og gerðu gestum bylt við. Eins og nafnið bendir til er æði draugalegt um að litast á barnum. Þar úir og grúir af smáum og stór- um gripum, sem gaman er að skoða. Mynd af Monu Lisu með sitt angur- væra bros stingur nokkuð í stúf við aðrar skreytingar, sem flestar minna á ýmiss konar hrylling og óhugnað. Blóðrauður drykkur, svokallaður Vampírudrykkur eða Copa de Vampiros, er í bolluskál á barborð- inu og kostar bollan 100 peseta, sem er ígildi um 50 íkr. Alls konar drykkir með nöfnum forynja og ófreskja, dauða og djöfla mátti sjá á barhillunum og virtist Rasputin- drykkurinn nokkuð vinsæll. Léttgeggjaður húmor svífur yfir vötnum á Bar Monstuos við Plaza Senoria og það er vel þess virði að reka þar inn nefið. Jeckyll & Hyde’s Þrátt fyrir nafnið Jeckyll & Hyd- e’s er þar fátt um ófreskjur. Stað- urinn er lítill, fátt um skreytingar og innréttingar fábrotnar. Eigand- inn, Pauline Hyde frá Blackpool í Englandi, er hins vegar nokkuð sérstök. Á skilti fyrir utan stendur stórum stöfum að barinn sé í eigu kynóðrar fyrrum símavændiskonu. Gamlar ljósmyndir, sendibréf, ljóð, kyn-legir gripir og ýmislegt smálegt bendir til að Pauline eigi COCKTJii? ltlUlill.. j MmuuMNrumœias ! ;j W»«l|lUTY,—-JÆS- ' i fioa ninr I !{riNk 6[ fttWlliSUKIMÍ^-" ,, HKKVCY V/iUM*a~iq S WUt litOOKW---H J Plim HilPtK I J - ^ I TUICE NK It AMti CíT 5CO AS A HÍWTí BAR Monstruos. Morgunblaðið/vþj sér skrautlega fortíð. Hún lúrir ekkert á því að á sínum yngri árum hafi hún gert það gott í símavændi sem og í götuvændi. Með afar breskum hreim spjallar þessi lág- vaxna og prúðmannlega kona við gesti sína og fýsi þá að vita eitt- hvað um fortíð hennar er hún reiðu- búin að lýsa ferli sínum í smáatrið- um. Greinilegt er að vændið var Pauline engin áþján. Raunar lýsir hún því tímabili í lífi sínu sem hin- um mestu velmektardögum. „Núna sit ég bara á gerseminni," segir Pauline og þannig hefur það verið frá árinu 1973 er hún opnaði Jeck- yll og f/yde’s-barinn fyrir afrakstur vinnu sinnar. Þlstillinn og rósin Miðja vegu milli gamla bæjarins og Levante-hótelsins, þar sem margir Islendingar dvelja, er svo- kallað diskóhverfi. Þar eru tugir diskóteka og bara, sem bjóða upp á marga og misjafna skemmti- krafta. Á einum þeirra, The Thistle and the Rose, sjá eigendurnir þó um að skemmta gestum sínum sjálf- ir. Lynne & Alan heita bresku hjón-.; in, sem eiga staðinn. Þau kynntust fyrir nokkrum árum í sólarlanda- ferð á Spáni og áttu sér bæði þann draum að eignast bar á Spáni, þar sem þau gætu troðið upp og boðið gestum upp á tónlist frá bítlatíma- bilinu. Þau hjónin eru allhippaleg á að líta og tónlistin sem hljómsveitin þeirra leikur vekur einmitt upp end- urminningar frá blómaskeiði Bítl- anna og fleiri góðra manna. Meðal gesta á barnum eru Bretar í miklum meirihluta, og virðast flestir vera. persónulegir vinir hjónanna. Þess má geta að ekkert virtist vera því til fyrirstöðu að gestir fái að spreyta sig á söng og hljóðfæraleik. Þeir sem vilja hlýða á tónlist frá sjötta og sjöunda áratugnum ættu að koma við á barnum þeirra Lynne og Alan við Calle Gerona númer 15. vþj fc Hh FERÐALOG FERÐALOG Samkeppni til að bæta gestrisni FERÐAMÁLAIÐNAÐURINN í Sviss er í verulegum vanda. Landið er svo dýrt að æ færri eyða fríinu þar. Hótelgestir í janúar voru yfír 10% færri en í fyrra. 