Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 4
 TORFÆRA Haraldur fékk uppreisn æru KÆRA Haraldar Péturssonar vegna dómgæslu og úrslita í heimsbikarmótinu í torfæru fyrir tveimur vikum var tekin til greina af áfrýjunardómstóli Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga í gær. Haraldur taldi að hann hefði verið dæmdur út úr braut á röngum forsendum og það kostað hann verðlaunasæti. Dómnefnd vísaði kærunni frá, en afrýjunardómstóll tók hana til greina. Niðurstaðan þýðir að Haraldur varð í þriðja sæti, en ekki fjórða í fyrra heimsbik- armótinu. Það síðara fer fram i Jósepsdal kl. 13 ídag. Eg er ánægður með að réttlætið sigraði að lokum, þótt það sé leiðinlegt að standa í þessu og það bitni á einum öðrum keppanda hvað sætaskipan varðar. En þessi dómgæsla sem þama fór fram var ósanngjörn og ég varð að gera eitt- hvað í málinu," sagði Haraldur. „Dómarar verða að vanda vinnu- brögðin og ég held að þessi niður- staða veiti dómurum aðhald og skapi gott fordæmi, þannig að menn séu ekki að mistúlka reglur og breyta hlutum eftir á,“ sagði hann. I úrskurði áfrýjunardómstóls LÍA um málið segir m.a. „Eftir að hafa rætt við keppnisstjóra, 2 af Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ánægður með úrskurðinn íslandsmelstarinn Haraldur Pétursson var ðnægður með úrslit í kærumáli sínu um úrsllt í helmsblkarmótlnu og kepplr í síðara mótinu í dag. dómstólsins að sú aðferð sem dóm- nefnd keppninnar notaði við að mæla og meta mörk þeirrar brautar sem hér um ræðir, á þeim stað sem kærandi var talinn hafa farið út úr braut, hafi verið með öllu ótæk. Aðferðin styðst ekki við neinar skráðar reglur og við það er miðað að keppendum hafi ekki verið þessi mælingaraðferð kunn. Ótækt er að dómnefnd selji reglur eða viðmiðan- ir um gang keppninnar, eftir að keppni er hafin og án þess að þær reglur séu kynntar keppendum og starfsmönnum keppninnar með sannanlegum hætti.“ „Upphaflega fékk kærandi 250 stig fyrir fimmtu braut sem síðan var breytt í 80 stig. Með vísan til framangreinds er lagt fyrir keppnisstjóm að breyta stigagjöf fyrir kæranda, Harald Pétursson, í samræmi við úrskurð þennan og að við það verði miðað að kærandi hafi verið innan brautar í braut fimm allan tímann." 3 dómnefndarmönnum, kæranda, brautardómara og fleiri aðila og eftir að hafa skoðað vandlega myndband af keppni í fimmtu braut og einkum akstur og akst- urslag kæranda er það álit áfrýjun- ardómstólsins að mikill vafi leiki á hvort kærandi hafí verið komin út úr braut eða ekki.“ Síðar í úrskurð- inum segir: „Það er álit áfrýjunar- TENNIS / OPNA BANDARISKA MOTIÐ Ennþá alK eftir bókinni Christie tilbúinn að keppa á næsta ári BRETINN Linford Christie hefur lýst því yfir að hann ætli að leggja hlaupaskóna á hiUuna í haust enda Ijóst að hann má muna sinn fífil fegri eins og árangur hans á þessu ári gefur til kynna. I síðustu viku tók hann þátt í kapphlaupi í siðaata sinn í heima- iandinu á móti í Gateshead. Þá varð hann annar í 200 m hlaupi á 20,64 sekúndum, 2/100 úr sekúndu á eftir landa sírnun John Regis. Vonbrigði Christies þetta kvöld voru að neyðast tíl að hætta þátttöku í 100 m hlaupi vegna meiðsla í hné. Það voru einnig