Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1996, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 D 3 URSLIT Hjólreiðar Frakklandskeppnin Úrslit í 16. áfanga, frá Agen til Lourdes- Hautacam, alls 199 km, í gær: 1. Biame Riis (Danmörku) Telekom 4.56,16 2. Richard Virenque (Frakkl.) Festina 49 sek á eftir 3. Laurent Dufaux (Sviss) Festina....49 4. Luc Leblanc (Frakkl.) Polti.......54 5. Leonardo Piepoli (Italíu) Refin...57 6. Toný Rominger (Sviss) Mapei.....1,33 7. Jan Ullrich (Þýskal.) Telekóm...1,33 8. Piotr Ugrumov (Lettl.) Roslotto.1,33 9. Laurent Brochard (Frakkl.) Festinal,41 10.. Fernanda. Escartia .(Spain). .Kelme .1:46 Staðan eftir 16 áfanga: l.Riis.........................74.08,26 2.01ano................2,42 mín. á eftir 3. Rominger........................2,54 4. Ulirich.........................3,39 5. Virenque........................4,05 6. Berzin..........................4,07 7. Dufaux..........................5,52 8. Luttenberger....................5,59 9. Escartin........................7,03 10. Indurain........................7,16 11. Ugrumov.........................7,28 12. Leblanc.........................7,41 13. Hamburger......................10,48 14. Piepoli........................11,01 15. Fernandez Gines................13,07 Golf Kvennamót hjá Keili Opna J.G. silfurmótið var haldið hjá Golf- klúbbnum Keili í Hafnarfirði á laugardag- inn: An forgjafar: Inga Magnúsdóttir, GK.................80 Ásgerður Sverrisdóttir, GR............81 Anna Sigurbergsdóttir, GK.............82 Með forgjöf: Rut Héðinsdóttir, GKJ.................66 Sigríður Bragadóttir, GR..............67 Lilja Karlsdóttir, GK.................67 Opið mót hjá GFH Mótið fór fram 13. og 14. júli hjá Golf- klúbbi Fljótsdaishéraðs Egilsstöðum. Kvennaflokkur Án forgjafar: Alda Ægisdóttir, GR..................128 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR............129 StefaníaM. Jónsdóttir, GR............144 Með forgjöf: Alda Ægisdóttir, GR..................103 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR............108 Stefanía M. Jónsdóttir, GR...........113 Karlaflokkur Án forgjafar: Halldór Birgisson, GHH...............142 Bjami Jónsson, GHH...................152 Ingi Már Aðalsteinsson, GHH..........155 Með forgjöf: Halldór Sigþórsson, GFH..............128 Sævar Benediktsson, GFH..............132 Sigurður Ananíasson, GFH.............134 Unglingaflokkur Án forgjafar: Birgir Már Vigfússon, GHH............107 Guðgeir Jónsson, GN..................132 Jóhann Halldórsson, GFH..............132 Með forgjöf: Birgir Már Vigfiísson, GHH............92 Jóhann Halldórsson, GFH...............95 Guðjón Björnsson, GHH................103 í kvöld Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Akranes: IA - FC Sileks.20 3. deild: Kópavogsv.: HK-Grótta....20 4. deild A: Ármannsvöllur: ÍH - Léttir.,20 Leidrétting ÞAU mistök urðu í biaðinu í gær að sagt var að Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍR, hefði fengið að líta rauða spjaldið eftir leik Þróttara og ÍR-inga á mánudag. Hið rétta er hins vegar að einn leikmanna ÍR, Ásbjöm Jóns- son, fékk spjaldið eftir leikinn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. IÞROTTIR IÞROTTIR KNATTSPYRNA Eyjamenn leika við FC Lantana íTallinn ídag Liðið er að mestu skipað Rússum Eyjamenn leika fyrri leik sinn við FC Lantana í Tallinn í Eist- landi í dag í forkeppni Evrópumóts- ins (UEFA-Cup). Leikurinn hefst kl. 15 að íslenskum tíma og verður leikið á þjóðarleikvanginum í Tall- inn, sama velli og íslenska landslið- ið spilaði við Eistlendinga í vor. Eyjamenn flugu frá Keflavík i gærmorgun í gegnum Stokkhólm og voru komnir til Tallinn kl. 14. Þeir æfðu á vellinum í gærkvöldi og taka siðan létta æfingu í morg- unsárið í dag. Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, sagðist þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég þekki KORFUKNATTLEIKUR Draumaliðið“ í ham 19 Bandaríska ólympíuliðið í körfu- knattleik, „Draumalið 111“, átti ekki í miklum erfiðleikum með að leggja ólympíulið Grikkja að velli í Indianapolis á sunnudags- kvöld í síðasta æfingaleik sínum fyrir Ólympiuleikana í Atlanta, sem settir verða á föstudag. „Draumaliðið“ sigraði í leiknum 128:62 og var Reggie Miller stiga- hæstur í liði heimamanna með 21 stig en Karl Malone kom næstur með 19. Fragiskos Alvertis var hins vegar stigahæstur í liði Grikkjanna með 14 stig. „Draumaliðið“ hefur nú leikið fimm æfingaleiki fyrir leikana í Atlanta og sigrað í þeim öllum með að meðaltali 44 stiga mun. Þar af hefur það lagt að velli fjór- Sprengju- viðvörun á Spáni LÖGREGLUYFIRV ÖLDUM í Navarre-héraðinu á Spáni barst í gær nafnlaus viðvörun þess efnis að sprengju hefði verið komið fyrir i ruslatunnu fyrir utan banka einn í bænum Pamplona en þar munu bjól- reiðakapparnir í Tour de France einmitt koma í mark í 17. áfanga síðar í dag. Lögregla í Pamplona lét rýma hverfíð þar sem sprengjunni hafði verið komið fyrir og sprengdi hana því næst án þess að nokkur hlyti sár af. Ekki er vitað hver kom sprengjunni fyrir en grunur beinist helst að Frels- ishreyfingu Baska. ar þjóðir, sem spáð er góðu gengi á ÖL, Brasilíumenn, Kinveija, Ástrali og Grikki, og er meðaltals- stigamunurinn úr þeim viðureign- um rúm 53 stig Bandaríkjamönn- um í vil. Aðeins úrvalslið háskól- anna náði að standa uppi í hárinu á NBA-stjörnunum, sem þó höfðu nauman sigur að lokum eftir að hafa ient í þó nokkru basli með ungu strákana til að byrja með. „Draumalið 111“ ætti því varla að verða í miklum vandræðum með að tryggja Bandaríkjamönn- um þriðja Ólympíugull sitt í körfu- knattleik á leikunum í Atlanta en leikir liðsins hingað til hafa miklu frekar minnt á sýningarleiki eða kennslumyndbönd í íþróttinni en raunverulega keppnisleiki. HJOLREIÐAR Iítið til liðsins, en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér er það að mestu skipað Rússum. Það eru aðeins þrír eistneskir leik- menn í 16-manna hópnum hjá þeim. Deildarkeppnin var að hefj- ast hjá þeim um síðustu heigi og vann Lantana fyrsta leikinn á úti- velli, 1:0,“ sagði Atli. Atli sagði að faðir sinn hefði leikið á þessum sama velli með eistneska landsliðinu fyrir 50 árum og því væri það svolítið undarleg tilfinning að vera með ÍBV-liðið á þessum velli. Hann bjóst við að það myndu um 500 áhorfendur sækja leikinn, en völlurinn tekur um 15.000 áhorfendur. „Það er ekki mikill stuðningur sem liðið fær hér því Rússar eru í meiri- hluta í liðinu og eins er rússneskur þjálfari með það. Ég skil vel af- stöðu Eistlendinga, enda eru þeir miklir þjóðernissinnar." „Við erum tilbúnir í, slaginn og vonandi tekst okkur vel upp. Við erum með okkar sterkasta lið og Ingi Sigurðsson er nú kominn inn í hópinn aftur eftir meiðsli og kemur til með að styrkja liðið þó svo að ég láti hann ekki bytja inná. Flestir leikmennirnir í mínu liði eru að stíga sín fyrstu spor í Evrópukeppni og því er spenna í hópnum fyrir leikinn," sagði þjálf- arinn. GOLF Á LENGJUNNI Breska m.s'4 IS IBS C.Montgomeric - S.Ballesteros Greg Norman • Bernhard Langer lan vUoosnam - Ernie Els Nick Faldo - Corev Pauin