Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 4
Mmt KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdis WILLUM Þór Þórsson átti ágætan leik þegar Þróttarar lögðu Þórsara að velli á Valbjarnarvell- Inum í gærkvöldi og býr hann sig hér undir að skjótast framhjá Þórsaranum Páli Pálssyni. Mikil barátta á öllum vígstöðvum Þróttur íþriðja sætið róttarar kræktu sér í þijú dýr- mæt stig í baráttunni um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili þegar þeir lögðu Þórsara frá Akur- eyri að velli 1:0 á skrífar kvöldi. Fyrri hálfleikur var heldur bragðdaufur lengst af og þrátt fyrir að heimamenn hafi haldið knettinum ágætlega innan sinna raða gekk þeim illa að skapa sér einhver umtalsverð marktæki- færi. Þeir náðu þó að taka forystuna undir lok hálfleiksins og var þar að verki Heiðar Siguijónsson, sem skoraði örugglega framhjá Atla markverði Þórs eftir laglegt sam- spil við Willum Þór Þórsson. Fyrri hluti síðari hálfleiks þróað- ist síðan á mjög svipaðan hátt og fyrri hálfleikurinn hafði gert, Þrótt- arar héldu knettinum en áttu í erfið- leikum með að skapa sér færi, en síðasta stundarfjórðunginn komust svo gestimir meira og meira inn í leikinn og fengu gott tækifæri til þess að jafna metin þegar Árni Þór Árnason slapp einn inn fyrir vörn heimamanna en Axel Gomez í mark- inu varði glæsilega. Þórsarar voru svo óheppnir að ná ekki að næla sér í eitt stig úr viðureigninni á síðustu sekúndum leiksins þegar Davíð Garðarsson átti fallegan skalla í þverslá Þrótt- armarksins en allt kom fyrir ekki og það voru því heimamenn, sem fögnuðu mikilvægum sigri í leikslok. Með sigrinum í gær komust Þrótt- arar upp fyrir Þórsara að stigum og verma nú þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, aðeins einu stigi á eft- ir Skallagrími sem situr í öðru sæt- inu, en Þórsarar eru þó ekki langt undan, hafa 18 stig og eru mögu- leikar þeirra á að vinna sig upp úr 2. deild alls ekki úr sögunni þrátt fyrir ósigurinn gegn Þrótti. Búist er við spennandi keppni í bikarkeppni Fijálsíþróttasam- bandsins, sem fram fer á Laugar- dalsvelli í dag og á morgun. Fróðir telja, að FH-ingar þurfí að hafa meira fyrir sigri nú en undanfarin tvö ár, og muni baráttan standa milli þeirra, Ármanns og ÍR, gamla bikarstórveldisins, sem hafði eins árs viðdvöl í 2. deild í fyrra. Allt besta fijálsíþróttafólk landsins tek- ur þátt að undanskilinni Völu Flosa- dóttur stangarstökkvara úr ÍR, sem gat ekki komist til landsins. Þjálfarar efstu liðanna hafa allir tilhneigingu til að reikna öðrum félögum betri útkomu en sínu. Þeir Islandsmeistarar Skagamanna munu á morgun taka á móti Iæiftursmönnum frá Ólafsfirði í 1. deild karla í knattspyrnu en þá fer jafnframt fram heil umferð í deild- inni. Skagamenn sitja um þessar mundir á toppi deildarinnar og eiga í harði baráttu við KR-inga um fyrsta sætið en Leiftursmenn, sem báru siguror' af Vesturbæingum nú fyrir skömmu, kljást hins vegar við Valsmenn um Evrópusæti. Vals- menn munu einmitt sækja KR-inga heim í Vesturbæinn og má því búast við hörkuleikjum bæði á Akranesi eru þó sammála um að FH-ingar muni standa uppi sem sigurvegar- ar. Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari FH telur reyndar að hann verði naumari en oft áður en þjálfarar ÍR og Ármanns, Þráinn Hafsteins- son og Kristján Harðarson, telja að þrátt fyrir hörkukeppni verði for- ysta FH örugg þegar öllu verður á botninn hvolft. Þráinn telur að FH hljóti 238 stig, Ármann verði í öðru sæti með 201 stig og ÍR í þriðja með 193. Næst komi HSK með 164, UMSS með 129, UMSK 127, UMSB 119 og HSÞ 90, en tvö neðstu liðin falla í 2. deild. og í Frostaskjóli þar sem vafaiítið verður ekki gefinn þumlungur eftir í baráttunni um efstu sæti deildar- innar. í Garðabænum mætast svo Stjarnan og Keflavík og má fastlega búast við því að þar, eins og á Akra- nesi og í Vesturbænum, verði hart barist því Keflvíkingar sitja í næstn- eðsta sæti 1. deildar og verða hrein- lega að sigra í leiknum eftir tapið gegn Fylki á miðvikudaginn. Stjörnumenn eru reyndar í örlítið þægilegri stöðu en Keflvíkingar, en þeir þurfa þó einnig á sigri að halda því nái Fylkismenn, sem verið hafa Kristján gerir sömuleiðis ráð fyr- ir FH-sigri en telur að FH hljóti 229 stig, ÍR verði í öðru með 210 og Ármann í þriðja með 205. Bæði hann og Ragnheiður búast við að röð annarra félaga verði svipuð og hjá Þráni. Ragnheiði sýnist mjórra verða á munum en Þráinn og Kristján gera ráð fyrir. „Keppnin um bikarmeist- aratitilinn verður afar tvísýn_ og hörð