þeim 10.000 áhorfendum mikil vonbrigði að fyrrum Ólymp- íumeistari i 100 m hlaupi gat ekki tekið þátt í sinni uppáhaldsgrein. Þrátt fyrir yfirlýsingar, er þ’óst að Christie hefur hug á því að taka til fótanna á hlaupabrautum Evrópu næsta sumar þrátt fyrir að vera þá orðinn 37 ára. „Ég hef sagt Malcolm Arnold þjálfara breska frjálsíþróttalandsliðsins að verði þörf á mínum íiðsstyrk í Evrópubikarkeppni landsliða á næsta sumri þá verð ég tilbúinn," sagði Christie. Engin óvænt úrslit urðu á fyrsta keppnisdegi í 2. umferð á Opna bandaríska mótinu í tennis. Ólíkt því sem tennisáhuga- menn hafa átt að venjast úr stór- mótum ársins, Opna franska og Wimbledon, þá virðast stjömurnar ekki ætla láta minni spámenn íþróttarinnar slá sig út af laginu. Þó skall hurð nærri hælum hjá löndunum Andre Agassi, ólympíu- meistara, og MaliVai Washington. Sigurvegari síðasta árs í kvennaflokki Steffi Graf tryggði sér áframhaldandi þátttöku í 3. umferð á þægilegan hátt er hún sigraði austurrísku stúlkuna Karin Kschwendt í tveimur settum 6-2, 6-1 í leik sem stóð aðeins yfir í 54 mínútur. Arantxa Sanchez Vic- ario frá Spáni sem hefur verið í úrslitum á öllum stórmótum ársins en ekki tekist að krækja í fyrstu verðlaun átti einnig náðugan dag er hún mætti heimastúlkunni Nic- ole Arendt 6-2, 6-2. Novotna áfram Jana Novotna er einnig komin í næstu umferð eftir að hafa lagt Florenciu Labat að velli í þriggja setta leik 6-2, 4-6, 6-2. Novotna fékk hins vegar magakveisu á meðan leikurinn stóð yfir og átti í mesta basli með að ljúka honum, þurfti m.a. einu sinni að fá að gera hlé á leiknum til að fara á salernið. „Þetta óvænta vandamál setti strik í reikninginn hjá mér um tíma en sem betur fer tókst mér að ljúka leiknum," sagði No- votna að leikslokum. Karlar í kröppum dansi Andre Agassi lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Leander Paes frá Indlandi. Hann tapaði fyrsta setti 6-3 og lenti undir 4-0 í öðru setti en tókst á ótrúlegan hátt að snúa leiknum sér í hag og vinna settið_ 6-4 og tvö næstu sett 6-1, 6-0. „Ég veit bara ekki hvað gerðist," sagði Agassi að leik lokn- um. MaliVai Washington var einnig hætt kominn í viðureign við landa sinn Alex O’Brien. Eftir sigur í tveimur fyrstu settunum beit O’Brein heldur betur frá sér í tveimur næstu og svo fór að það þurfti fimmta settið til að knýja fram úrslit. Þá hafði Washington betur, 6-3 og hrósaði happi yfir því að hafa unnið sér sæti í 3. umferð. faém FOLX ■ LÚÐVÍK Jónasson, Stjörnu- maður sem leikið hefur með ÍBV í sumar, er ekki hættur með ÍBV eins og orðrómur hefur verið um. Hann er hins vegar fluttur til Reykjavíkur þar sem hann er kominn skóla og mun æfa á höfuðborgarsvæðinu með öðrum leikmönnum úr ÍBV, sem eru í námi í Reykjavík. ■ BRUCE Grobbelaar fyrrum markvörður Liverpool og South- ampton hefur tímabundið verið ráð- inn landsliðsþjálfari Zimbabve. Hon- um er ætlað að stjóma liðinu í leikj- um gegn Tansaníu og Súdan sem fram fara í lok september og í byijun október. Að loknum þessum leikjum verður nýr landsliðsþjálfari ráðinn í stað Svisslendingsins Marc Duvill- ard sem nýlega lét af störfum. ■ ALBERT Emon þjálfari Nice í Frakklandi var í vikunni