Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 8
VIÐSKIPn AIVINNULIF FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1996 Fjölbreytni ístegunda er lykillinn að miklum vinsældum ísbúðarinnar í Kringlunni Selur hátt í ársfram- leiðslu kúabús ALLT frá opnun Kringlunnar fyrir níu árum hefur ísbúð verið starf- andi þar. Núverandi eigendur, E. Jakobsson ehf., hafa rekið búðina í tvö ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum íssins í Kringlunni. Kristinn Ingi Sigutjónsson, tals- maður ísbúðarinnar, segir að þrátt fyrir að húsaleiga í Kringlúnni sé hærri en víða annars staðar vegi mjög mikil viðskipti upp á móti og stöðugt streymi viðskiptavina. „Allt frá opnun ísbúðarinnar hefur verið mjög mikið að gera en þessi mikla sala byggir á gífurlegri vinnu við að tryggja fjölbreytni ístegunda og spennandi markaðs- setningu. Hér á íslandi hefur sam- einast evrópsk _ og bandarísk ís- búðamenning. Ítalía er að öllum líkindum eina landið þar sem ís- sala er meiri í ísbúðum en eftir öðrum dreifingarleiðum. Þar eru u.þ.b. 36 þúsund ísbúðir sem fram- leiða sinn eigin ís en hér eru þær einungis fjórar,“ segir Kristinn. Aukin samkeppni með innflutningi Innflutningur á ís var heimilað- ur þann 1. júlí 1995. Þangað til hafði ekki ríkt mikil samkeppni á ísmarkaðnum, enda framleiðend- umir einungis tveir, Emmess ís og Kjörís. „Það besta sem hefur komið fyrir markaðinn er að hann hefur verið opnaður. Því að í kjölfarið hafa báðir íslensku framleiðend- urnir verið að bæta sig. Aukin samkeppni hlýtur að leiða til fjöl- breyttara úrvals og hagstæðara verðs. Það er það sem við höfum verið að sjá á íslenska ísmarkaðn- um undanfarið ár,“ segir Kristinn. ísbúðin í Kringlunni selur ein- vörðungu ís frá Emmess ís en um tíma framleiddi verslunin eigin kúluís. Kristinn segir sölu á kúluís fara stöðugt vaxandi. „Emmess fram- leiðir 25-30 tegundir af honum og hafa gæðin og fjölbreytnin farið stöðugt batnandi.“ Tvær nýjar tegundir Kristinn segir að ísbúðin hafi mjög oft verið í samstarfí við Emmess ís um nýjungar í ísréttum og sé í samstarfí við þá um tvær nýjar tegundir núna. Önnur er risaeðluís með risaeðluhlaupi frá sælgætisgerðinni Mónu og nýjasta afurðin, Smartís með Smarties, er samstarfsverkefni ísbúðarinn- ar, Emmess ís og Danól. ísinn, sem er sérlagaður af Emmess ís, samanstendur af jarðabeija- og vanilluís og blöndu af smarties með tilheyrandi skreytingum. Við höfum verið að kynna ísinn und- anfama daga og fengið mjög góð- ar viðtökur," segir Kristinn. ísbúðum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum og ísneysla aukist samfara aukinni fjölbreytni og lægra verði. Að sögn Kristins nemur sala ísbúðarinnar í Kringlunni hátt í ársframleiðslu eins meðalkúabús, eða 80 þúsund lítrar. „Umræða um sjoppur og skyndibitastaði er yfírleitt nei- kvæð en það vill gleymast að þar fer fram heilmikil sala á íslenskum landbúnaðarvörum." Vaiitar jógúrtís á íslandi í Bandaríkjunum hefur sala á jógúrtís farið stöðugt vaxandi síð- an hann kom fyrst á markaðinn fýrir 15-20 árum. Um tíma var seldur jógúrtís á íslandi við miklar vinsældir en nú hefur framleiðslu hans verið hætt. Að sögn Kristins þá vantar jóg- úrtís inn í ísflóruna hér á landi. „Jógúrtís er mjög vinsæll í Asíu og