19% færri gistu á farfuglaheimilum en á sama tíma í fyrra. Það hefur dregið úr Qölda ferðamanna frá öllum löndum Evrópu og Bandaríkjunum. Sviss er ekki aðeins dýrt heldur þyk- ir þjónustan þar ekki eins vingjarnleg og til dæmis í Austurríki, alpalandinu í austri. Ferðamálaráð vill bæta úr því og stendur nú fyrir samkeppni til að auka gæði ferðamannaþjónustunnar í landinu. Hugmyndir varðandi allar hlið- ar ferðamála eru velkomnar í keppnina. Þær geta til dæmis bent á hvernig hægt er að auka alúð tollara á landa- mærunum, hótelstarfsmanna „og þjóð- arinnar allrar", eins og segir í fréttatil- kynningu frá Schweiz Tourismus (ST). Samkeppnin er kölluð Gyllta blómið. Fimm bestu hugmyndirnar fá verðlaun á aðalfundi ST í júní. ímyndin yngd upp Ferðamálaráð hefur einnig hafið nýja auglýsingaherferð til að yngja upp ímynd Sviss. Þar er ekki aðeins vakin athygli á fondú í fjallakofum heldur einnig fjörugu fólki sem nýtur fjalla- dýrðarinnar. Uppákoma í þorpinu Grúsch-Danusa GÖMUL ímynd Sviss? JAFNAN er mikið líf á aðaltorgi Gamla bæjarins og þar er að finna einstakar byggingar. ÍSLENSKAN bættist í hóp heimstungu- málanna sem heyra má á götum Prag, á dögunum er ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar gekkst fyrir hóp- ferð til höfuðborgar Tékkneska lýðveldis- ins. íslenska „innrásin" var raunar hafin áður; í Prag býr nokkur fjöldi ungra Is- lendinga og þar er að finna veitingastað- inn Reykjavík, sem Þórir Gunnarsson rek- ur af miklum krafti og þykir einn sá besti í þessari einstæðu borg. Það tekur aðeins rúmar þrjár klukku- stundir að fara í beinu flugi frá Keflavík til Prag, flugleiðin liggur þannig. í Prag bíður ferðamannsins einstök reynsla, fal- legri borg er vandfundin og andrúmsloft- ið er sérlega þægilegt. Þótt ferðamanna- straumur hafi aukist mjög á síðustu árum er verðlag enn mjög hagstætt og auðvelt er að fá frið og næði fjarri helstu ferða- mannastöðunum. Samgöngukerfið er mjög skilvirkt og fljótgert að læra á stræt- isvagna og neðanjarðarlestir. Um helstu hverfin fara menn á fæti og drekka í sig stemmninguna og þau fjölmörgu dæmi sem þessi borg hefur upp á að bjóða úr byggingasögunni. Elnstakur miðbær Um þrettán hundruð þúsund manns búa í Prag. Borginni er skipt í mörg svæði, svonefnda „sektora" en helstu hverfin eru Kastalahverfið (Prazsky Hrad a Hradc- any), Litli hverfið (Mala Strana), Gamli bærinn (Stare Mesto), Nýi bærinn (Nove Mesto) og Gyðingahverfið (Josefov). Karlsbrúin, þetta stórbrotna mannvirki sem Karl IV keisari lét reisa á 14 öld, liggur yfir Moldá og tengir saman Litla hverfið og Gamla bæinn. Brúin og ná- fellur vel inn í nýju ímyndina sem á að búa til um Sviss. Þar verða haldnir fjöl- breyttir rokk- og popptónleikar í upphit- uðu tjaldi dagana 22. til 24. mars og samfara þeim svokölluð „monster" skíðakeppni sem stendur samfellt í 24 tíma. Fimm manna skíðalið, þar af verð- ur einn liðsmaður að vera kona, keppa í stórsvigi á 1,2 km braut, dag og nótt. Hvert lið fær sitt númer, skíðakappi rennir sér niður brekkuna - hún verður ekki aðeins bugðótt heldur einnig með torfærum - og tekur lyftuna aftur upp. Liðin geta ákveðið sjálf hvað hver liðs- maður rennir sér oft, eina kvöðin er að Morgunblaðið/Ásgeir Sverrisson. Prag fara ættu ekki að missa af því að meðtaka næringu sína, t.a.m gúllas eða feitmeti, á ósviknum tékkneskum veitingastað fjarri ferðamannastraumnum. Sérstök ástæða er til að mæla með úrvals veitingastað, Ve Zlaté, við Husova- götu í Gamla bænum og þar rétt hjá er að finna hávaðasömustu krána í Prag, U Zlateho Tygra (Gyllta tígrisdýrið), þar sem ægir saman alls kyns lýð og bjórinn flýt- ur í stríðum straumum. Þá nýtur veitingastaðurinn Reykjavík, sem er á besta stað í Gamla bænum, mikilla vinsælda og staðurinn fékk nýlega fjórar stjörnur í sérlega lof- samlegri umfjöllun bandaríska viku- ritsins