Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 4
KAPPAKSTUR Á hraðferð með Damon Hill SILVERSTONE kappaksturinn í Bretlandi, sem verður á morg- un, er líkiega vinsælasta keppnin meðal keppenda i Formula 1 kappakstri. Kapp- akstur er engu minni hefð en veðreiðar og fótbolti í Bretiandi og ekki skemmir það fyrir að Bretinn Damon Hill hefurfor- ystu í heimsmeistarakeppn- inni. Silverstone kappaksturinn stendur í tvo klukkutíma og aka keppendur samtals 310 km í keppninni, en brautin er 3.140 metra löng. Er löngu uppselt á keppnina og munu 250.000 áhorfendur heimsækja Silver- stone þá þrjá daga sem tíma- tökur og keppnin fer fram. T al- ið er að 160 milljónir sjón- varpsáhorfenda munu fylgjast með keppninni í beinni útsend- ingu í 163 löndum, þar á meðal á Islandi en Eurosport sýnirfrá keppninni eins og ætíð þegar keppt er f Formula 1 kapp- akstri. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá Hill, sem vann sömu keppni fyrir tveimur árum. Með sigri núna gæti hann siglt langleiðina að sínum fyrsta heims- meistaratitli. „Brautin er mjög skemmtilega hönnuð, sam- anstendur af hröðum og hægum beygjum, sem eru víðar og gera hana mjög erfiða," sagði Hill um brautina í samtali við Morgunblað- ið. „Fyrsta beygjan eftir ræsingu er tekin á 195 km hraða í þriðja gír, með léttu ástigi á bremsurnar, eftir að hafa skipt niður úr sjötta gír. Þá nálgast ég Becketts beygj- urnar óðfluga og.ég er strax kom- inn í sjötta gír, eftir örar gírskipt- ingar. Ég ek á fullu í sjötta gír að þessum beygjum, en skipti niður í 5., 4. og stundum 3. fyrir þá næstu. Það eru mikil átök um borð, hröðun- in og þyngdaraflið toga hausinn á mér til hægri, vinstri og svo aftur til hægri. Þyngdaraflið er orðið fjór- falt,“ sagði Hill. Sem dæmi má taka að í 60 gráðu beygju er þyngdaraflið að toga í flugmann kennsluflugvélar af helm- ingi minna afli en Hill talar um. Flugmenn orrustuþotna geta þolað allt að sjöfalt þyngdarafl, en missa meðvitund ef þeir fara umfram það. Úr 160 í 330 „Næst rýkur bíllinn úr 160 km á klukkustund í 330 km hraða á beinum kafla. Þá þarf að snarnegla niður fyrir beygju sem heitir Stowe,“ sagði Hill, „beygjan er mjög erfið þar sem hún er mishæð- ótt. Þessi beygja ek ég í fjórða gír og ef ég næ að fylgja öðrum keppn- Gunnlaugur Rögnvaldsson skrífar Tvær stjömur Kappaksturshetjan Damon Hill frá Bretlandi og knatt- spyrnustjarnan franska Davld Glnola hittust í Barcelona og fór vel á með þelm. Glnola kvaöst fylgjast vel með Formulu 1 og heimsótti Wllllams liðlð. ■ DAMON HILL er með 65 stig í heimsmeistaramóti ökumanna. Jaques Villenueve er með 38, Michael Sehumacher 26 Jean Alesi 25 og David Coulthard 14. ■ BRETINN Johnny Herbert vann breska kappaksturinn í fyrra á Benetton. Hann þykir eiga litla möguleika í ár að mati veðbanka. Möguleikar Hill eru sagðir bestir 11 á móti 10, Schumacher 5-2, Villenueve 4-1, Alesi 7-1, Berger 20-1 og Irvine 40-1. ■ BENETTON kannar mögu- leika á að skipta um ökumenn á næsta ári, allavega annan þeirra Gerhard Berger eða Alesi. Heinz Harald Frentzen hefur oft verið nefndur til sögunnar. Þá hyggst Benetton stofna keppnislið í mót- orhjólakappakstri í flokki 500 cc mótorhjóla. Þar er Ástralinn Mic- hael Doohan efstur að stigum og ef að líkum lætur mun liðið ítalska bjóða í hann. Keppnisstjóri Benet- ton á einnig Ligier Formula 1 lið- ið, þannig að hann hefur mörg jám í eldinum. ■ RENA ULT hættir í Formula 1 eftir tvö ár. Nú er því spáð að stríð verði milli Honda, BMW, Peugeot og jafnvel Benz að koma keppnis- vélum um borð hjá toppliðunum tveimur, Williams og Benetton. ■ GOODYEAR mun hafa 1500 keppnisdekk til taks fyrir keppnisl- iðin 11 á Silverstone brautinni, en hver ökumaður má mest nota 26 dekk þá þijá daga sem tímatök- ur og keppnin fer fram. ■ DAMON HiII ók hraðast í tíma- tökum í fyrra á 1,28,124 mínútum, en í keppninni fór hann hraðast á 1,29,750. Það þýðir að hann fór brautina á 203 km meðalhraða, en 61 hringur var ekinn á braut- inni. SILVERSTONE KAPPAKSTURSBRAUTIN Lýsing Damon Hill á hraða keppnisbíls hans og gíraskiptingum í brautinni Rásmark ræsing 195 km/klsl W00DC0TE COPSE isbíl eftir að beygjunni, get ég skot- ist framúr honum, þar sem hann klýfur loftið fyrir mig og hefur meiri loftmótstöðu en ég. Næsta beygja er hæg, ég nota bara fyrsta gír í gegnum krappa vinstri beygju og skipti gírunum upp í gegnum hægri beygju og er fljótur í sjötta gír á ný. Þá stíg ég aftur á brems- urnar fyrir erfiða vinstri beygju. Þar er ekið yfir hæð og því ómögu- legt að sjá beygjuna alla. Bíllinn er viðkvæmur á þessum stað, liggur við að hann lyfti hjólum á hæðinni. Ef það er vindur, reyni ég yfirleitt að koma á smávegis hliðarskriði í gegnum þessa beygju, allavega ef áttin er suðvestlæg. Grínlaust!" Úrvinda í lok keppni Eftir þessa beygju er fimmta gírs beygja til hægri, þar sem Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson þyngdaraflið kemur aftur til sög- unnar. Eftir slíkt tog í 61 hring er maður úrvinda í lok keppni, sér- staklega ef heitt er í veðri. Hrað- aminnkunin er gífurleg fyrir vinstri hlykki, sem heita Priory, þar sem ekið er í öðrum og fyrsta gír í gegn og síðan um hægri beygju að langri hægri beygju. Hún liggur inn á beina kaflann við rásmark og endamark. Mikilvægt er að ná bílnum á góðan skrið á þessum kafla í tímatökum fyrir keppnina. Síðasta beygjan er sú mikilvæg- asta til að ná góðri ferð fyrir tíma- tökurnar. í keppninni tekur maður meira mið af aðstæðum og hveijir eru í kringum mann í brautinni, ekur ekki alveg á útopnu, nema 'einhver sé á undan, sem þarf að ná. Þá stíg ég bensínið í botn...“ sagði Hill. CLUB km/klst Brautin er VALE % /i/ 290 /// km/klst stowe Kappaksturinn er 61 hringur, samtals 5.072 m löng © 309,392 km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.