Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 4
 9N9 -f WB&Hfn mm -i - mmmmrnmm KNATTSPYRNA Skagamenn eiga harma að hefna síðan ífyrra Fjórir spennandi leikir í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ í kvöld SKAGAMENN fá Framara í heimsókn upp á Skaga f 16- liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ í kvöls og eiga Akurnesingar harma að hefna síðan ífyrra því þá slógu Framarar ís- landsmeistarana einmitt út úr bikarkeppninni f 16-liða úrslitum. Þjálfari Skaga- manna er Guðjón Þórðarson, sem stjórnaði ÍAtil sigurs f bikarkeppninni 1993 og KR- ingum næstu tvö ár á eftir þannig að hann þekkir vel hvernig það er að lyfta bikarn- um í lok sumars. „Skagamenn eiga vissulega harma að hefna síðan ífyrra en ég á von á erfiðum og skemmtilegum leik. 16-liða úrslitin eru alltaf erfið og það verður ekki aftur snúið ef við töpum leiknum, en við erum ákveðnir í að vinna þvf úrslitaleikurinn í keppninni er stærsti viðburð- ur knattspyrnusumarsins á íslandi og við höfum fullan hug á að taka þátt f honum,“ sagði Guðjón í gær. I^jálfari Framara er landsliðs- þjálfarinn fyrrverandi, Ásgeir Elíasson, og taldi hann líkurnar á Skagasigri öllu meiri í kvöld: „Ég er svo sem ekkert sérstaklega bjartsýnn og samkvæmt pappírun- um ætti Skagamenn að vinna. Við munum þó að sjálfsögðu mæta ákveðnir í leikinn því bikar er nú einu bikar og þar getur allt gerst. Annars er aðalmarkmið okkar að komast upp úr 2. deildinni en við tökum þó bara einn leik fyrir í einu, það er allt hægt og það er góður hugur í mönnum.“ I Keflavík mæta heimamenn FH-ingum en Keflvíkingar, sem hafa átt erfitt uppdráttar lengst af í sumar í deildinni, sýndu oft og tíðum stórskemmtileg tilþrif gegn slóvenska liðinu Maribor Branik í Intertoto-keppninni á laugardag og sagðist Kjartan Más- son, þjálfari Keflvikinga, bjartsýnn fyrir leikinn. Þjálfari FH-inga er hins vegar forveri Kjartans hjá Keflvíkingum, Ingi Björn Alberts- son, sem var látinn fara frá liðinu í fyrra. Bikarmeistarar síðustu tveggja ára, KR-ingar, munu fá Breiðablik úr Kópavogi í heimsókn í Frosta- skjólið. Þjálfari KR er Lúkas Kostic, sem stjómaði Grindvíking- um með góðum árangri í bikar- keppninni tvö síðastliðin keppnis- tímabil en Suðurnesjaliðið komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir tveim- ur árum og í undanúrslit í fyrra. „Miðað við hvemig við KR-ingar höfum verið að leika í síðustu leikj- um er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn. Strákarnir eru í mjög góðu formi og við mætum auðvitað Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Guðmundsson, Brelðabllkl, og Guðmundur Benediktsson, KR, kljást um knöttlnn í lelk llðanna í 1. delld fyrr í sumar þar sem KR-lngar slgruðu 5:2. Þessl sömu llð munu eigast vlð í 16-liða úrslitum Blkarkeppni KSÍ í kvöld en Lúkas Kostic, þjálfarl KR-lnga, segir úrslitin úr delldarleiknum enga þýðlngu hafa fyrlr leiklnn í kvöld. til leiks með það að markmiði að sigra. Við lékum við Blikana ekki alls fyrir löngu í deildinni og unn- um þá 5:2 en sá leikur skiptir engu máli í kvöld. Þeir munu eflaust koma grimmir til leiks og selja sig dýrt en það ætlum við svo sannar- lega líka að gera því þessi leikur skiptir miklu máli. Þegar dómarinn flautar til leiks verður staðan 0:0 og í leikslok spyr enginn hvernig síðasti leikur liðanna fór, þannig að ég tel að við eigum ekki eftir að eiga auðveldan leik fyrir hönd- um. Við munum þó koma alveg dýrvitlausir til leiks, strákarnir þekkja þá tilfinningu að vinna bik- arinn og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Lúkas í gær. Þess má geta að Blikar munu leika án Kristófers Sigurgeirssonar í kvöld sökum heiðursmannasamkomu- lags milli Breiðabliks og KR þess efnis að Kristófer myndi ekki leika með Blikum gegn KR-ingum í sumar eftir félagsskipti hans úr Frostaskjólinu í Kópavoginn. Þá taka Þróttarar á móti Eyja- mönnum á Valbjarnarvelli en Þróttur vermir um þessar mundir fjórða sætið í annarri deild. Eyja- menn, sem léku ágætlega í fyrstu leikjum sumarsins, hafa hins vegar misst flugið í síðustu tveimur leikj- um í 1. deild