Norður-Ameríku og hann hef- ur bjargað mörgum ísvélafram- leiðendum í Bandaríkjunum frá gjaldþroti. Kostir jógúrtíssins eru þeir hversu bragðgóður hann er, í honum eru lifandi jógúrtgerlar sem hafa góð áhrif á meltinguna og hann er fituminni. Aftur á móti er meira af kolvetnum í hon- Morgunblaðiö/Ásdís um en mjólkurís," segir Kristinn. „Við erum allaf að vinna að nýjungum og munum örugglega kynna spennandi nýjungar áfram en stöðug endurnýjun er það eina sem gildir á ísmarkaðnum. Þrátt fyrir að ísbúðin selji einhveija ákveðna ísrétti, reynum við að uppfylla allar óskir viðskiptavin- arins. ísland er sérstakt markaðs- svæði í ísgerð en ís er misjafn eftir löndum. Það eru framleidd mismunandi bragðefni fyrir ís- markaði í heiminum en ís er mis- feitur og sætur, allt fer þetta eft- ir vilja neytenda á hveijum stað,“ segir Kristinn. Torgið Hröð umskipti í efnahagslífinu UMRÆÐAN um efnahagsmál hefur heldur tekið stakkaskiptum hér á landi á undanförn- um mánuðum. Ekki eru nema fáeinir mánuð- ir síðan mikið var rætt um þörfina á því að lækka hér vexti til að örva fjárfestingu fyrir- tækja og um leið skapa forsendur til hagvaxt- ar. Nú kveður hins vegar við allt annan tón. Áhyggjur af þenslu virðast fara vaxandi og farið er að bera á umræðu um vaxtahækkan- ir ásamt aðhaldi í ríkisfjármálum til að slá á vöxtinn. Á morgunverðarfundi sem Verslunarráð efndi til í gær sagði Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þenslu hér á landi. Benti hann m.a. á að aðstæðum nú svipaði um margt til áranna 1987 og 1977 en þau væru einkennandi fyrir það sem verst hafi farið í íslenskri hagstjórn í gegnum tíðina. Þórður sagði að horfur væru á því að hag- vöxtur á þessu ári yrði enn meiri en 4,5% sem gert var ráð fyrir í endurskoðaðri þjóð- hagsáætlun stofnunarinnar. Þá væru útgjöld þjóðarinnar að aukast á öllum sviðum. Þann- ig stefndi í að þjóðarútgjöld ykjust um 6,7%, einkaneysla um 6%, samneyslan um 2,5% og fjárfesting fyrirtækja um 20%. Sú fjárfest- ing væri þó enn ekki mikil í samanburði við nágrannalöndin, eða um 15% af landsfram- leiðslu. „Það sem þarf fyrst og fremst að hafa áhyggjur af hér er einkaneysluþróunin. 6% vöxtur í einkaneyslu er einfaldlega of mikill vöxtur við þær aðstæður sem nú eru í þjóðarbúskapnum," sagði Þórður. Aðhald í rikisfjármálum og vaxtahækkanir Þórður ítrekaði þá skoðun sína að það væri ekki ásættanlegt að verðbólga hér á landi væri á bilinu 2-3%, heldur þyrfti að halda henni á bilinu 1-2%. Benti hann enn- fremur á að horfur væru á að halli yrði á við- skiptum við útlönd á næstu tveimur árum. Jafnvel þó svo fjárfestingu vegna stækkunar álversins í Straumsvík væri haldið utan þess- ara talna. Það væri nauðsynlegt að hér væri afgangur af viðskiptajöfnuði á næstu árum ef takast ætti að greiða niður erlendar skuld- ir þjóðarbúsins. Þórður sagði að miðað við þann tekjuauka sem hefði skilað sér í ríkissjóð á þessu ári vegna efnahagsbatans ætti afkoma ríkissjóðs að vera nálægt jafnvægi strax á þessu ári og ríkissjóður ætti að skila um 2-4% afgangi á því næsta, miðaö við að menn héldu sig við þær útgjaldaáætlanir sem gerðar voru á síðasta ári. Þórður sagði að við aðstæður sem þessar kynni að vera þörf á að grípa til aðgerða á peningamarkaði til að stemma stigu við vext- inum á meðan aðhald í ríkisrekstri væri auk- ið. Því kynni að vera nauðsynlegt að grípa til tímabundinna vaxtahækkana. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, sagði á fundinum að ástæða væri til að setja spurningarmerki við það hvort hér ríkti góð- æri. Efnahagsbatinn hefði sýnilega skilað sér til fyrirtækjanna í landinu og að nokkru leyti í auknum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar hefði það ekki skilað sér til þeirra lægst launuðu og heldur ekki til atvinnulausra. Þá mætti ennfremur benda á að enn væri ástandið mjög slæmt í fiskvinnslu víða um land. Ríkissjóður þarf að skila 8 millj- arða afgangi á ári á næstu árum Bæði Steingrímur og Hannes G. Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, sögðu hins vegar þau þenslueinkenni sem nú yrði vart við ekkert í líkingu við það sem verið hafi árið 1987. Aðstæður nú væru allt aðrar, stöðugleiki væri meiri og því ætti ekki að vera hætta á viðlíka þenslusprengingu og þá. Hannes tók hins vegar undir með Þórði að ástæða væri til að gæta aðhalds í ríkis- fjármálum. „Síðustu árin hafa ríki og sveitar- félög undanbragðalaust haldið uppi fram- kvæmdum og öðrum umsvifum með halla- rekstri og miklum lántökum. Þær aðgerðir drógu úr niðursveiflu í atvinnulífi en nú er komið að því að draga úr á móti og greiða niður lánin. Hallarekstur ríkisins nam 40 milljörðum á fyrstu fimm árum hagsveiflunn- ar, þ.e. frá 1992. Sé hagsveiflan 10 ár, eins og menn hafa verið að nefna, þyrfti ríkissjóð- ur að skila árlega 8 milljarða afgangi til að jafna metin. Ef eitthvað í líkingu við þetta verður ekki gert, hlýtur þessi hagstjórnaraðferð, þ.e. að jafna sveiflur með hallarekstri í niðursveiflu og rekstrarafgangi í góðærum, að teljast óbrúkleg og einungis fallin til stöðugrar út- gjaldaaukningar ríkissjóðs. Ef ekki tekst að ná verulegum afgangi í rekstri ríkissjóðs á næstu árum ber að endurskoða þessa stefnu og taka upp hallalausan rekstur ríkissjóðs, hvort sem ríkir upp- eða niðursveifla í efna- hagslífinu,“ sagði Hannes. Það er vissulega ástæða til þess að varast að þensla fari úr böndunum hér á landi enn á ný. Stjórnvöldum hefur í gegnum árin geng- ið ákaflega illa að haldast á þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum og oftar en ekki hafa þau farið fremst í flokki í umfra- meyðslunni á tímum góðæris. Það er því gríðarlega mikilvægt að sú verði ekki raunin nú. Það að stefnt sé að óbreyttum halla á ríkissjóði í ár, þrátt fyrir að tekjur hans hafi aukist verulega það sem af er árinu, er eng- an veginn ásættanlegt markmið og hlýtur raunar að teljast merki þess að verið sé að slaka á klónni. Það er því brýnt að fjármál ríkissjóðs séu tekin föstum tökum og ríkisstjórnin beiti að- haldi í ríkisfjármálum til þess að stemma stigu við ofþenslu. Þá hlýtur öll umræða um vaxta- hækkanir að vera varasöm. Fjárfesting fyrir- tækja hér á landi hefur verið allt of lítil á undanförnum árum og þrátt fyrir að hún hafi aukist nokkuð á þessu ári er hún enn heldur lítil. Séu vaxtahækkanir nauðsynlegar til þess að draga úr þenslunni væri réttast að beina þeim að þeim þætti þenslunnar sem veldur mönnum hvað mestum áhyggjum, þ.e. einka- neyslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.