Prague Post. Þrái menn að komast í mið-evrópska/þýska stemmningu ættu þeir að leita uppi bjórgarðinn U Fleku við Krem- enkova-götu. Aðdáendur góða dát- ans Svejk vilja líkast til lita inn á krána U Kalice (Bikarinn) við Na Bojisti í Nýja bænum þar sem þessi magnaða saga Jaroslavs Haseks hefst. Borg menningar og llsta Prag er borg lista, mennta og menningar, sannkölluð perla í miðri Evrópu. Mikið og stöðugt framboð er á hvers kyns menningarviðburðum og tónlistarlífið er einstakt. Tékk- neska lýðveldið er á hraðri leið til vesturs og mun innan tíðar ganga í eina sæng með vestrænum lýðræðis- ríkjum. 011 þjónusta þar og tækni er nú þegar mun þróaðari en í flest- um gömlu kommúnistaríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu og auðvelt er að vera ferðamaður í þessari fal- legu borg. Tékkar verða að sönnu seint taldir tungumálagarpar en menn geta auðveldlega bjargað sér á ensku, ef ekki er of hratt talað og þýskukunnátta kemur sér vel. Engum dylst sem sækir Prag heim að borgin og raunar landið allt hefur gríðarlega möguleika á sviði ferðaþjónustu. í nágrenni Prag er margt að skoða og náttúrufegurð mikil. Prag mun þvi væntanlega í framtíðinni verða vinsæll áningar- staður fyrir þá sem kjósa að ferðast á eigin vegum og leigja bíl til að aka á um Mið- og Austur-Evrópu. ■ Asgeir Sverrisson. SÉÐ YFIR Moldá til Karlsbrúarinnar og Litla hverfisins. Kastalahæðin í bakgrunni. Perla í miðri Evrópu konan verður að renna sér í samtals fjórar klukkustundir og enginn má skipta um skíði. Ferðamálastjóri Grúsch-Danusa stendur fyrir keppninni. Hún er haldin í tilefni af 25 ára afmæli skíðafélags fjallaþorpsins. Skíðafélögum í Sviss er boðið til þátttöku. Búist er við um 15 til 16 liðum og að brautin verði farin um 3.000 sinnum á þessum 24 tímum. Keppnin hefst í tónleikatjaldinu. Þar verður glymjandi músík og svissneskt stuð allan tímann sem hún stendur. ■ Anna Bjarnadóttir Miðborgin líkist ó engan hátt borgum í fyrrum leppríkjum Sovét- manna í Austur-Evrópu. í úthverfum só Ásgeir Sverrisson samt forljót fjölbýlishúsahverfi í sovéskum stíl og ekki var laust við að „nostalgískur“ hrollur færi um hann. grenni hennar hafa mikið aðdrátt- arafl og að degi til troða tónlistar- menn þar upp og listmálarar selja myndir sínar. Á kvöldin er stemmn- ingin mun rólegri og skemmtilegri göngutúr býðst varla en þegar rölt er eftir bökkum Moldár og yfir brúna en uppi í hæðinni gnæfir Prag-kastali, allur upplýstur og mikilfenglegur. Ástæða er til að vekja athygli á veitingastöðum við Moldá, kastalamegin, sem bjóða upp á einstakt útsýni til brúarinnar og sérlega rómantíska stemmningu að kvöldlagi. Miðborg Prag líkist á engan hátt borgum í fyrrum leppríkjum Sovét- manna í Austur-Evrópu. I úthverf- um er hins vegar að finna forljót fjölbýlishúsahverfi í sovéskum stíl og er ekki laust við að „nostalgísk- ur“ hrollur fari um ferðamanninn er hann ber þennan óskapnað sam- an við þann sem hann meðtók forð- um á ferðum sínum í austri, Prag slapp við sprengjuárásir í síðari heimsstyrjöldinni og var það ekki aðeins gæfa borgarinnar held- ur gæfa allrar Evrópu að henni skyldi hlíft. í Gamla bænum er að finna algjörlega einstakar bygging- ar, þær elstu frá 14. og 15 öld. Þröngar götur og alls kyns „smug- ur“ einkenna þennan bæjarhluta og veitingastaðirnir skipta hundr- uðum. Á aðaltorgi Gamla bæjarins (Staromestske namesti) er jafnan þröng á þingi og þar gefur að líta stórbrotnar byggingar í gotneskum stíl og í anda endurreisnar. Rétt við Gamla bæinn er Gyðinga- hverfið en þar er að finna elstu sýnagógu í