Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSTI 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kastalinn Aflagranda 50 KA5TALINT0 AFLAGKANDA 50 1585- I50i| ÁRIÐ 1989 var lokið við að byggja íbúðablokk fyrir samtök aldraðra við Aflagranda 40. Búið var að ganga frá lóð umhverfis húsið, en fyrirhug- aður útivistargarður og svæði kringum hann ófrágengið. Nokkru seinna komu fram á völlinn margir ungir húsbyggj- endur, með hamra og spýtur, og var nú aldeilis tekið til hend- inni. Litlu smiðirnir voru á aldr- inum 7-11 ára og eru sem sé á táningsaldri í dag (14-18 ára). Á lóðinni reis kastali og á einni hliðinni stóð Aflagrandi 50. Við tókum eftir því að yngri strákamir vora sendir í efnis- leit en þeir stærri söguðu og negldu. Höfðum við íbúamir á Aflagranda 40 mikla gleði af. Sigurður teiknaði þessa mynd af byggingunni eftir ljósmynd sem hann tók. Við gamla fólkið fylgdumst með þessari fram- kvæmd af áhuga og ánægju og sendum smiðunum bestu kveðjur og þakkir fyrir gleði- stundirnar. Nú er búið að útbúa á þessu svæði fagran garð með bekkj- um, rólum og vegasöltum. Ása og Sigurður, Aflagranda 40, 107 Reykjavík Svo stendur í bréfi sem Myndasögum Moggans barst fyrir skömmu. Við þökkum Ásu og Sigurði innilega fyrir skemmtilegt bréf, fallega mynd og hlýja endurminningu. TVÆR AT- HUGASEMDIR NAUÐSYNLEGT er að vekja athygli á röngum fullyrðing- um í texta með Bútasaumsteppi í næstsíðasta tölublaði Myndasagna Moggans. Þar er sagt að ferhyrningar hafi allar hliðar jafnlangar, það er alls ekki rétt, heldur eru það FERNINGAR sem hafa allar hliðar jafnlangar og öll hom- in fjögur era níutíu gráður. Beðist er velvirðingar á þessu. Mishermt var í litaleiknum Tímon og Púmba, að bíómið- ar væra í verðlaun; eins og kom fram annars staðar i text- anum era verðlaunin 10 Tímon & Púmba myndbandsspólur og 100 Tímon & Púmba bakpokar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.