milli okkar, Ármanns og ÍR,“ sagði Ragnheiður. „Ég gæti trúað því að við hefðum þetta með um 223 stigum, en það verða ekki mörg stig sem skilja liðin þijú að, fimm til sex kannski, og því má á ágætri siglingu í deildinni undan- farið, að bera sigurorð af Grindvík- ingum í Grindavík og Stjörnumenn bíði ósigur fyrir Keflvíkingum eru Garðbæingar komnir í heldur slæm mál í neðri hluta deildarinnar. Breiðablik mun svo sækja ÍBV heim til Vestmannaeyja en Blikar þurfa nú að fara að taka sig saman í andlitinu hyggist þeir lyfta sér úr botnsæti 1. deildar og verður því án efa fróðlegt að fylgjast með hvort þeir nái að sækja gull í greipar Eyja- manna, sem eflaust munu koma vel stemmdir til leiks eftir heldur mis- jafnt gengi í sumar. ekkert útaf bregða. „Eitt misheppn- að boðhlaup í lokin gæti því ráðið úrslitum," bætti hún við. Þetta er í 31. skipti sem bikar- keppni FRÍ fer fram og líkt og í fyrra fer keppni í 1. og 2. deild fram á sama stað og tíma, sem tryggir að allir bestu fijálsíþrótta- mennirnir mætast, en það tryggir jafna og skemmtilega keppni í flest- um greinum. í dag hefst keppni klukkan eitt með fimm greinum, 400 m grindahlaupi kvenna, há- stökki kvenna, langstökki karla, kúluvarpi_ karla og spjótkasti kvenna. Á morgun verður blásið til leiks á ný klukkan tólf. Kipketer reynir við heimsmet WILSON Kipketer, sem ekki keppti á Ólympíuleikunum af íþróttapólitískum ástæðum, hyggst reyna að bæta 15 ára gamalt heimsmet Bretans Seb Coe í 800 metra hlaupi á stiga- móti alþjóða fijáisíþróttasam- bandsins í Mónakó í kvöld. Kip- keter, sem ekki hefur enn öðlast danskan ríkisborgararétt og vildi ekki keppa í Atlanta fyrir Kenýa, náði á dögunum besta tíma í 800 m hlaupi í 11 ár í Niee; hljóp á 1.42,51 mín., sem er 0,07 sek. betri en sigurtími Norðmannsins Vebjöms Rodal í Atlanta, en heimsmet Coes frá 1981 er 1.41,73 mín. Noureddine Morceli gullverð- launahafí í 1.500 metra hlaupi ætlar að spretta úr spori í þeirri grein og meðal andstæðinga hans verður silfurverðlaunahaf- inn í Atlanta og gullverðlauna- hafinn frá þv! í Barcelona, Spán- veijinn Fermin Cacho. Ljóst er að ekkert verður gefið eftir í 100 metra hlaupi kvenna á mótinu því þar mætast fiestar spretthörðustu konur heims. Má þar nefna ólympíumeistarann Gail Devers frá Bandaríkjunum, landa hennar Gwen Torrence að ógleymdum Merlene Ottey frá Jamæku og Mary Onyali frá Ní- geríu, en hún hlaut bronsverð- laun í 200 metra hlaupi í Atlanta. Engum vafa er undirorpið að tromp heimamanna verður Marie Jose Perec tvöfaldur ólympíu- meistari í Atlanta. ÚRSLIT Mozyr-KR 2:2 Mozyr, Hvita-Rússlandi, fyrri leikur i for- keppni Evrómóts bikarhafa í knattspyrnu, fimmtudaginn 8. ágúst 1996. Mðrk Mozyr: Serguei Iaromko (51.), An- drei Skorobogatko (73.). Mörk KR: Ríkharður Daðason (84.), Þor- steinn Jónsson (90.). Gult spjald: Heimir Guðjónsson, Ólafur Kristjánsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg- ilsson, Þorsteinn Guðjónsson, Biynjar Gunnarsson, Sigurður Örn Jónsson (Óskar Hrafn Þorvaldsson 28.) - Heimir Guðjóns- son, Ólafur Kristjánsson, Þorsteinn Jónsson - Hilmar Bjömsson, Ríkharður Daðason, Einar Þór Daníelsson (Ásmundur Haralds- son 74.). 2. deild karla Þróttur - Þór Ak..................1:0 Heiðar Siguijónsson (40.). 2. deild kvenna A Selfoss - Grindavík...............5:0 3. deild karla Dalvík - Reynir S.................2:4 Garðar Níelsson, Jón Örvar Eiríksson - Kevin Docherty 2, Scott Ramsey, Magnús Ólafsson. Höttur-HK.........................1:4 Páll Jónasson - Steindór Elíson 4. Grótta - Fjölnir..................0:2 Ólafur Sigurðsson 2. 4. deild A GG-KSÁÁ...........................2:4 Framheijar - Njarðvík.............1:1 HB - Léttir.......................2:7 Afturelding - ÍH..................7:3 4. deild B Haukar - Skautafél. R............10:0 Vikingur Ól. - Smástund...........1:1 4. deild C Magni - Tindastóll.............. 1:2 Neisti-KS.........................0:5 SM - Kormákur.....................4:2 4. deild D Leiknir F. - Huginn...............5:1 Norðurlandamót Landslið skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Island - England..................0:1 ■ísland leikur gegn Færeyjum um sjöunda sætið í dag. Fram-dagurinn HINN árlegi Framdagur verður haldinn á morgun. Dagskrá hefst kl. 12 með leikjum yngri flokka í handknattleik og knattspyrnu á félagssvæðinu við Safamýri. Veitingar verða í boði Fram-kvenna. FRJALSIÞROTTIR / BIKARKEPPNI FRI Tekst ÍR að gera FH skráveifu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.