Nick Price-FredC Reuter tilefni SPÁNVERJINN Miguel Indurain fékk afmælistertu dagsins eftir 16. áfangann í gær. Heldur dapur afmæl- isdagur hjá Indurain H J ÓLREIÐAKAPPINN Miguel Indurain hélt upp á 32. afmælisdag sinn í gær, 16. júlí, þegar hann hjólaði frá Agen til Lourdes- Hautacam í 16. áfanga Tour de France-hjólreiðakeppninnar. Indurain byijaði áfangann mjög vel en virtist svo missa flugið þegar á leið og hafnaði kappinn í 12. sæti. Róðurinn þyngist nú sífellt fyrir Spánverjann í viðleitni hans að Verða fyrsti maðurinn í sögu Frakklandskeppninnar til að fagna sigri sex sinnum en eftir gærdaginn situr hann nú í 10. sæti í heildina, sjö mínútum og sextán sekúndum á eftir fyrsta manni, Dananum Bjarne Riis. Morgunbl aðið/Kristi nn SKAGAMENN hafa oft fagnað mörkum í undanförnum leikjum. Það verður spurning hvort þeir nái að fagna gegn Sileks frá Makedóníu á Skipaskaga í kvöld. Hér eru þeír (f.v.) Haraldur Ingólfsson, Sturlaugur Haraldsson, Ólafur Þórðarson og Mihajlo Bibercic sem samfagna Bjarna Guðjónssyni (nr. 4) eftir að hafa skorað mark gegn Stjörnunni í 1. deildinni fyrr í sumar. Stuðningur áhorfenda 12. maðurinn GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er nokkuð bjartsýnn fyrir Evrópuleik íA á móti FC Si- leks frá Makedóníu á Akranesi í kvöld en á þó engu að síður von á hörkuleik. „Við rennum nokkuð blint í sjóinn fyrir þennan leik því við vitum lítið um getu Makedón- anna. Ég hef þó séð liðið á æfingu og það er greinilegt að í hópnum eru nokkrir mjög góðir knatt- spyrnumenn." Mótherjarnir komu í leiguflugi til Islands í fyrradag og æfðu aAkranesi í gær. „Eg á von á að þeir muni leika nokkuð stífan varn- arleik og beiti svo óspart skyndi- sóknum þannig að við þurfum bæði að varna því að þeir nái að koma knettinum í markið hjá okkur og einnig að tjalda öllu sem við eigum til þess að reyna að skora hjá þeim,“ sagði Guðjón. „Við þurfum að ná upp góðri stemmningu og toppleik og reyna að sigra 2:0 því þeir munu ábyggilega verða miklu grimmari á sínum eigin heimavelli í næstu viku.“ Guðjón sagði að Skagaliðið hefði fengið byr undir báða vængi í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. „Bi- karleikurinn gegn Fylki á sunnu- dag ætti annars að verða hvatning til strákanna því þá vorum við að leika mjög vel og ég mun að öllum líkindum hafa liðsuppstillinguna svipaða og í undanförnum leikjum. Leikurinn leggst annars nokkuð vel í mig og við munum berjast af fullum krafti til síðustu mínútu en ég á þó engu að síður von á hörku- viðureign og þess vegna er mjög mikilvægt að áhorfendur styðji vel við bakið á okkur og mæti á völlinn því þeir gætu orðið tólfti maðurinn í okkar herbúðum," sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. GOLF / SVEITAKEPPNI ELDRI KYLFINGA I TORINO íslensku sveitirnar Í12. og13. sæti Evrópukeppni eldri kylfinga í golfi fór fram í Torínó á Ítalíu 3. til 5. júlí. Keppt var á tveimur golfvöllum í ná- grenni borgarinnar, Golf Club „Torino" og Golf Club „I Roveri". Um er að ræða árlega sveitakeppni eldri kylfinga, 55 ára og eldri, frá ýmsum löndum Evrópu, sem hefur farið fram síðan 1982, en íslendingar hafa verið með síðan 1984. Mótið hefur einu sinni verið haldð á ís- landi, 1991. Keppnin er tvískipt, því annars vegar er meistarakeppni og þar eru leiknar 54 holur án forgjafar og hins vegar keppnin um Evrópubikarinn þar sem leiknar eru 54 holur með forgjöf. Hver þjóð sendir tvær sex manna sveitir og gildir skor fjögurra bestu hvern dag. Að þessu sinni sendu 16 lönd sveitir til keppninnar, með þeirri undantekningu