Evrópu, frá um 1270 og einstakan grafreit gyðinga. Þetta var um 300 ára skeið einasti graf- reitur gyðinga í Prag og þar eru um 12.000 legsteinar á örlitlu, lok- uðu svæði. Gyðingar í Prag sættu löngum ofsóknum en það setur mark sitt á hverfið að yfirvöld ákváðu skömmu fyrir síðustu alda- mót að jafna „gettóið" við jörðu á þeim forsendum að íbúunum stafaði hætta af þeim algjöra skorti á hrein- lætisaðstöðu sem þar ríkti. Hins vegar sluppu nokkrar sýnagógur, gamla ráðhúsið og grafreiturinn. Kastalahverfið er stórbrotið en þar er að finna kirkjur, kapellur og turna frá öllum tímum þrátt fyrir innrásir fyrr á öldum og tíða bruna. Kirkja Heilags Vítusar, sem gnæfir uppi á hæðinni og er eitt helsta sérkenni Prag, er mögnuð bygging en vinna við hana hófst árið 1344 að skipan Karls IV. Kirkjan sjálf er sem byggingarsögulegt listasafn í gotneskum stíl en þar inni er að m.a. að finna mögnuð listaverk úr steindu gleri, sem unnin hafa verið allt fram á þessa öld. Kastalinn sjálfur er mikil bygging en á tímum Habsborgara voru þar opinberar skrifstofur og þar var aðsetur gamla þingsins í Bæheimi (Diet). Á kastalahæðinni er einnig að finna klaustur kennt við heilagan Georg, Sternberg-höllina þar sem gefur að líta ýmsa dýrgripi úr listasögunni og Strahov-klaustrið. MANNLÍFIÐ í Prag er skrautlegt og götutónlistarmennlrnir margir þokkalegir. Þessi hjón skemmtu vegfarendum með lírukassaspili. í frlði fyrir nútímanum Litla hverfið í Prag er sá hluti borgarinnar sem teljast má minnst snortinn af nútímanum. Hverfið er reist utan í Kastalahæðinni og ligg- ur milli hennar, Petrín-hæðar og Moldár. Grunnur var lagður að þessu hverfi árið 1257 en þar hefur ekkert nýtt hús risið frá því seint á 18. öld. Miðpunktur hverfisins er Litla torgið (Malostranske namesti) en við það stendur kirkja Heilags Nikulásar í barokk-stíl. Kampa-eyja tilheyrir einnig Litla hverfinu og hefur stundum verið nefnd „Feneyj- ar Prag-borgar“ en þar fara menn gjarnan um á kanóum. Kampa- garðurinn er vinsæll og þar í grenndinni má finna marga ágætis veitingastaði, sem bjóða upp á fal- legt útsýni. Karl IV skipulagði Nýja bæinn á 14. öld en trúlega hefur enginn einn maður haft meiri áhrif á sögu Prag en hann. Bærinn hafði þrjá mið- punkta þar sem var að finna mark- aði og er nafntogaðastur þeirra Hrossamarkaðurinn sem er betur þekktur undir nafninu Wenceslasar- torg nú um stundir. Wenceslas er raunar ekki torg heldur gata en það er rótbundið sögu tékknesku þjóðar- innar og frelsun hennar undan oki kommúnismans. „Flauels-byltingin“ árið 1989 fór fram á þessu torgi og þar er að finna hófstillt minnis- merki um fórnarlömb ógnarstjórnar kommúnista. Um miðja síðustu öld var stór hluti Nýja bæjarins lagður í rúst en þar eru nú margar glæsi- legar byggingar frá því um aldamót- in auk þess sem þetta er ein helsta miðstöð verslunar og viðskipta í Prag. Við Wenceslasar-torg gefur að líta styttuna frægu af Heilögum Wenceslas og Þjóðminjasafnið en á svölum þess fögnuðu leiðtogar hinn- ar fijálsu Tékkóslóvakíu endalokum kommúnismans árið 1989. í Nýja bænum eru einnig Dvorak-safnið, sérlega heillandi bygging í barokk- stíl, Þjóðleikhúsið og Ríkisóperan. I Prag er að finna ógrynni veit- ingahúsa og matsölustaða sem bjóða upp á allt það sem hugur ferða- mannsins kann að girnast. Verðlag er mjög hagstætt en fer mjög eftir staðsetningu. Þannig eru veitinga- staðir í helstu ferðamannahverfum miklu dýrari en þeir sem flær liggja og bjóða oftar en ekki upp á sam- bærilegan matseðil. Þeir sem til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.