rekinn úr starfi sökum slaks árangurs liðsins í fyrstu leikjum frönsku deildarkeppn- innar. Steinin tók úr að mati Andre Bois, forseta félagsins, er Nice beið lægri hlut fyrir Guingamp 2:1 í fyrra- kvöld. Emon sem er fyrrum leikmað- ur með Marseille og Mónakó hefur þjálfað félagið síðan 1992. ■ DOMINIQUE Baratelli fyrrum landsliðsmarkvörður Frakka var umsvifalaust ráðinn þjálfari Nice í stað Emons. Baratelli lék með fé- laginu á sínum tíma en einnig var hann hjá Paris St. Germain. ■ LIÐSMENN ítalska félagsins Genúa fóru með sigur af hólmi í kærumáli í gær og öðlast fyrir vikið sæti í næstu umferð ítölsku bikar- keppninnar og mætir Sampdoria. Forsaga málsins er sú að í Genúa og Lecce mættust í 1. umferð bik- arkeppninnar og höfðu tiðsmenn Lecce betur með 3 mörkum gegn engu. Forráðamenn Genúa kærðu leikinn vegna þess að á 71. mínútu leiksins skipti þjálfari Lecce sókn- armanninum Jonathan Bachini inn á völlinn sem varamanni en Bachini átti eftir að taka út eins leiks bann og var því ólöglegur í leiknum. Kær- an var tekin til greina og Genúa var úrskurðaður 2:0 sigur. ■ HANS Segers þýskur markvörð- ur sem var í herbúðum Wimbledon á síðustu leiktíð hefur nú gengið í raðið Wolves til reynslu í einn mán- uð. Serges er ásamt Bruce Grob- belaar, John Fashanu og kaup- sýslumanni frá Malasýju flæktur í mútumál sem tengist því að þeir hafi reynt að hagræða úrslitum knattspymuleikja í Englandi fyrir nokkrum árum síðan. HNEFALEIKAR Bruno verður að hætta Fyrrum heimsmeistari í þunga- vigt hnefaleika, Bretinn Frank Bruno, hefur hætt æfing- um og keppni í hnefaleikum að læknisráði. Kappinn, sem er 34 ára, tapaði heimsmeistaratign- inni til Mike Tysons í mars á á hættu að verða blindur haldi hann áfram keppni. „Þessi til- kynning læknis míns er mér mik- ið áfall og vera má að ég hafi ekki áttað mig fyllilega á henni ennþá,“ sagði Bruno í gær. „Ég hafði gert mér vonir um að geta lokið ferlinum á betri hátt, en við því verður ekkert héðan af.“ Síðastliðin ár hefur Bruno ver- ið einn vinsælasti íþróttamaður Bretlandseyja og hafði gert sér vonir um að geta endurheimt heimsmeistaratignina á ný. í því skyni hefur hann æft af miklum krafti á undangengnum mánuð- um. Síðastliðinn mánudag fór Reutcr FRANK Bruno, hefur hætt æflngum og keppni í hnefaleikum að læknis- ráði. hann í skoðun hjá augnlækni sín- um og kom þá í ljós að hollast væri fyrir hann að leggja hansk- ana á hilluna strax. „Bruno á það á hættu að verða blindur á hægra auga, leggi hann í einn bardaga til viðbótar,“ sagði David McLeod, sem skoðaði Bruno. Það er sjónhimnan í auga Brunos sem er orðin tæp. Það kostaði Bruno mikinn svita og mörg tár að ná því tak- marki sínu að verða heimsmeist- ari í hnefaleikum. Hann laut í þrígang í lægra haldi fyrir ríkj- andi heimsmeisturum áður en að því kom að hann krækti í titil- inn eftirsótta. Það var er hann sigraði Bandaríkjamanninn Oli- ver McCall á stigum í september á síðasta ári og varð það með þriðji breski hnefaleikarinn sem vinnur þessa nafnbót. Bruno fór með sigur af hólmi 40 sinnum í þau 45 skipti sem hann keppti sem atvinnumaður á 14 ára keppnisferli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.