að Slóvenar sendu aðeins lið í Meistara- keppnina og Grikkir í Evrópubikarinn. Vellirnir, sem liggja hlið við hlið, eru rétt fyrir utan Torínó og mjög svipaðir að lengd, eða um 6.000 m langir, par 72. í heildina reyndust báðir vellirnir okkar mönnum frekar þungir í skauti. Tólfta sæti A-liðið, sem keppti án forgjafar á „I Roveri“ var þannig skipað: Sigurður Albertsson, öldungameistari 1995, Sig- urjón Gíslason, Baldvin Jóhannsson, Karl Hólm, Helgi Hólm og Ragnar Guð- mundsson frá Vestmannaeyjum. Sigurð- ur, Sigurjón, Baldvin og Karl eru marg- reyndir í slíkum keppnum, en Helgi og Ragnar voru með í fyrsta sinn. Sigurður og Ragnar áttu báðir sinn besta hring á 84 höggum, en Ragnar lék best og varð í 50. sæti á 261 höggi, en Sigurður og Baldvin léku á 262 höggum. Sveit íslands hafnaði í 12. sæti á 1.054. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. Ítalía 924, 2. Spánn 935, 3. Svíþjóð 950, 4. Þýskaland 968, 5. Frakkland 972, 6. Sviss 981, 7. Noregur 987, 8. Finnland 1.006, 9. Austurríki 1.027, 10. Danmörk 1.040, 11. Lúxemborg 1.049, 12. ísland 1.054, 13. Holland 1.064, 14. Belgía 1.069, 15. Portúgal 1.092, 16. Slóvenía 1.202. Þrettánda sæti B-liðið, sem keppti með forgjöf á „Tor- ino“-vellinum, var skipað Sverri Einars- syni, Friðrik Andréssyni, Ottó Péturs- syni, Davíð Helgasyni, Ólafí A. Ólafssyni og Reyni Sigurðssyni. Aðeins Sverrir og Friðrik hafa tekið þátt í slíkri keppni áður. Sveitin hafnaði í 13. sæti á 955 högg- um, en af einstaklingum átti Ottó besta hringin, 75 nettó, og Davíð átti einn hring á 76 nettó, en hann var bestur í liðinu samanlagt, og var í 46. sæti með 236 högg og næstir voru Sverrir og Friðrik með 241 högg. Úrslit urðu sem hér segir: L Finnland 870, 2. Ítalía 873, 3. Spánn S78, 4. Noregur 891, 5. Þýskaland 901, 6. Sviss 905, 7. Svíþjóð 914, 8. Grikk- land, 915, 9. Frakkland 919,10. Austur- ríki 930, 11. Portúgal 944, 12. Lúxem- borg 953, 13. ísland 955, 14. Holland 980,15. Belgía 990,16. Danmörk 1.005. Fararstjóri var Ásgeir Nikulásson for- seti LEK og sat hann m.a. fund þar sem málefni eldri kylfinga í Evrópu voru rædd. Næsta mót fer fram í borginni Turku í Finnlandi 1997. A-liðfð, f.v.: Pétur Antonsson liðsstjóri, Kari Hólm, GK, Bald- vin Jóhannsson, GK, Sigurjón Gíslason, GK, Helgi Hóim, GKV, Ragnar Guðmundsson, GV, Sigurður Albertsson, GS, og Ásgeir Nlkulásson, forseti LEK. B-liðið, f.v.: Davíð Helgason, GKj, Reynir Sigurðsson, GR, Ottó Pétursson, NK, Friðrik Andrésson, GR, Sverrir Einars- son, NK, Ólafur Ólafsson, NK, Helgi Daníelsson, liðsstjóri, og Ásgeir Nikulásson, forseti LEK. Aftur mætast liðfrá íslandi og Makedóníu Stórt félag frá Irtlu þorpi Þorpið Kratovo er ekki merkt inn á öll landakort en knatt- spyrnulið staðarins er það lang besta í Makedóníu. Skilaboðin til íslandsmeistaranna eru því skýr - þið getið gert allt nema van- meta Sileks. Meistari í fyrsta sinn I fyrra var litið á Sileks sem björtustu von knattspyrnunnar í Makedóníu. Liðið tók í fýrsta sinn þátt í Evrópukeppni og dróst gegn VAC Samsung frá Ungveijalandi í Evrópukeppni bikarhafa. Ung- verska liðið var taiið mun sigur- strangiegra en Sileks hafði betur (3:1, 1:1). Næsti mótheiji var Borussia Mönchengladbach og var litið á viðureignina sem bar- áttu Davíðs við Golíat. Þjóðver- jarnir sigruðu (0:3, 2:3), en Sileks stóð í þeim í báðum ieikjum og var framnústaða liðsins eftir- tektarverð. Í kjölfarið var veldi Vardar Skopje brotið á bak aftur og Sileks varð Makedóníumeistari í fyrsta sinn, fór taplaust í gegn- um deildarkeppnina. Sileks hefur