þannig að þeir eru að öllum líkindum harðákveðnir í að koma sér á sigurbrautina á ný. Á morgun fara svo fram seinni fjórir leikimir í 16-liða úrslitum þar sem Grindvíkingar fá KA- menn í heimsókn til Grindavíkur, KARTKEPPNI Valur og Stjaman mætast á Hlíð- arenda, Skallagrímur sækir Fylki heim í Árbæinn og Þórsarar frá Akureyri mæta nágrönnum sínum í Leiftri á Akureyri. ■ PRANSKá knattspynmíiðið i'uris Sí. Germain hefur gengió frá kaupum á brasilíska miðvallarleik- manninum Leonardo, sem fylla á skarð Youri Djorkaeffs, sem farinn er til Inter Mílanó á Italíu. Þá hafa Parísarmenn ráðið til sín nýjan knattspyrnustjóra en sá heitir Ric- ardo og kemur einnig frá Brasilíu. ■ PETER nokkur Gibbons, 33 ára gamall Breti, neitar nú álfarið að afhenda Þjóðverjum boltann, sem leikið var með í úrslitaleik Evrópu- keppninnar en oft hefur tíðkast á stórmótum í knattspyrnu að sigurlið- in taki með sér boltann að úrslita- leik loknum. ■ GIBBONS þessi laumaði boltan- um inn undir skyrtuna sína eftir að einn leikmanna þýska liðsins hafði sparkað upp í stúku að leik loknum og þannig læddist hann með boltann af Wembley. Gibbons staðhæfir nú að réttlætinu hafí verið fullnægt eftir tap Englendinga gegn Þjóð- verjum í undanúrslitum keppninnar. ■ HINN ungi knattspyrnukappi, Andrew Booth, hefur nú gengið í raðir Sheffield Wednesday á Eng- landi fyrir næsta keppnistímabil. Booth lék áður hjá Huddersfield en hann þykir mjög efnilegur leik- maður og hefur um tíma átt fast sæti í U-21 landsliði Englendinga. ■ MIKIL ólæti brutust út í mörgum borgum Þýskalands undir morgun á mánudag þegar sigurvíman rann af drukknum mannfjöldanum eftir sigur þýska landsliðsins í Evrópu- keppninni á sunnudag. Knattspyrnu- bullur brutu rúður, rændu verslanir og köstuðu flöskum og öðru lauslegu í lögreglu, sem sagðist vart muna annað eins. Enginn slasaðist þó í ólátunum. ■ TALIÐ er að um 30.000 manns hafi verið á Römerberg-torginu í Frankfurt á mánudag til þess að fagna heimkomu þýska landsliðsins í knattspyrnu. Mannfjöldinn veifaði þýskum fánum, steig trylltan sigur- dans og söng hástöfum gamla Que- en-smellinn „We are the champi- ons“. ■ EFTIR vel heppnaða og glæsi- lega Evrópukeppni á Englandi hyggjast Englendingar nú sækja um að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006. Stjórnvöld á Englandi eru ánægð með fram- kvæmd Evrópukeppninnar og segj- ast munu styðja enska knattspyrnu- sambandið með öllum ráðum til þess að næla í HM 2006. Auðunn fljótastur Annað mótið til íslandsmeist- ara í kartakstri fór fram á Kringluplaninu í Reykjavík á sunnudagskvöld. Akureyringurinn Auðunn Svavar Guðmundsson vann á Dino keppnisbíl og náði með því forystu til íslandsmeist- ara. Guðmundur Einarsson frá ísafírði varð annar og Kristinn Gunnarsson frá Akureyri þriðji. „Þessi íþrótt er að slíta barns- kónum hérlendis og vöxtur hennar yrði örugglega hraðari ef við fengj- um byggða braut fyrir bílana. Það er erfitt að keyra á ójöfnum bílap- lönum, en þetta verðum við að sætta okkur við, hvað sem framtíð- in ber í skauti sér,“ sagði Auðunn í samtali við Morgunblaðið. Hann segist vera forfallinn áhugamaður um kappakstur og fylgist vel me_ð því sem gerist í Formula 1. „Ég vann af því ég hitti á réttan gír fyrir brautina sem við lögðum. Þetta er happadrætti á meðan við höfum ekki fastmót- aða braut og ég datt niður á það rétta núna. Guðmundur skipti t.d. um gír í þriðju og síðustu umferð- inni og þá munaði engu á okkur. Það truflaði mig ekkert þó veggir væru nálægir, en bílarnir voru að ná hátt í 100 km hraða. Þá tryggði sigurinn mér forystu til meistara, sem var mikilvægt. En nú vantar fleiri keppendur í þessa ódýru akst- ursíþrótt," sagði Auðunn. Eftir tvö fyrstu mótin af fjórum er Auðunn með 35 stig, Kristinn Gunnarsson er með 32, Gunnar Hákonarson 20 og Guðmundur Einarsson 17 stig. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson AUDUNN Svavar GuAmunds- son vann kartkeppni á Krlngluplaninu og hefur for- ystu tll íslandsmeistara I þessarl nýju akstursíþrótta- grein hérlendls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.