Morgunblaðið - 10.08.1996, Side 1

Morgunblaðið - 10.08.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 2tltorgttttMaí>tf> ■ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST BLAÐ Mickel- son með forystu ÁSTRALINN Phil Mickelson lék á 67 höggum, fimm undir pari, í annari umferð á PGA mótinu í Louisville, Kentucky og hefur fjög- urra högga forystu. Þessi 26 ára, örvhenti kylfingur, sem þegar hef- ur sigrað á þremur mótum í ár, fékk fugl (eitt undir) á sex holum, m.a. á tveimur síðustu en fékk aftur á móti aðeins skolla (eitt yfír) á einni holu. Hann er því á 134 höggum, tíu undir pari, eftir 36 holur. Veðrið setti strik í reikninginn ; á fyrsta keppnisdegi, í fyrradag. Keppni var þá hætt en fyrsta ' umferðin kláruð í gærmorgun áður en önnur umferð hófst. Mickelson var einn þeirra sem þurfti að hætta í fyrradag - en kláraði fyrsta hringinn með glæsibrag í gær- morgun og hélt síðan sínu striki. Justin Leonard, sem er fyrrum bandarískur meistari áhugamanna einsog Mickelson, jafnaði vallar- met Valhalla vallarins í gær er hann lék á 66 höggum en metið setti Kenny Perry daginn áður. J Á myndinni er Steve Elkington, ; sem sigraði á PGA-mótinu í fyrra. Hann lék fyrri daginn á 67 högg- um en síðan á 74 annari umferð og er því á 141 höggi samtals. Reuter Landsliðs- markvörður frá Kúbu til KA HANDKNATTLEIKSDEILD KA hefur fengið til liðs við sig fyrrum landsliðsmarkvörð Kúbu, Rey Guitierrez Hernandez, og mun hann að öllum líkingum sjá um þjálfun markvarða í yngri flokkum félagsins í vetur auk þess sem hann verður með KA í Evrópukeppni bikar- hafa. Ekki er þó allt gull sem glóir því KA-menn geta ekki notað Hemandez í leikjum sinum á komandi keppnistímabili því reglur handknatt- leikssambandsins segja til um það að einungis einn útlendingur megi leika með hverju félagi og er Rússinn Sergei Ziza fyrir þjá KA. „Það er sorglegt til þess að vita að við eigum sennilega ekkert eftir að geta notað Hern- andez nema Ziza meiðist og mér finnst það mikil skammsýni hjá ársþingi HSI að leyfa ekki fleiri útlendinga i deildinni, sérstaklega þar sem svo margir af bestu íslensku leikmönn- unum ætla að reyna fyrir sér á erlendri grundu á næsta tímabili. Þetta er mjög öflugur mark- vörður og við munum nota hann í leikjum okk- ar í Evrópukeppninni en ég leyfi mér að fuU- yrða að það er sorglegt fyrir íslenskan hand- knattleik að Hernandez mun ekki spila í deild- inni,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ekkja Owens hreifst af Mich- ael Johnson RUTH Owens, ekkja Jesse Owens sem vann fern gullverðlaun á ólympíuleikunum í Berlín árið 1936, sendi Michael Johnson árnaðaróskir er hann hafði tryggt sér tvenn gullverðlaun á Olympíuleikunum í Atlanta og sett heimsmet í 200 metra hlaupi. Johnson segir að sér hafi ekki þótt vænna um nokkrar aðrar hamingju- óskir en þær sem hann fékk frá Ruth Owens. Eftir að hann setti heimsmet sitt á bandariska úrtökumótinu I júní - 19,66 sekúndur - sendi Ruth Owens honum bréf þar sem hún Iíkti hon- um við mann sinn. „Er ég sá þig hlaupa hugs- aði ég, guð minn góður, hann er eins og Jesse,“ sagði hún í bréfínu, en eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur hinum sérstaka upprétta hlaupastíl Johnsons verið líkt við stíl Owens. Johnson segir nú að bréfíð frá ekkju Owens hafi verið mesta hvatning sem hann hafi feng- ið fyrir leikana og hjálpað sér mjög til að öðl- ast sjálfstraust til þess að verða fyrsti karlmað- urinn til þess að fara með sigur úr býtum í 200 og 400 m hlaupi á sömu ólympíuleikum. „Að vera líkt við Owens er mesta hrós sem ég hef fengið um ævina.“ KNATTSPYRNA Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, bjartsýnn fyrir seinni Evrópuleikinn Eigum að geta sigrað Bikarmeistarar KR standa vel að vígi fyrir seinni leikinn gegn Mozyr frá Hvíta-Rússlandi í Evrópu- keppni bikarhafa en eins og greint var frá í blaðinu í gær gerðu liðin 2:2 jafntefli í Mozyr í fyrradag. Heimamenn gerðu tvö mörk snemma í seinni hálfleik en KR-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu á síðustu sex mínútunum. Það var Ríkharður Daðason sem gerði fyrra mark KR, minnkaði muninn á 84. mínútu og Þorsteinn Jónsson jafnaði er aðeins hálf mín- úta var eftir af leiknum. „Við lékum gegn góðu og sterku liði en sýndum að við eigum að geta sigrað það með toppleik og góðum stuðningi," sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, við Morgun- blaðið þegar hann kom til Reykja- víkur í gær eftir 13 tíma ferðalag frá Mozyr. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og fengum góð tæki- færi til að skora en dæmið gekk ekki upp. Við hugsuðum fyrst og fremst um vörnina og skipulagið gekk nokkurn veginn eftir. Samt gættum við ekki að okkur í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 2:0 sáum við að ekki þýddi annað en að halda áfram. Við höfðum skapað okkur marktækifæri í fyrri hálfleik, vissum að möguleikinn var enn fyr- ir hendi og náðum okkur á strik aftur sem gerði það að verkum að við náðum að gera tvö mörk á síð- ustu sex mínútunum." Þormóður sagði úrslitin gott vega- nesti fyrir seinni leikinn sem verður á Laugardalsvelli 22. ágúst. „Betra hefði verið að sigra en þó seinni leik- urinn verði mjög erfiður eigum við ágætis möguleika. En nú þurfum við að hvíla okkur vel og gera allt klárt fyrir sunnudaginn því við eig- um mikilvægan deildarleik á móti Val fyrir höndum." Shearer skoraði í fyrsta leiknum ALAN Shearer, dýrasti knatt- spyrnumaður heims, skoraði í fyrsta leik fyrir Newcastle - vin- áttuleik gegn 3. deildarliði Lincoln á útívelli í gærkvöldi. Newcastle sigraði 2:0 og gerði Shearer fyrra markið úr vítaspyrnu í fyrri hálf- Ieik en Belginn Philippe Albert bætti marki við eftir hlé. Leiksins um góðgerðarskjöld- inn, árlegs opnunarleiks ensku knattspyrnunnar, er beðið með óþreyju - sérstaklega vegna þess að Shearer er kominn í herbúðir Newcastle. Meistarar Man. Utd. reyndu einnig mikið til að fá hann en liðin mætast á Wembley á morg- un. Leikurinn verður í beinni út- sendingu Stöðvar 3 og hefst kl. 14. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: SPÁÐ í SPILIN FYRIR BIKARKEPPNINA UM HELGINA / C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.