aðeins verið í 1. deild í fjögur ár. Þetta litla félag var í 3. deild áður en stríðið braust út í fyrrum Júgóslavíu og forráða- menn þess gátu aðeins látið sig dreyma um glæsta framtíð á meðal þeirra bestu. Besti árangur liðsins var tímabilið 1989 til 1990 en þá komst það f átta liða úrslit bikarkeppninnar. Mikíll hiti Kratovo er lítið þorp 100 km noi-ðaustur af Skopje, nálægt landamærum Makedóníu og Búlgaríu. Meðalhiti í júlí og ágúst er milli 35 og 40 gráður sem gæti gert Akranesi lífið leitt. Heimavöllur Sileks er lítill en góður með aðstöðu fyrir 3.000 áhorfendur og verður uppselt á leikinn gegn Akranesi. Ef Sileks kemst áfram verður liðið að leika næsta heimaleik í Skopje því heimavöllurinn uppfyllir ekki ör- yggiskröfur UEFÁ en ekki eru gerðar sömu kröfur í forkeppn- inni. Ljuboslav Ivanov, „Dzingo“, er forseti félagsins og alls ráðandi í Sileks. Hann er umsvifamikill viðskiptajöfur og stjórnmálamað- ur, næst æðstur í ríkisstjórn Makedóníu. „Dzingo" er eigandi fyrstu einkareknu sjónvarps- stöðvarinnar í landinu og er því kallaður Berlusconi Makedónfu. Þjálfarinn bjartsýnn Zoran Smilevski, þjálfari, sem var áður framheiji hjá Partizan Belgrad og Borac Banja Luka með góðum árangri, telur að lið sitt eigi góða möguleika á að slá Akranes út úr keppninni. „Við höfum ekki næga reynslu í al- þjóða keppni þó við höfum leikið í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra AKRANES tekur á móti Sileks frá Make- dóníu í forkeppni Evr- ópumóts félagsliða í kvöid. Af því tilefni tók Vladimir Novak, blaðamaður í Belgrad, saman eftirfarandi grein þar sem hann varar Skagamenn við mótherjunum. en við eigum jafna möguleika á að komast áfram. Reyndar stönd- um við betur að vigi vegna þess að við eigum seinni leikinn á heimavelli," sagði Smilevski, sem er 48 ára. Fimm landsliðsmenn Sileks spilar leikaðferðina 3-5-2 og markvörðurinn Trajcev er hugsanlega veikasti hlekkur- inn. Miðvörðurinn Milosevic er kaliaður „hermaðurinn“ í liðinu þar sem hann kemur frá Serbíu en um er að ræða mjög góðan varnarmann. Ljusev fær það hlut- verk að gæta hættulegasta sókn- armanns Akraness. Vlatko Gosev og Srdjan Zaharijevski eru mikil- vægustu miðjumennirnir en Zor- an Boskovski er skæðasti sóknar- maðurinn. Hann lék ekki með Makedóníu gegn íslandi i for- keppni HM í liðnum mánuði vegna meiðsla en fímm landsliðs- menn eru með Sileks; Gosev, Zaharijevski, Borov, Memedi og Boskovski. Svo virðist sem Sileks sé ekki upp á sitt besta um þessar mund- ir en á liðnum vikum hefur liðið tapað æfíngaleikjum gegn tveim- ur júgóslavneskum liðum, 1:0 á móti FC Cukaricki á útivelli og 3:1 á móti meisturum Partizan á heimavelli. Há greiðsla fyrir slgur Þrátt fyrir þá staðreynd að 1. deild í Makedóníu sé ámóta sterk og 2. deild víða í Evrópu eru ail- ir leikmenn Sileks atvinnumenn. Þeir fá 500 þýsk mörk á mánuði (um 22.000 kr.), 150 mörk fyrir sigur á heimavelli og 270 mörk fyrir sigur á útivelli. Þetta þykja tiltölulega góð laun í Makdóníu því meðallaun fara ekki yfir 200 mörk á mánuði. Atvinnuleysi þekkist ekki í Kratovo og allir eru í vinnu hjá „Dzingo“ en Ber- lusconi Makedóníu hefur heitið leikmönnum sínum 5.000 þýskum mörkum í aukagreiðslu slái þeir Akranes út úr keppninni. Knattspyrnufélagiö Þróttur heldur almennan félagsfund í Þróttheimum fimmtudaginn 18. júlí kl. 20.00. Umrœðuefnið er "Þróttur í nýtt umhverfi". Allt óhugafólk um eflingu félagsins er velkomið. Þá eru foreldrar barna og unglinga hjá félaginu hvattirtil aö mœta. Aðaistjórn. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.